Morgunblaðið - 31.07.1956, Side 10

Morgunblaðið - 31.07.1956, Side 10
10 M O R C V N n L A f> / Ð f>rið,iudagur 31. júlí 1956 \ tryggir yður úrvals kaffi Kaffibrennsla ©. JOHNSON & KAABER HF. Urvalið sýndi góðan leik, en Lokomótíf vann 5:2 LEIKURINN á laugardaginn milli Lokomótíf og úrvalsliðs af Suo-Vesturlandi var tvímælalaust skemmtilegasti leilcur þeirra þriggja er Rússarnir léku hér. Rússarnir voru að sjálfsögðu sterkara liðið, en úrvalið kom að mörgu leyti á óvart með ágætri frammistöðu sinni og virkum og skipu- legum leik, og er þá að sjálfsögðu miðað við fyrri úrvals- leiki sumarsins. Úrval af Suð-Vesturlandi er ekki annað en .,dulnefni“ á landsliðinu, enda valdi landsliðsnefnd liðið og ber að skoða þennan leik sem nokkurskonar „generalprufu" fyrir lands- leikinn við Englendinga 7. ágúst. Níu Akurnesingar og tveir Reykvíkingar skipuðu liðið, sem sýndi bezta og skipuleg- asta leik úrvalsliðs á sumrinu og þó lengra væri leitað aft- ur í tímann. Er sannarlega ástæða að óska landsliðsnefnd- inni til hamingju með þessa vel heppnuðu tilraun. Aldrei hefir áður komið íyrir, að 9 leikmenn úr einu og sama liðinu hafi fundið náð fyrir augum landsliðsnefndar, þar sem reynt hefir verið hingað til að velja þá „11 beztu“ og reyna síð- an á skömmum tíma — stundum mjög skömmum tíma — að steypa úr þeim samstæða heild. Nú er farin önnur leið. 80% úrvalsliðsins er sótt til eins félags — toppliðsins í knattspymunni í dag — og árangur- inn þessarar liðsheildar er mun betri en hinna „11 beztu“. Landsl iðsnefndin fer þama inn á leið, sem aðrar þjóðir hafa reynt töluvert, m. a. Rússar og Ungverjar, með góðum árangri. Til gamans má geta þess, að Rússar hafa nýlega val- ið úr 22 leikmenn til æfinga fyrir Olympíuleikina í Mel- bourne og eru meðal þeirra útvöldu allt kapplið félagsins Spartak í Moskvu, sem nú er eíst í deildakeppninni. í>að er full ástæða til að samgleðjast nefndinni með þessa vel heppnuðu tilraun — og hrósa henni svolítið um leið. —• Hún hefir ekki fengið mikið af lofi undanfarið, en verður víst ekki í neinum vandræðum með landsliðið 7. ágúst. Ur vitaspyrnu skoruðu Rússar eitt marka sinna. Helgi lét blekkjast af tilburðum þess er spyrnti og kastaði sér í rangt liorn. LEIKURINN Rússarnir völdu að leika á syðra markið undan strekkings golu. Samt var það úrvalið, sem fékk fyrsta hættulega marktæki- færið í leiknum þegar á 5. mín. er leikurinn barst upp eftir vinstri kantinn. Þar lék Þórður Jónsson á Tsérnikoff bakvörð og komst einn og óhindraður inn- fyrir og í „dauðafæri", sem hann misnotaði herfilega og skaut framhj á. Bæði liðin léku stutt og vel saman og voru okkar menn Rúss- unum hvað eftir annað skeinu- hættir. Vöm úrValsins lék alveg frammi á vítateigslínu, sem gerði það að verkum, að Rúss- arnir urðu að skjóta af lengra færi og áttu á hættu að verða rangstæðir, ef þeir geystust hratt upp. Þeir gættu sín á rangstöð- unni, en notuðu langskotin, sem Helgi fangaði mörg vel og örugg- lega. Allt hjálþaðist að til að gera leik úrvalsins áferðarfallegan og skemmtilegan. Hliðarframverðirn ir uðjón og Jón Leósson studdu vöm og sókn dyggilega. Innherj- arnir báðir, Ríkharður og Helgi létu heldur ekki sitt eftir liggja. Sérstaklega var Ríkharður virk- ur og duglegur. Hann var alltaf kominn þar sem með þurfti og var aðal driffjöður liðsins. Átti hann nú sinn langbezta leik í sumar. Á 18. mínútu kemur fyrsta mark leiksins, er snillingurinn Búbúkin undirbýr frá vinstri væng og sendir Sokoloíf inn á miðjan vítateig. Sokoloff varð að teygja sig eftir knettinum, en náði að spyma viðstöðulaust rajög fastri spymu í vinstra horn syðra marksins, sem Helgi átti enga möguleika á að ná til. Mín- útu síðar hefir knötturinn enn borizt inn fyrir vítateig úrvals- ins og er þar nokkur þvaga til hægri við markið. Jón Leósson fólmaði þar til knattarins, að því er virtist algjörlega að óþörfu með þeim afleiðingum, að víta- spyrna var dæmd á úrvalið. — Vinstri innherji Vorcshilof fram- kvæmdi og hljóp þannig að knett inum, eins og hann ætlaði hon- um í vinstra horn marksins, en skaut til hægri við Helga, sem lét blekkjast af tilburðum inn- berjans, og var 2. mark Rússanna orðið að veruleika. Á 26. mínútu skapar Ríkharð- ur Þórði bróður sínum prýðis- færi á mark, en Þórður hafði lítinn tíma til að átta sig, var auk þess í erfiðri