Morgunblaðið - 12.08.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.08.1956, Blaðsíða 8
MORGV N BL AÐIÐ Sunmidagur 12. ágúst 1958 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfus Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Auglýsingpr og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjald kr. 25,00 á mánuði innanlands. í iausasölu kr. 1,50 eintakið Að dýrka manninn er að spotta manneskjuna í MERKU erindi eftir séra Sig- urbjörn Einarsson prófessor, sem birt er í síðasta félagsbréfi Almenna bókafélagsins, ræðir prófessorinn um ,,gerska“ stjórn- arhætti. Jafnframt ræðir hann ýtarlega hina taumlausu persónu dýrkun kommúnista á 'Stalín. Fyllsta ástæða er til þess að vekja athygli á þessu bráðsnjalla erindi, sem vel færi á, að hver einasti íslendingur læsi og hug- leiddi. Séra Sigurbjörn Einarsson vek- ur athygli á nokkrum ummælum kommúnista um Stalín áður en um aðeins fyririitlegur og ósjálf- stæður múgur, sem á að skríða í duftinu fyrir einræðisherrun- Hinir meðseku En nú hafa kommúnistar gefið merki um það, segir séra Sigur- björn, að dýrkun Stalíns skuli lokið. Þar með er veröldin einu föllnu falsgoði ríkari. En ýmsar spurningar vakna í þessu sam- bandi: Hvaða menn eru þetta, sem hafa afhjúpað lýgi Stalín- dýrkunarinnar, nú að þremur honum var steypt af stalli. M. a. I árum liðnum írá dauða hans? rekur hann eftirfarandi ummæli | Hafa þeir ekki allir eins og vafn sem birt eru í ævisögu hans er Marx-Engels-Lenin stofnunin hefur gefið út: „Á mörgum tungumálum yrkja þjóðir Ráðstjórnarríkjanna ijóð um Stalín. Þessi ljóð eru skugg- sjá þeirrar djúpu ástar og tak- markalausu elsku, sem þjóðir Ráðstjórnarrikjanna bera í brjósti til síns mikla foringja, fræðara og vinar. í skáldskap þjóðarinnar rennur nafn Stalins saman við nafn Lenins: „Við göngum með Stalin eins og með Lenin, tölum við Stalín eins og við Lenin, hann þekltir allar okkar smæstu hugarhræringar, allt sitt iíf er hann að hugsa um okkur“ — þannig er að orði kom- ist í einu hinna dásamlegu rúss- nesku þjóðkvæða. Öllu voru starfi og allri vorri baráttu stjórn ar mesti maður nútímans .... Jósep Vissarimovitsj Stalin. Hinn vinnandi lýður lands vors og alls heimsins á eina sameiginlega hugsun, eina ósk, sem kemur frá djúpi hjart-ans: Að vor mikli, elskaði Stalin megi lifa og starfa í mörg ár.“ „Nú heitir það persónudýrkun‘ ‘ Eftir þessa tilvitnun í ástaróð kommúnista til Stalins, kemst séra Sigurbjörn Einarsson að, orði á þessa leið: „Nú heitir þetta persónu- dýrkun. Manndýrkun hefur alltaf verið einn af skuggum kommúnismans, og hvað skulu þeir dýrka, sem ekkert viðurkenna æðra en manninn? En að dýrka manninn er í rauninni að spotta manneskj- una, og það kemur alltaf fram, dylst aldrei til lengdar, mann- dýrkun er ævinlega annað þorð mannfyrirlitningar, þó að það birtist ekki að jafnaði eins bert og í ummælum manndýrkandans Nietsches um drottinmennin, Iýðurinn er ekki annað en mykja til þess að fita þau, að öðru leyti má djöfullinn og statisíikin hafa lýðinn“. í þessum ummælum er upp- haf og eðli persónudýrkunarinn- ar krufið til mergjar. Og niður- staða hennar fer ekkert á milli mála. Manndýrkunin er ævin- lega annað borð mannfyrirlitn- ingar, segir séra Sigurbjörn. Og hafa ekki kommúnistar einmitt sýnt það greinilega, að þeir meta einstaklinginn einskis, að þeir byggja stefnu sína og baráttu á því, að setja einstök Skurðgoð á stalla og íalla fram og tilbiðja þau? Fjöldinn, hin nafnlausa fylking fólksins er í þeirra aug- ingssprotar vafið sig upp hinn sterka stofn þessarar persónu og hlotið allan sinn frama af hans náð? „Allt, sem þeir játa á Stalín, þeir Malenkoff, Krustjoff, Bulganin, Mikojan, Vorosji- loff, það játa þeir á sjálfa sig, og sér í lagi eru þeir sekir um nýjustu höfuðsyndina, persónudýrkun. En það kát- grátlega í þessu er