Morgunblaðið - 16.06.1956, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐ1Ð
Laugardagur 16. Jðnt 1956
Þóra Jónsdóttir — minning
„Glaðr ok reifr
skyli gumna hverr,
unz sinn bíðr bana.“
SVO segir í hinni norrænu bók
lífsspekinnar, Hávamálum. í>ann-
ig hugsuðu hetjurnar, forfeður
vorir, þeir, sem komu handan
um hyldýpis haf. íslenzk þjóð
hefur alltaf átt sínar hetjur,
menn og konur, sem hafa aldrei
bognað, staðið á hólmi og varið
Hólmann, gengið ósigraðir gegn-
um eldhríð lífsins. Ein siik hetja
er horfin, hefur gengið ósigruð
inn í unaðsheima annars lífs.
Þóra Jónsdóttir var fædd 5.
nóv. 1885, að Skipholti hér í
Vesturbænum, dóttir merkishjón-
anna, Jóns Jónssonar, sjómanns
og konu hans, Þórunnar Jóns-
dóttur. Hún var af þróttmiklu
fólki komin og hlaut þá ættar-
fylgju í vöggugjöf í ríku mæli.
Hún þótti gjörvuleg ung stúlka,
kát og létt í lund og kunni að
skarta. Henni féll þá lika í skaut,
einn glæsilegasti mannkostur
Afmæliskveðja fil
Sfeingríms í Holli
Blómlegan garð þú byggir,
bænda ert "iwýði í sveit,
fagra þér framtíð tryggir,
feðranna bætir reit.
Ættir til aðals rekur,
ávöxt það góðan ber,
háleita hugsjón vekur
höld — það sjáum vér.
Af kynsælu kjarna blóði
kvonfangið veittist þér.
Frekar því lýsa í ljóði
leyfir ei tíminn hér.
Blómlegur hópur barna
blíðkar þinn herra-garð.
Hefir þú hlotið þarna
háleitan lífsins arð.
P. Jak.
þessa bæjar, Þórður L. Jónsson,
kaupmannssonurinn í Þingholts-
stræti 1. Þau giftu sig árið 1907
og stofnuðu heimili að Þingholts-
stræti 3. Skömmu síðar fluttu
ungu hjónin að Þingholtsstræti 1
og bjuggu þar langan aldur, eða
til hinztu stundar.
Þórður tók við verzluninni að
föður sínum látnum og reyndist
dugnaðar og atorkumaöur. Hann
var einn hinna hógværu í land-
inu, falslaus kaupmaður, og mátti
ekki vamm sitt vita.
Heimili þeirra var hlýtt og
glæst. Þar ríkti eining, ráðdeild
og stjórnsemi. Þóra Jónsdóttir
var hin sanna húsmóðir, heim-
ilisprýði og styrkur. Allt var um-
leikið höndunum hennar, hlýju
og sterku, greipt manndóms-
marki listrænnar konu, því að
það var Þóra Jónsdóttir. Hún var
handhög, svo að jafnvel á gamals
aldri, er hendurnar voru vinnu-
sollnar, var saumurinn hennar
listaverk. Þóra Jónsdóttir var
sönghneigð og unni ljúfum tón-
um. Hún var hrókur alls fagnaðar
í kunningjahópnum og þurfti
ekki að leita á náðir Bakkusar
um glaða stund.
Þeim hjónunum var fimm
barna auðið og eru fjö-gur þeirra
á lífi — hin mannvænlegustu.
Dóttur 'misstu þau, tíu ára, eftir
mikið veikindastríð. Það var sár
harmur Þóru Jónsdóttur, enda
var barnið hennar yndi og eftir-
læti, en hún tók því með sínum
styrk og vissunni um endurfundi
í eilífðinni.
Þórður og Þóra voru samhent
og unnu göfugum hugsjónum til
landsheilla og þjóðar — græðingu
lands með grænum skógum og
upprætingu bölveiga. Skógarlund
urinn þeirra í Fossvogi heiðrar
þessa starfsemi, og stúkan Verð-
andi hér í Reykjavík hafði gert
þau bæði að heiðursfélögum.
