Morgunblaðið - 25.05.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.1956, Blaðsíða 8
8 MORCUNBL AÐIÐ Fösturtoí'ur 25. ma? 1955 t JltriptjM&Mli Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstj óri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Austurstræti 8. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands í lausasölu 1 króna eintakið Framsókn líöur ekki vel TÍMINN þegir nú þunnu hljóði um varnarmálin og Njarðvík, eft- ir að upp komst svo eftirminni- lega að enginn hugur hafði fylgt máli um uppsagnarhótunina — og Framsókn fékk hræðslusting í hjartað strax og Bandaríkja- stjórn tók hótunina sem alvöru. Er þögn Tímans skiljanleg, en ekki má blaðið þó halda að húr. tali ekki sínu skýra máli um skömmustulega tilfinning þess. sem kom upp um sig þegar mest reið á að geta dulið sín eig’.n ó- merkilegheit. Nýtt vígorð Nú er Mndið upp nýtt vigorð --- þjóðin á að eiga eitthvert ein- stakt tækifæri til þess að fá „sam- henta“ stjórn, ef hræðslubanda- lagið kemst í meiri hluta. Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn hafa á síðustu árum verið sam- hentari um lausn allra meiri hátt- ar mála en nokkur von er til að nokkrir aðrir tveir flokkar myndu reynast. Hvernig á að fá þjóðina til að gleyma þessu? — Tíminn sér ekki önnur ráð er. að þrástaglast á margtuggnu, gat- slitnu ósannindarugli um að Sjálfstæðismenn, stærsti flokkur landsins, séu sérhagsmunaflokk- ur lítillar klíku. Hvernig á slíkur málflutningur að geta blekkt? Hvernig gat Framsókn þá sétið svo lengi við völd með Sjálf- stæðismönnum og þessir tveir flokkar ráðið flestum málum til lykta i sátt og samlyndi? Réði Framsókn engu? nokkurs stiganda í ósómanum. — Þar segir að „allri þjóðinni sé kunnugt“ hvernig samstjórn Framsóknar og Alþýðuflokks á árunum 1930—40 „reisti efnahags lífið úr rústum“! Dauða mínum átti ég von á en ekki þessu.— er íslenzkt orð- tak. Hver semur svona grein — einhver unglingur, sem ekki var kominn til vits og ára fyrir stríð og finnst 1930—40 vera aftur í grárri fortíð og því óhætt að halda fram hverju sem er um þessi ár? Mundi þó ekki vera svo að flestir þeir sem fuíltiða voru á þeim árum séu enn á lífi, og furðu ókalkaðir til minnisins og þess vegna í meira lagi barna- leg bíræfni að ætla að telja lands- lýðnum trú um að efnahagslífið hafi verið reist úr rústum á þess um tíma? Sívaxandi fátækt. ÚR. DAGLEGA LÍFINU 'Jou ii ^y4rrnitroncj btjrjaÁi ferií óinn í f)Ul at) leiha ú tjara riáima a HANN«er svartur á brún og brá, leikur vel á trompet og hef- ur aðeins átt fjórar konur. Hann syngur líka mikið, en menn eru ekki á einu máli um gæðin, því að sumir kalla hann „hrossa- söngvara“, en aðrir k omast í annarlegt ástand, er þeir heyra rödd hans. Það orkar ekki tvímæl is hver þessi dánumaður er. Hann er enginn annar en Louis Arm- strong, sem Englendingarnir kalla „Satchmo“. Er það stytting úr orðinu „Satchelmouth", en ,,Satchel“ þýðir bóka- eða skóla- taska. Louis „skólatöskumunnur" Armstrong var fyrir skemmstu í hljómleikaför um England og vakti hann þar mikla kátínu, eins og þið getið gert ykkur í hugarlund. Hélt hann marga hljómleika á hverjum degi — og er sagt að konur hafi rifið klæði sín af hrifningu og brotið glugga- rúðurnar í hótelherbergi hans. Var þetta ekki talið nema sjálf- sagt, dh hins vegar vakti það mikið hneyksli, að