Morgunblaðið - 26.06.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1956, Blaðsíða 2
2 MORCUKBLAÐIÐ ?>riðjudagur 26. júní 1956 Utan út heimi Hvað gerðist kosningavikuna ' r' Oiriðaiblikar Samkomulagsltorfur Austur og í Austurlöœáum á Kýpur vestur Frakkar Krúsjeff — — Algier Stalin FRÁ AUSTURLÖNDUiVÍ, einkum Israel og Egyptalandi, er allra veðra von. Hinn sjötugi for- sætisráðherra Israels, ofurhuginn Ben-Gurion, varpaði um miðjan mánuðinn fyrir borð fyrsta stýrl- manninum á skútu sinni, Moshe Sharett, utanríkisráðlierra, og kvaðst viija upp frá þessu hafa óbundnar hendur til þess að gera ef með þyrfti, „djarfar og óút- reiknanlegar ráðstafanir." Moshe Sharett hefir farið með utanríkismál Israels frá því árið 1946, en raunar þó miklu lengur, því að hann var forseti ráðgjafa- nefndar í utanríkismálum, er Bretar fóru með mál Palestínu. Moshe Sharett hefir getið sér orð íyrir að vera gætinn maður og er landamæraskærurnar voru í algleymi í vetur og í vor, mun hafa slegið í brýnu milli lians og Ben- Gurions. Menn þessir haía verið nánir samstarfsmenn um áraiugi, en er Ben-Gurion krafð- ist þess nú fyrir skömmu, að skipt yrði um utanríkisráðherra, átli Sharett ckki annars úrkostar en að bjóðast til að afsala sér em- bætti. Stjórnarflokkurinn fór að vilja Ben Gurions og skipaði an utanrikisráðherra, frú Myer- son, scm kunn er að því að fylgja ráðum Bcn-Gurions. Úr þessu má þess vegna vænta óvæntra ráð- stafana í Israel. Samtímis þessum atburðum, hefir Nasser, hinn egypski, verið að styrkja aðstöðu sína, og efla Arabaríkin að völdusn, til þess um síðir að ráða niðurlögum hins unga Gyðingaríkis. í vetur fékk Nasser flugvélar frá Rússlandi og var um skeið talið að egypski flugherinn væri orðinn öflugri en flugher Israelsmanna. Fyrir nokkrum vikum fengu Egyptar „á laun“ nokkra tundurspilla frá Rússum og nú er talið að floti Araba sé orðinn öflugri en floti Israelsmanna. Það er til marks um hvernig lærðir Israelsmenn dæma horf- urnar þarna eystra, að I stað þess að geta gortað af hinu mikla að- streymi Gyðinga hvaðan æva úr heiminum til Palestínu, urðu stjórnarvöldin að viðurkenna ný- lega að á annað þúsund Gyðinga- fjölskyldur hefðu flutt frá Israel á þessu ári, einkum lærðir menn og þá aðallega læknar. ASWAN Egyptar hafa hug á að leggja stíflu í Níl og rcisa orkuver, sem kosta á miljarða króna en Egypta vantar fé og verkfræðilega ráð- gjafa til þess að framkvæma þetta verk, og sú er skoðun margra að sá aðilinn, hinn aust- ræni eða sá vestræni, sem féð lánar, muni eiga mest ítök í Egyptalandi í náinni framtíð. Þcssvegna er ekki ófróðlegt að fylgjast með gangi Asvvanstífl- unnar. KYPUR IIELDUR þykir rofa í lofti í Kýp- urmálinu. Raunar logar í óeirð- um á eynni og mcstu grimmdar- verk eru framin þar, en tvcnnt þykir þó spá góðu. Makarios erki- biskup hefir í bréfi harmað örlög hinna mörgu, sem bíða líftjón á eynni, og spurt, hvort ekki sé betra a leita samkomulags, held- ur en að svo fari fram, sem stefn- ir. Hitt er að gríska kirkjuráðið á Kýpur heflr boðist til þess að ræða „leynilega“ hverjar þær til- lögur, sem Bretar kunna að leggja fram til lausnar á Kýpurdeilunni, og senda tillögurnar síðan til Makariosar erkibiskups með álits gerð frá sér. Er þess að vænta, að Bretar leggi fram nýar