Morgunblaðið - 14.08.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.1956, Blaðsíða 6
6 MORGUNBL.4Ð1Ð ÍH'iðjudagur 14. ágúst 1955 Færeyjatlðindi Ðisney feknr anyndir — ínn og útfiufnirigur — 3-ögþíngið kemur sanran — F|ári«agur og síidveiðar VÍGÐUR hefur verið i Færeyj- um minnisvarði um drukkn- aða sjómenn í síðari heimsstyrj- öldinni. Á hann eru skráð nöfn 211 sjómanna er fórust og einnig er á honum koparskjöldur þar sem segir að færeyska þjóðin hafi reist varðann til minningar um þá sem fómst í sjónum stríðsárin 1939—45. Minnisvarðinn er stand- mynd gerð af norska myndhöggv aranum Káre Orud. J. Joensen prófastur í Þórshöfn vígði minnisvarðann, en J. P. Henriksen forseti bæjarstjórnar flutti ávarp fyrir hönd söfnun- arnefndar. Fjársöfnun gekk vel. Komu inn 113 þúsund d.kr. með almennum fjárframlögum. Mikill mannfjöldi var saman kominn við vígsluna. Hornorkestri Tórs- havnar lék við athöfnina. WALT DISNEY TEKUR KVIKMYNDIR í FÆREYJUM Til Færéyja komu í s.l. mánuði tveir kvikmyndatökumenn frá Nordisk Fiim Junior. Voru þeir á vegum Walt Disney kvikmynda tökufélagsins og ætluðu að taka myndir af fuglaveiðum í Fær- eyjum, bjargsigi o. fl. Ætlunin er að nota þessar kvikmyndir bæði í sjónvarpi í Bandaríkjunum og í kvikmyndir. En félag Disneys er heimsfrægt fyrir kvikmyndir af dýralífi. INNFLUTNINGUR OG ÚTFUUTNINGUR STANDAST Á Birtar hafa verið endanlegar verzlunarskýrslur Færeyja fvrir síðasta ár. Kemur þá í ljós, að innflutningur og útflutningur standast á og eru 77,7 milljónir danskra króna. Viðskiptajöfnuð- urinn varð þó óhagstæðari en ár- RáBherrar og almúgi Nýii* aígreiðsluliættir á Reykjavíkur- flusívelli KRATAFORYSTAN íslenzka virðist hafa fengið einhvers konar utanfararæði eftir að þeir fóru í stjórn með kommúnistum og allar leiðir þeirra liggja til Norðurlanda. Allar eiga þessar ferðir að vera með leynd, en ein- hvern veginn komast blaðamenn á Norðurlöndum á snoðir um þær og birta frásagnir af þeim og stundum endar það í viðtölum. Þegar íslenzku blöðin segja frá þessum undarlegu ferðalögum, þá verður Alþýðublaðið miður sín og segir að mennirnir séu í „einka erindum“, og það sé illa gert að vera að ónáða þá með blaðaskrif- um hér heima. En það var nú ekki þetta sér- staka fyrirbæri, sem kom mér til að skrifa þessar línur, enda hefi ég aldrei skipt mér af stórpóli- tíkinni. Tilefnið var dálítið ann- að, en þó skylt. Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI Sl. laugardagskvöld var ég vegna atvinnu minnar staddur niður á Reykjavíkurflugvelli, í þann mund að flugvél Loftleiða var að fara til Norðurlanda. Enda þótt flugið sé nú orðið daglegt brauð og ætti ekki að vekja for- vitni nokkurs manns, er því þann ið varið með mig, að ég hefi allt af garnan að fylgjast með flug- vélum, þegar þær koma og fara, og sem betur fer hefi ég átt þess kost um nokkuð mörg undanfar- in ár, cinmitt hér á Reykjavikur fiugvelli. Þennan laugardagsmorgun voru allmargir farþegar í biðskýli Loftleiða og biðu eftir að komast í gegnum vegabréfaskoðun út 1 flugvélina. Kl. 10,30 átti vélin að fara, og eins og venja er, áttu farþegar að vera komnir um 1 klukkustund fyrr á völlinn. Svo kemur að brottferðartíma og ekkert gerist, en rétt í þann mund skeður það, sem gaf mér tileínið til að skrifa þessa stuttu blaðagrein. Bíll kemur þjótandi að flug- skálanum og út úr honum koma menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason og frú. Fulltrúinn frá ílugfélaginu tekur á móti þeim. Rétt um þetta leyti var farþeg- unum tilkynnt að vegabréfaskoð- un færi nú fram og menn stilla sér í röð, svo sem venja er. Nú hefi ég æði oft séð ráðherra fara og koma með flugvélum hér og aldrei orðið þess var, að með þá væri farið á annan hátt en aðra farþega. Þeir hafa farið í gegnum toll- og vegabréfaskoöun eins og annað fólk í röðinni og