Mann sinn missti Þóra Jóns-
dóttir fyrir tveim árum. Hann fór
skyndilega. Þannig vildi hún
einnig fara, og þannig fór hún.
Hún varð bráðkvödd að heimili
sínu hinn 11. f.m.
Slíku fólki sem Þóru Jónsdótt-
ur er gott að lifa og gott að
deyja. Slíkt fólk er kjarni hverr-
ar þjóðar, fólk, sem leggur hönd-
ina heillt á plóginn og hyllir sitt
föðurland.
Ég veit, að Þóra Jónsdóttir átti
góða heimavon í hulda landið. og
þar hefur verið tekið á móti henni
af elskhuga og ástvinum. Og þá
er ég illa svikinn, ef hún sómir
sér eigi við englasöng og unað
grænna skóga eilífðarinnar.
Það var gott að þekkja Þóru
Jónsdóttur. Hún var vinur vina
sinna. Minningin um hana verður
ætíð hugljúf og heiðbjört.
Vinur.
Innstæðuíé í Útvegsbankanum
jókst um 37 mlllj. kr. sl. úr
AÐALFUNDUR Útvegsbanka fs-
lands h.f. var haldinn 1. þ.m. í
húsi bankans.
Formaður fulltrúaráðsins,
Stefán Jóh. Stefánsson, fyrrv.
forsætisráðherra, setti fundinn og
kvaddi til Lárus Fjeldsted, hæsta
réttarlögmann sem fundarstjóra,
en Stefán Sturla Stefánsson við-
skipafræðingur, var tilnefndur
sem fundairitari. Á fundinum fór
Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis-
stjóri með umboð ríkissjóðs.
Formaður fulltrúaráðsins
skýrði reikninga bankans fyrir
árið 1955 og gerði samanburð á
þeim og.reikningum ársins á und-
an.
Hagur bankans er nú mjög góð-
ur. Varasjóður bankans er nú
orðinn 22 millj. króna og afskrifta
reiknjngur nemur nú 22 millj.
króna. Samþykkt var að greiða
hluthöfum 4% arð.
Innlán í bSnkanum höfðu auk-
izt á árinu um 37 millj. kr. og
námu innlán í sparisjóði og á
hlaupareikningi í árslok samtals
280 millj. kr.
Á árinu lét Helgi Guðmunds-
son af störfum sem bankastjóri,
eftir 22 ára starf við bankann, en
við tók í hans stað Gunnar Viðar,
sem verið hefur bankastjóri við
Landsbanka íslands.
Fyrir fundinum lá að kjósa í
fulltrúaráð bankans 3 aðalmenn
og 3 varamenn og voru endur-
kosnir þeir Gísli Guðmundsson
alþm., Björn Ólafsson fyrrv. ráð-
herra, Eyjólfur Jóhannsson for-
stjóri og varamenn þeirra
Magnús Björnsson ríkisbókari,
Hersteinn Pálsson ritstjóri og dr.
Oddur Guðjónsson.
í fulltrúaráðinu voru fyrir sem
aðalmenn þeir Stefán Jóh. Stef-
ánsson og Lárus Fjeldsted og
varamenn þeirra Guðmundur R.
Oddson forstjóri og Lárus Jó-
hannesson hæstaréttarlögmaður.
Endurskoðendur fyrir árið 1956
voru endurkjörnir Haraldur Guð
mundsson forstjóri og Björn
Steffensen endurskoðandi.
FELLMYNÐ?
ríminn segir í gær, að Morgunblaðið hafi birt mynd af utanríkisráðherranum í hundslíki, og er átt
við mynd þá, sem birt er hér að ofan og kom í blaðinu í fyrradag. Mætti spyrja Tímann, hvar
hundurinn sé á myndinni og getur það verið góð dægrastytting fyrir þá Tímamenn að glíma við
þá felumynd!!