það, að þeir prettast einmitt um að játa eigin sakir og skella öll- um skuldum á Stalin dauðan." Persónudýrkunin heldur áfram Ummæli séra Sigurbjarnar Ein arssonar í þessu merka erindi verða ekki rakin hér frekar að sinni. En ástæða er til þess að spyrja: Hafa kommúnistar látið af persónudýrkun einræðisherra sinna enda þótt þeir hafi fellt Stalin af stalli og lýsi honum nú sem glæpamanni og blóðhundi? Nei, ekkert bendir til þess, að um slík varanleg sinnaskipti sé að ræða. Kommúnistar halda áfram að falla fram og tilbiðja þá Marx og Lenin. Það er lengra síðan þeir hurfu úr þessum heimi en Stalin. Þess vegna er óhætt að halda þeim áfram í tölu hjáguða. En kjarni málsins er þó sá, að með úthrópan Stalíns sem glæpa- manns og harðstjóra, hefur hið kommúníska skipulag í raun og veru hrunið til grunna. Komm- únistar hafa viðurkennt það sjálfir og lýst því yfir fyrir öll- um heiminum, að hin fyrsta „ráðstjórn" hafi verið ógnar- stjórn sem byggðist á skelfilegri kúgun, réttarglæpum og rangs- leitni. Þetta höfðu aðrir að vísu séð og sagt löngu fyrr. Nú loks hafa kommúnistar játað það sjálfir. En væri þeim ekki sæmst að lýsa jafnframt yfir allsherjarskipbroti hins komm úníska skipulags og hinna úr- eltu og rykföllnu fræðikenn- inga þeirra Marx og Lenins? UTAN UR HEIMI J i uikmuncli mni myn 45 ^incjcirncir íieilci tel? \dt tóh ur a U tri&i& tuo iXhorfendur að kvik- myndinni „Húsbóndinn" (The Boss), sem innan skamms kem- ur á markaðinn, munu horfa á atriði þar sem þrír menn eru drepnir með vélbyssum — fórn- ardýrin þrjú eru handjárnuð sam- an og velt hverjum um annan þveran niður langan marmara- stiga og hafna á götunni. Atriðið tekur 45 sek. í kvikmyndinni, en það tók tvo heila daga að æfa það. „Höfuðvandamálið var að vera í réttum stellingum í upp- hafi. Þegar það væri fengið, myndi áhrifaþungi atriðsins koma af sjálfu sér,“ sagði Paul Stader, staðgengillinn, sem skipulagði atriðið. lík atriði í kvikmynd- um eru leyst af hendi af sérstök- um staðgenglum kvikmynda- leikararma. Stader og tveir aðrir staðgenglar, Saul Gorss og Har- clc ClCfCL myndin „The Perils Pauline" og gamanmyndir Mack Sennetts voru á döfinni, var litið á stað- genglana í hættulegustu atriðun- um sem fífldjarfa menn, sem hefðu jafnvel tilhneigingu til að fyrirfara sér. Þeir mynduðu með sér samtök, er þeir nefndu Sjálfs- morðsklúbbinn, og oft sóttu þeir hugrekki til flöskunnar. Meðlimir klúbbsins voru 75 í upphafi 1915, en árið 1935 var aðeins einn eftir — hinir höfðu farizt í slysum við starf sitt. Nú er meiri von fyrir staðgenglana að halda lífi. Víliff Lyons, 55 ára að aldri, er sá, sem gerði starf stað- genglanna að nákvæmnisverki. „Staðgenglar nútímans geta gert hvað sem er, þeir geta það full- komlega án þess að áhættan sé mikil. Og ekki nóg með það, þeir geta einnig leikið,“ segir Lyons. Allir staðgenglar eru nú félagar í stéttarsamtökum. kvikmynda- myndavélina til að fallið verði sem áhrifaríkast, fær hann 100 dollara. Fyrir að láta hestinn ausa og detta af honum, fær hann 200 dollara. Detti hann af baki, en festi fótinn í ístaðinu og drag- ist með hestinum íær hann 300 til 500 dollara eftir því hvað hann dregst langt. Önnur hættulegri atriði gefa enn meira í aðra hönd. Slagsmál með stólum og viskí- flöskum geta lcostað kvikmynda- framleiðandann 400 dollara á dag fyrir hvérn staðgengil. Ef stað- gengill stingur sér til sunds af 90 feta háum kletti, fær hann 1000 dollara. JL yons fékk sjálfur ein hæstu laun, sem staðgengli hafa verið greidd fyrir eitt atriði, en það var, þegar hann var stað- gengill fyrir bæði Tyrone Power og Henry Fonda í „Jesse James". Lyons hleypti hesti tvisvar fram af 75 feta háum kletti út í Missourivatnið. Hann fékk, 2,350 dollara þann daginn. Þó mun enginn hafa gert betur en Paul Mantz. Hann þurfti að nauðlenda B-17 sem staðgengill Gregory Pecks í „Twelve O’clock High.