Morgunblaðið - 26.06.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.1956, Blaðsíða 6
6 M ORCVNBLAÐ1Ð ^riðjudagur 26. júní 1956 Þessar tvær Jjósmyndir sýna hve geysilega áhrifaríkt eftirlit úr Iofti gæti orðiff. Aff ofan er ljós- mynd tekin úr lofti af stórborg í Bandaríkjunum. Úr henni er hægt að stækka smámyndir, sem sýna glöggt allt sem fram fer á strætum borgarinnar. Út úr litla rammanum hefur veriff stækkuð mynd- in hægra megin. „IVfarxisk rannsókn 66 LUNDÚNUM, 21. júní — Brezki kommúnistaflokkurinn gerði í dag nokkra grein fyrir afstöðu sinni til gagnrýni þeirrar, er ítalski kommúnistaleiðtoginn Tog liatti og franski kommúnistaflokk urinn hafa beint gegn Nikita Krú séff fyrir að hafa gert Stalín einn ábyrgan fyrir þeim stórfelldu mistökum, sem sovézka kommún- istaflokknum hefðu orðið á. Mið- stjórn brezka kommúnistaflokks ins segir í opinberri tilkynningu, að nákvsem „marxisk“ rannsókn sé nauðsynleg, og ekki megi tak- marka þá rannsókn við persónu eins manns. Reuter—NTB. Hernaðareftirlit úr lofti frumskilyrði afvopnunar WASHINGTON f>ÁÐGJAFI forseta Bandaríkjanna um afvopnunarmál, Harold t. Stassen, hefur lýst því yfir á fundi utanríkismálanefndar öidungadeildar Bandar,íkjaþings, að alþjóðasamþykkt um afvopn- unarmál væri „ekki langt undan“, ef Ráðstjórnarríkin gengju að tillögum um hernaðareftirlit úr lofti á sama hátt og þau hefðu gengið að tillögum um eftirlit á jörðu niðri. Hann lagði áherzlu á það, að Bandaríkin teldu, að raunhæfu hernaðareftirliti verði ekki komið á, nema með því að skipulagt verði eftirlit úr lofti í samræmi við það, sem fram kemur í tillögu Eisenhowers forseta um þetta atriði. ÖRLÍTIÐ MEIRI VON. Stassen fór nokkrum orðum um ráðstefnuna um afvopnunarmál, sem haldin var fyrir nokkru í Lundúnum. Kvað hann ráðstefnu þessa og viðræður þær við Ráð- stjórnarleiðtogana Krúsjeff og Uppsögn Húsmœðra- skólans að Hallormsstað HÚ SMÆÐR ASKÓL ANUM að Hallormsstað var sagt upp sunnu daginn 6. maí að aflokinni guðs- þjónustu. Sóknarpresturinn, sr. Pétur Magnússon, predikaði. — Forstöðukonan, Ásdís Svemsdótt ir, sleit slcólanum með ræðu og afhenti brautskráðum remendum skírteini. Formaður skólanefnd- ar, Vilhjálmm- Hjálmarsson, flutti ávarpsorð, þaitfcaði kenn- araliði og nemendum myndarlegt vetrarstar*. Sýnd var bandavinna nemenda, sem bæði var mikil að vöxtum og glæsileg. Hæstu einkunn brautskráðra hlaut Halldóra Ingibjorg Andrés dóttir, Fagradal í Vopnafirði, 9,12. Hæst yfir skólann varð Sig- ríður Guðmundsdóttir, Berufirði, með 9,33 í einkunn. Handavinna þessara stúlkna, sem e.nnig höfðu /erið hinar afkastamestu, hvor í sinni deild, var sýnd sérstaklega. Voru yfir 40 munir á sýningu Halidóru. 1 vetur störfuðu við skólann auk forstö"íukonu tvcir fastir kennarar, Ingibjörg Björnsdóttir, handavinnjlcennari, og Guðrún Jensdóttir sem kenr.ir mat- reiðslu. Vovu gestir á einu máli um það, að handavmnusýningin og veitingar þær, sem framreidd- ar voru að lokinni skolauppsögn, bæru hæfo: þeirra og alúð ljós- an vott. Tveir tímakennarar störf uðu við skó’ann. Frú Þórc> Frið- riksdóttir, lyrrv. foistöðukona, kenndi vefnoð, en hún er sérstak lega fær í beirri greir.. Sigurður Blöndai, skógarvörður, kenndi