Morgunblaðið - 31.07.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.07.1956, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 31. júlí 1956 MORGVNB7/ÁÐU 9 Réttoro uð I' SLENZKA Ríkisútvarpiö hefur nú starfað um aldarfjórðungs skeið. Hefur það oft orðið fyrir mikilli gagnrýni, sem í rauninni má segja að stafi af vinsældum þess. Hina ómissandi útvarps- dagskrá vilja ailir hafa sem full- komnasta, en skoðanir um hvað sé fullkomið í þessum efnum eru æði skiptar. Ef litið er almennt og með sanngirni á starfsemi út- varpsins, munu flestir sammála um, að það standi sig yfirleitt vel, og að það hafi með höndum mjög mikilvægt menningarhlut- verk. Eir á því sviði er. útvarpið oft gagnrýnt mest. Ýmsum, eink- um ungu fólki, þykir sem nokkuð af erindunum (þó fróðleg séu) og sígildu tónlistinni mætti víkja fyrir léttara hjali og dægurlög- um. Það, sem háir íslenzka útvarp- inu meir en nokkuð annað, er hið afar ófullkomna húsnæði þess, en það hefur ekki fengið leyfi til þess að reisa sitt eigið hús, þótt það hafi tilbúnar teikningar, lóð og nokkurt fé til framkvæmda. Annars hlýtur féleysi að standa útvarpi svo lítillar þjóðar fyrir þrifum, og ef hægt væri að verja meira, helzt mun meira, fé til dagskrárinnar, yrði því gert kleiít að verða enn frekar við óskum og þörfum landsmanna. TVÖFÖLD ÚTVARPSDAGSKRÁ Nú er svo komið, að vart mun til sú fjölskylda á landinu, sem ekki hefur útvarpsviðtæki, og sumar reyndar tvö eða þrjú. Enda munu allt að 50 þúsund við- tæki vera í notkun. Þannig nær útvarpið til allrar þjóðarinnar. Hefur þar takmarki verið náð út af fyrir sig. En þá er að stefna að nýjum. Flestir munu sammála um, að útvarpinu beri að keppa að leng- ingu aðaldagskrárinnar í fram- tíðinni, þannig að hún nái yfir allan daginn og kvöldið. Einnig þurfi að hafa aðra léttari dag- skrá þá tíma á kvöldinu, sem mest er hlustað. Vafalaust munu líða mörg ár áður en öllu þessu verður komið í kring, en fyrr eða síðar hlýtur svo að verða, enda auðvelt að vinna að aukningu út- varpssendinga í áföngum. Vart þarf að rökstyðja nauð- syn þessara breytinga, en benda má á, að útvarp á morgnana og um miðjan daginn myndi vinsælt af mörgum. Þá mætti kenna hús- mæðrum ýmsa hluti og einnig myndu þær þiggja létta tónlist til að auðvelda sér húsverkin. — Svipað er að segja um marga vinnustaði, en það mun æ algeng- ara að leikin sé tónlist nokkurn tíma á degi hverjum á slíkum stöðum; þykir það auka afköstin og gera fólk ánægðara. Búnaðar- þættir virðast einnig eiga heima i dagskránni um miðjan daginn, í öllu falli á veturna, auk annars óskylds efnis. Aftur á móti yrði útvarp á jarðarförum að hverfa að mestu eða öllu leyti. Áhugi er mikill fyrir léttri dag- skrá á kvöldin samhliða aðaldag- skránni. f slíkri dagskrá yrði mjög mikið af léttri tónlist og þyrfti þá oft ekki annað en skemmtilegan kynnir auk hljóm- platna. Einnig alls konar léttara hjal og söguupplestra. Allt á þetta vissulega rétt á sér. Á suma tíma mætti losa aðaldagskrána við flest það, sem mest tekur á taugar þeirra, sem sífellt eru alvarlega hugsandi. Þess ber þó að geta, að ekki mun eins auðvelt að auka hér útvarpsefni og virðast kann við fyrstu sýn, enda nægja peningar ekki einir saman. Má búast við, að létt dagskrá yrði hvað erfið- ust viðfangs. Skemmtikraftar eru af skornum skammti og verða menn að sætta sig við þá staðreynd að brandaraþættir, svo eitthvað sé nefnt, geta ekki verið á hverju kvöldi. En þegar stórar erlendar útvarpsstöðvar geta byggt dagskrár sínar, að veru- bæta útvarpið en hefja sjónvarp ú