Morgunblaðið - 16.06.1956, Blaðsíða 9
MORGVNBZAÐIÐ
9
»S/o robann í austri \
? V
^■•^■•^■•^■•^■•^■•^
Rauðar blóðfórnir
Keflavílvui fuiidurinn í fyrrakvöld
NÝLEGA rar frá því skýrt í þess-
um þáttum, hvílík áhætta er þvi
samfara a9 vera dyggur komm-
únisti, einkum í þeim löndum
þar sem kommúnistar ná völdum.
í hugum manna er „hreinsun-
unum“ oft hlandað saman við
hin „opinberu réttarhöld“ i þess-
um ríkjum, en þetta er á mis-
skilningi byggt. Það er aðeins
lítið brot af þeim, sem fyrir barð-
inu á „hreinsununum" verða,
sem nokkurntima verða þeirrar
frægðar aðnjótandi, að komast i
opinbert réttarhald.
Lang oftast vinnur hin kalda
böðulshönd í kyrrþey. Menn eru
sóttir heim til sin að næturlagi,
oftast undir morgun. Hreinsun-
amefnd flokks-klíkunnar eða ein-
hver málamynda-dómstóll tekur
málið til meðferðar fyrir luktum
dyrum, og maðurinn „hverfur“.
Það var t, d. með þessu móti, sem
hinn kunni danski kommúnista-
foringi Arne Munck-Petersen
„hvarf“ í Rússlandi, og það
munaði mjóstu, að kunnur is-
lenzkur kommúnisti (sem siðan
hefur snúið frá þeirri villu),
Stefán Pétursson, færi sömu
leiðina.
Ekki eru heldur allir sem
„hverfa“ liflátnir þegar í stað.
Mjög mikill hluti þeirra er send-
ur í þrælavinnu, þar sem þeir
enda lífdaga sina, útslitnir á
líkama og sál. Nokkrir hafa slopp
ið úr landi eftir langa eða
skamma veru á þessum kvala-
stöðum, og hafa getað sagt sög-
una.
Tvö nöfn, sem íslendingum eru
kunn, voru nefnd að framan, en
nöfn þeirra, sem lent hafa í hin-
um þögulu „hreinsunum“ í Rúss-
landi og leppríkjunum, skipta
ekki þúsundum, heldur milljón-
um. Nafnalistinn einn væri heilt
bókasafn.
★ ★ ★
Hin „opinberu réttarhöld“ í
kommúnistaríkjunum eru kostn-
aðarsamar sýningar. Það liggur
í augum uppi, að það væri bæði
of dýrt og of tímafrekt fyrir vald-
hafana að gera þau að almennri
reglu. Það væri og gagnstætt til-
ganginum, því að sýningarnar
verða að vera hæfilega sjaldgæf-
ar til þess að ekki dragi úr áhrif-
um þeirra.
Það er betra að láta lýðinn lifa
í eilifum ótta, og bregða aðeins
öðru hvoru upp hinum átakan-
legu myndum „réttarhaldanna".
Væru þau of tíð, yrði árangur-
inn aðeins almennur sljóleiki.
Þetta vita sérfræðingar ráðstjórn
arríkjanna öllum öðrum betur.
Með of miklum f jölda opinberra
yfirheyrslna og málssókna ykist
og hættan á því, að fórnardýr-
in færu að svara fyrir sig. Það
verður að velja hvert fórnarlamb-
ið með sérstakri varúð — og
„matreiða“ það eftir öllum regl-
um meistaranna.
Þrenn réttarhöld voru frægust
i Sovétríkjunum á áratugununr
fyrir síðustu heimsstyrjöld.
1. Réttarhaldið yfir „sextán-
menningunum“, eða eins og þeir
voru kallaðir á hinni einkennl-
lega stirðu kommúnista-tungu —
sem ómögulegt er að þýða á
mannamál — „Trotskista-Zinov-
iévsku terrorista miðstöðinni".
þessi réttarhöld fóru fram i
Moskvu í ágúst 1936 og voru
Zinoviev og Kamenev frægustu
fórnardýrin.
