Morgunblaðið - 26.06.1956, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.06.1956, Blaðsíða 5
triðjudagur 26. júni 1956 MORGUNBLAÐ1Ð B Minningarorð Fœdilur 22. febrúar 1292 Dáinn 8. júní 1956 AÐEINS fáein kveðjuorð, kæri góði vinur, og fyrirgefðu hve ég er seinn fyrir, en ég hélt að aðrir mér betri merni myndu minnast þín. Sennilega er það óvenjulegt, að maður örrar skapgerðar, mikillar þekkingar og vitsmuna og fast- mótaðra skoðana eigi alhliða vin- aældum að fagna. Lárus er að minnsta kesti sá einasti er und- irritaður hefir kynnst, sem bar slíkt umburðarlyndi fyrir skoð- unum annarra, víðsýni og dreng- lund, að hversu mjög sem bar á milli, hvort heldur í stjórnmálum eða öðru, brást ekki, að hann ynni strax við fyrstu kynni hug og hjarta þess er kynntist hon- um. Allt sem Lárus gerði, var heil- steypt og stórt. Engin sýndar- mennska, ekkert fals; gjörð hans söm við hinn smáa og snauða sem hinn er meira mátti sín. Ánægjan jafn mikil að ræða við hinn bókvitra eins og hinn fá- fróða. Þeir menn eru sjaldfundn- ir að sjái gott í hverjum einum, góðsilfur í brotajárni, gáfumann þar sem aðrir finna aðeins heimskingja. Sagan geymir fáa slíka. En Lárus var óvenjulegur um fleiri hluti. Útlenda gesti, er bar að garði, rak í rogastanz, er þessi mikilúðgi, íslenzki bóndi mælti sem innfæddur á tungu þeirra. Enn meir undruðust þeir lestrar- efni hans: Búnaðarrit úr Vestur- vegi, bókmenntatímarit úr Þýzka- landi og Skandinavíu, stjórnmála og visindatímarit af Englandi. Og bókasafn bóndans. Það á sér að líkindum fáar hliðstæður, svo yfirgripsmikil og óskyld efni spennir það yfir. Og þar sem bókasafnið — sé það lesið — ber andlegri mennt eigandans næmt vitni, skilur maður fyrst hina óvenjulegu víðsýni hins gáfaða bónda, eftir að hafa kynnst safn- inu. Skðlamenntun þessa íslenzka búhölds var jafn óvenjuleg og annað: Fyrir utan að vera bún- aðarskólagenginn í Danmörku, var hann útskrifaður úr Verzl- unarskóla íslands —■ og lærður úrsmiður að auk. Sem að líkum lætur var Lárus mikill framkvæmda- og atorku- maður, og tók óskiptan þátt í öll- um félagssamtökum er horfðu til framfara, þótt undirritaður kunni þar ekki upp að telja. Véltækn- ina, sem var hér lítt þekkt og heldur hvumleið og beigkennd, er hann hóf búskap, tók hann á uund an flestum í þjónustu sína. Bú- skap sinn rak hann af skörungs- skap og margfaldaði túnrækt óðalssetursins og hafði um ára- bil mikla loðdýrarækt. En hvar á að láta staðar num- ið? Við búskapinn? Við glaðværð- ina, sem aldrei brást, hversu mjög sem á bjátaði? Hjálpsem- ina, sem alltaf var svo sjálfsögð? Eins má ekki gleyma, ef minnst er á Lárus bónda að Vatnsenda, og það er eftirlifandi kona hans, Sigríður Jónsdóttir. Hún átti sinn mikla þátt £ að gera Vatnsenda að samastað glaðværðar og gæzku. Án hennar hefði það ekki verið mögulegt. „Sigga mín var ekki bara fallegasta konan, heldur líka einasta konan", sagði hann skömmu fyrir andlát sitt og lýsa þessi orð þeim hjónum betur en langt mál. Þakka þér fyrir allt, kæri vinur. Tr. Nasser ekur um götur Kairo, og er hylltur af mannfjöldanum. Hann hefur nú verið kjörinn forseti Egyptalands, enda einn í framboði. Myndin er tekin, eftir að hann hafði tilkynnt cgypzku þjóð- irni, að byltingastjórnin yrði leyst upp og borgaralegri stjórn komið á laggirnar, jafnframt tilkynnti hann þá, að forsetakjör færi fram. Þrö ættuð ekki að þurfa ú bíða í 100 ár eftir nytjaskógi — segir kanadiskur skógarvorður Á SVXÐI skógræktarmála hafa verið tekin upp náin samskipti milli íslands og Kanada, sem von andi eiga eftir að vaxa á kom- andi árum, sagði Hákon Bjarna- son skógræktarstjóri, er hann í gærdag kynnti fyrir blaðamönn- um Mr. J. Walker frá bænum Indianhead í Saskatschanfylki, sem hingað kom fyrir þrem vik- um í boði Skógræktarfélags ís- lands. EKKII EINA OLD Mr. Walker hefir notað tím- ann vel til þess að kynna sér skógræktarmál íslendinga og kvaðst undra þann mikla al- menna áhuga, sem hér hefði orðið á sviði skógræktarmála síð- ustu áratugina. — Með þessu áframhaldi og með réttu teg- undavali trjáplantna þá munuð þið ekki þ'irfa að bíða í eina öld eftir þvl að nytjaskógar verði komnir upp og orðnir undirstað- an að trjáiðnaði. Hann sagði aö sér hefði þótt lærdómsríkt að sjá hvernig ísl. skógarverðir hefðu mætt ýmsum hættulegum erfið- leikum, svo sem holklakanum, sem væri einstakt fyrirbrigði. Lauk