Morgunblaðið - 16.06.1956, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. júní 1956
MOKGVTSBLAÐIÐ
13
Fötluðu börnin
farin utan
LÖMUÐU börnin og unglingarn-
ir, sem fara til sumardvalar í
Danmörku, og sagt hefur verið
frá hér í fréttum, leggja af stáð
þangað í dag. í vor hefur staðið
yfir fjársöfnun í ferðasjóð þeirra
og skýrði Félag fatlaðra og lam-
aðra frá því, að undirtektir al-
mennings hefðu verið frábærar.
Bandaríski flugherinn leggur
hópnum til ókeypis flugvél, sem
flytur hann til Kaupmannahafn-
ar.
í Danmörku verða börnin í sum
arbúðum Gulbergs og er þetta
annað sumarið, sem fötluðum
börnum er boðið þangað. f hópn-
um sem fór í gær, eru 8 drengir
og 4 stúlkur á aldrinum 6-17 ára.
FJÁRSÖFNUNIN GEKK VEL
Sem fyrr segir, gekk fjársöfn-
unin vel, og höfðu safnazt nægir
peningar til þess að standast
Fyrir nokkru barst svo frá yfir-
Fyrir nokkrum barst svo frá yfir
stjórn flughersins bandaríska á
Keflavíkurflugvelli, boð um að
flugherinn vildi gjarna ljá máli
þessu lið og flytja börnin til Dan.
merkur og heim aftur, þegar þess
yrði óskað, endurgjaldslaust. Var
þessu góða boðið tekið með þökk-
Um.
í FERÐASJÓÐI
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra stofnaði þegar, er samskot-
in hófust, sérstakan sjóð og verð-
ur það fé, sem safnazt hefur og
afgangs verður, þegar lokið er
öðrum nauðsynlegum greiðslum
vegna fararinnar, lagt í sjóðinn
aftur og þessi ferðasjóður mun
halda áfram að taka á móti fjár-
framlögum, því slíkur sjóður er
nauðsynlegur til styrklar fötluð-
um, sem utan þurfa að fara. Svo
er þess að sjálfsögðu að vænta,
að hægt verði að gefa fötluðum
börnum árlega kost á sumardvöl
erlendis og þá’ hefur ferðasjóð-
Urinn þar verk að vinna.
ÞAKKAR HJÁLPSEMINA
Fötluðu börnin, sem fara í dag
verða í Gulbergs-búðum þar til
í byrjun ágústmánaðar og verður
forstöðukonan fyrir Hjálparstöð-
*n.nl ® Sjafnargötunni, fröken
Jónína Guðmundsdóttir, með
þeim. Hefur Styrktarfélagið beð-
ið Morgunblaðið að færa þeim
xnörgu einstaklingum og öðrurn
aðilum, sem stutt hafa þetta mál
af ráðum og dáð, innilegustu
Þs^kir fyrir undirtektirnar og þá
hjálp sem börnunum hefur verið
sýnd.
Nýtt Helgafel!
NÝTT hefti er komið út af tíma-
ritinu Nýtt Helgafell, sem Ragn-
ar Jónsson gefur út, en ritstjór-
ar eru auk hans sjálfs þeir Tómas
Guðmundsson, slcáld, Jóhannes
Nordal, hagfræðingur og Kristján
Karlsson, bókmenntafræðingur. í
þessu hefti eru ný kvæði eftir
Stein Steinarr og Hannes Péturs-
son, saga eftir Þórberg Þórðar-
son, Jarpur, ritgerð eftir Kristján
Eidjárn er hann kallar ísland
þúsund ár, Um pólitízka sálsýki,
tímabær og stórmerk ritgerð eft-
ir Arthur ICoestler. Þá eru svör
fjögurra flokksleiðtoga, þeirra
Finnboga Rúts Valdimarssonar,
Hermanns Jónassonar, Ólafs
Thors og Valdimars Jóhannsson-
ar, við fyrirspurn til þeirra um
utanrikismál ásamt inngangi rit-
stjórnarinnar. Ennfremur er inn-
gangsritgerð frá ritstjórninni um
kosningarnar og Skálholtshátíð-
ina.
Viðgerðarmenn
Til sölu tvö verkfærabox, í
hvoru boxi er mikið af topp
lyklum, stjörnulyklum og
öðrum verkfærum, annað
boxið er nýtt. Upplýsingar
á Óðinsgötu 23.
