Morgunblaðið - 26.06.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.06.1956, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 2G. júní 1956 MORGUISBLAÐÍÐ 13 Opna í dag Tannlækningastofu að Tjarnargötu 16 — sími 80086. Viðtalstími kl. 10—12 og 2—6. SIGURBJÖRN PÉTURSSON, tannlæknir. AIR-WiCK - /UR-WiCK Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefnL Njótið ferska loftsins innan húss allt árið. Aðalumboð: ÓLAFUR GÍSLASON & CO. H. F. Sími81370 Bifrei&askohun I Dalasýslu fer fram sem hér segir: Mánudaginn 2. júlí kl. 10—12 og 1—6. Þriðjudaginn 3. júlí kl. 10—12 og 1—6. Við skoðun skal bifreiðaskattur, skoðunargjald og ið- gjald skv. 112. og 113. gr. almenna tryggingalaga greitt. Sýnd skulu skilríki fyrir því, að lögbundin vátrygging sé í gildi. Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð skv. bifreiðalögunum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Sýslumaðurinn í Dalasýslu 16. júní 1956. Járnsmiðir og rafsuðumenn óskasl Farangursgrindur Fyrirliggjandi stækkanlegar farangursgrindur, hentug- ar fyrir allar gerðir fólksbíla. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Bílavörubúðin Fjöðrin Hverfisgötu 108 — sími 1909. LJOSMYNDARAR Ljósmyndari getur fengið gott húsnæði á bezta stað í miðbænum gegn því, að taka lærling. Umsóknir merktar „Ljósmyndari —2754“, sendist blaðinu fyrir 30. þ. m. Rafiagnaverkstæði til sölu Af sérstökum ástæðum er raflagnaverkstæði í fullum gangi til sölu. Tilboð sendist fyrir fimmtudagskvöld á afgreiðslu Mbl. merkt: „Framtíð •—2755.“ Sigríður Jónsdóttir frá Eyvindarmúla NÝLEGA var borin til hinztu hvíldar að Eyvindarmúla í Fljótshlíð, Sigríður Jónsdóttir, fyrrum húsfreyja þar. Með henni er héðan horfin ein af þeim mörgu húsfreyjum í Fljótshlið austur, er skipuðu sess sinn með sæmd og prýði á fyrstu tugum þessarar aldar. Hún var komin af góðum stofnum, þó að ætt hennar verði lítt rakin hér. Sigríður var fædd 27. okt. 1863 að Hlíðarendakoti. Voru foreldrar hennar Jón Sveinsson frá Lambalæk og kona hans, Halla Jónsdóttir. . Var faðir Höllu sonur sr. Ólafs Pálssonar í Eyvindarhólum og Helgu konu hans, er var dóttir eldprestsins fræga, Jóns prófasts Steingríms- sonar á Prestbakka, sem kunnur er úr sögu Skaftáreldanna. Hún ólst upp í stórum hópi systkina, þar sem foreldrarnir urðu að vinna hörðum höndum til aS sjá fjölmennu heimili far- borða. f Hlíðarendakoti var tvíbýli og eining meðal fólksins eins og bezt má verða. í hinum bænum ólst upp skáldið Þorsteinn Er- lingsson, og var hann einn af leikbræðrum Sigriðar, að vísu fáum árum eldri. Leiki barnanna í Hliðarenda- koti um þessar mundir hefur Þorsteinn gert ódauðlega með sínu létta lipra kvæði, sem er og verður mikið sungið: „Fyrr var oft í koti kátt.“ Ung vandist Sigríður vinnunni sem önnur systkini hennar. Hún varð snemma rösk og velvirk og vandaði störf sín í hvívetna. í Hlíðarendakoti átti hún heima unz hún 27. okt. 1894 giftist Auðuni bónda Jónssyni á Eyvindarmúla, sem var dótt- ursonar Auðunar prests Jóns- sonar í Landþingum, er drukkn- aði í Ytri-Rangá 1817, og miklar ættir eru frá komnar. En faðir Auðuns yngra var Jón alþm. Þórðarson á Eyvindarmúla. Sig- ríður varð við giftingu hús- freyja á gömlu ættaróðali.sem gengið hefur í beinan karllegg frá föður til sonar, mann fram af manni, og er nú vel setið af einkasyni Auðunar og Sigríðar. