Morgunblaðið - 16.06.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.1956, Blaðsíða 2
2 M ORCllMiTAÐ l Ð Laugardagur 16. júni 195^ Mennta- og menningarmál Frh. af bls. 1. aðan hátt og þsir gera enn, sem til þess hafa efni, en þar kom að menn bundust samtökum um kaup bóka og mynduðu hin svo- nefndu lestrarfélög. Þau voru lengi vel komin undir áhuga ein- stakra manna, en síðan komu hreppar, sýslur og jafnvel lands- fjórðungar til sögunnar og komu eins konar skipulagi á bókasöfn- in og fjárframlag til þeirra. Þó hefur þetta ætíð verið í miklum molum og var sjáanlegt, að hér þyrfti úrbóta við. Með setningu laganna um bókasöfn er miðað að því, að menn eigi aðgang að völtlum bókakosti sér til fræðslu og skemmtunar, hvar sem þcir eiga heima á landinu. í þessum tilgangi er landinu skipt niður í ákveðin bókasafna- hverfi, eins og áður er sagt og settar reglur um samvinnu og samhengi þeirra innbyrðis og er öllum almenningsbókasöfnum landsins gert að skyldu að hafa samstarf sín á milli um gagn- kvæm bókalán og bókaskipíi, eftir því sem við verður komið. Þá var skv. heimild í lögunum skipaður sérstakur bókafulitrúi. Hefur hann eftirlit með öllum almenningsbókasöfnum og leið- beinir um bókaval og annað, sem að rekstri safnanna lýtur. Menntarnálaráðherra beitti sér jafnframt fyrir stórauknum fjár- framlögum í þágu bókasafnsmál- anna. Lögin um almenningsbóka- söfn eru merkileg löggjöf. Hún er nýmæli, sem vitaskuld á eftir að standast dóm reynsl- unnar, en með henni hefwr verið stigið stórt spor í þá átt að veita almenningi aðgang að bókakosti sér til memúng- ar og gleði. iFORYSTA UM VÍSINOASTARFSEMI ' Það er alkunna að það hafa að Eosningaskriislokr Sjálistæðisílokksins STU®NINGSFÓLK D-listans, hafið samband við kosntnga- skrifstofur Sjálfstæóisflokksins. — í Reykjavík eru skrif- stofur á eftirtóldum stöðum. I SJAlfSTÆÐISHÚSINU, sími 71ft». Opið daglega kl. 9—7. t VALHÖLL, Suðurgötu 39. — Skriístofa futitrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, opin daglega kl. 10—1«. Símar 7100 — 7102 — 81192. Skrifstofa Heimdallar F.U.S. Opin daglega kl. 9-—7. Sími 7190 — 7103. t VONARSTRÆTI 4 (V.R.) — Þar eru gefnar aliar upp- lýsingar varðandi utankjörstaðakosningu og kjörskrá. Opið daglega kl. 10—10. Símar 81800 — 7574. jafnaði orðið örlög ungra, ís- lenzkra vísindamanna að ganga til svonefnds „brauðstrits“ og hafa margir þeirra neyðzt tíi þess að leggja vísindastörf að rneira eða minna leyti á hHluna. Það verður auðvitað ekki mælt eða vegið hvert tjón landi og lýð hef- ur orðið af þessu á liðnum tíma, en víst er um það, að margir hafa átt um sárt að binda að þurfa að skilja við hugðarefni sín. Á síðari árum hefur og ver- ið hætta á því að ungir og efni- legir vísindamenn settust að er- lendis. Bjarni Bencdiktsson mennía málaráðherra hefur stutt að því að kjör ungra vísinda- manna megi verða betri hér eftir en áður. Árið 1954 fékk hann fjárveitingu handa Há- skóla íslands í því skyni að gefa nngum visindamönnum tækifæri til að sinna vísinda- störfum að námi loknu. I framhaldi af því hefur ráð- herrann nú beitt sér fyrir því, að stofnaður verði sérstakur visindasjóður, sem hafi að markmiði að greióa fyrir vís- indalegum rannsóknum lands- manna, og hafa hinir hæfustu menn verið fengnir til að gera tillögur um stofnun og starfs- hætti slíks sjóðs. I því sam- bandi er ekki sízt lögð áherzla á visindastörf í þágu atvinnu- veganna og liggur í augum uppi liver stuðningur þessi fyrirgreiðsla má verða auk- inni vísindalegri þekkingu landsmanna. SKÓLABYGGINGAR Nú er ofarlega á