mr. Walker miklu lofsorði á skógarverðina og yfirstjórn Skógræktarinnar og dugnaði skógræktarfélaganna um allt land. Bunsóknarskip í Færeyium LEIÐANGURSMENN af hafrann sóknar- og varðskipinu Ægi, komu til Þórshafnar í Færeyjum hinn 13. júní síðastl. á rannsókn- arsiglingu sinni á hafinu milli Islands og Færeyja. — í Þórs- höfn var tekið vel á móti Ægis- mönnum. Lögmaðurinn Kristian Djurhus hafði boð inni fyrir þá á heimili sínu. Þórshafnarblaðið „14. septern- ber“ segir frá þessu daginn eftir. Lögmaðurinn hélt ræðu í hófi þessu og ræddi um skyldleika þjóðanna og nauðsyn ú samvinnu þeirra í sameiginlegum hags- munamálum. Lögniaðurmn lýsti sérstakri ánægju sinni yfir þeirri skipan mála, að Tryggvi Samúels son lögfræðingur, hefði verið skipaður ræðismaður íslands í Þórshöfn. Dr. Hermann Einarsson leið- angursstjóri á Ægi þakkaði fyrir hönd íslendinganna. Ræddi haix sögu Færeyinga og íslendinga og kvað báðum nauðsynlegt að hafa nána samvinnu. Bar hann að lok- um fram góðar framtíðaróskir Færeyjum og Færeyingum til handa. SKJÓLBELTH' Hann kvaðst vilja benda blaða- mönnunum á, að þeir ættu að taka upp baráttuna fyrir því að kynna þændum landsins skjól- beltin, og hve ómissandi þau væru fynr allar ræktunarfram- kvæmdir. — Landið verður betra og uppskeran meiri og hægt er að minnka hitunarkosnað bæjanna sjálfra verulega með skjólbelta- gerðinni. AJOTLANDI Hér skaut Einar G. E. Sæmund sen því inn, að þeir bændur á Jótlandi, sem ekki hefðu komið upp skjólbeltum á ökrum sínum, væru í annarra bænda augum íurðulegir búskussar. Kvað Einar sem í vor var í Danmörku til þess að kynna sér skjólbeltagerð þar, að líða myndu kringum 10 ár, þar til Skógræktin gæti gefið bændum allar nauðsynlegar leið- beiningar hér um. Tilraunir með skjólbeltagerð á víðavangi eru hafnar hér á landi, en áður en við getum lagt út á þá braut að ráðleggja þændum ákveðið í þessum efnum, verðum við að vifa fyrst hvaða trjátegundir reynast beztar. GRF.NI I SKJOLBELTI Mr. Walker kvaðst vera þeirr- ar skoðunar að heppilegra væri fyrir ísl. bændur að nota greni í skjólbeltin, því á haustin er lauifið fellur, minnkar slijólið, sem beltin veita lahdinu, mjög mikið, en það er alltaf jafn mikið og gott af grenitrjánum. Mr. Walker kvaðst vera mjög ánægður með íslandsferð sína og kynni sín af fólki á ferðum hefðu verið hin ánægjulegustu. Bað hann blaðamennina að bera þessu fólki öllu beztu kveðjur sínar og konu sinnar, sem með honum er. SKÓGARFRÆÐINGUR FER HÉÐAN Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri, sagði að næsta haust myndi Baldur Þorsteinsson skóg fræðingur fara til Kanada til 3 mán. dvalar, í skiptum þessum, og myndi hann einkum safna fræi af kanadiskum trjám í Br. Columbia og í Labrador. Sagði skógræktarstjóri að upp- hafsmaður þessara gagnlegu skipta væri sendiherra Kanada á íslandi, Mr. Rönning, en hann hefur aðsetur í Oslo, og hefur mál þessi borið á góma er hann hefur komið hingað á ferðum sín um í embættiserindum. Varð undir traktorskerru AKRANESI, 20. júní — Um þrjú leytið s. 1. mánudag' vildi það slys til uppi í Belgsholti í Meðal- sveit, að drengur á þriðja ári, Haraldur að nafni, varð undir hjóli á traktorskerru. Hann var uppi í kerrunni en stökk af henni, og þá vildi svo slysalega til, að annað hjól kerrunnar fór yfir drenginn miðjan. Var samstundis brugðið við og simað eftir sjúkra- hílnum hér á Akranesi, sem sótti drenginn, og var hann lagður inn á sjúkrahúsið. — Haraldi, sem er óbrotinn líður nú vel eftir at- vikum. Hann er sonur hjónanna í Belgsholti, Önnu Þorvarðar- dóttur og Magnúsar Ólafssonar. —Oddur. BEZT AÐ AUGLÝSA A í MORGUNBLAÐUW T Hiúrari óskast Óska eftir múrara til að pússa hús að utan í Kópa- vogi. Handlöngun á staðn- um. Má vinnast á löngum tíma eftir samkomulagi. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudag merkt: Ekki uppmaeling. Frá Ítalíu Margar tegundir véla. Vclskóflur og kranar, Steypuhraerivélar. Vélar fyrir malamám, Færibönd og spil, ýtur, veg- hcflar og ýha- skóflur, Vörulyfúar, Rafsuðu- tæki o. fl. ORIMi LAUGAVEGI 166 Síldarstúlkur óskast í sumar á söltunarstöð Óskarstöð h.f. Raufarhöfn. Gott húsnæði. Fríar ferðir. Saltað innanhúss. Kauptrygg. ing. Upplýsingar gefnar alla daga í síma 2298 og 2332. Ólafur Óskarsson, Engihlíð 7. Lárus Hjaltested óðals bóndi að Vatnsenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.