beðið eftir að röðin kæmi að þeim. Á sama hátt hafa þeir farið í flugvélarn- ar og úr þeim. NÝR HÁTTUR En það sem vakti athygli mína að þessu sinni var, að nú var upp tekinn alveg nýr þáttur og hefur hann væntanlega verið innleidd- ur með tilkomu, „fyrstu stjórn- ar hinna vinnandi stétta“ á ís- landi. í stað þess að ráðherrann tæki sér stöðu í röð farþeganna, fylgdi fulltrúi flugfélagsins honum inn í bakherbergi í flugskálanum. — Þar beið hann svo á meðan fólkið fékk stimpluð sín vegabréf eftirj að hafa staðið góða stund í bið- röðum. M. a. tók ég eftir því, að hjón með hvítvoðung í körfu urðu að standa og halda á körf- unni á meðan, það kom enginn fulltrúi frá flugfélaginu til að hjálpa þeim! Embættismaðurinn sem stimplaði vegabréfin var svo kallaður á fund ráðherra til að framkvæma vegabréfsskoðunina 1 bakherberginu. Að lokum var svo allt ferðbúið. En ekki var farþegunum hleypt út úr skálanum fyrr en fulltrúi flugfélagsins hafði fylgt ráðherr- anum, úr bakherberginu, út í flug vélina, svo hann gengi örugg- lega og í friði að velja- sér sæti áður en hinir almennu farþegar kæmu. Þannig gerast tímamót við hin ólíklegustu tækifæriog án þess að litið beri á. Að sjálfsögðu er þetía harla ómerkilegt atvik út af fyrir sig, en ekki þótti mér rétt að láta það gleymast, þar sem það* er vafalaust merki um nýjan sið, sem ráðherrar í hinni nýju ríkis- stjóm hafa tekið upp. Almúgamaður. ið áður, því að útflutningurinn var um 7,5 milljón kr. minni og innflutningurinn um 9 milljón krónum meiri en árið áður. Útflutningur Færeyinga til nokkurra landa var sem hér seg- ir: millj. kr. millj. kr. 1955 1954 Spánn . .. ... 22,1 23,5 Danmörk . ... 13,6 12,3 Bretland . 7,9 6 Svíþjóð 6,4 2,0 Þá er athyglisvert að útflutn- ingurinn til Sovétríkjanna drógst skvndilega mjög saman. Hann var 1954 18,1 millj. d.kr. en árið 1955 var hann aðeins 1,2 millj. kr. Meginhluti innflutningsins er frá Danmörku, eða fyrir 48 millj. kr. árið 1955 aí 77 m.i'". kr. heild arinnflutningi. Skv. því er um 63% innflutningsins frá Dan- mörku. « LÖGÞINGIÐ KEMUR SAMAN Lögþing Færeyja var sett mánudaginn 30. júlí. Siður er að setja þingið á Ólafsvöku 29. júlí, en þar sem hann bar upp á sunnu dag, var þingið ekki sett fyrr en á mánudag. Hófst þingsetr.ing með skrúðgöngu frá lögþings- húsinu í Tórshavn til kirkjunn- ar. Var troðfullt í kirkjunni m. a. vegna þess að þar voru rúmlega 100 prestar af Norðurlöndum á leið til prestastefnu á íslandi. FRAMLÖG TIL RYGGINGA OG ENDURNÝJUN SKIPAFLOTANS Lögmaður Færeyja gaf í bvrj- un þings skýrslu um fjárhags- stöðuna. Hann skýrði frá því að í sér- sjóðum ýmissa opinberra fram- kvæmda væri fé sem hér segir: Til útvarpsins 75 þús. d.kr., til nýs lÖgþingshúss 305 þús. kr., til sjúkrahúsbyggingar 301 þús. kr., til byggingar menntaskóla 246 bús. kr., til byggingar landbún- aðarskóla 164 þús. kr. En allt eru þetta mikil áhugamál Færeyinga. Lögþingið hefur áður sam- þykkt að veita stuðning til ný- bygginga skipa og skýrði lögmað ur frá því að samtals hefði verið veittur stuðningur í lánum að upphæð 3 milljónir króna. Þar á meðal er stuðningur til kaupa á fimm togurum. Af þeim eru komnir til eyja: Fiskanes, Jóan- nes Fönsdal, Gullberg og Jógvan Elias Thomsen. Ókominn er tog- ari, sem Kjölbro í Klakksvík er að láta smíða. SÍLDVEIÐIN IIAFIN Reknetjaveiðarnar við Færeyj- ar eru hafnar og hafa 20 skip byrjað veiðar. En fleiri skip eru óðum að koma af Grænlands- miðum og er búizt við að alls fgri um 120 skip á síldveiðar. Enn hafa litlar fréttir borizt af veiði, nema hvað tvö skip höfðu þegar fengið um 120 tunnur hvort. f ár er ætlunin, að eftirlits- skipið Ternan haldi uppi síldar- leit. Ternan hefur tæki til síld- arleitar, en auk þess vtrður I skipinu miðstöð fyrir síldarfrétt- ir frá bátunum. Eru skipstjórar nú hvattir til að senda þegar