baugi að ráða fram úr byggingamálum ein- stakra stórskóla, svo sem Kenn- araskólans og Menntaskólans í Reykjavík. Menntamálaráðherra hefur beitt sér fyrir fjárveitingum til byggingar þessara tveggja skóla. Eru nú horfur á að fjár- festingarleyfi fáist til bygging- ar Kennaraskólans, en á því leyfi hefur staðið. Fjöidi bygginga hefur verið reistur í þágu allra stiga skóla- kerfisins. Þá hefur einnig verið unnið að gerð íþróttamannvirkja. Farið hefur verið út á nýjar brautir í skólabyggingamálum. Þannig var í stjórnartíð Björns Ólafssonar byrjað á fyrirmynd- arskólanum að Varmalandi í Mýrasýslu. Er það heimavistar- barnaskóli fyrir alla hreppa Mýrasýslu, utan Borgarness. — Bjarni Benediktsson hefur með margvislegum hætti greitt fyrir því byggingarmáli og er víst að ckki hefði tekizt svo fljótt að fullgera bygginguna nema með sérstökum síuðningi ráðherrans. NÁMSEFTÍRLIT OG NÁMSSKRÁR Námseftirlit hefur nú verið mjög aukíð og því komið í fast- ari skorður, m. a. í sérgreinum svo sem t. d. námsstjórn í handa- vinnu. Björn Ólafsson, fyrrverandi menntamáiaráðherra, fyrirskip- aði endurskoðun námsskrár. Hef ur það verk reynzt miklum mun meira verk en fyrirhugað var. Er enn unnið af kappi í þeim efnum, af sérfræðingum, sem Bjarni Benediktsson kvaddi til þess. Þetta er undirstöðustarf, sem mjög þarf að vanda. Það er mikil þörf á að gera kennslu einfaldari og hagnýlari en verið hefur. NÁTTÚRUVERND Á síðasta Alþingi var sam- þykkt löggjöf um náttúruvernd, sem var flutt af menntamálaráð- herra. í þeim lögum er veitt víð- tæk lieimitd til þess að íriðlýsa náttúrumyndanir og náttúru- Er eitgiii súmatiiíinnmg í ísienzkum kommúnistum ? HVERNIG dirfast þeir menn, sem árum saman voru fjálgir að- dáendur og lofsyngjendur eins hins mesta varmeonis, sem um getur í sögu mannkynsins, Jóseps Stalins, a« koma enn á ný til íslenzku þjóðarinnar og biðja hana að sýna sér traust á kjördegi? Það eru um tuttugu ár síðan hesmurinn fór að vita hvers konar persóna Stalin var, um það bil sem hann hóf réttarmorð sín. Það má sýna islen/.kum kommúnistum þá hlífð að trúa því, að þeir liafi ekkl getað áttað sig á því, að stjórnarfarið í Rússlandi væri hið spilltasta í gjörvöflum heimi — það má reyna að afsaka menn eins og Einar Olgeirsson, Kristian E. Andrésson og Þórberg Þórðar- son með einfeidni og blindni. En hver getur framar tekið þá alvarlega sem leiðsögumenn í stjórnmálum? Hver getur franiar haldið þá vitra? Geta menn m_ð fullu viti fraraar verðlaunað pélitíska skarpskyggni Einars Olgeírs- sonar og slikra manna með atkvæði sínu við kosningar — hafa þeir ekki dæmt sig úr leik með allri sinni auðmjúku þjönkun við Stalinismann? Bætir nokknð úr skák þó að nokkrir fyrrverandi leynikommún- istar, fólk eins og Hannibal og Rútur, kasti grímunni og komi þeim til hjálpar við að skíra flokkinn upp, í hvelli — og afneiti siðan fortíðinni, reyni að taka sig út eins og nýir og hetri menn, með því að prenta í Þjóðviljanum sumt, en sem minnst, af því sem Ijóstrað var upp um glæpaíeril Stalins? Geta þeir nokkru sinni framar látið sig dreyma um að vera taldir annað en hin vcrstu ginningarfífl sem lifað hafa á íslandi? Nú erum viff lausir viff Stalin, nú erum viff orðnir fínir menn, hvaff hafiff þiff framar á móti okkur? — segja kommúnisiar um þessar mundir. Þeir hafa ncyffzt til aff horfa upp á þaff, aff þeir scm bezt þekktu feril Stalius, og ekki þorðu íramar aff bera ábyrgðiiví. af glæpum hans frammi fyrir þjóff sinni og öilum heiminum, hafa Ijóstrað því upp hver niðingur og ómenni sat á efsta valdastóli