“ Enginn hefur fyrr eða síðar flog- ið einn í B-17, sem venjulega hefur níu manna áhöfn. Mantz lét flugvélina lenda á maganum, skreið út úr henni ómeiddur og fékk 6.000 dollara í aðra hönd. k3 ú var tíðin, að trygg- ingafélög vildu ekki líftryggja staðgengla, en þau hafa nú breytt afstöðu sinni í þeim efnum. Að- W Úr kvikmyndinni „Húsbóndinn' vey Parry, eyddu klukkustund eftir klukkustund við að æfa fall- ið og við að ákveða, hvaða Hk- amshlutar tækju við högginu á hverju þrepi. Því næst komu þeir fyrir smápúðum á mjöðmum, hnjám og olnbogum, og nú tók hraðinn í æfingunum að aukast. Er kvikmynda átti atriðið vildi svo illa til, að handjárnin hrukku sundur á leiðinni niður stigann. Reynt var í annað skipti, og allt tókst vel. Hver staðgenglanna þriggja stungu 500 dollurum í vasann, að viðbættum 200 dollur- um fyrir að verða að endurtaka atriðið fyrir framan kvikmynda- vélina, og héldu síðan heim. ö, 11 sambærileg atriði í nútíma kvikmyndum eru gerð af nákvæmum fagmönnum, sem taka starf sitt hátíðlega. Það var ekki svo fyrr á tímum. Þegar kvik Staðgenglarnir fá nokkuð fyrir fyrir bylturnar. leikara. Þegar staðgengill tekur | að sér að hlaupa í skarðið í hættu legu atriði, fær hann 80 dollara, áður en hann hefir aðhafst nokk- uð. Því næst semur hann við kvikmyndaframleiðandann um sérstakt gjald fyrir sjálft atrið- ið, sem er mismunandi, eftir því hversu mikilvægt og áhættusamt vérk hans er. 300 beztu staðgengl- arnir í Hollywood vinna sér inn að meðaltali um 30 þús. dollara á ári. K vikmyndirnar úr „villta vestrinu” veita stað- genglunum mesta atvinnu og gefa að jafnaði einnig mest í aðra hönd. Ef staðgengillinn þeysir á hesti niður brekku, skotið er á hann og hann stekkur af baki og kemur niður standandi, fær hann 50 dollara. Ef hann verður að steypast af baki rétt við kvik- Vélin ,,magalenti“ — allir björguðust KAUPMANNAHOFN: — Það er ekki . oft sem farþegaflugvélar þurfa að magalenda, eins og sagt er. Ja, sem betur fer má víst áreiðanlega bæta við, því að það er ekkert grín að lenda í slíku. Þetta kom þó fyrir nú í fyrra- dag við Kírúna í Svíþjóð. Ein af farþegaflugvéium skandíoaviska flugfélagsins SAS, Grim Viking, var að lenda á Kalifors-flugvell- inum við Kiruna, þegar hjólaút- búnaðurinn bilaði skyndilega með þeim afleiðingum að vélin lenti á „maganum". Hreyflarnir stórskemmdust auðvitað, en áhöfn vélarinnar og farþegar, 8 að tölu, sluppu heilir á húfi. Fengu þeir ekki einu sinni smá- skrámu, og mun óhætt að segja að það sé vel sloppið. Vélin skemmdist aftur á móti talsvert mikið og er nú unnið að viðgerð á henni. Er talið líklegt, að hún verði orðin flugfær aftur eftir nokkrar vikur. snúð sinn — 700 dollara hver eins ein kona er viðurkenndur staðgengill í stéttarsamtökum kvikmyndaleikara. Helen Thru- ston, lagleg og ljóshærð, og var upp á sitt bezta á sældardögum Macks Sennetts. Hún var stað- gengill Marlene Dietrich í hinu fræga atriði í kránni í kvik- myndinni „Destry Rides Again“, fyrir Marilyn Monroe í „River of No Return" og fyrir Eleanor Parker, er söguhetjan varpaði sér frá þriðju hæð til að binda endi á líf sitt í kvikmyndinni „The Man With the Golden Arm.“ rr „Meðan sólin skín á Akureyri AICUREYRI, 10 ágúst: — Sumar leikhúsið „Iðnó“ frá Reykjavík sýndi hér í gærkvöldi sjónleikinn „Meðan sólin skín“ og voru und- irtektir áhorfenda mjög góðar. Leikendur og leikstjórinn, Gísli Halldórsson, voru ákaft hylltir í leikslok. Leikflokkurinn hefir að minnsta kosti tvær sýningar hér enn og eru aðgöngumiðar þegar nær upp seldir að þeim báðum. Það er alltaf vel þegið, og vek- ur verðskuldaða athygli hér þeg- ar leikflokkar sækja oklcur heim, einkum á þessum tíma árs, þegar skemmtanalíf er fáskrúðugt í bænum. —H.Vald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.