Framhaldsaðalfundur
Byggingax'sanavinnufélags Reykjavíkur
verður haldinn í skrifstofu félagsins, Austurstræti 5,
miðvikudaginn 20. þ. m. kl. 5 e. h.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Stjómin.
Leitbdðin í Hveragerði
taka til starfa eftir helgina.
Reykjavík — Hafnarfjörður
Farþegar með Hafnarfjarðar og Kópavogsvögnum eru
góðfúslega beðnir að athuga að frá og með deginum í dag
breytast viðkomustaðir vagnanna í Kópavogi, sem hér
segir:
Vagnarnir stanza við biðskýli á gatnamótum
Hafnarf jarðarvegar — Hlíðarvegar.
Niður falla viðkomustaðir við Fífuhvammsveg
og verzlun Kron.
Landleiðir HF.
m
liNSflNil
m
Fn
AÐALSTRATI 7
REYKJAVIK
Þessir pennar fást nú í Gleraúgnaverzlun Ingótfs S. Gíslasonar, Skólavörðustíg 5, Reykjavík.
STÖRKOSTLEG IMÝLMG!
Allir þeir kostir, sem þér hafið ætíð óskað eftir við lindar-
penna eru í þessum nýja WATERMAN’S penna með
blekhylkinu. . . nýjasta gerð af penna sem völ er á.
1. HREINN — ekkert blek á hendurnar þegar penninn
er fyltur. Engar blekklessur á pennanum sem
þarf að hreinsa.
2. BLEKIÐ SÉST — Með þvl einfaldlega að skrúfa
pennan sundur sést hve mikið blek er eftir.
Penninn þarf því ekki að tæmast fyrirvara-
. laust.
3. MEIRA BLEK — Nýju blekhylkin taka meira blek, og
er þessvegna hægt að skrifa lengur með penn-
anum.
4. PENNAHLUTIRNIR SLITNA EKKI — Allir penna-
hlutarnir eru einfaldir og sterkir, og slitna
ekki. — C/F penninn er alltaf tilbúinn til
notkunar.
5. BLEKIÐ ALLTAF SEM NÝTT — Blekhylkin eru
fyllt þannig að ekkert loft kemst að blekinu.
í hylkjunum er ný tegund af bleki, „Water-
mans’s Instant-Flo“ blek, sem inniheldur
Hexa.vökva.
6. BLEKRENNSLIÐ — er alltaf jafnt. Tilvalinn penni
fyrir flugferðir. Blekhylkin er óhætt að hafa
með sér í flugvélum sem annars staðar.
7. VARAFYLLING — Ef þér hafið ekki auka blekhylki
við hendina, er hægt að fylla tóma hylkið með
því að dýfa pennanum í blek og kreista hylkið,
þá sýgur penninn dálítið af bleki upp í hylkið.
8. FLJÓTVIRK FYLLING — Það tekur ekki lengri tíma
en 10 sekúndur að skipta um blekhylki.
9. HYLKIN ERU PRÓFUÐ — Það er óhætt að geyma
blekhylkin í vasanum eða veskinu, án þess að
að þurfa að eiga það á hættu að þau tæmist.
Hylkin eru gerð úr mjúku plastefni, sem eru
alveg loftþétt.
10. HÆFIR HVERS KONAR RITHÖND — Penninn
sjálfur í C/F lindarpennanum er úr 14 karat
gulli. Hann fæst í ýmsum gerðum, mjög fínn,
fínn, venjuleg gerð, breiður o.s.frv. Oddurinn
á pennanum er slípaður með demantsdufti,
sem gerir pennana sérstaklega þægilega.
11. SKIFT UM PENNA — Það er fljótlegt að skifta um
sjálfan pennan, ef þess er óskað, ef þér kjósið
heldur fínni eða breiðari penna. Þetta er sér-
staklega hei\tugt þegar að um gjöf er að ræða.
12. ÖRUGG HETTA — Hettan losnar ekki í vasanum,
hún er sérstaklega útbúin þannig, að hún held-
ur pennanum í réttum skorðum.
Það sem allir þurfa að vita um
WATERMAN’S C/F PENNA......
12 kostir WATERMAN’S..
WATERMAN’S C/F PENNINN —
MEÐ BLEKIIYLKINU.
Einkaumboð
fyrir WATERMAN PEN COMPANY, LTD.