Morgunblaðið - 30.05.1956, Side 2

Morgunblaðið - 30.05.1956, Side 2
2 IHOR'CUNBL'AÐ 1Ð Miðvikudagur 30. ma' 1956 Tíminn kemur upp um launráð Hermanns Jónassonar HVAÐ sem annars má segja um kommúnista, þá er víst að þeir vita hvað þeir vilja, og stefna að marki sínu, upplausn og 'iruni hins íslenzka þjóðfélags, með ýmsu móti og með hjálp jafnvel ólíklegustu manna. Eitt af því sem þeir hafa haft auga- stað á á síðari árum er óánægja hins metnaðargjarna formanns ITramsóknarflokksins. Hvað langt til vinstri væri hægt að teygja Hermann Jónasson? Það væri skki einhlítt að láta kommúnista- öflin innan Framsóknar vinna að úitum friðsamlegrar stjórnar- ;amvinnu Framsóknar og Sjálf- stæðismanna um nauðsynja- og 'ramfaramál þjóðarinnar.Tryggja yrði að hin nýja svokallaða vinstri samvinna sem við tæki næði eins langt í kommúnistaátt og frekast mætti lánast. Kommúnistarnir innan Framsóknar voru látnir æsa sig upp og þykjast vera full- trúar hinnar yngri kynslóðar innan flokksins. Og árangur- inn hefur ekki brugðizt. Þótti nú báðum gott — Framsókn- arkommum að geta notað sér óánægju Hermanns Jónasson- ar tii þess að ýta honum út í hið nýja „vinstri" ævintýri, og honum að gcta notað þá, til að hræða hina vitrari menn flokksins, með hávaða og hót- unum. En hvað svo — hvað langt gat Hermann gengið til samvinnu við kommúniskan hugsunarhátt? — Auðvitað varð að halda áfram að afneita kommúnistaflokknum —• en hins vegar engin von til þess að Hræðslubandalagið íengi meiri hluta við kosningarnar og gæti stjórnað án stuðnings frá einhverjum kommúnistum. „LÝÐRÆ»ISSINNAÐIR“ KOMMÚNISTAR Þá var það að Tíminn fór að láta skína í möguleika til nýrrar stjórnarsamvinnu með „öllum umbótamönnum“ — þar á meðal „lýðræðissinnuðum" kommúnist- um! Undruðust margir slíkt blygðunarleysx, þvi að enginn hafði nokkru sinni heyrt svo fláráðlega til orða tekið í einu blaði þeirra flokka, sem verja vilja lýðræðið gegn úlfahjörðum kommúnismans. Að tala um lýð- og ef talað væri um sannkristna guðlastara eða strangheiðarlega þjófa. En þetta var hin nýja lína Hermanns Jónassonar, og í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknar í vetur harkar hann af sér alla feimni, býður þessum mönnum samstarf og lofar þeim miklum áhrifum og völdum, ef þeir vilji styrkja þá ríkisstjórn, sem hann vonast til að geta myndað. HERMANN BÝBUR KOMMÚNISTUM GULL OG GRÆNA SKÓGA Ekki voru þó kommúnistar nefndir á nafn í tilboði Hermanns — til þess að fulltrúar utan af landi skyldu ekki falla í yfirlið — heldur er nafn ílokksins falið í klaufalegum umbúðum, sem þó verða að vera gagnsæjar, svo að kommúnistar sjálfir geti ekki verið í varfa um, hvert fyrirheit- inu um völd og fríðindi er beint. Skal þessi kafli úr ræðunni tekinn hér upp, með því að hann þyrfti hvéc Framsóknarbóndi og hver af vitrari mönnum flokks- ins að læra utan að, og hugleiða dag hvern til kosninga. Eftir að hafa getið þeirrar skoðunar, að Kommúnistaflokk- urinn sé „fremur en jafnaðar- menn ráðandi í verkalýðshreyf- ingunni" (sem er rangt, því báð- ir flokkar ráða þar miklu) segir Hermann Jónasson: „En þessi ríkisstjórn (þ. ?. væntanleg ríkisstjórn Fram- sóknar og Alþýðuflokks) mundi að sjálfsögðu um leið og hún tæki við völdum bjóða fuiltrúum hins vinnandi fólks alveg án tillits til þess hvaða flokkur stjórnar verkalýðs- hreyfingunni, að skipa fulltrúa sína, sem ásamt fulltrúum ríkisstjórnarinnar, hafi meiri hluta til þess að gæta réttar hins vinnandi fólks á öllum þeim stöðum og í öllum þeim stofnunum, þar sem hætt er við að arðrán ætti sér stað ella.