íslandi Wealdimar MSrisiia»ss&n skriiar usn vandamál útvarps hérlendis legu leyti, upp á hljómplötum og rabbi um þær, þá ætti útvarpið hér að le-yfast að gera það einnig. Ennfremur hefur íslenzka út- varpið mjög lítið notfært sér möguleika, sem eru fólgnir í því að endurtaka dagskrár, slíkt ætti þó að vera mjög auðvelt með notkun segulbandstækja. SJÓNVARPSSENDINGAR Ljóst er að útvarpið á mikið starf framundan á næstu árum og því mun ekki veita af öllu því fé, sem það getur náð í. Þrátt fyrir þessa staðreynd, hafa ýmsir aðilar ekki hikað við að koma með tillögur um sjónvarp á ís- landi, þótt allar líkur bendi til að fjárframlög til þess, myndu koma í veg fyrir aukin fjárfram- iög til útvarpsins. sjónvarpstæki í tíma og ótíma. Má ljóst vera, hve óheppileg þaul seta barna yfir misjöfnum dag- skrám er, borið saman við nám og leiki. Einnig má geta þess, að miklar setur yfir síkvikulum myndum á hinum litla fleti þreytir augu margra, enda vilja myndirnar vera óskýrar nema á stórum og mjög dýrum tækjum. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að láta sér detta í hug hvernig sjónvarp á íslandi myndi verða, ef því yrði komið upp á næstu árum. Dagskráin myndi mjög stutt (sem að vísu er kostur að ýmsu leyti) og ákaflega léleg. Það er engin óþarfa svartsýni að gera ráð fyrir ákaflega lélegri dagskrá. Féleysi sjónvarpsstöðv- arinnar myndi sjá fyrir því. Inn- lent efni hlyti að verða afar tak- ar nágrannarnir hefðu það. Það mun ekki ofmælt, þótt sagt sé, að íslenzka þjóðin hefur ekki ráð á slíku æfintýrum um þessar mund ir, og menning hennar myndi ekkert aukast, þótt látið sé liggja á milli hluta hvort hún myndi minnka, við tilkomu sjónvarps. TÆKNILEGAR FRAMFARIR Telja má líklegt að aðstæður breytist síðar, þjóðinni fer ört fjölgandi og sjónvarpstæknin ört vaxandi. Eftir nokkur ár getur sjónvarp í litum orðið mun ódýr- ara, en venjulegt sjónvarp er nú. íslendingar geta vel beðið eftir þessari nýju tækni í svo sem 20—30 ár. Á meðan ætti að leggja áherzlu á að lengja og bæta út- varpsdagskrána að miklum mun, dráttur yrði á þessum nýju send- ingum. Mörg útvarpsviðtæki, sem flutt eru nú til landsins, munu geta náð þessum útvarpsbyigjum, og smám saman, eftir það sem fólk endurnýjaði viðtæki sin, myndi það njóta hinna nýju sendinga, Þetta mun hækka sjálf viðtækin mjög lítið í verði. Þarna er um nýja tækni að ræða, sem \æri okkur fjárhagslega vel viðráðan- leg og tónlistarunnendum mikils virði, en tónlistaráhugi hefur vaxið afar mikið í landinu á undanförnum árum, og á útvarp- ið verulegan þátt í þvi. Eftir að útvarpið hefði komið upp tveim- ur dagskrám, væri nægjanlegt að aðaldagskráin yrði FM útvarp auk hins venjulega. NEFSKATTUR Eins og áður er rætt um, þá þurfa tekjur útvarpsins að auk- ast að miklum mun. Þar sem allir njóta nú útvarpsins virðist sjálfsagt, að afnotagjaldinu sé breytt í nefskatt, sem innheimt- ur yrði með öðrum gjöldum. — Mætti þannig spara óþarfan skrifstofu- og innheimtukostnað. Og einnig yrði þessi tilhögun rétt látari, því vitað er, að mikið er í landinu af viðtækjum, sem ekki eru skrátt. Móti þessu hafa verið færð þau rök, að útvarpið yrði ósjálfstæðara, ef það þyrfti enn frekar undir ríkissjóð að sækja. Auðvelt ætti að vera að koma því þannig fyrir, að útvarpið fengi afnotagjöldin, sem ríkissjóður innheimti, án minnstu erfiðleika, enda hafa ekki, svo dæmi sé tek- ið, heyrzt kvartanir fráí kirkj- unni, um að hún fengi ekki greið- lega kirkjugjöldin, sem innheimt eru á þennan hátt. Útlitsteikning af nýja útvarpshúsinu. Á þessari