Sjúkraflugvöllur full-
gerður við Skipeyri
Möguleikar !il sfækkunar eru þar
ísafirði, 14. júní.
¥ TNDANFARIÐ hefur verið unnið að því að gera sjúkraflugvöll á
U Skipeyri við Skutulsfjörð. Var því verki lokið í gær og er
flugvöllurinn fullgerður. Er hér um að ræða 450 m. flugbraut.
Talsvert hefur verið um það
rætt undanfarið að gera flug-
völl ,hér meðfram eyrinni, með
uppfyllingu frá Suðurtanga í
Norðurtanga. En athuganir flug-
vallastjóra á því flugvallastæði
hafa leitt í ljós, að slík flugvalla-
gerði yrði mjög kostnaðarsöm og
hefur því vérið horfið frá því
a. m. k. í bili.
Samkvæmt kostnaðaráætlun
sem gerð var á s. 1. sumri, hefði
slíkur flugvöllur kostað um 26,5
millj. kr. Á s. 1. vetri ræddi þing-
maður ísfirðinga, Kjartan J. Jó-
hannsson, flugvallaimálið við
bæjarráð ísafjarðar og samþykkti
bæjarstjórnin nokkru síðar að
óska eftir því við flugmála-
stjórnina að hún tæki sem fyrst
endanlega ákvörðun um stað-
setningu flugvallar í Skutuls-
firði og lagði bæjarstjórnin
áherzlu á að flugvöllurinn yrði
annað hvort gerður við Suður-
tanga eða á Skipeyri. Hefur þing-
maðurinn síðan staðið í stöðugu
sambandi við flugmálastjóra um
þetta mál.
í vetur var svo samþykkt á
Alþingi sérstök fjárveiting til
sjúkraflugvalla víðsvegar um
landið. í samráði við alþingis-
mennina Kjartan J. Jóhannsson
og Sigurð Bjarnason, ákvað flug-
málastjórnin að láta í sumar
gera sjúkraflugvelli á Skipeyri,
í Bolungarvík (á Sandinum),
Melgraseyri og Arngerðareyri
við ísafjarðardjúp. Komu þeir
hingað vestur í vor Sigurður
Jónsson og Haukur Clausen full-
trúi flugmálastjórnarinnar, ásamt
Birni Pálssyni flugmanni, til að
athuga aðstæður á þessum stöð-
um og mæla fyrir völlum.
FRAMKVÆMDIR HAFNAR
Var Veturliða Veturliðasyni síð
an falið að annast flugvallargerð-
ina og hefur hann undanfarið
verið með jarðýtu við að slétta
og jafna landið og sá í það gras-
fræi. Er þar nú þegar komin flug-
braut sem er 450 m. á lengd. Eru
miklir mögueikar á því að lengja
þá braut með uppfyllingu fyrir
innan og utan Skipeyrina. Eru
því möguleikar til að fá þarna
ágætan flugvöll til farþegaflugs
með tiltölulega litlum tilkostnaði,
ekki hvað sízt ef farið verður í
náinni framtið að nota flugvélar
sem þurfa mun styttri flugvelli
en þær flugvélar sem nú eru í
notkun til farþegaflugs hér.
Tengja ísfirðingar því miklar
vonir við þessa flugvallagerð. Er
með henni bætt úr brýnni þörf
á sjúkraflugvélavelli og fyrir
minni flugvélar. —J.
sbrifar úr
daglega lífinu
A kvöldgöngu í
Reykjavik.
ÞAÐ er oft kvöldfagurt í
Reykjavík, ekki sízt um
þetta leyti árs, þegar dagar eru
langir og ljósar nætur. Og á eng-
an hátt verður fögru vorkvöldi
betur varið en að fá sér góða
gönguferð, helzt, sem lengst frá
ys og umferð miðbæjarins —
bíóum, kaffistofum og „sjoppum."
