Morgunblaðið - 30.05.1956, Side 4
4
MÖRCUNBLAÐIÐ
Miðvilcudagur 30. ir aí 1936
— Dagbók —
Þessi unga stúlka var fyrir nokkrum dögum kjörin fegurðar-
drottning Danmerkur. Hún heitir Laila Menzer, er 19 ára og
vinnur sem afgreiðslustúika í ilmvatnaverzlun. Hún * var kosin
úr hópi 30« ungra stúlkna. Naest tekur hún þátt í keppni um
titilinn Fegurðardrottning Evrópu.
i
i I dag er 153. dagur ársins.
j Miðvikudagur 30. maí.
J Árdegisflæði kl. 10,00.
Síðdegisfiæði kl. 22,18.
Slysavarðstofa Reykjavíkur í
Heilsuverndarstöðinni, er opin all
an sólarhringinn, Læknavörður
L. R. (fyrir vitjanir), er á sama
stað.
Næturviirður er í Ingólfsapóteki,
sími 1330. Ennfremur eru Holts-
apótek og Apótek Austurbæjar op-
in daglega tii kl. 8, nema á laug-
ardögum til kl. 4. Holtsapótek er
opið á sunnudögum milli kl. 1—4.
Hafnarf jarðar- og Keflavíkur-
apótek eru opin alla virka daga frá
kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16
og helga daga frá kl. 13—16.
RMR — Föstud. 1. 6. 20. —
VS — Fr. — Hvb.
I.O.O.F. es 1385308i/2 ==
• Brúðkaup •
S. 1. sunnudag voru gefin saman
í hjónaband í Þingvallakirkju af
séra Bjarna Sigurðssyr.i á Mos-
felli, ungfrú Ragnhildur Jónsdótt
ir og Magnús Óskarsson cand. jur.
Heimili ungu hjónanna verður að
Bergstaðastræti 45.
S.l. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband, af séra Jóni Thor-
arensen, Guðlaug Ottesen og Þor-
kell Gunnarsson, símvirki, heimilí
ungu hjónanna er á Seljaveg 7.
Reykjavík.
• Hjónaefni •
Nýlega hafa opmberr' trúlofun
sína ungfrú Soffía Lúðvíksdóttir,
Seljavegi 29 og Örn Jónsson,
Frakkastíg 10, Reykjavík.
• Afmæli •
Sjötug verður í dag Árni Stef-
ánsson, söðlasmiður, Húsavík.
60 ára er í dag Ingibergur Run-
ólfsson, bifreiðastjóri, Víðimel 19,
Reykjavik.
• Skipafréttir •
Skipadeild S. í. S.:
Hvassafell er í Þorlákshöfn. —
Amarfell fór 28. þ.m. frá Halm-
stad til Leningrad. Jökulfell vænt
anlegt til Leningrad 31. þ.m. —
Dísarfell er á Djúpavogi. Litlafell
er í olíuflutningum í Faxaflóa.
Helgafell fer frá Kotka í dag á-
leiðis til Islands.
Knattspyrnudómarinn
1 auglýsingu um knattspyrnu-
leik milli úrvalsins úr Vestur-
Berlin og knattspyrnufélagsins
Fram, misritaðist að Þorlákur
Þórðarson yrði dómari. Þetta er
ekki rétt. Dómari leiksins verður
Ingi Eyvinds.
(
Sólheimadrengurinn
fh. Mbl.: K P krónur 150,00.
Lömuðu börnin
Afh. Mbl.: Ninna kr. 10,00; —
Stefán kr. 10,00.
Bókmenntakynning
verður í samkomusal þýzka
sendiráðsins, Túngötu 18, í kvöld,
miðvikudaginn 30. maí kl. 8 e.h.
Þýzki sendikennarinn Edzard
Koch les í þetta sinn upp ferða-
sögur og kvæði eftir þýzka nútima
höfunda. Öllum er heimill aðgang
ur að upplestrarkvöldum þessum,
sem haldin eru annan hvern mið-
vikudag. Á þeim upplestrarkvÖld-
um, sem haldin hafa verið fram
að þessu, hefur verið húsfyllir,
jafnt Islendingar sem Þjóðverjar
hafa sótt samkomur þessar.