2. Réttarhöldin yfir „sautján-
menningunum" eða „and-sovét
Trotskista miðstöðinni“ í Moskvu
í janúar 1937. Þar voru Radek
og Pajakov einna frægastir.
3. Réttarhöld „tuttugu-og-eln-
menninganna“ eða „and-sovét
hægri-Trotskista-bIakkarinnar“ í
Moskvu í marz 1938, með Bukhar-
in, Rykov, Rakovsky og Jagoda
í aðalhlutverkunum.
Þessi þrenn réttarhöld voru
heimsfræg, en samt voru það ekki
nema 54 menn, sem sétu á ákæru-
bekknum. (Tukhachevsky yfir-
hershöfðingi og miklni af blóm-
anum úr rauða hernum var sálg-
að í júní 1937 án opinberra rétt-
arhalda).
★ ★ ★
ÖUum hugsandi mönnum, sem
á annað borð nenna að fylgjast
með þessum viðurstyggilegu sýn-
ingum, var þegar á þeim árum
ljóst, hve fáránlcgur öfugsnún-
ingur þær voru á sannleika og
rétti. En hreintrúaðir kommún-
istar trúðu hverju orði. Þetta átti
einnig við lærisveinana hér. Hall-
dór Laxness lifði ógleymanleg
augnablik, er honum var hleypt
inn í réttarsalinn og hann fékk
að lesa fúlmennskuna út úr
ásýndum þessara mannadýra,
sem átti að fara að eyða.
Bæði Halldór og Þórbergur
voru árum saman dáleiddir af
hrifningu út af sigri réttlætis-
ins, — svo að ekki sé talað um
Brynjólf, Einar, Áka, Þorvald
útburð, Kristinn Andrésson og
alla smærri spámennina.
Núna eru það kommúnistarnir
sjálfir, sem hafa sýknað allan
hópinn. fslenzku dindlarnir
dingla enn í takt við hina. „Það
var allt saman hinum óða morð-
varg Stalín að kenna, að allir
þessir saklausu menn voru drepn-
ir!“
Það er eins og það fái ekkert
á þessa menn, þótt þeir syngi lík-
sönginn yfir sinni eigin dóm-
greind.
Næst Stalín sjálfum — sem
mjög lengi lét aðeins kalla sig
„ritara flokksins“ og þóttist ekki
vera í ríkisstjórn — var það inn-
anríkisráðherrann, formaður
„tékunnar“, sem var voldugasti
maðurinn. „Tékan“ skipti oft um
nöfn, en þau voru löng og ætíö
stytt í skammstafanir, OGPU,
MKVD o. s. frv. („Téka“ er heiti
bókstafanna T og K á rússnesku).
Hún er sumpart vopnuð ríkislög-
regla í einkennisbúningum, sum-
part* ótalinn her njósnara, sem
menn geta alls staðar átt von á,
jafnvel I hinum þrengsta vina-
hópi.
Höfuðvígi hennar er í hinu
fræga Ljubjanka-fangelsi, sem
sagt er að um langt árabil hafi
verið eitt af helztu stórliýsum
Moskvu, gegnt skrifstofum utan-
ríkisráðuneytisins. Fram hjá því
húsi mátti enginn óskjálfandi
ganga, og kunnugir fullyrða, að
Moskvu-búar hafi forðast að líta
á það, er þeir gengú framhjá.
En svo mikil getur blinda komm-
únista orðið, að jafn athugull
maður og Halldór Kiljan Lax-
ness efast í einni af bókum sín-
um um, að þessi bygging sé til,
eftir að hann hafði verið í Moskvu
hvða eftir annað.
★ ★ ★
Ætla mætti, að hinir mikil-
hæfustu og dyggustu flokksmenn
hefðu jafnan verið valdir til að
stjórna þessum mesta morðhring
sögunnar, tékunni. Það er því
lærdómsríkt að kynna sér örlög
þeirra manna, sem síðustu ára-
tugina hafa verið formenn „ték-
unnar“.