til- lögur í þessari viku. Til marks um liinar ströngu friðunarráðstafanir, sem Sir John Harding leggur á eyjarskeggja, má nefna að hann gerði í vikunni sem leið ibúum í Farmagusta að greiða 35 þús sterlingspund í sekt fyrir að neita að gefa upplýsingar um liermdarverkamenn í borg- inni. Margir af leiðtogum hermdar- verkamanna hafa verið hand- teknir undanfarið, en aðalleiðtog- inn, Grivas, er enn frjáls maður. VESTUR OG AUSTUR ÁTÖKIN milli vestursins og austursins liafa undanfarið farið fram einkum á tveim vígstöðum, 1) á Þýzkalandsvígsíöðvunum og 2) í Austurlöndum nær. Dr. Adenauer, hinn áttræði kanslari V.-þjóðverja, berst nú æ vonlausari baráttu fyrir þeirri stefnu sinni, að knýja fram sam- einingu Þýzkalands með því að vesturveldin standi saman með öflugar hervarnir og geri afdrátt- arlaust kröfu um samciningu á hendur Sovétríkjunum. Kanslar- inn var fyrir nokkrum dögum fyrir vestan haf til þcss að reyna að fá Bandaríkjamenn til þess að gefa út á nýjan leik yfirlýsingu um að engin aívopnun geti átt sér stað í heiminum fyrr en Þýzka Iand hefir verið sameinað. Blöð vestanhafs tóku að þessu sinni heldur dauflega undir málaleit- an kanslarans, þótt þau hrósuðu einum rómi hinum mikla dugnaði og atfylgi hans. En svo virðist sem þeirri stefnu aukist byr, að vænlegasta ráðið til þess að Þýzkaland verði sameinað, sé að beinir samningar fari fram milli Vestur-Þýzkalands og Austur- Þýzkalands og að V.-Þjóðverjar iosi að cinhverju leyti um tengsli sín við NATO. f Austurlöndum nær hafa Sovét ríkin hafið nýja sókn á hendur vestrænum áhrifum þar. Maður- inn sem mótaði hina nýju stefnu Sovétríkjanna í Austurlöndum og réði þvi að Aröbum voru seld vopn í vetur, hinn nýskipaði utan- ríkisráðherra, Shepilov, hefir ver- ið á vilcufcrðalagi í Egyptalandi og er nú þessa dagana í Litlu Asíu. Hann ætiar cinnig að koma við í Grikklandi, sem er eitt af ríkjum Atlantshafsbandalags- inns, en á nú í deilum við annað Atlantshafsríki, Breta. Talið er að svo geti farið að Rússar lýsi yfir afdráttarlausum stuðningi við þá kröfu Arabaríkj- anna, að landamæri Israelsríkis verði miðuð við landamæriu, eins og þau voru árið 1947, þ. e. að Israel verði minkað um þriðjung (þessum þriðjungi bættu Gyðing- ar við land sitt árið 1950, eftir styrjöldina við Araba.) Það er ekki eingöngu vegna Israels að vesturveldin telja sér mikilvægt að halda góðu sam- komulagi við Arabaríkin, heldur gætir áhrifa Arabaríkjanna víða á alþjóðaþingum, og þá fyrst og fremst hjá Sameinuðu þjóðunum, og væri þá hinum frjálsa heimi hið mesta tjón, ef Arabaríkin hyrfu inn í fylkingar autrænu ríkjanna. ALGIEL FRANSKA stjórnin hefir náð því marki sínu að flytja 400 þús. rfanska hermenn til Algier, Lacoste, landstjóri Frakka, segir að nú séu loks horfur á því, að búið verði að brjóta skæruliða í Algier á bak aftur fyrir haustið. Franska stjórnin virðist hafa til- búnar tillögur um framtíðarsam- búð Algicrmanna og Frakka og verða þessar tillögur lagðar fram strax ag friður er kominn á í landinu. Á hinn bóginn virðast líkur fara minnkandi fyrir því, að Al- gierbúar sætti sig við minna hcld- ur en algert fullveldi lands síns. Svo að ekki virðist séð fyrir end- an á hernaðaraðgerðum í Algier um sinn. KRUSJEFF — STALIN EINHVERSKONAR uppgjör, línudans eða leikaraskapur