stöðu og spyrnti enn framhjá marki. Rússarnir voru ófeimnir að skjóta á mark sem fyrri daginn og dundu skot- in á markið af löngu færi, en mörg voru þau yfir og fram- hjá. Á 38. mínútu fara Rússarn- ir upp hægri kantinn og berst knötturinn inn að vítateig, þar er hann gefinn til baka til Tsérnikoffs bakvarðar, sem send- ir knöttinn með hárri fastri og fallegri spyrnu af yfir 20 metra færi í hægra horn marksins. Úrvalið tekur nú miðju i þriðja sinn og er leikið upp hægri vænginn. Þórður, Ríkharð- ur og Halldór leika þar fallega upp og á vítateig er RíhaTði sendur knötturinn. Hann leikur á rússneska framvörðinn og af sínum alkunna flýti brýst hann áfram eftir vítateigslinunni og fyrir miðju marki spyrnir hann föstum knetti með vinstri fæti, fallegri hárri spyrnu, sem rúss- neski markvörðurinn réði ekki við og varð að sækja inn í mark- ið. Úrvalið átti sannarlega skilið þetta mark og raunverulega hefði 3—2 verið hin réttaláta staða eft- ir fyrri hálfleikinn. © SÍÐARI HÁLFLEIKUR í síðari hálfleik hafði úrval- ið vindinn með sér, en náði samt aldrei jafngóðum og fallegum upphlaupum og í fyrri hálfleikn- um. Vindurinn háði raunar báð- um liðunum allan leikinn, þann- ig að hvorug liðin fengu hamið knöttinn sem þau vildu, hvort sem undan eða á móti var leik- ið. — Rússarnir voru heldur ágeng- ari og sóttu fast á, en vörnin stóð sig vel og skot Rússanna voru mörg ónákvæm og framhjá markinu. Á 61. mínútu á úrvalið skemmtilegt upphlaup upp vinstri væng. Ríkharður fær knöttinn við vítateig, leikur hon- um áfram að markinu og m. a. á bakvörð Rússanna og var nú í opnu færi, en rússneski mark- vörðurinn, sá hvað verða vildi og flutti sig til í markinu, hár- rétt miðað við, að Ríkharði tæk- ist að leika á bakvörðinn og fá skotfæri. Hið fasta skot Ríkharð- ar af stuttu færi varði hann með #— í DAG eru þeir væntan- legir heim, frjálsíþrótta- mennirnir úr landskeppnis- ferð sinni tll Danmerkur og Ilollands. Sú fcrð þeirra var írækileg og verður lengi minnzt, annars vegar fyrir sig urinn yfir Dönum og hins heppni á síðustu stundu og var það fyrst og fremst staðsetning- unni að þakka. Á 70. mínútu spyrnir Helgi markvörður knettinum fram á miðjuna og inn á vallarhelming Rússanna, Sabelin miðframvörð- ur tekur knöttinn niður og byggst spyma til baka inn á vallarhelming úrvalsins, en Þórð- ur Þórðarson fylgdi fast eftir og kom skot Sabelins í fætur Þórði og hrökk knötturinn af Þórði og áleiðis að rússneska markinu. —• Þórði tókst með sínum mikla f lýti að komast framfyrir Sabelin og brunaði á eftir knettinum, náði honum við vítahring og skaut föstum bolta í markið framhjá úthlaupandi markverðinum. — Sabelin veitti Þórði eftirför, en hraði Þórðar var svo mikill, að Sabelin hafði hvergi við honum. Mikill fögnuður greip áhorfend- ur staðan var nú orðinn 3—2 og úrvalið óspart hvatt til að jafna metin. Rússunum hefir fundizt þessi markamunur helzt til of lítill og hefja nú stórsókn, sem leiðir til marka ú 71.. og 74. mínútu. — Komust vinstri innherjinn og miðframherjinn Sokoloff þá í góð færi inni á vítateig og gótu af stuttu færi sent knöttinn rétta boðleið. © LIDIN Rússarnir fengu nú mestu Framhald á bls. 11. vegar fyrir frækilega baráttu og drengilega í Hollandi, en þar áttu þeir að mæta á sum- um sviðum framkomu, se»>’ ekki er í anda íþróttann;.. Þessi keppni þeirra er öllum í fersku rninni. •— Síðan héldu þeir til Þýzkalands og kepptu þar. Útvarpið flutti þær fréttir í gær (sennilega frá fararstjórn liðsins) að dreng- irnir hefðu unnið í mörgum greinum og athyglisvcrðustu afrekin hefðu verið hlaup Hilmars í 100 m á 10,5 sek., en það er jafnt ísl. metinu. Hitt var afrek Hallgríms í kringlukasti, en hann varpaði 51,42 metra. Bæði eru afrek þessi afbragðsgóð, og þurfa engum að koma á óvart, því báðir eru Hilmar og Hall- grimur áður komnir á afreka- skrá beztu manna Evrópu í ár fyrir spretthlaup og kringlu kast. Ililmar kemur nú heini sem frækilegasti maðurinn í liðinu, að öðrum ólöstuðum. Hann hefur jafnað ísl. metin í 100 og 200 metrum, og hver hefði búizt við því, svo góð sem þau met voru fyrir. Ljósm. IVlbl. Ol. ---------- ... Rússanna við Suð-Vesturland. Hér sést Rikharöur (nr. 8) skora fyrra mark úrvalsie' Hilmar heiur jainoð metin í 100 og 200 m Hallgrímur kasSaSi 51,42 m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.