Morgunblaðið - 22.04.1956, Blaðsíða 12
28
MORGVNBLABIÐ
Sunmidagur 22. apríl 195C
1UM1D FERQnSGMSSETTI
l*.*" '
Móttaka Amtmannsstíg 2B, Kirkjnteig 33 og í Langholtsskólannm — Símar 3437, 826 91, 4296
Páll Fríðfinnsson fyrnun bándi
Fæddur 22. maí 1889
Dáinn 12. ícbrúar 1956.
P' LL FRIÐVIN hét hann fttllu
nafni. Fæddur á Grund í
Þorvaldsdal. Faðir hans var Frið-
finnur Sveinn Jónsson bónda á
Brúnastöðum í Fljótum og víðar
Jónssonar bónda á Hóli á Ufsa-
sírönd Jónssonar bónda s. st. —
Verður það ekki rakið lengra að
þessu sinni frá mamii til manns.
En geta skal þess að Páll Frið-
finnsson var 11 maður í beinan
karllegg frá Þorgeiri á Grund í
Svarfaðardal.
Þorgeir á Grund átti fjölda
bama og verður eigi annað séð
en bæði yrði hann kynsterkur og
kynsæll maður. Varð ætt Þor-
geirs brátt manmnörg svo að é
17. og 18. öld áttu afkomendur
hans sæti og gegndu störfum ;
öllum stéttum hins íslenzka þjóð
félags — ef þjóðfélag skyldi
kalla.
Skáldbóndinn og vitringurinr
Þorvaldur Rögnvaldsson á
Sauðanesi á Ufsaströnd og séra
Jón Þorgeirsson prestur á
Hjaltabakka, áttu Þorgeir á
Grund að langafa. Voru uppi
samtímis og mjög á jöfnum aldri.
Virðist margt hafa verið líkt með
þeim frændunum. Voru báðir
dulspalcir. Báðir skáld í betri
röð. Báðir atorkusamir búmenn
og hyggjuglöggir. Báðir skapfast-
ir og þolnir í mannraunum, Og
báðir siðgóðir og lífshollir mann-
vinir. Séra Jón Þorgeirsson var
þrígiftur. Síðasta kona hans var
Guðrún Steingrímsdóttir. Við
henni átti hann böm sín miklu
flest. Eitt þeirra vai- Steinn Jóns-
son biskup á Hólum.
Nokkrir af niðjum Þorgeirs á
Grund bjuggu hver eftir annan
á Árskógsströnd. Bæði á Stóru-
Hámundarstöðum og þó fleiri á
Krossum. Einn þeirra frænda,
Rögnvaldur Jónsson (f. um 1727)
fluttist að Hóli á Ufsaströnd og
bjó þar til ellL Síðan hefir sama
ættin búið að Hóli allt til þessa
dags, eða hartnær tvær aldir.
Kona Jóns á Brúnastöðum og
amma Páls Friðfinnssonar var
Gunnhildur Hallgrímsdóttir
bónda á Hámundarstöðum. Áttí
hún ætt að rekja til Þorláks á
Skriðu í Hörgárdal Hallgríms-
sonar málara. Var Þorlákur á
Skriðu albróðir séra Gunnars á
Ufsum og síðar prests í Laufási.
En hann var afi Tryggva Guim-
arssonar forstjóra og alþingís-
manns m. fl. er var ömmubróðir
og langafi Hannesar skálds og
ráðherra. *
Kona Friðfinns Sveins Jóns-
sonar og móðir Páls Fnðfiqns-
sonar var Guðrún Björnsdóftir
bónda frá 1860—1890 á Atlastöð-
um • Sigurðssonar. Bjöm á Atla-
stöðum var í föðurætt komin af
Melamönnum hinum gömlu Oddi
sterka Bjarnasyni og sonum hans.
Björn var tvigiftur. Var s'ðari
kona hans Sigrfður Jónasdóttir
frá Þverá í Evjafirði. Var Guð-
rún dóttír Björns af því hjóna-
bandi. Kunn aS fróðlcík og öðr-
um kvenþokka.. Vi.5mótsgó<|og
liverjum mannl hugþekk,-' |
Þau Friðfinnur og Guðrún
hófu búskap á nokkriim hluta
Atlastaða í tvíbýli við Bjoiffi'Sig-
urðsson föður GUðrúnar. Varð
dvöl þeirra þar aðeins um
skamma stund og fluttu þá Jsá
Atlastððum búferlum að Grfhnd
í Þorvaldsdal. Það var ekki
heiglúm hent — og svo er raun-
ar enn ’—* að bjargast um fjár-
efni til mannsæmandi hlýtaj^ á
heiða- og fjalldalajörðum í út-
sveitum á Norður- og Norðaust-
urlandi. I
Efsta byggð í Svarfaðardal. og
Þorvaldsdalur var um það eng-
in ’úndantekning. Til þess þarf
dúgnað og eigi síður forsjá og
og utgerðarmoður
; annað mannvit, svo og óbilandi
! einhuga og kjark í margendur-
I tekinni baráttu við þrálátt tví-
sýni. Varð einatt annað af
| tvcnnu. Maðurinn gafst upp
| þreyttur og örvasa eða hann
i harnaði við hverja raun, tillits-
I laus um allt annað en hafa eitt-
hvað í munn og maga. Og þar
gat komið að manndýrið hungrað
og gráðugt gengi Ijósum logum.