Margrét prinsessa, sem var meðal áheyr- enda á einum hljórnleikanna, tók i heimi — það má - og aðdáendur á að stappa í gólfið, er hrifningin greip hana. „Skólatöskumunn- ur“ var hins vegar mjög prúður, enda var fjórða konan hans með í förinni. • Já, auðvitað kannist þið öll við Armstrong. Það urgar í hon- um í útvarpinu okkar um hverja helgi — að því er sumum finnst, en öðrum finnst allt of langt á milli helga í því tilliti. En hvað um það. Hann er ein frægasti Vel tenntur „skólatöskumunnur“ En Tíminn villist enn lengra út í næsta furðulegt blaður: „í nær tvo áratugi hefur ser- hagsmunaflokkurinn, sem kall ar sig Sjálfstæðisflokk, haft óhugnanlega mikil áhrif a stjórn landsins og mótað stefn una einkum í efnahags- og fjárhagsmálum á þessum tíma“. Er blaðinu sjálfrátt — veit það hvað það er að segja? Hafa ráðherrar og þingmenn Framsóknar setið aðgerðar- lausir hjá, allan stjórnarsam- vinnutímann — látið ser nægja að segja já og amen meðan klíka sérhagsmuna- mannanna mótaði stefnuna, ekki í neinum smámálum, heldur í sjálfum efnahags- og fjárhagsmálum landsins? Og bullið heldur áfram í þess- arri forsíðugrein Tímans, og verð ur svartara með hverju augna- bliki: „„Þessi völd Sjálfstæðis- flokksins hafa þó ekki byggzt á því, að hann hefði mikið kjós- endafylgi bak við sig“. Nei —- auðvitað ekki. Því skyldi ekki vera hægt að halda því fram, með sakleysissvip, að sá flokkur, sem fengið hefur langsamlega flest atkvæði við hverjar einustu kosningar síðan hann varð til hefði lítið fylgi? En þá er aðeins eftir að skýra það fyrirbrigði, að Framsókn skuli hafa látið þenn- an fylgislausa flokk „móta stefn- una“. Viðreisn í lagi! Ekki nær þó þessi herhvatar- grein hámarki sínu í óskýrri hugsun, og ósvífni við lesendur blaðsins, fyrr en undir lokin — og er einna líkast viðleitni til Árin 1930—40 voru tímar sí vaxandi fátæktar, gjalde/ris skorts, tapreksturs og yfirleitt hverskonar f járhagslegra örð ugleika — sem enduðu með því að Framsókn losaði sig við Aiþýðuflokkinn og bauð Sjálf- stæðisflokknum upp á sam- starf til þess að reyna að koma einhverjum vörnum við gegn sívaxandi ófarnaði — áður en allt væri um seinan. Hvers konar sálarástand ríkir eiginlega í herbúðum Framsókn- ar, úr því að svona glórulaus þvættingur kemst á fremstu síðu Tímans, sem aðalgrein undir stórum fyrirsögnum? Hverjir skrifa blaðið? Full- orðnir menn? Eitt er að ganga í hræðslu- bandalag — annað að missa vitið af hræðslu, og ljúga í fátinu allan heiður af ráðherr- um síns eigin flokks — í sömu andránni og verið er að rcyna að afla þeim trausts og fylg- is. — En þegar á allt er litið cr ekki við betra að búast. Það er langt síðan Framsókn hefur liðið eins illa — eins hræði- lega, og nú fyrir þessar kosn- ingar. VeU atidi ihrifar: Merkileg jálning Fyrir skömmu var það tilkynnt í Moskvu, að ákveðið hefði verið, að verkamenn mættu hér eftir ráða vinnustað sínum. Áður hafði sú regla gilt, að ríkið gat ráð- stafað vinnuafli gersamlega að eigin geðþótta. Verkamennirnir réðu engu um það hvar þeir unnu. Handhafar ríkisvaldsins gátu skikkað þá til þess að vera hvar sem þeim sýndist. Um svipað leyti var það einnig tilk-ynnt í Moskvu, að á næsta hausti mundi vera búið að sleppa öllum þeim mönnum úr fangelsi sem „dæmdir hefðu verið sak lausir" á undanförnum árum! Þessar fregnir gefa góða hug