með loftskeytum írásagnir af síldar- torfum. sftrifar úr dagiega lífinu Bíla-sjónvarp NÚ kvað sjónvarpsíæknin vera komin á það stig í Vestur- heimi, að bifreiðar þjóta nú með bíó í maganum um allar jarðir eins og ekkert sé. — Fregninni fylgir, að ekki njóti það sín fylli- lega, nema ekið sé eftir beinum og sléttum vegi. Hætt sé við trufl unum, þegar ekið er fram úr far- artæki og sömuleiðis þegar ekið er niður brekku. Fáa mun reka í rogastanz yfir þessari nýjung, þó að bollalegg- ingarnar um sjónvarp, áður en það var orðið að veruleika, þættu líkastar lygasögu. —- Hitt er óvist að allir séu jafn hrifnir af þessu nýja bílabíói, ef kalla mætti það því nafni. — Þannig viljum við helzt, að bílstjórinn okkar hafi hugann við stýrið og okkur, sem innanbíls erum, frekar en eitt- hvað annað ennþá skemmtilegra og meira spennandi, sem sjón- varpið hefur upp á að bjóða þá og þá stundina. — Okkur finnst stundum nóg um hvað bílstjórar eru skrafhreyfir við þá, sem næst ir þeim sitja — en hvað, ef þessi ósköp kæmu til? — Svo er það annað. Oftast þegar við erum á ferð í bíl — að minnsta kosti að sumarlagi — þá verður okkur gjarnan litið út um gluggann til að virða fyrir okkur það sem fyr- ir augu ber með fram veginum — jafnvel þótt við höfum oft og mörgum sinnum farið þar um áður. Misjafnar vinsældir SANNLEIKURINN er sá, að hvað sem öllu bílasjónvarpi líður, þá nýtur sjónvarpið mjög misjafnra vinsælda meðal fólks, sem hefur fengið þessi skemmti- legu þægindi upp í hendurnar. Ég segi skemmtilegu, því að bað mun álit meirihlutans. Hins veg- ar eru þeir fjölda margir, sem að- eins hrista höfuðið og óska sjón- varpinu sem lengst burt frá sér og sínum, eftir að hafa kynnzt því af eigin raun. Og enn aðrir hafa janfvel ráðizt gegn því með linúum og hnefum, og sýht fram á ýmsa ókosti þess og ógagn menningarlega séði Fólk taki það sem lagt er upp í hendurnar á því, hætti að leggja sig eftir hugð arefnum, sem lengra eru sótt og hafa margfalt meira menningar- legt gildi, svo sem lestur góðra bóka, leikhúsferðir, heilbrigð íélagsstarfscmi o. s. frv. — Fólkið má ekki vera að því að sinna öllu þessu. Það situr í mak- indum heima við sjónvarpstækið — það verður fyrr en varir að vana — og nýtur skemmtiefnis, sem kostar það enga fyrirhöfn og lítinn poning — skyldi ekki fyrigefast þó að lcannske sé það ekki allt valið að gæðum og skyldi mikill skaði skeður þótt ýmislegt sem áður fyrr var talið til verðmæta, svo sem heilbrigð dómgreind og gagnrýni, fari fyr- ir borð? H Sjónvarp á íslandi? EYRZT hefur ávæningur af, að uppi séu áform um að reisa sjónvarpsstöð hér á landi. Hins vegar hef ég ekki orðið var við mikinn áhuga almennings fyrir hugmyndinni. Hér gegnir öðru máli en þegar útvarpið var að koma fram á sjónarsviðið. —- Þar sá fólk hilla undir nýjung, sem myndi bókstaflega gerbreyta sambandi þoss við umheiminn. — Það myndi færa því fréttir af öllum helzlu viðburðum sem væru að gerast í heiminum á hverjum tíma og þar að auki hvers konar skemmtun og fróð- leik, sem það hafði farið á mis við áður. Var ekki öll einangrun það með úr sögunni? Um sjónvarpið gegnir öðru máli. Okkur finnst við glöð og ánægð geta verið án þess, ein- faldlega af því að við höfum svo margt annað í þess stað. — En gamla útvarpið okkar, það telj- um við með öllu ómissandi. Hann var Jieppinn EITT sinn fyrir nokkru, er enski leikritahöfundurinn Noel Coward var á gangi í Bond Street, mætti hann þar ein- u m h i n u m |f versta smjaðr- ara og gervi- snillingi Lund- úna. — Oh, Mr. Coward, sagði hann, hvað ég er þó heppinn. Þér eruð eini maðurinn, sem ég hef hitt i dag, sem hægt er að segja, að sé þess verður að tala við. — Já, einmitt það, svaraði Co- ward og kinkaði kolli. Þar hafið þér að minnsta kosti verið heppn- ari en ég.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.