Bágstadda konan
Afh. Mbl.: Ónefndur kr. 100,00;
„frá Akranesi" 100,00; Gunna
200,00; S J 25,00; Anna 200,00;
sjómaður 50,00; N 100,00; X
100,00; I 300,00; í bréfi 500,00;
Siggi, Baldur og Viðar 100,00.
Sundkennsla
Unnar Jónsdóttur
hefst 1. júní í Sundlaug Austur-
bæjarskólans.
Fríkirkjan í Reykjavík
Áheit: V. V. kr. 200,00. Bjarni
100,00; Gauja 100,00. — Kærar
þakkir. — Safnaðarstjórnin.
Orð lífsins:
Og orðræða mín og prédikun
mín studdist ekki við sannfær-
andi visdómsorð, heldur við sönn-
un anda og kraftar, til þess að trú
yðar væri eigi hyggð á vísdómi
manna, heldur á krafti Guðs.
1. Kor. 2, 4—5).
Skandinavisk Boldklub
mun gangast fyrir skemmtiferð
t" Borgarfjarðar og er fyrst ekið
um Kaldadal. Ferðin verður far-
in þann 3. júní. Upplýsingar hjá
Poul Hansen, sima 1195.
Horfðu ekki á vínið hversu rautt
það er, hversu það glitrar l hik-
amum, að síðustu bítur það sem
höggormar og spýtir eitri sem
naðra."
Umdæmisstúkan.
Loftleiðir
„SAGA“ millilandaflugvél Loft-
leiða er væntanleg í kvöld frá
New York, flugvélin fer eftir
stutta viðstöðu til Stavangurs
Kaupmannahafnar Hamborgar.
Frá Háskólanum
Prófprédikanir verða fluttar í
kapellu Háskólans í dag kl. 2 e.h.
Einar Þór Þorstemsson og Baldur
Vilhelmsson. KI. 5 e.h. Ulfar Krist-
mundsson og Sigurjón Einarsson.
öllum er heimilt að hlýða á.
Samsæti
1 tilefni 60 ára afmælis Guðrún-
ar Brunborg, 5. júní, halda ís-
lenzkir Oslóarstúdentar, ættingj-
ar, og vinir henni samsæti.
Væntanlegir þátttakendur eru
beðnir að skrifa sig á Iista, sem
liggur frammi í Bókaverzlun Sig-
fúsar Eymundsson, sem fyrst.
Kvenfélag Laugarnessóknar
fer gróðursetningarför í kvöld
kl. 7.30 frá Laugarneskirkju.
Starfsmannafélag
Beykjavíkurbæjar
fer gróðursetningarför i kvöld
frá Varðarhúsinu kl 8.
• Útvarpið •
Miðvikudagur 30. maí:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 Við vinnuna: Tón-
leikar af plötum. 19,30 Tónleikar:
Óperulög (plötur). 20,30 „Langs
og þvers“, krossgáta með upp-
lestri og tónleikum. Stjórnandi:
Jón Þórarinsson. 21,25 Einsöngur:
Richard Tauber syngur þýzk
þjóðlög (plötur). 21,40 Iþróttir
(Sigurður Sigurðsson). — 22,10
„Baskerville-hundurinn", saga eft-
ir Sir Arthur Conan Doyle; V. —■
(Þorsteinn Hannesson les). 22,30
Tónleikar: Björn R. Einarsson
kynnir djassplötur. — 23,00 Dag-
skrárlok.
Fimmludagur 31. maí:
Fagtir liðir eins og venjulega.
19.30 Tónleikar: Danslög (plötur)’
20.30 Einsöngur: Kirsten Flag-
stad syngur lög eftir Schubert og
Brahms (plötur). 20,50 Erindi:
Yðar land og mitt (Einar Haugen
prófessor frá Wisconsin-háskóla í
Bandaríkjunum). 21,15 Tónleikar
(plötur). 21,30 Útvarpssagan: —•
„Svartfugl" eftir Gunnar Gunn-
arsson; XIV. (Höfundur les). —
22,10 „Baskervilie-hundurinn“, —
saga eftir Sir Arthur Conan
Doyle; VI. (Þorsteinn Hannesson
les). 22,30 Sinfóníslcir tónleikar
(plötur). 23,10 Dagskrárlok.