Ráffstjórnar- ríkjanna í nærfeilt þrjá áratugi. En hvernig eru mennirmr, sem nú stjórna þar eystra? Vafalaust miklu skárri — hvernig ætti annað að vera? En eru þeir vamaii fiartir friffarenglar og göfugmenni? Um þaff eru mjög skiptar skoffanir í heiminum. Hér fer á eftir í þýðingu grein sem fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, Wiiliam C. Bullitt, hefur nýlega skrifaff, og nefuist: „SAMTAL VIÐ VOROSHILOV Enginn skyldi láta blekkjast af tiiraun ráðhcrranna í Moskva tll þess aff grímuklæffast sem saklaus fórnariömb á altari hins kvalaþyrsta harðstjóra Stalins. Hyena sem brosir heldur áfram að vera hyena. Úifur í sauðargæru breytir um hárafar en ekki um hjarta. Ameríkauar hafa svo oft Iátið vélast af slíkum kommún- istabrögðum, að fáir eru líklegir tii að blckkjast af brosum og látaiátum klíkunnar í Kreml. Allir sem hafa tilhneigingu til að trúa á sinnaskipli í Moskvu, ættu að muna að mennirnir, sem nú eru að reyna að sanna að þeir séu ástúðlegasta fólk, eru hinir sömu sem framkvæmdu moiðin, pyndingarnar og hunguroísókn- irnar fyrir Stalin. Mér fyrir mitt lcyti finnst þeir andstyggilcgri nú, þegar þeir láta eins og þeim hafi alla tíð liryllt viff lygum og blóðþorsta Stalins, heldur en þeir virtust meðan þeir voru hreinskiinir þorparar. Margir þeirra voru morðingjar upp á eigin spýtur löngu áður en Staiin varð einvaldur. Til dæmis Voroshilov marskálknr, sem í dag er forseti Ráðstjórnarríkjanna — liann heíur alltaf getað brosaff elskulega og klanpaff litlum börnum hlýlega á kollinn, og er vaíalaust geðslegastur af kommúnistaklikunni. Mér finnst eins og á stendnr þess virði, að segja frá þvi hvað hann er geffs- Iegur. Eitt kvöld veturinn 1934 sat hann hægra megin viff mig í kvöld- verffi, en vinstra mcgin Budánny marsháikur. Þeir höfffu drukkið dálkiff af vodka, og báðir voru í hezta skapi. „Á ég að segja yður, Bullití,“ sagði Voroshilov. „Budánny er maðurinn sem vann borgarastyrjöldina án þcss að hafa hugmynd um, um hvað var verið að berjast." „Satt er það,“ sagði Budánny, „mín cinkunnarorð hafa aldrei vcrið: Öreigar heimsins sameinist; — ég lief alltaf viijað að riddara- liðsmenn heimsins stæðu saman. Mér er sama, um hvað ég berst, ef það aðeins er ærlegur ófriffur." Við hlógum, og svo sagði Voroshilov: „Það merkilcgasta sem við gerðum held ég hafi verið þegar við tókum Kiev bardagalaust.“ „Hvað gerffist?" spurffi ég. „Sjáiff þér til,“ sagði Voioshilov. „Þaff voru 11.000 af liffsforingj- um zarsins með konum sínum og börnum í Iíicv, og þeir höfffu meira liff en viff, og við hefðum aldrei getað sigraff þá í orustu, svo við töluðum um fyrir þcim, og sögffum að þeir skyldu ekki verffa handteknir, hcldur slcyldi þeim Ieyft aff fara tll hebnkynna sinna meff konur og börn, og að her okkar myndi fara eins vel með þá og hægt væri, og þeir trúðu okkur og gáfust upp.“ „Og hvað gerðuff þiff svo?“ spurði ég. „Nú,“ sagði Voroshilov, „við skutum alia mennina og drengina, og létum allar konurnar og telpurnar í pútnahús fyrir liermennina okkar.“ „Fannst yður það vera mjög drengilegt af yður?“ spurði ég. „Herinn vantaði kvenfólk," svaraði Voroshilov, „og ég var að hugsa um heilsu hermannanna, ekki heilsu þcssara kvcr.na; annars skipti hún engu máli, því að þær voru hvort sem cr allar dauðar áffur en þrír mánuðir voru Jiðnir.“ Voroshilov á vafalanst skilið að vera forseli Ráðstjórnar- ríkjanna, og er vafalanst lieiðarlegaslur og ástúðlegastur af ölluni kommúnistum; en nákvæmlcga svona langt nær heiðursmennska hans og ástúð. Ég vona aff þeir sem hafa tilhneigingu til aff trúa loforffum, scm kommúnistar gefa, raegi muna þau örlög sem biffu liðsforingja zarsins, kvenna þeirra og barna.