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Eru þau: Steinunn, gift Bergsteini Kristjánssyni fræði- manni, frá Árgilsstöðum, Þórður, kvæntur Njólu Jónsdóttur frá Stokkseyri, uðbjörg, ekkja Jóns Úlfarssonar frá Fljótsdal, Þuríð- ur, gift Skúla Magnússyni, starfsmanni við Áfengisverzlun rikisins, Vilborg, kennari í Keflavík og Helga, sem verið hefur vanheil síðustu árin. Öll eru systkinin vel gefið myndarfólk. Þau Auður og Sigriður bjuggu stóru búi að Eyvindarmúla á fjórða tug ára. Var heimili þeirra jafnan í fremstu röð um búsýslu og gestrisni. En oft var vinnudagur húsfreyjunnar lang- ur. Hún varð jöfnum höndum að annast stóran barnahóp, sjá um mannmargt heimili og sinna fjölda gesta, er að garði bar. — Á fyrstu búskaparárum þeirra hjóna var kirkjustaður á Eyvind- armúla, eins og verið hafði lengst í aldur aftur, eða fram á aldamót, þegar Eyvindarmúla og Teigssóknir sameinuðust um kirkju á Hlíðarenda. Brátt hlóðust mörg innansveit- arstörf á húsbóndann. Var hann forvígismaður í félagsmálum ýmsum Fljótshlíðinga um langt skeið, og oddviti hreppsnefnd- ar um hálfan þriðja tug ára. Fyrir þessar sakir átti margur brýnt erindi að Eyvindarmúla, enda þótti löngum gott að eiga tal við húsbóndann, sem var maður gáfaður og fjölfróður í senn. Öll innanbæjarstörf leysti húsfreyjan af hendi með prýði. Þrifnaður allur í bezta lagi og handbragð hennar á öllu, er hún vann að, með ágætum, hvort heldur hún óf dúka, prjónaði eða spann. Sendi hún hluti á iðnsýningu oftar en einu sinni og hlaut viðurkenningu fyrir. Hún var ráðdeildarkona í gerðinni, enda stóð hagur þeirra hjóna ávallt föstum fótum, þó að fyrir mörgu væri að sjá. Að sjálfsögðu átti húsbóndinn sinn hlut í þessu efni. Sigríður var kona glaðsinna og íélagslynd. Þótti henni gott að blanda geði við aðra, er tóm gafst, einkum við þá, sem hún hafði lengi þekkt, og trygglynd var hún flestum fremur. — Allt fram í elli skildi hún öðrum betur þörf unga fólksins til að njóta skemmtana, og gat jafnvel sjálf stigið enn dansspor eftir að hún var komin á háan aldur. Hún var greind kona, hógvær og stillt í framkomu. Og að flestu leyti hygg ég það eigi heima um Sigríði það er Þor- steinn Erlingsson ltvað við and- lát Höllu móður hennar: „Það líf var okkur lán, en henni sómi. Hún leyndist nærri, en var þó stéttarprýði, og það, sem mörgum sækist seint í stríði, það sigraði hún allt með brosi og hlýjum rómi.“ Börnin hennar geyma dýr- mætar minningar um milda og góða móður, sem unni þeim af hjarta og fann sín mestu verð- mæti í fórninni fyrir þau. Bræð- ur hennar sakna elskulegrar systur og minnast órjúfandi tryggðar hennar. Undirritaður er einn í hópi hinna mörgu frænda hennar og vina, sem á henni margt að þakka, alla tryggðina og hlýhugann frá því fyrsta til hins síðasta. Margar eru þær ljúfar minningastund- irnar frá hennar tið á Múla, sem eigi fá fyrnst. Og sveitung- ar hennar og nágrannar meðal eldri og miðaldra kynslóðarinn- ar, munu geyma mynd hennar í þakklátum liuga, því að hún var merk kona og góð. Eftir að Sigríður hætti búskap átti hún heima hjá syni sínum og tengdadóttur á Eyvindar- múla. En síðustu árin dvaldi hún lengst af hjá Guðbjörgu dóttur sinni í Reykjavik, er stundaði hana af mikilli alúð eftir að ellin sótti hana heim. Sigríður á Múla hefur nú safn- azt til feðra og mæðra í sinni fögru ættarbyggð, þar sem hún leysti dagsverk sitt af hendi með fullri sæmd. Hvergi var henni kærara að hvíla. Nú er hvíldin fengin. „Blessun hlý vakir við, verður hjá, hjúpar í helgan frið hvílu þá, þar sem sætt við sólarlag sofnaði eftir langan dag.“ Sigurjón Guðjónsson. VERITAS saumavélar Verð í ferðatösku krónur 1275. — Verð í eikarkassa krónur 1075,00. Carðar Císlason h.f. Reykjavík. Stofa ftil leigu við Njaiðargötu, í nýju húsi. Forstofustofa með smá herbergi með vaski og skápum. Leigist einhleyp- um. — Sími 5045. Tilboð óskasft í Chevrolet 1955, leggist inn á afgr. blaðsins fyrir fimmtudag, merkt: „Góður — 2755“. Bifreiðar fil sölu Dodge og Plymouth 1941 og '42. Ford ’46 og Humber ’46 BifreiSasala Stefáng Jóhannssonar Grettisgötu 46. Sími 2640. Unglingsstúlka óskast að raflýstu sveita- heimili við Dýrafjörð. Sér herbergi. Uppl. Vesturbraut 9, Keflavík, sími 159 eða Bólstaðahlíð 39, Reykjavík. Loksius er tími komir.n til að planta sumarblómunum og trjáplöntunum frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.