reikning og íslenzku við miklar vinsældir nemenda. Heilsufar nemenda var yfirleitt gott og féT&gslíf ánægjulegt. — Skipzt var á heimsóknum við gagnfræðadeild Eiðaskóla. Hald- in var sumkoma fynr fólk af næstu bæjum, famar skemmti- ferðir upp i Fljótsdai, að Gríms- árvirkjun og víðar. Mesti kostnaður fyrir báða vetur (að pessu sinni 11 mán.) varð 7,300 krónur, nækur með- taldar og handavii»nuefni að nokkru. Hallormsstaðaskólinr, var reist fyrir að nann verði framvegis ur á einum fegursta stað á land- inu og er nú í frems'.u röð um húsakost og búnað. Hann rúmar um 30 nereendur. Má gera ráð fullskipaður og hafa þegar borizt allmargar umsóknir íyrir næsta .etur. Bulganin, er af henni leiddu, hafa „bætt að nokkru friðarhorfur og gefið örlítið meiri von um að komast megi að viðhlítandi sam- komulagi um afvopnunarmál". Hann sagði, að Ráðstjórnarrík- in hefðu sýnt meiri áhuga á af- vopnunarmálum, síðan ráðstefn- an í Genf yar haldin, þar sem tillögur Eisenhowers forseta beindu hugum manna inn á braut friðarins. AÐSTÆÐUR VERÐA HÆTTULEGRI. Stassen lagði áherzlu á nauð- syn þess, að gerðar yrðu sam- þykktir um afvopnun og hern- aðareftirlit, áður en lengra verð- ur komið þróun langdrægra eld- flauga. — Ef ekkert samkomulag hef- ur náðst innan næstu fimm til tíu ára, sagði Stassen, þá verða aðstæður orðnar langtum geig- vænlegri fyrir báða aðilja. Hann sagði, að næsta ár byðist mannkyninu bezta tækifæri til þess að komast að varanlegu sam komulagi um þessi mál. FÚSIR AÐ TAKMARKA VOPNAFRAMLEIÐSLU. Hann benti og á, að Bandarík- in væru fús til þess að taka þátt í undirbúningi að væntanlegu samkomulagi um takmörkun her- gagnaframleiðslu, enda þótt sam- komulagi um stjórnmálaleg á- greiningsatriði milli kommúnista- ríkja og vesturlanda væri ekki fyrir hendi. Þó lagði hann áherzlu á það, að samkomulag yrði að nást helztu deilumálum á sviði stjón.- mála, áður en Bandaríkin gerðu nokkrar „meiriháttar ráðstafan- ir“ í afvopnunarmálum. Flugslysið NEW YORK, 20. júní — 1 flug- vélinni frá Venezuela, sem fórst rétt fyrir utan New York í dag voru m. a. meðal farþega 22 skóla leyfi. Alls fórust 74 menn þar af nemendum á leið heim til sín, af áhöfnin 10 manns. Flugvélin var af Super-Constellation gerð. Strandvarnarliðið bandaríska hefur fundið líkin af tveimur hinna látnu. Flugvélin sökk í hafið á 20 mínútum, 64 km. frá New York. Orsök slyssins var, að eldur kom upp í benzíngeymum vélarinnar eftir að vélarbilun hafði átt sér stað. shrifap úr daglega lífinu Egypfum helzt illa á MIG-vélunum KAÍRÓ — Egypzki flugherinn mun hafa misst 11 MIG-orrustu- flugvélar á æfingaflugi síðan í -janúar. Sagt er, að sumir tékkn- esku sérfræðinganna, sem fengn- ir voru til Egyptalands í sam- bandi við vopnasölusamning Tékka og Egypta, hafi horfið heim vegna þessa — hneykslaðir á svo miklum mistökun Misnotkun lýðræffis. KOSNINGARNAR, sem nú eru nýlega afstaðnar voru hin harðasta orrahríð sem hefur verið hér á landi. Það sem sér- staklega hefur sett svip á þær er kosningasvindlið, sem Framsókn og Alþýðuflokkurinn hafa fram- ið. Sást það einna bezt af því, að þegar lokið hafði verið við að telja atkvæðin í kaupstöðunum hafði Sjálfstæðisflokkurinn feng ið 25 þúsund atkvæði