miklu öld tækninnar hefur sjónvarp orðið algengt í ýmsum löndum, á það einkum við um Bandaríkin, en einnig mörg Evrópulönd. Aldrei í sögu mannkynsins hefur verið jafn- mikið kapphlaup og nú, á milli þjóða, um að dragast ekki aftur- úr á sviði þæginda og tæknilegra framfara. Má telja líklegt að hug- myndin um sjónvarp á íslandi sé sprottin af lönguninni til þess, að við getum fylgzt með á þessu sviði sem öðrum. Sjálfsagt er, að við kynnum okkur sem bezt nýjungar, sem koma fram er- lendis, svo við getum tekið þær upp, ef ráðlegt þykir. En við verðum alltaf að muna, að við erum lang minnsta sjálfstæða þjóðin í heiminum og höfum því yfir litlu fé að ráða. Og í þessu sérstaka sambandi, sem hér er til umræðu, má minna á, að mjög má deila um kosti þess að hafa sjónvarp. Danir, sem eru þrjátíu sinnum fleiri en íslendingar, treysta sér ekki til að hafa nema stutta sjón- varpsdagskrá, eða aðeins 11 klst. á viku. í Svíþjóð er sjónvarpið enn á tilraunastigi, og í Stokk- hólmi er ekki sjónvarpað nema 1 tíma á dag, sex daga í viku, en þó ekki sumarmánuðina. Bretar hafa langa dagskrá og reyndar aðra, sem byggir á auglýsingum. Mjög fer tvennum sögum af ágæti þeirra þar í landi. í Banda- rikjunum er víðast hægt að ná í margar dagskrár samtímis. Oft má sjá þar í sjónvarpi ýmislegt gott, en margt er þar mjög lé- legt. Þó hafa flestar bandarískar sjónvarpsstöðvar yfir miklu fé að ráða vegna auglýsinganna, sem á hinn bóginn eru flestum hvim- leiðar. LÉLEG DAGSKRÁ Sjónvarp hefur þann mikla ó- kost, borið saman við útvarp, að ekkert er hægt að gera meðan horft er á það. Mun sjónvarp því draga úr lestri og tómstunda- vinnu fólks og glepja fyrir börn- um, enda hefur reynslan sýnt, að þau hafa löngun tll að sitja við markað. Hægt yrði að sjónvarpa lokasýningum á leikritum í Þjóð- leikhúsinu og nokkrum öðrum skemmtunun^, en slíkt yrði aug- ljóslega af skornum skammti. — Ekki myndu líða nema fáar vik- ur, þangað til allir voru orðnir leiðir á að sjá þulina lesa fréttir eða veðurfregnir, og flestir hafa séð helztu söngvara okkar, svo lítið nýnæmi væri að sjá þá í sjónvarpi. Eitthvað fleira mætti tína til, en síðan yrði ekki um annað að ræða en erlendar kvik- myndir. Það væri fráleitt að byggja sjónvarpsdagskrá upp af lélcgum kvikmyndum, en betri myndir myndi stöðin vart nokkru sinni hafa efni á að leigja, í öllu falli ekki í fyrirsjáanlegri fram- tíð, Yfirleitt sýnir reynsla ann- arra þjóða, að góðar sjónvarps- dagskrár eru svo dýrar, að vafa- samt má telja, að þeir sem vilja koma upp sjónvarpi hér, hafi kynnt sér þá hlið málsins til hlit- ar. — SAMKEPFNI VIÐ NÁGRANNANA Þrátt fyrir hina ömurlegu mynd, sem hér hefur verið dregin upp af hugsanlegu sjónvarpi á íslandi, þá er ekki að efa, að fólk myndi flykkjast til að kaupa sjón varpsviðtæki. Fáir vilja vera eftirbátar nágrannanna, og ís- lenzku þjóðinni er flest annað betur gefið en sparsemi, sem að visu er að nokkru leyti afleiðing hinnar stöðugu verðbólgu. — Nú eru sjónvarpsviðtæki dýr, þau sem góð eru kosta alltaf helm- ingi meira en góð útvarpstæki. Og mörgum sendistöðvum þyrfti að koma upp, því að þótt ein sterk myndi nægja þéttbýlinu í suð-vestur horni landsins, þá yrði fljótlega að bæta úr óánægju hinna sjónvarpslausu annars stað ar. Enda væri hlálegt, ef þessi vafasama blessun yrði til að auka flóttann úr sveitunum! En því þá að auka á þarfir fólksins eins og á stendur? Vart er að efa, að það myndi talið til þarfa að hafa sjónvarpstæki þeg- fyrr en því er lokið höfum við ekki ráð á að hafa sjónvarp, og er lítil ástæða