Morgunblaðið - 22.04.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.04.1956, Blaðsíða 14
30 MORGUNBLAB1Ð Sunnudagur 22. aprn 1956 öyggingamenn — Bændur Til sölu sem nýr Ferguson tractor með ámokstursskóflu. Til sýnis Sörlaskjóli 70 á sunnud 22. apríl milli kl 2—4. RAFCEISLAHITUN Hollasta og fullkomnasta húsahitun, sem nú þekkist. Eswa- kerfið er eftirlíking á hitun sólarinnar. Hinir stóru fletir, sem þaktir eru með Eswa-piötum, geisla út í herbergin, mildum og þægilegum sumarhita. Mjávatten, tannlæknir í Tvedestrand, skrifar: . „Það gefur jafnan og þægilegan hita um allt herbergið, sem sannarlega má líkja við samsvarandi sumarhita. Maður hefur engar áhyggjur af hitastiginu. Það er stöðugt á þeirri gráðu, sem stillt er á.“ Eswa-kerfi, sem lagt er í loft, geislar mildum hita í allar áttir, niður í herbergin. Geislunin dreifist einnig undir borð og stóla og hitar upp alla kaida fleti. Maður skilur betur að hitinn nái einnig undir borð og stóia, ef hitageislarnir eru bornir saman við ijósgeislana, en þeir eru bundnir sömu lögmálum. Ef Ioft herbergjanna væru öll lýsandi fletir, er ekki hætt við að myrkur yrði undir borðum og stólum. Dr. Kolstó, í Þrándheimi, skrifar: „Ktrfið vinnur ágætlega og upphitunin er þægilegri en frá nokkru öðru hitakerfi, er ég hefi kynnzt. Sérsíaklega er það eftirtektarvert hve hlýrra manni verður á fótunum en með annarri upphitun.“ Stofubiómin dafna við Eswa-hitun! Oie Falch Thorbjþrnsen, skrifstofustjóri Slemdal, skrifar: „Við höfum tekið eftir, að stofublóm vaxa meira og virð- ast á allan hátt dafna betur. Munurinn frá því áður er svo mikill, að það er alveg ótrúlegt.“ Eswa-kerfið er hreinlegt. Það er ekkert brennt eða þurrk- að ryk, og maður losnar því við hinar leiðinlegu svörtu rákir á veggjum og lofti, og sparar þvotta á gluggatjöldum. David \rogt, forstjóri, Ósló, skrifar: vil ekki hvað sízt leggja áherzlu á hve þjónustufólk mitt er ánægt yfir að gluggatjöld o. s. frv. skitna mjög litið út.“ Eswa-keríið er ódýrt í rekstri. Viðhaldskosinaður er eng- inn og yfir höfuð engin vinna við upphitunina. Per Meinich, forstjóri, Roa, skrifar: „Viðhalds og viðgerðarkostnaður hingað til, (17 ár) kr. 0. Kerfið vinnur ágætlega, það er með al-sjálfvirkri'hitastilla- stýringu. Ég set strauminn á að haustinu og rýf að vorinu. Önnur vinna er ekki við kerfið." CEISLRHITUN Garðastræti 6. Sími 4284. Einkaumboð á íslandi fyrir Norsk Eswa A/S Oslo. Hiisbyggjendur — Byggingarmenn Hafið þið athugað að með því að láta pússa gólfin um leið og þau eru steypt sparið þið allt það efni sem ann- ars mundi fara í það að leggja og pússa slitlag. auk þess, sem það er bæði vinnu og tímasparnaður, auk þess fyrirbyggir þessi aðferð algerlega los á slitlaginu og tvískeljung. — Sérstaklega hentar þessi vinnuaðferð við öll þau gólf sem mikil áníðsla er á eða vatnsrennsli, t. d. vörugeymslur, verksmiðjur fiskvinnsluhús, alls- konar útiplön og stéttar. Einnig þar sem um er að ræða steypt þök o. s. frv. Athugið því: Látið okkur pússa gólfin um leið og bau eru steypt. Gólfslípunin Barmahlíð 33 — Sími 3657 Atvinna - Húsnœði Stúlka, sem er vön að baka og eitthvað vön matreiðslu, getur fengið sjálifstæða at- vinnu ásamt húsnæði. Æski- legt væri tvær stúlkur sam- an eða kona með ungling. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. föstudag, merkt: „Reglusemi — 1580“. Bifreiðasalan Njálsgötu 40, sími 1063. Crsmíðavinnustofa Björns & Ingvars Vesturgötu 16. Þegar bér kaupið háfra- mjöl næst — þá munið að biðja um stúlku-merkið „Lassie“ Fínskorið — og auðugt að bætiefnuin og steinefnum. Mikið úrval af trúlofunar- hringjum, steinhringjum, eyrnalokkum, hálsmenum, skyrtuhnöppum, brjóst- hnöppum, armböndum o. fl. Allt úr ekta gulli. Munir þessii' eru smíðaðir í vinnustofu minní, Aðalstr. 8, og seldir þar. PóstSeildi. KJART.4N ÁSML.NDSSON gullsiniður. Sími 1290. - Reykjavík. ad /íon itj 's Spagctti er húið til úr beztu semolina. — Þess vegna sýðst það svo vel og helst mjúkt og ijúffengt. Honig’s Spagetti sem hátíðarréttur. Eggert Kristjánsson & Co hf. IMauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 32. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1955 á Nýlendugötu 24B, hér í bænum, eign Steingríms Árnasonar, fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og bæjargjaldkerans í Reykjavík á eigninni sjálfri mánu- daginn 23. apríl 1956, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Ókeypis námskeið Rauða Krossins í Hjálp í viðlögum hefjast mánudaginn 23. þ. m. — Væntanlegir þátttak- endur láti innrita sig fyrir þann tíma í skrifstotunni, Thorvaldsensstræti 6 eða í síma 4658. Reykjavíkurdeild R. K í. Nýkomið Liver Salt Andrews Hreinlætistæki „ROCA“ hreinlætistæki hvít og lituð væntanleg næstu daga. Pantanir óskast staðfestar nú þegar. J. Þorláksson & Norðmann hf. Bankastræti 11 — Sími 1280 — Skúlagata 30 Bezt að auglýsa i Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.