Jagoda var lengi hægri hönd
Stalíns og dáður af kommúnista-
klíkum allra landa. Loks féll
hann í valinn, blóðugur upp fyr-
ir axlir, og hafði þá auk ótal
annarra glæpa meðgengið að
hafa staðið að morði Maxims
Gorkis, og að hafa stráð eitri í
gólfteppi og gardínur á skrifstofu
sinnl, til þess að sála eftirmann-
inum. Fallinn hlaut hann við-
urnefnin „blóðhundur“ og
„drykkjurúturinn Jagoda" hjá
íslenzkum kommúnistum, og hafa
þeir mörgu meira logið en því.
Hann var rekinn frá starfi sínu
árið 1936 og sleginn af með 20
öðrum í marz 1938.
Jezhov tók við af honum árið
1936 og var alríklsslátrari Sovét-
samveldanna í meira en tvö ár.
Hann „hvarf“, og nafn hans var
alls staðar afmáð 1939, lítt grát-
inn af öllum.
Fánastangir
reistarígær
STRAX í gærdag var byrjað
á undirbúningi þess að klæða
Reykjavík í hátíðarskrúða á
mesta degi þjóðarinnar. Víða
í Miöbænum voru fánastengur
reistar í gær, til dæmis þær
tólf sem tákna aldur hins end-
urreista lýðveldis á Austur-
velli, voru komnar upp í gær-
kvöldi. Fyrir framan Lands-
símahúsið var slegið upp feikn
tniklum hljóðsveitarpalli, sem
aær jafnhátt gluggunum í af-
;reiðslu Landssimans og tekur
yfir mestan hluta forhliðar-
innar.
Það eru mörg handtökin við
að undirbúa slika stórhátíð
sem þjóðhátíðina.
I
IVIþing ishúsgarður
opnaður
Eins og undanfarin sumur verð
ur Alþingishúsgarðurinn oþinn
fyrir almenning frá kl. 12—19
alla daga í sumar.
Garðurinn verður opnaður á
morgun 17. júní.
Alþingishúsgarðurinn hefur
undanfarin sumur verið mikið
sóttur af bæjarbúum enda er
hann friðsæll, skjólgóður og fall-
egur reitur í hjarta bæjarins.
Bæjarbúar hafa gengið vel um
i verður svo einnig vonandi í sum-
EFNISSKRÁ
Á efnisskrá var fyrst kvartett
fyrir strengjasveit og píanó, eft-
ir Mozart, síðan Serenade op. 1
eftir Samúel Barber og loks
kvintett fyrir strengjasveit og
klarinett eftir J. Brahms.
Beria tók þá við hlutverkinu og
lék það meistaralcga í 14 ár. Þá
komst það upp, eftir að Stalín
var dauður, að hann hafði verið
„útsendari imperíalistískrar auð-
valds-klíku“ erlendis og þjónn
„Bandaríkja-auðvaldsins" frá
upphafi! i því átti hann raunar
sammerkt við fyrirrennara sína
tvo. Honum var sálgað eins og
kláðakind, og var ekki virtur
opinbers réttarhalds frekar en
fyrirrennarinn Jezkov. Þann heið
ur hafði þó „blóðhundurinn“ og
„drykkjurúturinn“ Jagoda hlot-
ið.
Enginn skyldi gráta öðru en
þurrum tárum örlög þessara
þriggja illmenna. En það sýnir,
hve lítið öryggi nokkurs manns
er í Sovétríkjunum, að jafnvel
þessir voldugu höfðingjar hljóta
að hafa haft hið næsta sér menn,
sem voru tilbúnir að svíkjast að
þeirn þegar er færi gafst, eftir
fyrirskipunum alvaldsins eða
innsta hrings klíkunnar.
Það er ekki að furða þótt sá
flokkur manna hér á landi, sem
ætíð hefur flúið í lið með þessum
níðingskranz, sé hræddur við að
sýna sig íslenzkum kjósendum og
velji heldur þann kostinn að
bjóða sig fram í dulargerfi og
undir lognu nafni „Alþýðubanda
lagsins".
Frh. af bls. 1.
Lauk Bogi máli sínu á þessa
leið: „Æska íslands mun halda
merki Sjálfstæðisflokksins hátt á
lofti og sækja ótrauð fram til sig-
urs. Ólafi Thors getum yið bezt
þakkað hina ótrauðu forystu, með
því að gera sigur Sjálfstæðis-
flokksins og jafnframt sigur okk-
ar sjálfra sem stærstan og glæsi-
legastan 24. júni n.k.