Hann hafði glatað sjálfum sér.
Hann var hættur að vera maðm-
eða siðtamin félagsvera. Þá var
svo komið að hitta mátti hér eða
þar bóndamann frá einhverjum
Sumarhúsum.
Þó hafa sum skáldin okkar —
en aðeins þau heimskustu — og
önnur gjammandi flón um ís-
lenzka þjóðernisstefnu kveðið og
hrópað dýrð dalanna lof og
hversu sælt og saklaust sé þar
að búa við angan grasa og ilm
úr jörðu. En hafa af einhverjum
j ástæðum gleymt rökum, rökkv-
uðum og köldum húsakynnum og
feiknstöfum fimbulvetra.
Hjónin á Grund, Friðfinnur
Sveinn og Guðrún Björnsdóttir,
komust að mestu fram hjá öllum
mannskemmandi háska af þeirri
einíöldu og fágætu ástæðu að
bæði voru yfirburða menn. Sam-
virk og samlynd á meðan bæði
iifðu og nærgætin hvort í annars
garð.
Tókst þeim að koma upp gagn-
sömu búi og þrifnaðar og snyrti-
mennska mætti augum allra
þeirra er á bæ þeirra komu.
Bansfarir Guðrúnar urðu á þess-
um árum tíðar og sást þó eigi
á að hrópandi skyldu væru ekki
fullnægt um meðferð og aðbúð
1 fjölskyldunnar.
En svo var það dag einn að
nokkrum árum liðnum að líkami
Guðrúnar, hugljúfu og fallegu
húsfreyjunnar á Grund var bú-
inn til moldar í kirkjugarði
sóknarkirkjunnar að Stærra-Ár-
skógí. Var af mörgum ofreynslu
kennt um þann aldurtila.'
Friðfinnur brá búi og er það
frekar a£ honum að segja að hann
réðist sem vinnumaður að Hóli
á Ufsaströnd. Fylgdu honum
þangað synir hans tveir. Jón hét
sá yngri og lézt þar á Hóli litlu
síðar, hinn var Páll Friðvin og
þá aðeins 8 ára gamall. Hin syst-
kinin, 4 að tölu, fóru í dvöl fyrst
um sitm til skyldmenna sinna í
Svarfaðardal og á Ufsaströnd.
Páll Friðfinnsson ólst upp á
Hóli til frumvaxta aldurs við,
kosti eigi betri en sæmilega
(sjálfs hans sögn). Innan við
tvítugsaldur fór Páll frá Hóli og
lagði á lífsbrattann, menntunar-
laus og fátækur af öllu öðru en
biturri reynslu bemskuáranna.
Hafði hann fyrst um sinn atvinnu
við sjómennsku og skyld störf.
Fór sparlega og hyggilega með
tekjur sínar og kom þar brátt
að hann bjó við sjálfstæðan efna-
hag. Um þetta tímabil æfinnar
gekk hann í Stýrimannaskólann
í Reykjavík og lauk þar námi
með vitnisburði í betra lagi. Varð
hann vélbátaformaður um stund
og við kennslu bama og unglinga
-ékkst haim nokkuð. Dvaldi
hann allvíða og mislengi á
hverjum stað, enda einhleypu.r
og sjálfráður um atvinnustaði
þegar hér var komið æfi hans.
Árið 1918 kvæníist Páll og
gekk að eiga Ráðhildi Yngvars-
dóttur frá Kalmanstjörn á
Reykjanesi. Að ésýndum og hæfi-
eikum hina glæsilegustu konu.
Var og ætt hennar þekkt að at-
gervi og ein hin rismesta á Suð-
urnesjum á 19. öld. Ungu hjón-
in Páll og Káðhildur dvökiu á
Dalvík nokkur næstu árin og fór
Páll þá að hefja vélbátaútgerð
á eigin hönd. Bjó hann sér eða
keypti byggistöð á Sig;ufirði fyr-
ir útgerð sína, síldarsöltun o. fl.