Og við þurfum ekki að fara
mjög langt til að geta notið fag-
urrar útsýnar og sæmilegrar
kyrrðar á kvöldgöngu okkar. Við
löbbum niður á Skúlagötuna og
meðfram sjónum innundir Lauga-
nesið og við höfum ljómandi út-
sýn, að ég ekki segi á báðar
hendur, því að hvaða auga getur
verið yndi af því að horfa á
verksmðijukumbaldana og aðra
húsdrauga, sem þyrpt hefir verið
upp við þessa götu, sem gæti
verið — og ætti að vera einhver
fegursta gata höfuðborgarinnar
— „promenade“ Reykjavíkur. —
En það er nú önnur saga. Á hina
höndina — og þar skulum við
lofa auganu að dvelja — höfum
við Esjuna í allri sinni dýrð, hinu
síbreytilega litaskarti, sem Reyk-
víkingar segja, að eigi ekki sinn1
líka — og svo sjóinn lognværan
og roðaskyggndan svo langt sem
augað eygir út á flóann. — Það
mætti nota það að geta tyllt sér
hér niður í stundarkorn bara til
að horfa á Esjuna og sjóinn und-
ir mildum vorhimninum.
Vantar bekki á
Skúlagötuna.
JÁ, það var nú það. Eiginlega
erum við nú fyrst komin
að efninu. Hvað eigum við að
setjast á? Þarna er ekki nokkur
bekkur eða sæti af neinu tagi.
Þó má segja bæjaryfirvöldunum
það til hróss, að gengið hefir
verið rösklega fram í því nú síð-
ustu árin að setja upp almenn-
ings bekki víðsvegar um bæinn,
þar sem fólk getur tyllt sér nið-
ur til að hvíla sig á vegferð sinni,
njóta góða veðursins, þegar um
það er að ræða, eða skemmtilegs
umhverfis, hvort sem móður nátt-
úru er fyrir það að þakka eða
framtakssamri bæjarstjórn. — En
Skúlagatan hefir alveg gleymzt.
Þar vantar okkur tilfinnanlega
nokkra trausta ’ og smekklega
bekki fyrir þá að tylla sér á —
og þeir eru býsna margir, sem
hafa ánægju af að ráfa þar með
fram sjónum á fögru og kyrrlátu
vorkvöldi — og reyndar oft endra
na^\
i
Ú tvarpsdagskráin
prentuð.
tilefni af smápistli, sem birt-
ist hér í dálkunum fyrir
noltkrum dögum um prentun oí
útgáfu útvarpsdagskrárinnai
hverju sinni, hefir útvarpsstjór
beðið mig að koma eftirfarandi i
framfæri:
Útvarpsdagskráin liggur jafn
an frammi prentuð á skrifstofi
Ríkisútvarpsins, almenningi til at-
hugunar og eignar, ef óskað er
— Þá hefir þegar fyrir nokkri
verið ákveðið, að með komand
hausti verði tekin upp útgáf;
dagskrárinnar i all fjölbreyttu Oj
aðgengilegu forrni fyrir útvarps
hlustendur.
Vér þökkum upplýsingarnar
Vafalaust verða margir til ai
fagna þessari ráðstöfun.
Frá Gvendi dúllara.
GVENDI sáluga dúllara var
ýmislegt annað til lista lagt
en að „dúlla“ á sinn óviðjafnan-
lega hátt, sem hann hefir hlotið
nafnið fyrir. Hann gat komið
saman dálaglegum vísum, þegar
andinn var yfir honum — orkti
jafnvel heila bragi — og hann
gat líka beitt fyrir sig nál og
enda, þegar þörf gerðist. — Eitt
sinn á hann að hafa sagt, er hann
sat við og staglaði í sokkinn
sinn, sem orðinn var víst um
þumlungur að þykkt eftir hið
marg endurtekna stagl á stagl
ofan: — Þetta gerir nú engin önn-
ur kona á íslandi eins vel og ég!
Já, skaði er að öllum skrítnu
körlunum, sem til voru hér áður
fyrr. - ■ —---------—