Jósafat Arngrímsson ræddi um
Sjálfstæðisflokkinn, sem væri
flokkur unga fólksins og benti
einnig á þá feigðarför sem vinstri
flokkarnir hafa nú lagt upp í.
Meðal annars líkti hann Einari
Olgeirssyni og Hannibal Valde-
marss., við djáknann á Myrká og
Guðrúnu. Við.þeim gín gapandi
gröfin, — hin pólitíska gröf. Virt-
ist svo vera að Hanr.ibal væri það
heillum horfinn að honum tækist
ekki að grípa í klukknastreng-
inn.
Helgi S. Jónsson ræddi um að
nú væri tækifæri að gefa Sjálf-
stæðisflokknum hreinan meiri-
hluta á Alþingi og upp úr því
gæti síðan þróast tveggja flokka
kerfi, sem væri heilbrigðara en
þau stöðugu hrossakaup sem nú
tíðkuðust hjá hinum sundurleitu
flokksbrotum vinstra megin.
Helgi svaraði einnig einum
fulltrúa Hræðslubandalagsins,
sem er fast númer á öllum fram-
boðsfundum á Suðurnesjum og
vekur jafnan kátínu fyrir barns-
lega trú sína á óskeikulleik Her-
manns, en kvartaði sáran undan
því trausti sem Suðurnesjamenn
jafnan bera til Ólafs Tors. Veitti
Helgi honum tilhlýðilega ráðn-
ingu.
Karvel Ögmundsson lagði aðal-
áherzluna á forystuhæfileika Ól-
afs Thors sem fulltrúa þjóðar
ÞAKKAÐI LISTAMÖNNUM
KOMUNA
Tónlistarmönnunum var mjög
vel tekið og þakkaði Ragnar H.
Ragnars þeim komuna vestur
með nokkrum orðum, én ísfirð-
ingar hylltu þá með ferföldu
húrrahrópi. Að lokum lék píanó-
leikarinn frú Katle Clare Roys,
tvö aukalög við geysilega hrifn-
ingu áheyrenda.
KYNNIR SÉR FUGLALÍF HÉR
Meðan listamennirnir dvöldust
hér vestra ferðuðust þeir nokkuð
um nágrennið og fóru þeir inn í
Vigur til að skoða fuglalífið þar.
Dáðust þeir mjög að hinu mikla
fuglalífi í eynni sem er einmitt
í mestum blóma um þetta leyti.
Er einn hljómlistarmannanna
fuglafræðingur og hefur hann
kynnt sér talsvert fuglalíf hér á
landi.
ísfirðingar kunna vel að meta
heimsókn þessara ágætu lista-
manna og þakka þeim komuna
hingað. —J.
Hæsía hásléftan
KATMANDU: — Brezkur fjall
göngumaður hefir uppgötvað há-
sléttu — sex km á lengd og í
sex km hæð í Hiipalajafjöllum —
og er þetta talin hæsta háslétta
í heimi. Bretinn, Peter John
Webster, er í svissneska leiðangr
inum, sem kleif Lhotse og Mount
Everest tvisvar. Neðst á háslétt-
unni eru fimm stöðuvötn, og þar
eru sex smáþorp með 100 íbúum.
Höfðu íbúarnir aldrei séð Evrópu
menn, fyrr en leiðangursmenn
komu á staðinn.
sinnar, Sjálfstæðisflokksins og
kjördæmisins. Ennfremur benti
hann á þá öru þróun sem orðið
hefir í kjördæmi hans frá því
hann tók við þingmennsku fyrir
30 árum og til þessa dags. Þess-
um þremur aðilum hefir Ólafur
fórnað starfsorku sinni og kröft-
um undanfarin 30 ár. Öllu öðru
framar þakkaði Karvel Ólafi fyr-
ir þá miklu baráttu og sigra er
hann hefir náð í landhelgismál-
inu og deildi hart á þær rógtung-
ur sem beint hefir verið gegn
Ólafi Thors * undanfarna daga í
sambandi við þessi mál, því allir
Suðurnesjamenn þakka Ólafi
Thors öllum öðrum mönnum
fremur fyrir, hversu giftusamlega
hefir tekizt í þessu máli.