Árið 1925 keypti Páll jörðina
Hrafnsstáðí í Svarfaðardal og hóí’
búskap þar jafnframt útgerðar-
rekstri og viðkomandi umsýslu.
Hrafnsstaðir voru og eru raunar
enn landþröng voíengjajörð og
stórbúi var þar ekki hægt af>
fleyta. A Hrafnsstöðum hafði áð
ur búið um 30 ára skeið Hall-
grímur Sdgurðsson og kona hans,
Þorláksína Sigurðardóttir. Hall-
grímur var búþivifinn kapps- og
atorkumaður. Hafði hann bætt
og aukíð húsakost jarðarinnar,
sléttað túnið og komið i það
góðri rækt og þannig r.ukíð veru-
lega afurðahæfni þess. Fyrir
Hallgríms daga á Hrafnsstöðum
var jörðin rýrðar kot um nytjar
og um iangan aldur orðið þar tíð
ábúendaskipti. Sjálfsagt að miklu
leyti vegna landþrengsla og ann-
arra ófýsilegra afkomuskilyrða.
Hvorttveggja var að um sama
leyti og Páll kom að Hrafnsstöð-
um komu til liðs jarðrækt og
landbúnaði hraðvirkari áhöld og
verkfæri til jarðvinnslu ltnúin
hestafli, enda stóð íjárhagur Páls
um þetta leyti með blóma. Sem
afleiðing af tekjudrjúgum útgerð
ar umsvifum hans á SiglUfirði
og einnig á Dalvík. Gerði hann út
á tímabíli 3 vélbáta og hafði auk
þess síldarsöltun allmikla með
höndum.
Byggði hann á jörð sinni stórt
íbúðarhús úr steinst.eypu og fjós
með áburðargeymslu og hey-
hlöðu. Lét og brjóta land til rækt
unar svo sem til vannst og gerði
að vel ræktuðu túni. Kom þar
brátt að ábýlið bjó eigi yíir þeim
möguleikum, er hæfa stórhug
Páls og framkvæmdóþreki.
Á þessum árum dvaldist Páll
löngum á Siglufirði til urasjár
útgerð sinni og skyldum störfum.
Kom það þá í hlut Ráðhildar
konu hans að haía eftirlit með
búskapnum á Hrafnsstöðum og
mátti með fullum sanni segja að
eigi væri harm einhentur eða
húsfreyjulaus á heimili sínu. Má
þess og geta að oft höfðu þau
hjónin duglegu og dyggu fóiki á
að skipa við búsumsvif á Hrafn-
stöðum.
Vorið 1944 létu þau af búi Páll
og Ráðhildur og -léigðu jörðina
um sinn. Ætiuðu þau að hafa
heimili og dveljast um kyrrt á
Hrafnsstöðum. En nokkrum vik-
um síðar það sama vor andaðist
Ráðhildur snögglega. Hafði áður
verið heílsUbiluð um nokkurn
tíma.
Frh. á bls. 29
Laugavegi 116
ER KOMBD AFTUR
Það hefur farið sigurför. Meira en 30.000.000 — þrjátíu
milljón metrar hafa selzt af þessu undraefni. — CON-
TACT er vatnsheldur plastdúkur sem kemur í stað vegg-
fóðurs, málningar og annarra efnu er skreyta og skýla
veggjum og húsbúnáði heimilisins. — CON-TACT má þvo
á venjulegan hátt.
Einasta verkfærið, sem notað er við CON-TACT eru
skæri. Enginn hamar, engir naglar, ekkert lím, ekkert
vatn — aðeins venjuleg skæri. — Á baki CON-IACT
er sterkt lím hvilið pappír. Þegar pappírinn hefur verið
rifmn af, er plast-dúkurinn tilbúinn til notkunar. —
Límið þornar aidrei, svo hægt er að losa pJastið af og
hagræða eða flytja á aðra fleti hvenær sem er
CON-TACT er jafn hentugt til að skreyta með bama-
herbergið sem eldhúsið, stofuna sem baðherbergið, þar
sem það fæst með viðar og marmara áferð; einlitt eða
með myndamynstri og einnig gegnsætt. — Með CON-
TACT er á lítilli stund hægt að iáta gamalt boið eða
fornfálegan skáp fá útlit eins og ný væru og úr dýrum
viði. Jafnvel gamalli ruslafötu má breyta svo hún fái
léttan og nýtízkulegan svip.
CQN-TACT ER 46CM Á ESREIDD
ÚG KOSTAR ADEINS KR.
18.50 METERINN