“ FRÍÐINDI OG VÖI.D Síðan fylgir sundurliðuð skrá yfir þau fríðindi og völd, sem kommúnistum eru ætluð: „Gildir þetta fyrst og fremst um þau mál og þær stofnanir, sem ég hef ræðissinnaða kommúnista er eins nefnt hér að framan: Útlán bankanna, úthlutun erlends gjaldeyris, ákvarðanir um fjár- festingu, yfirráð verðlagseftir- litsins, yfirráð hinna stóru verk- unarstöðva við sjávarsíðuna, fisk- sala til útlanda, eftirlit með húsaleigu og önnur hliðstæð mál.“ Hér er ekki litlu lofað. Sjald- an hefur umhyggjan fyrir hinu vinnandi fólki verið notuð, til að láta skína í fleiri bitlinga og margvíslegri fríðinda-aðstöðu í pólitísku bónorðsbréfi. Þetta urðu Framsóknarbændurnir að hlusta á, og láta eins og ekkert væri, og sýnast hinir kátustu meðan ljósmyndari Tímans var að taka af þeim allar brosleitu myndirn- ar. Svo komu vonbrigðin. Hinum reyndari kommúnistum þótti til- boð Hermanns ósmekklegt eins og á stóð, og móðgun við flokk þeirra. Þeir neituðu um hlutleysi flokksins við fyrirhugaða stjórn Hermanns Jónassonar. „Það er alltaf hægt að tala við þessa herra síðar,“ hugsuðu kommúnistar. „Nú eru kosningar framundan, og við verðum að beina öllum áhuga okkar að þvi, að tapa ekki fylgi — heldur ekki á makki við Hermann Jónasson." En þá fékk Hermann nýja hug- mynd: Hvernig væri að reyna að krækja í Hannibal, Rút og Alfreð? Og í vikunni sem leiS gerð- ust þau stórtíóindi, aff Tíminn birtir forustugrein um þessa þrjá félaga, þar sem ráðgert er að fá þá til að svíkja hina kommúnistana eftir kosningar, og ganga í lið með Framsókn, ef með þurfi. Skal þessi ráðagerð nánar rædd síðar. Margrét Skúladóttir áttrœð Jakob Thorarensen Kveðja á sjötugsafmœlinu Angrið sefar söngur þinn, sögur, stef og ljóðin. Enginn hefur heilli um sinn hjartanu gefið óðinn. Kveif er sá, er kalt og hart kenna þykist frá þér. Sönnu nær, að svalt og bjart sérhvað muni hjá þér. Hlær við brá und sól að sjá sýn um lá og ögur. Þíniun háu hæðum frá hvergi smá en fögur. SIGURÐUR EINARSSON Afmæliskveðja þessi til skáldsins birtist hér með seinni skipunum vegna veikinda höfundarins. Tuttugu íslenzkum únglingum boðið ú æsbulýðsmót í London DAGANA 14.—26. júlí n. k. verð- ur haldið alþjóðlegt æskulýðsmót London á vegum Bretlandsdeild- ar Alþjóða vinahreyfingarinnar ( World Friendship Federation). í fyrrasumar héldu samtökin æskulýðsmót í Kaupmannahöfn, og sótti það hópur frá íslandi. — Að þessu sinni er íslendingum boðið að senda 20 unglinga á æskulýðsmótið í London. Að mót inu loknu er hópnum boðið að dvelja um hálfsmánaðar skeið í Skotlandi. fslenzki hópurinn mun leggja af stað hinn 7. júlí með m.s. Gullfossi. Verður komið til