Og enginn sannur íslendingur
fengist til að trúa því, að hann
gerðist ráðbani þess málefnis,
sem hann hefur Iagt alla orku í,
að bera fram til sigurs.
Hann taldi afstöðu flokksins til
varnarmáia hafa verið mótaða af
vitsmunum og virðingu fyrir sam
eiginlegum vörnum hnna frjálsu
þjóða, því einn brostinn hlekkur
í þeirri öryggiskeðju myndaði
skarð í varnarkerfið.
Karvel sagði, að hin fáu timans
skref, sem óstigin væru til kosn-
inga ætti að nota til að þjappa
liðinu í órofa fylkingu, sem á kjör
degi streymdi fram til kjörstaðar,
sem elfa að ósi til að gera sigur
Ólafs Thors, þessa óskasonar ís-
lands, sem allra glæsilegastan.
Þórður Halldórsson ræddi um
brask Framsóknar í sambandi við
varnarmálin og benti með rökum
á að engir ættu jafn mikilla fjár-
hagslegra hagsmuna að gæta í
sambandi við dvöl varnarliðsins
og einmitt Framsóknarmennirnir,
sem gegnum Sambandið og dóty-
urfélög þess hafa mjólkað drjúg-
um í sambandi við varnarfram-
kvæmdir.
Alfreð Gíslason tók síðastur til
máls og hvatti fundarmenn að
taka höndum saman og fylkja
sér sem þéttast um Ólaf Thors
og Sjálfstæðisflokkinn þann 24.
júní n.k. Benti hann á að nú væri
brostinn flótti í lið andstæðing-
anna og bæri að reka þann
flótta og senda þá öfuga heim til
föðurhúsanna.
Þrír Framsóknarmenn tóku til
máls og vakti málflutningur
þeirra hina mestu skemmtun.
Voru það Héðinn Jóhannesson,
Arinbjörn Þorvarðarson og Dani-
val Danivalsson.
Héðinn gat þess að Ólafur
Thors væri nú orðinn stærri en
hann var þegar hann var fimm
ára gamall. Ennfremur taldi hann
að Vilhjálmur Þór væri ekki að-
eins mesti maður þjóðarinnar,
heldur jafnframt mesti maður er
nú væri upp og mætti helzt líkja
honum við Tomas Edison. Ekki
gaf hann Hermanni neinn vitnis-
burð.
Arinbjörn taldi að Ólafur
Thors og Gunnar Thoroddsen
væru mestu ræðumenn þjóðar-
innar og voru fundarmenn hon-
um sammála. Hafði Arinbjörn lít
ið annað fram að færa, sem hon-
um sé til sóma að eftir honum sé
haft.
Síðasta númerið hjá Framsókn-
armönnum var Danival Danivals-
son. Eyddi hann tíma sínum í að
afsaka flokksbræður sína sem á
undan honum höfðu talað, auk
þess sem hann lýsti því yfir að
Ólafur Thors væri mjög góður
maður og var það, það bezta sem
Danival sagði.
í lok fundarins risu fundar-
menn úr sætum sínum og hylltu
Ólaf Thors með fcrföldu húrra-
hrópi.
Fundarstjóri var Alfreð Gísla-
son, bæjarfógeti.
182 stig
Kauplagsnefnd hefur reiknað
út vísitölu framfærslukostnaðar
í Reykjavík hinn 1, júní s.l. og
reyndist hún vera 182 stig.
ar.
Erlendir hljómlistamenn
heimsækja Isafjörð
Einn hljómlisfarmannanna kynnir sér fuglalíf
fsafirði, 14. júní.
¥ TM síðustu helgi komu hingað til ísafjarðar sex bandarískir hljóð-
U færaleikarar, úr Boston-sinfóníuhljómsveitinni. Héldu þeir
tónleika í Alþýðuhúsinu á fsafirði á þriðjudagskvöldið.