Morgunblaðið - 14.08.1956, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 14. ágúst 1956
M O R C V1S’ B L A Ð 1Ð
11
Sigurður Pétursson
bygginguiulltrúi — sextugur
SIGURÐUR Pétursson íæddist í
Reykjavík 14. agúst 1896. Hef
ir hann alið allan aldur sinn í
Reykjavík, að þeim árum und-
anskildum, sem hann siundaði
nám í Kau,pmannahöfn, enda má
Víða sjá þess merki í þessum bæ.
Faðir hans var Pétur Þorsteins
son verkstjóri sem alkunnur var
íyrir verkhyggni og prúð-
mennsku. Móðir hans, kona Pét-
urs, var Kristín Sigurðardóttir
bónda og meðhjálpara á Saurhóli
í Döium Ólafssonar.
Sigurður lærði múraraiðn hjá
Kristni Sigurðssyni múrarameist
ara, sem þá var með lærðustu og
vönduðustu múrurum hér á landi
°g byggði mörg stórhýsi hér í
bæ.
Að loknu sveinsprófi 1919 fór
Sigurður til Kaupmannahafnar
og lauk prófi í húsagerðarfræði
við Det Tekniskc Selskabs Skole
árið 1925.
í sumarleyfunum vann hann
sem múrari í Höfn. Þar var þá
múrsteinahleðsla mikill þáttur
vinnunnar og eru Danir heims-
frægir fyrir leikni sína í þeirri
list, en Sigurður Pétursson náði
að verða jafnoki þeirra í því.
Þegar Sigurður var gerður að
byggingafulltrúa 14. ágúst 1926,
á þrítugsafmæli hans, er tvímæla
laust að ekki hefði verið hægt að
finna mann í landinu sem hefði
betri undirbúningsmenntun til
starfsins.
Starf byggingafulltrúa er að
taka við teikningum af húsum
og sannfæra sig um að þær séu
lögum samkvæmar áður en þær
eru lagðar fyrir byggingarnefnd.
Þegar svo til byggingar kemur,
á hann að fullvissa sig um á
staðnum, að allt sé rétt gert, at-
huga grunn, járnalagningar, raf-
lögn, þakviði og allt annað sem
þarf til að gera hús að viðunandi
og viðhæfum mannabústað.
Árið 1926 voru í Reykjavík
1865 hús, en árið 1940 voru þau
3539. Allir sem til þessara hluta
þekkja geta gert sér í hugarlund
hvílíkt starf þetta er fyrir einn
mann. Næst þarf að koma öllum
þessum plöggum í röð og reglu og
þeir sem til slíkra hluta þeklcja
vita hvílíkt starf og hæfni þarf
til að slcipuleggja slíka hluti.
Mörg mál hafa farið gegnum
hendur byggingafulltrúa síðan
1940 og munu Reykvíkingar kann
ast við það.
Vanti mig upplýsingar um eitt-
hvert mál, sem íarið hefir gegn-
um hans hendur á þessum 30 ár-
um, skrifa ég' ekki bréf eða um-
sóknir en fer á skrifstofu hans
og fæ þessar upplýsingar á 10
minútum. Hann er alltaf við-
staddur á skrifstofutíma.
Þetta var ein hlið þessa starfs,
en önnur var til og erfiðari þó.
Á þeim árum sem Sigurður tók
við embætti má segja að upp
renni öld járnbentrar stein-
steinsteypu í þessu landi. Þá var
fátt um kunnáttumcnn i því fagi
og ýmis lijátrú ráðandi um þá
hluti, menn héldu að ef blandað
væri saman sementi, sandi, möl
og vatni og falin í því járnin, þá
væri búið að búa til járnbenta
steinsteypu. Þetta er ekki alltaf
allskostar rétt. Sigurður Péturs-
son hefir eytt ævi sinni í að
reyna að koma mönnum í skiln-
ing um þetta. Hann hefir verið
harður húsbóndi en aldrei ósann-
gjarn. Hann hefir eytt ævi sinni,
kunnáttu, karlmennsku og góð-
vilja til að búa til betri iðnaðar-
menn og sjá til þess að þeir sem
borga húsin fái vefðmæti fyrir
sína peninga. Hér hafa fleiri lagt
hönd á plóginn en hann og hefir
ótrúlega margt vel til tekizt þó
enn megi um margt bæta.
Allir vita að slíkt starf er ekki
hægt að leysa af hendi nema
eiginkonan taki drjúgan þátt í
því. Það hefir frú Berta gert, en
það eru einkamál.
Sigurði þykir gaman að vísum
og getur þá vel svarað fyrir sig
ef á þarf að halda. Hann kann
vel að segja sögu og hann kann
að hlusta á vel gerða sögu
Sigurður Pétursson kann vel að
vinna og vel að gleðjast með
vinum sínum. Ég óska að hann
eigi eftir marga langa vinnudaga
og góðar gleðistundir.
Sig Ólafsson.
Söluskattur
Dráttarvextir falia á söluskatt og framleiðslusjóðsgjald
fyrir 2. ársfjóðrung 1956, sem féllu í gjalddaga 15. júlí sl.,
hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi 15. þ. m.
Að þeim tíma liðnum verður stöðvaður án frekari að-
vörunar atvinnurekstrur þeirra, sem eigi hafa þá skilað
gjöldunum.