Edin- borgar hinn 10. sama mánaðar og staðið þar við þann dag og bær- inn skoðaður. Síðan verður hald- ið með leiðarvagni frá Edinborg til London. Kemur hópurinn til London 11. júlí. í London munu unglingarnir hafast við á völd- um einkaheimilum, meðan á æskulýðsmótinu stendur. Að mót- inu í London loknu mun, eins og áður greinir, haldið til Skotlands og dvalizt þar um hálfsmánaðar tíma á vegum samtakanna. Einnig þar verður hafizt við á einka- heimilum. Haldið verður heim frá Glasgow með fhigvél frá Flugfélagi íslands hinn 10. ágúst. í hinum íslenzka hóp munu verða tíu stúlkur og tíu drengir á aldrinum 16—-20 ára. Umsókn- ir um þátttöku sendist Magnúsi Gíslasyni, námsstjóra, Hafnar- stræti 20 fyrir 15. júní. Umsókn fylgi upplýsingar um aldur, nám eða atvinnu, ásamt meðmælum frá skólastjóra, kennara eða vinnuveitanda, svo og önnur með mæli ef fyrir hendi eru. Þá fylgi og vottorð um enskukunnáttu. f ráði er, að hér verði um skipti heimsókn að ræða. Mun jafnstór hópur brezkra unglinga væntan- lega koma til íslands sumarið 1957, og er hugmyndin að ungl- ingarnir búi þá á íslenzkum heim- ilum. Er því mjög æskilegt, að væntanlegir þátttakendur í Bret- landsferðinni gætu tekið brezka unglinga til dvalar um allt að þriggja vikna tíma næsta sumar. Af þessum sökum verður að þessu sinni að takmarka þátt- töku við unglinga frá Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Kostnaður fyrir hvern þátttak anda verður 1500 krónur, og eru þar í innifalin öll fargjöld og þátttökugjald vegna bæði Lundúna og Skotlandsdvalar, svo og ferðatrygging. (Fra menntamálaráðun.) F Oveður tefur eggjatökumenn ÍSAFIRÐI, 28. mai. — Alla síð- ustu viku hefur tíðin verið mjög stirð hér og stundum fennt allt niður í byggð. í fyrrinótt skall hér á vestan ofsaveður og hef- ur það staðið óslitið síðan, þó heldur fari það lygnandi nú í lcvöld. Ekki er kunnugt um að veðr- ið hafi valdið neinu tjóni hér í bænum eða kauptúnum hér á Vestfjörðum. Eggjatökumenn úr Bolungar- vík töfðust vegna óveðursins á bátum sínum Jódísi og Sædísi, en þeir fóru í Hornbjarg og til að safna reka, á Hornsstranda- fjörum. Hér er um að ræða gamla Norðanmenn, eins og þeir eru kallaðir. Norðanmenn höfðu farið á föstudaginn og ekkert samband haft við land. Strax og loft- skeytastöðin á ísafirði kom boð- um til mannanna á bátunum um að svara, um útvarpið, svöruðu þeir og var allt í bezta lagi hjá þeim. — J.P.________ Johannes Jörgensen látinn KAUPMANNAHÖFN: — Danski rithöfundurinn Johannes Jörgen- sen andaðist í Svendborg í dag. Kosniraaskrifsfofa Sjálfsfæðisflokksins í Reykjavík KOSNINGASKRIFSTOFUB Sjálfstæðisflokksins i Rcykjavík I SJÁLFSTÆÐISHÚSINU shni 7100. Skrifstofan er opin frá kl. 9—7 daglega. VONARSTRÆTI 4, III. hæð (V.R.) Þar eru gefnar allar upplýs- ingar varðandi utankjörstaða- atkvæðagreiðslu og kjörskrá. — Skrifstofan er opin kl. 10—10 daglega. Simar 81860 og 7574. VALHÖLL, félagsheimili Sjálfstæðismann.t við Suðurgötu. Þar er skrifstofa fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og Heimdallar. Skrifstofurnar eru opnar frá kl. 9—7 daglega. Símar 