“ ★ Þjóff viljinn er mlkiff fyrir að fræffa iesendur sína um Rússland. Endurprcntun á þessari þýðingu á frásögn BullitU er ekki bönnuð. minjar svo og jurtir og dýr, sem hætt er við að útrýmt sé. Þá eru þar ýtarleg ákvæði, sem ætlað er að sporna við náttúru- lýtum og spjöllum. í lögunum eru einnig ákvæði um aðgang almennings að náttúru landsins, þar á meðal um afnota- rétt og rétt manna til þess aff lesa ber. Samkvæmt lögunum á náttúru- verndarráð áð hafa y-firsjón þess- ara mála í samráði við mennta- málaráðuneytið. Þessi lagabálkur er mikið verk og var hann undirbúinn í ráð- herraííð Björns Ólafssonar. í þessu sambandi má geta þess að nú er fulllokið samningi nýrra Iaga um dýravernd. En ætlunin að bera það framvarp fram á næsta þingi. STÖDUVEITINGAR Menntamálaráðherra Bjarni Benediktsson hefur ætíð haft einkar gott samstarf við kenn- arastéttina, þar á meðal Sam- band íslenzkra bamakennara. Má í því sambandi minnast á aff ráffherra beitti sér ásamt fjár- málaráðherra fyrir kjarabótum kennara. Eins og nærri má geta hefur menntamálaráðherra orðið að veita margar stöður, stærri og smærri, og er ekki nein furða, þótt allir hafi ef til vill ekki verið ætíð ánægðir með þesshátt- ar veitingar. Slíkt er óhjákvæmi- legt, því aldrei er unnt að gera öllum til hæfis. í þessu sambandi má minna á að „Timinn'* hefur við ýmis tæki- færi, gert illvígar árásír á ráð- herrann út af einstökum stöðu- veitingum. Sem dæmi má nefna árásina á ráðherrann, er hann veitti diisentserabættið í gufffræði viff Háskóla íslands. Það kom sem sé i ljós að sá raaðiir, sem Tíminn barðist fyrir að fengi embættið var skömmu siðar gerðnr að skólastjóra fyrir pólitízkum skóla á vegum SÍS. Má af því marka af hverju áhugi „Tímans“ stafaði. Þetta er affeins eitt dæmi af fleir- um slikum, sem nefna mætti. FJÖLBREYTT MENNINGAR- MÁLASTARFSEMI Menntamálaráðherra hefur haft forgöngu um ýmiskonar menn- ingarmálastarfsemi, en ekki er unnt að gera því öllu skil í stuttri blaðagrein. Eitt af þessu er kynning ís- Ienzkra bókmennta í gagnfræffa- og menntaskólum, en sérstakur maður hefur verið ráðinn til þess að ferðast milli skólanna og halda fyrirlestra um ísl. bókmenntir og kynna þær. Þá má á það minna að mennta- málaráðherra átti ríkan þátt í því að endurstofnuff var sinfóníu- bljómsveií í landinu, en tilvist slíkrar sveitar er í hverju landi talið sjálfsagt menningaratriði. f þvl sambandi má geta þess, að með atbeina ráðherrans hélt hljómsveitin hljómleika úti á landi. Því skilt er það, að ráð- herrann hefur hiutast til um að málverk voru send til sýningar úti á iandi og er málverkasýning Ásgríms Jónsscnar fyrsta skref- ið í þá átt. Hingaff til hafa málverka- söfn og svonefnd æðri liljóm- list ekki veriff aðgengileg öðr- um en þeim, sem til höfuðstað- arins koma, en hér er um við- lcitni að ræða i þá átt að veita liinum dreifðu byggðum betri aðstöðu i þessu efni. Þá hefur menntamálaráðherra beitt sér fyrir því að sett voru á síðasta Alþingi lög um ríkis- útgáfu námsbóka. Með lögum þessum er útgáfunni tryggður fjárhagslegur grundvöllur sem áður var ekki fyrir hendi. Stefnt er að því að bókakostur útgáfunnar verði endurskoðað- ur, fjölbreyttni í vali námsbóka aukinn og betur vandað um frá- gang hókanna en verið hefur. Hefur í þessum efnum orðiff mikii breyting til hins betra, því meff þeinr háttum, sem áður ríktu, stóðst útgáfan alls ekki kröfur tímans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.