og 9 þing- sæti út á það. En Framsóknar- flokkurinn hafði aðeins fengið 600 atkvæði en hinsvegar tvö þingsæti út á þessi fáu atkvæði. Kosningaþátttaka hefur aldrei verið meiri hér á landi en í þess- um kosningum. Það á vissulega sínar sérstöku rætur. Fólk fylkti á kjörstaðina fyrst og fremst til að mótmæla hinum sviksamlegu aðferðum Hræðslubandalagsins. Frjálshuga fólk, hvaða flokki sem það hefur fylgt geðjast vissu lega ekki að slíkum aðferðum. Það finnur, að slíkt er alvarlegur hnekkir lýðræðisskipulagsins, þegar það er ekki lengur vilji al- mennings sem á að ráða úrslitum kosninganna. Að það sé ekki vilji hins almenna kjósanda, sem geng ur inn í kjörklefa og strikar kross sem ræður, heldur valdabrölt og undirhyggja reikniprófessora sem ræður. Reiknilist sem mistókst REIKNIMEISTARAR Hræðslu- bandalagsins höfðu reiknað það út, að ef sálnaverzlunin gengí svo að óskum, að allir Alþýðu- flokksmenn kysu Framsóknar- flokkinn og gagnstætt, myndu þeir hljóta meirihluta. En þessi reiknilist hefur mittekizt vegna þess að frjálshuga fólk vildi ekki láta verzla með sig. Að vísu er það alveg furðulegt, hve fylgis-- menn Framsóknarflokksins láta flokksforustuna teygja sig. Það er sannarlega dálitið undarlegt fyrirbrigði í íslenzKu þjóðlífi, að nokkrir íslenzkir bændur skuli geta fengið sig til þess bara ef flokksstjórnin býður , að við at- kvæðalið sitt þeim stjórnmála- flokki, sem ætíð hefur verið fjandsamlegastur bændastéttinni. En þetta gerðist raunverulega í nokkrum mæli. Spennandi nótt. EN hvað sem líður úrslitum kosninganna, þá var nóttin eftir kosningarnar mikil spenn- ingsnótt og það er víst að aldrei fyrr hefur verið hlustað svo al- mennt á kosningaúrslitin sem nú. Þótt Jónsmessunótt væri, var að minnsta kosti hér sunnan lands skýjað og fremur dimmt yfir og sáust ljós í gluggum víða í bæn- um. Þar hittust vinir og kunningj ar yfir ölflöskum og kaffibollum og allar kosningahandbækurnar, sem gefnar voru út, komu að góðum notum. Til athugunar fyrir næsta 17. júní IpiNN hollvinur Velvakanda j bendir á eftirfarandi: Sýningarpallurinn við Arnar- hól á þjóðhátíðinni hefði þurft að vera töluvert hærri til að mannfjöldinn uppi á hólnum nyti sem skyldi skemmtiatriðanna, sem þar fóru fram. Til dæmis var það svo með stúlkurnar, sem sýndu leikfimina, að þeir, sem fjarri stóðu, sáu harla lítið og sumir ekki neitt af þeim — og þótti mörgum súrt í broti að missa af kroppfimi þeirra og yndisleik. Sama máli gegndi um önnur dagskráratriði. Þá væri og þarfleg ráðstöfun að setja nokkra bekki á hólinn, þar sem eldra fólk gæti tyllt sér niður til að lofa þreytunni að líða úr fótun- um öðru hvoru. Þetta þyrfti ekkl að kosta mikið fé eða fyrirhöfn, en væri vel þakkað af mörgum. Arnarhóll er orðinn greinileg- ur miðpunktur hátíðahaldanna 17. júní ár hvert og ættu þeir, sem skipuleggja undirbúning þeirra að kappkosta að gera þau hinum mikla fjölda, sem þarna safnast saman sem ánægjuegust. Það er ýmislegt sem til þæginda horfir og þarf ekki nema litinn tilkostnað, sem hátíðagestir myndu meta og þakka að verð- leikum. — Ég bendi á þetta í allri vinsemd — til athugunar fyrir næstu þjóðhátíð okkar. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.