Tónlistarfélagið — Íslenzk-ameríska félagið:
Robert Shaw-kórinn
Blandaður kór, einsöngvarar og hljóms\eit
Stjórnandi Robert Shaw
í kvöld kl. 9.15 í Austurbæjarbíói
Aðgöngumiðar í Austurbæjarbíói eftir kl. 2 í dag.
Kaldársel
K. F. U. M., Hafnarfirði.
Farið verður í Kaldársel rneð diengi á aldrinum 7—
12 ára, vikuna 8.—15. júní og viKuna 15.—22 júní.
Tekið á móti umsóknum í sima 9630.
STJÓRNIN.
Kvers á „Hagrún“ að gjalda?
ÚTHLUTUN listamapnafjár er
án efa nok.’ítið vandasamt verk,
þar sem taka þarf tilli' til margs
og ýmis rjónarmið geta verið
uppi. Þessu staríi hafa að und-
anförnu go?nt þjóðkunnir menn
og vel menntaðir. En síðasta út-
hlucunin her það með sér, að
þeim eru e.Kki síður en öðrum
misiagðar hendur. Þegar ég las
listann yfir það, hverjjr ættu að
verða aðnjócandi listamannalaun-
anna að þessu sinni, undraðist
ég, að skáldkonan „Hugrún“
skyldi þar ekki vera með. Þessi
rithöfundur hefir vcrið mikil-
virkur, og cérstaklega látið frá
sér iara hækur, sem eru holl
lesning fyrii aesku þcr.sa lands.
Að ondanförnu hefir m;ög mikið
venð um útgáfur rita, sem hik-
laust má teiia, að hafi s.æm áhrif
á unglinga. Má t d. benda á öll
glæparitin, sem hvarvetna hafa
verið á boðstólum. Skáldkonan
„Hugrún" hofir skrifað um betri
hliðar mannlífsins, bendir á það
góða og fagra, og hefir þannig
bætandi áhrif á lesendur sína.
Er ekki ástæða til þe.u að veita
slíkum rithC fundi viðuikenningu,
höfundi, sem skrifar íyrir æsku
þessa lands og leitast við að
leiða hana ? réttar brautir?
Á síðastiiðinu ári kom út bókin
„Ágúst í Ási“, eftir skaldkonuna.
Var henni mjög vel tekið og mun
uppiag bókarinnar að mestu leyti
hafa verið uppselt fyrir jólin.
ísafoldarprentsmiðja gaf bókina
út.
Skáldkonan „Hugrún" hefir
ritscörfin í hjáverkum, þar sem
hún verður að annast heimili.
Þeir, sem kynnzt hafa verkum
hennar munu vera á einn máli
um það, að hún sé ekki síður en
aðrir makicg þess að fá smn skerf
af iistamannafé. Yfir verkum
hennar er Jreiibrigður og hress-
andi blær, og allar hennar bækur
eiga erindi til æsku þessa lands.
Ég trúi '■•kki öðru, en að út-
hlucunarnefudin líti með velvilja
til „Hugrúr.ar“ næst og bæti
þamiig fyrir yfirsjónina í ár. Hún
á áreiðanlega skilið að fá við-
urkenningu Akurevringur.
Stúlka 16—18 ára
óskast til afgreiðslustarfa í eina af sérverziunum bæjarins.
Kaup samkv. kjarasamningi verziunarmanna.
Umsóknir merktar: „Sérverzlun —2379“, smdist af-
greiðslu blaðsins sem fyrst.
Ný sending
Grayson dragtir
Aðalstræti
ATVINNA
Nokkrar saumastúlkur geta fengið atvinnu nú þegar.
Verksmiðjan DÚKUR HF.
Brautarholti 22.