á sér nú stað í málefuum kommúnista vestan og austan járntjalds. Kommúnistaflokkar Ítalíu, Frakk lands og Bretlands hafa síðustu dagana allir tekið undir ásakanir Krúséffs í garð Stalin, en jafn- framt hafa þeir gagnrýnt og kraf- izt þess að hann gefi hinum vest- rænu kommúnistum frekari skýr- ingu á öllu atfcrli Stalins og á því hvers vegna núverandi leið- togar Sovétríkjanna gerðu ekk- ert á sínum tíma til þess að koma í veg fyrir grimmdarverk Stalíns. Ekk ier ljóst hvað fyrir hinum vestrænu kommúnistaleiðtogum vakir og fáir trúa því að þeir muni hafa einurð til þess að ganga í alvöru í berhögg við flokksfeð- urna í Moskvu. nú er brosið orðið konunglegt MOSKVA í gær — Leiðtogar Sovétríkjannanna settu upp konunglegan svip í dag er þeir tóku á nióti íranskeisara og Sorayu drottningu hans. Tuttugu og fimm vrrustufiugvélar voru sendar til móts við þau, og er það í fyrsta skiptið sem er- lendir gestir hafa fengið fylgd orrustuflugvéla í Sovétríkjunum. — Kona forseta Sovétlýðveldisins, Vorosjiloffs marskálks, var á flugstöðinni til þess að taka á móti keisarahjónunum frá Iran og er það í fyrsta skiptið sem forsetafrúin kemur fram opinberlega við móttöku opinberra gesta. — í tilefni af flugdegi Sovétríkjanna á sunnudaginn lét Krúsjeff svo um mælt að Sir Anthony Eden forsætisráðherra Breta væri mikill stjórnmálaskörungur og einnig lét hann falla lilý orð í garð Eisen- howers forseta Bandaríkjanna. — Líklegt er talið að Krúsjeff og Bulganin verði boðið í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í haust. Mikil hátáðahöld á JPatrehsIirði 17. júní PATREKSFIRÐI, 20. júní: — 17. júní fóru fram hátíðarhöld hér í kaupstaðnum á vegum hreppsins eins og verið hefur undanfarin ár. Hófust hátíðahöldin með guðþjWlfústu í Eyrarkirkju. Séra Tómas Guðmundsson predikaði. Eftir guðþjónustuna hófust útihátíðarhöld. Ágúst Pétursson oddviti setti hátíðina með ávarpi en héraðslækn- irinn Hannes Finnbogason flutti hátíðaræðuna. ÍÞRÓTTIR — REIPTOC Síðan hófust íþróttir. 400 m boðhlaup milli Vatneyringa og Geirseyringa og sigruðu Vatn- eyringar. Um miðjan daginn voru kaffiveitingar í Skjaldborg, sam- komuhúsi staðarins. Síðar um daginn hóf3t sund- keppni og sundsýning pilta og stúlkna í sundlauginni. Að því loknu fór fram reiptog milli starfsstúlkna sjúkrahússins hér og starfsstúlkna í hraðfrystistöð Kaldbaks. Var togast á yfir sund- laugina og varð endirinn sá að starfsstúlkur hraðfrystistöðvar- innar féllu í laugina. VERDLAUNAAFHENDINC >á fór fram afhending sund- verðlauna og afhenti þau Ágúst Pétursson. Einnig fór þá fram um leið afhending taflverðlauna, Tafl félagsins, og afhenti þau Þor- valdur Thoroddsen. Þau hlaut Jenni Ólason, fyrir vinning í taflmóti félagsins í vor. — Um kvöldið var dansað í Skjaldborg og voru góðar veitingar. —Karl. B & K til U.5.A.? BONN í gaer —- Á meðan dr. Adenauer kanslari V.-I»ýzkalands dvaldi í Wasliinglon fyrir skömmu var honum skýrt frá l»yí að því er heyrst hefur, að Bandaríkja- stjórn ráðgerði að bjóða Bulganin og Krúsjeff til Bandaríkjanna í haust, eða áður en kosningarnar fara fram í nóvemher. Stúdentar fra M. A. 1956 lentar voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní s.l. Er myndin hér að ofau nu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.