7102—81192. FRÚ MARGRÉT Skúladóttir í Stykkishólmi á áttræðisafmæli í dag. Fædd er hún í Fagurey á Breiðafirði, dóttir merkishjón- anna Málfríðar Pétursdóttur og Skúla Skúlasonar, sem þar bjuggu. En bæði þau hjón voru komin af merkum ættum og kjamafólki. Er Margrét því af góðu bergi brotin og það vega- nesti hlaut hún í vöggugjöf, sem hefur er.zt henni til þessa, gefið henni kjark og þor til að mæta því, sem að höndum ber og sigra erfiðleikana, en þeim hefur hún ekki farið varhluta af í lífínu. Trygglynd er hún og vinaföst, jafnan ákveðin og stendur á því, sem hún veit sannast og réttast. Margrét ólst upp í Fagurey. Það- an giftist hún til ísafjarðar Sig- urði Kristjánssyni úrsmíðameist- ara. Bjuggu þau þar lengi og eignuðust 9 börn, en af þeim eru 5 á lífi. Eftir að Margrét fluttist frá ísafirði bjó hún í Reykjavík um hríð. En seinustu 10 árin hef- ur hún átt heima í Stykkishólmi hjá Kristjáni syni sínum. Vinir hennar óska henni allrar bless- unar á þessum merkisdegi henn- ar og þakka henni vináttu liðinna ára. — Arni. Stöðugt fjölgar bifreiðum HAGTÍÐINDI skýra frá bifreiðaeign laridsmanna og var hún orðin við árslok 1955 alls 15.611 fólks- og vörubifreiðar. Lang- flestar efú bifreiðarriar að sjálfsögðu í Reykjavík eða 7.667, næ t kemur svo Gullbr. og Kjósarsýsla og Hafnarfjörður með 1.466, siðan Akureyri og Eyjafjarðarsýsla með 964 og þá Árnessýsla með 792 bifreiðir. TEGUNDAFJÖLDINN GÍFURLEGUR Alls eru tegundir fólksbifreiða hér 87, en vörubifreiða 95. Af fólksbifreiðum er flest af Jeep (Willys)-teg. eða 1970, þá Ford 1311, þá Chevrolet 945. Af vöru- bifreiðum er flest af Chevrolet 1495 og þá Ford 1201. Af fólks- flutninga-bifreiðum voru í árs- lok 1955 328 almenningsvagnar (,,rútur“) sem flutt geta fleiri en 6 farþega. MEÐALALDURINN LÆKKAÐl Á ÁRINU Aldur bifreiðanna er þannig að innan við 5 ára eru 5319 eða 34,1%, 5—9 ára eru 5340 eða LUNDÚNUM, 25. maí. — Flug- málaráðherra Breta og ýmsum háttsettum foringjum úr brezka flughemum hefir verið boðið til Moskvu í næsta mánuði í til- efni af flugdegi Ráðstjórnarríkj- anna 24. jún, n.k. Forseta her- ráðs bandaríska flughersins hef- ir einnig verið boðið í tilefni þessa dags. 34,2%, 10—14 ára 20,7%, 15—19 ára 6,2%, 20—24 ára 2,9% og 25 ára og þar yfir eru alls 296 bifreiðir eða 1,9%. Meðalaldur bifreiða var við árslok 1955: — Vörubifreiða 9,9 ár, almennings- bifreiða 8,8 ár og almennra fólks- bifreiða 7,6 ár. í árslok 1954 var aftur á móti meðalaldur vöru- bifreiða 10,7 ár, almenningsbif- reiða 8,9 ár og almennra fólks- bifreiða 9,3 ár. Hefur því meðal- aldur allra bifreiða lækkað nema á almenningsbifreiðum. Hlutu 141/2 vinning HAFNARFIRÐI — S.l. laugardag fóru 20 menn úr taflfélaginu hér austur á 'Selfoss, þar sem þeir háðu keppni við menn á staðn- um, Stokkseyri og Hveragerði. Keppnin hófst kl. 8,30 og stóð til kl. 1 e. m. og fóru leikar þann- ig, að Hafnfirðingar hlutu 14 Vt vinning á móti 5 Vz. Þeir unnu 12 skákir, gerðu 5 jafntefli og töp- uðu þremur. — Að keppni lok- inni var Hafnfirðingunum boðið upp á kaffi. — G. E.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.