mynd um það hvernig ástandið hefur verið í Rússlandi undir stjórn kommúnista á undanförn um árum. Gífurlegur fjöldi fólks hefur verið dæmdur saklaus af hinni kommúnísku harðstjórn og verkafólkið hefur ekki svo mikið sem ráðið vinnustað sínum. Þetta hafa kommúnistar nú hreinlega játað. En hvað seg ir þjóðin á Þórsgötu 1 um þessa hluti?! Hreinlæti á læknabiðstofum. VEKUR athygli á eftirfar- Vr andi: „Er hreinlæti á læknabiðstof- um hér í bænum sem skyldi? Ég hefi að undanförnu þurft að vitja læknis alloft og hefir mér gefizt góður tími til að virða fyrir mér biðstofuna. Finnst mér í stuttu máli sagt, að hreinlæti sé þar að ýmsu leyti ábotavant. Blöðin, sem þar liggja frammi eru öll frá 1950 og þaðan af eldri og þarf enginn að furða sig á því, að þau þvæld og óhrein, svo að manni býður við að snerta þau hanzkalaus, og ekkert virðist manni líklegra en að hér séu á ferðinni skæðir sýklaberar. — Mig langar til, heldur Ó áfram, að koma á framfæri uppástungu um, að borgarlæknir fari í könn- unarferð á lækna-biðstofur bæj- arins til að athuga, hvort fyrir- komulag og aðbúnaður sé þar alls staðar sem skyldi". Hafði gleymzt! VIÐ sátum yfir stórum dýrindis konfekt-kassa og gerðum okk ur gott af innihaldinu, sem öll- um bragðaðist sætt og ljúflega. Það var nýafstað.ið meiriháttar merkisafmæli á heimilinu og konfektkössunum hafði rignt yfir afmælisbarnið — yndisleg rign- ing að tarna! — En þessi, sem hennar stað“ — eða eitthvað á þessa leið hljóðar þessi miði, þið hafið eflaust lesið hann oft og mörgum sinnum. — Eitthvað við innihaldið að at- huga?— Ja, Við höfðum nú eigin- lega ekki gert annað en að hæla konfektinu á hvert reipi, það var síður en svo nokkuð að því að finna. „Jú“ — gall við einn, sem hafði húsbyrgt þá einna flesta og girnilegasta, — „ég hefi eina stóra athugasemd við innhald þessarar öskju og sem ég lifi, skal ég senda hana til verksmiðj- unnar. — Það hefir gleymzt að setja annað lagið í hana.“ jazz-leikari hann eiga - hann marga. Armstrong er fæddur á alda- mótaárinu, hinn 4. júlí, í borg- inni New Orleanc í suðurríkj- um Bandaríkjanna. Hann var vart farinn að halda höfði, er sýnt var, að þetta var upprenn- andi vandræðabarn. Nokkurra ára gamall var hann sendur á dvalarheimili fyrir vandræða- börn vegna þess að hann átti það til að hræða leiksystkini sín með byssu — og hleypa jafnvel af, ef fjör færðist í leikinn. — Við sögðum að snemma hefði krók- urinn beygzt að því, sem verða vildi. Þetta samþykkja ekki allir, en hins vegar má benda á það, að Armstrong hefur sungið inn á fleiri plötur en nokkur annar — og eru þó allir íslenzkir dæg- urlagasöngvarar taldir með. ★ • En Armstrong óx úr grasi og var orðinn háffgerður „skóla- töskumunnur“, þegar hann yfir- gaf dvalarheimilið. Var hann þá þegar byrjaður að leika á trompet. Reyndi hann að komast að í hljómsveit — og vegna leikni ' sinnar komst hann strax vel á- fram. Byrjaði hann þess vegna að leika við jarðarfarir, en þær eru með öðru sniði hjá svertingj- um 'í suðurríkjum Bandaríkj- anna en hjá hvítum mönnum. Er mikið fjör í slíkum samkundum og gefur það ungum hljóðfæra- leikurum vissulega tækifæri til þess að spreyta sig. En Armstrong lét ekki staðar numið við jarð- arfarirnar. Hann hóf að leika í danshljómsveitum og lék t.d. lengi á fljótabátum á Mississippi. N nú var á döfinni var