til að gráta þá staðreynd. Nokkur áhugi mun vera fyrir því, bæði vestan hafs og austan, að koma á sjónvarpssendingum yfir Atlantshafið. En slíkt er miklum erfiðleikum bundið, þar sem sjónvarpsbylgjur lúta öðrum lögmálum en útvarpsbylgjur. — Þrátt fyrir tæknilegar framfarir mun varla búist við, að nokkru sinni muni reynast unnt að sjón- varpa án endurvarpsstöðva yfir hafið. (Þó mun í athugun aö sjónvarpa eitthvað í gegnum símastreng, sem verið er að leggja yfir Atlantshaf, en það mun ýmsum annmörkum háð). En með slíkum stöðvum, á ís- landi og víðar, ætti að vera hægt að leysa þennan vanda, enda hef- ur oft verið minnzt á ísland í þessu sambandi. Ef einhvern tíma yrði úr þessum framkvæmd um, myndu íslendingar eðlilega ekki standa í vegi fyrir þeim. Myndi þá aðstaða og þar með af- staða íslendinga til sjónvarps- sendinga breytast, enda yrði þá völ á fjölbreyttu, og væntanlega ódýru sjónvarpsefni. FM ÚTVARP í sambandi við endurbætur á útvarpinu, má minna á nýja tækni, sem héfur orðið algeng víða um lönd eftir stríðið, en það er hið svonefnda FM útvarp (ís- lenzkt orð vantar enn sem komið er yfir þetta hugtak). Þykir það gefa mun betri hljóm en venju- legt útvarp, og er einkum mikils metið af tónlistarunnendum. Um þessar nýju útvarpssendingar (ultra-stuttbylgjur) gilda svipuð lögmál og sjónvarpssendingar. — Fyrir allt ísland þyrfti margar endurvarpsstöðvar, en ein myndi nægja þéttbýlinu í suð-vestur horni landsins. Slík stöð myndi ekki kosta mikið og væri hægt að koma upp aðeins einni fyrst í stað, þar sem hagnaðurinn af að hafa FM útvarp er ekki það mik- ill, að óánægju þyrfti að valda annars staðar á landinu, þótt AUGLÝSINGAÚTVARP í sambandi við létta dagskrá á kvöldin, væri athugandi hvort ekki mætti reka hana sem aug- lýsingarútvarp, þannig að útvarp að yrði 2—3 auglýsingum á svo sem 15 mínútna fresti. — Myndi slík tilhögun eiga sér fjölmarga formælendur, ef velja ætti á milli hennar og þess, að hafa léttu lagskrána alls ekki, enua eru fs- lendingar ekki óvanir útvarps- auglýsingum, þótt með nokkru öðru sniði séu. Aðaldagskráin myndi hafa auglýsingar á svip- aðan hátt og nú, og þá einkum margvíslegar tilkynningar. Milli dagskrárliða er hægt að hafa sér- staklega valdar verzlunarauglýs- ingar. Ættu þær lítið að þurfa að ■pilla hinni svokölluðu „léttu dagskrá". En öll aðstaða útvarpsins verð- ur erfið þangað til því hefur tek- izt að koma upp þeim bygging- um, sem áætlanir hafa verið gerð ar um, og aukin starfssiri krefst aukinna útgjalda. Ein fjáröxlunar leið er þess virði að hún sé athug- uð, en það er hvort setja mætti á stofn auglýsingaútvarp fyrir Bretlandseyj ar. Vegna þeirrar reglu brezka útvarpsins að taka engar auglýsingar, er útvarpið „Radio Luxemburg" stórgróða- fyrirtæki. Að vísu er sjónvarps- dagskrá í Bretlandi, sem rekin er með auglýsingum, en þær aug- lýsingar eru svo dýrar, að lítil samkeppni yrði milli þeirra og útvarpsauglýsinga. Vegna allmikils stofnkostnaðar og til frekari tryggingar á góð- um samböndum við auglýsendur, væri sjálfsagt að leggja ekki í framkvæmd sem þessa, íyrr en eitt eða íleiri þekkt brezk aug- lsingafyrirtæki hefðu lagt fram fé til starfseminnar, og þar með sannað, að þau hefðu trú á, að hugmyndin i íramkvæmd gæti orðið arðvænleg. Betri tryggingu en þá, að slík fyrivtæki vildu taka þátt í áhættunni, væri ekki hægt að fá. Þar sem um hugsan- legan tekjustofn fyrir útvarpið er að ræða, ætti að vcra rétt að fá úr þvi skorið hvort þetta gæti orðið að verulcika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.