Reykjavík, 11. ágúst 1956.
Tollstjóraskrifstofan,
Arnarhvoli.
Nýung!
//ydro maqic C H i € IC
Sjálfvirk hreinsun
SJálfvirk slíping á rakhlaði
Míkil ótíð í Þiítgeyf-
arsýslum
HÚSAVÍK, 10. ágúst: — Það sem
af er þessum mánuði hefur verið
þoka og rigning hér fyrir norðan
og hin mesta ótíð. Aðeins tveir
þurrkdagar hafa komið hér á
þessum tíma og hefur hvorugur
þeirra notast eins og þurft hefði
vegna þess að menn þora ekki að
treysta veðrinu í slíkri tíð.
Er því mjög mikið úti af heyj-
um en flestir munu vera búnir
að slá töðu sína en ekki koma
henni í hlöður. Ekkert er byrjað
á seinni slætti og engjaheyskap-
ur er sennilega langt undan.
— Fréttaritari.
Siálfvirkur ni|úkur rakstur
X-S-42B
Hydro-maglc askja inniheld-
ur eina Eversharp „Hydro-
magic Schick Injector" rak-
vél 24 Hydro-magic rakblöð
(þau bitbeztu sem fást)
Ein plastik ferðaaskja.
Sveinn B/örnsson & Ásgeirsson
Heildverzlun •— Hafnarstræti 22.
Helgi Pálsson f
á Akureyri 60 ára
í DAG verður einn af kunnustu forvígismönnum félagsins og
borgurum Akureyrar, Helgi Páls-
son, kaupmaður, sextugur.
Hann er borinn og barnfæddur
stjórnarformaður lengst af. Þótt
Hclgi hefði ekki haft afskipti af
neinu öðru máli á Akureyri en
útgerðarfélaginu, myndi það eitt
Akureyringur, sonur hjónanna nægja til þess að halda nafni hans
Páls Jónassonar, verkamanns,1 á lofti — svo mikla þýðingu hef-
sem ættaður var úr Fram-Eyja- j ir stofnun þess og rekstur haft
firði, og Kristínar Jakobsdóttur. fyrir allt atvinnulíf í bænum.
frá Ólafsfirði. Helgi brautskráðist Helgi hefir i mörg ár verið í hafn-
úr Gagnfræðaskólanum á Akur- J arnefnd. Þar hefir hann, sem
eyri og gerðist síðan verzlunar- J annars staðar verið ákveðinn tals
maður. Árið 1916 réðst hann til maður framkvæmda og framfara.
Hoepfnersverzlunar og starfaði
Af þessu stutta yfirliti er ljós,
að Helgi Pálsson hefir ekki setið
hefir hann haldið áfram. En í önn
og
um tíma á vegum verzlunarinnar
í Reykjavík og í Kaupmannahöfn.
Árið 1934 eignaðist hann verzlun- féjulaus um dagana. Sem sma-
ina að hálfu, en seldi eftir nokk-1 ^rákur for hann að vinna og þvi
ur ár. Á árunum 1924 til 1939 ^
rak Helgi mótorbátaútgerð frá |
Hrísey í félagi með öðrum. Árið.
1945 tók hann við stjórn Bygg- J ]
ingavöruverzlunar Akureyrar og (
á nú það fyrirtæki ásamt Grími1
Valdemarssyni. Helgi PálssonJ
hefir haít margvísleg störf með
höndum, auk eigin atvinnurekstr-
ar. Á stríðsárunum veitti hann
forstöðu skömmtunarskrifstof-
unni á Akureyri og varð síðan
trúnaðarmaður Fjárhagsráðs á
Akureyri, meðan það starfaði. •—
Hann hefir verið erindreki Fiski-
félagsins í Norðlendingafjórðungi
síðan 1940 og í fjöldamörg ár full-
trúi Norðlendinga á fiskiþingum.
Vegna vinsælda sinna og dugn-
aðar hefir Helgi Pálsson ekki
komizt hjá því, að hafa mikil
afskipti af opinberum málum á
Akureyri. Hann hefir vei'ið þar
bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis-
menn síðan 1949 og átt lengst af
sæti í bæjarráði. Þá hefur hann
verið formaður Verzlunarmanna-
félagsins og Sjálfstæðisfélagsins
og látið til sín taka málefni
margra annarra félagssamtaka.
Enda þótt Helgi hafi lengst af
fengizt við verzlun, hafa málefni
útgerðarinnar jafnan verið hon-
um hugstæðust. Það mun ekki
vera á neinn Akureyring hallað,
þótt sagt sé, að Helgi Pálsson
hafi átt drýgstan þáttinn í því,
að Útgerðarfélag Akureyringa hf.
var stofnað á sínum tíma. Síðan
hefur hann verið einn af ötulustu
dagsins hefir hann ekki gleymt
náunganum. Greiðvikni hans við
alla, sem til hans leita, er við-
brugðið.
Helgi er kvæntur Kristínu Pét-
ursdóttur, Björnssonar bónda frá
Tjörn á Skaga, hinni mætustu
konu. Hafa þau hjón eignast sjö
börn og eru sex þeirra uppkomin.
Helgi Pálsson hefir eignazt
fjölda vina, sem í dag munu
minnast hans með þakklæti fyrir
svo margt, og árna honum og
heimili hans heilla og farsældar
á komandi árum.
Jónas G. Rafnar.