sá allra veg- legasti — um það var engum blöðum að fletta. Hann hafði víst áreiðanlega kostað hátt á annað hundraðið. — Svo tók einhver upp lítinn og yfirlætislausan miða sem legið hafði á botninum (það var farið að sjást í botn!) og las: „Ef þér hafið eitthvað að athuga við innihald þessarar öskju, þá sendið hana beint til verksmiðj- unnar og þér fáið aðra nýja í „Stigamanninum" misþyrmt ÚNA um helgina hlustaði ég á eina þekktustu danshljóm- sveit bæjarins leika og syngja í útvarpið lagið „Cangaceiro“, sem mörgum mun kunnugt úr sam- nefndri kvikmynd, sem sýnd var hér í einu kvikmyndahúsanna ekki alls fyrir löngu. Flestir eru mjög hrifnir af þessu lagi, enda hefir það við sig sérkennilega sterkan og heillandi blæ. — En, herra minn trúr! — í meðförum umræddrar hljómsveitar hafði það svo sannarlega ekkert heill- andi vjð sig. Látum vera að það var sungið á ensku en ekki portugölsku eins og það er upp- haflega, en lag og texti var útfært þannig — í stuttu máli — að ámátlegt var að hlýða og hefði blessuðum strákunum verið sæmra að halda sér við Bjössa á mjólkurbílnum og önnur viðráð- anlegri verkefni en „Stigamann- inn‘, sem gerir töluvert háar kröf- ur til söngvara og hljómlistar- manna, eigi vel að fara. — Ef til vill var ónógri æfingu einnig um að kenna og ætti það að geta staðið til bóta, því að oft hefir þessari hljómsveit vel tekizt með ýmislegt. — En í öllum bænum misþyrmið ekki „Stigamannin- um“ frekar en orðið er. 0 Árið 1922 hófst frægðarferill Armstrongs, er þekktur jazz- leikari, Joe „King“ Oliver, hljóm- sveitarstjóri í Chicago, bauð hon- um til sín. Hefur frægð Arm- strongs farið ört vaxandi með hverjum deginum, sem liðið hef- ur — og í dag ber hann einna hæst á stirndum himni jazzins. Hann er ekki nema 55 ára, þó ellilegur virðist— og hann seg- ist eiga mikið eftir. — Hann kveðst ætla að leika þar til hann missi tennurnar og segist einnig vona, að þess verði langt að bíða. Tannlaus „skólatöskumunnur“ hljómar líka hálf neyðarlega, eða finnst ykkur það ekki? E Er það ekki alltaf svona? INN meiriháttar karlréttinda- maður lætur eftirfarandi orð falla: „Þegar konur eru hrein- skilnar við karlmenn, er sagt, að þær séu „ærlegar". — Þégar karl menn eru hreinskilnir við kven- fólk er sagt, að þeir séu „svíns legir“. — Er það ekki alltaf svona?“. " Endanleg úrslit skákmólsins BIÐSKÁKUM úr 12. umferð á Skákþingi íslendinga er nú lokið: Heildarúrslit urðu þessi: í landsliðsflokki: 1. Ingi R. Jóhannsson 8% v. 2. —4. Baldur Möller 8 vinninga 2.-4. Freysteinn Þorbergsson 8 vinninga 2—4. Sigurgeir Gíslason 8 v. 5. Jón Pálsson 614 vinning 6. Árni Snævarr 514 vinning. 7. Benóný Benediktsson 5 v. 8. —10. Eggert Gilfer 4 vinninga 8.—10. Kári Sólmundarson 4 v. 8.—10. Óli Valdimarsson 4 v. 11. Ólafur Sigurðsson 314 v. 12. Hjálmar Theodórsson 114 V. i i r 11 i í meistaraflokki: 1,1 1. Kristján Theodórsson 1114 v. 2. Bragi Þorbergsson 10 v. , 3. Þórir Sæmundsson 9 v. 4. Páll G. Jónsson 7 v. 1 5. —6. Eiríkur Marelsson 614 v. 5.—6. Stígur Herlufsen 614 v. 7. Daniel Sigurðsson 4 v. 8. Reimar Sigurðsson 114 v. Hraðskákamót íslands hefst á föstudagskvöldið. '' —----------------- — . I — Varð nokkur árangur af auglýsingunni þinni um lausa næturvarðarstöðu ? — Já, ekki laust við það, inn- brot sömu nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.