Morgunblaðið - 14.08.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.08.1956, Blaðsíða 8
M ORC l /V BLAfíir trlðjudagur 14. ágúst 1956 roamtMiiMfe Útg.: H.f. Árvakur, Heykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: T/altýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Augtýsingar: Ámi Garðar Kristinsson Kitstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingpr og afgre.ðsia: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjald kr. 25,00 á mánuði innanlands. í tausasölu kr. 1,50 eintakið Nefndarskipun upp á grín! EKKI verður annað séð en *ð, HeimatilbÚÍn nefnd su, sem rikisstjormn ,, hgfur nýlega skipað til þess að vanuKVSBðl vinna með sérfræðingum „að hagfræðilegri rannsókn á ástandi efnahagsmála þjóðarinnar“ sé hreinlega skipuö upp á grín. I nefndinni hefur ekki verið val- inn einn einasti fulltrúi frá sjáv- arútveginum eða sjómönnum. Þar á ekki einu sinni sæti einn mað- ur, sem nokkurt skynbragð ber á hagsmunamál útvegsmanna eða sjómanna. Ekki hefur stjórnin heldur gert iðnaðinum hærra undir höfði. Enginn fulltrúi frá honum á sæti í hinni nýju nefnd og heldur enginn maður, sem nckk- urt vit hefur á iðnaðarmálum. Xveir af aðalatvinnuvegum þjóðarinnar eiga þannig engan íulltrúa í nefnd, sem á að rann saka „ástand efnahagsmála þjóðarinnar" með það fyrir augum „að náið samstarf takist milli ríkisstjórnarinnar og stéttasamtakanna um lausn at- vinnu- og efnahagsmáia þjóð- arinnar“. í ncfnd þessa eru hinsvegar skipaðir tveir harðskeyttir línu kommúnistar, sem ckkert vit hafa á atvinnumálum og aldrei hafa komið náiægt framleiðsiu eða uppbyggingu bjargræðis- veganna. UTAN UR HEIMI m E, nglendingar eru um það bil að glata voninni. Hinn 21. ágúst n.k. verður Margrét prins- essa 26 ára gömul. Ekkert bendir til þess, að hún sé í giftingarhug- leiðingum. Það er ekki einu sinni hægt að segja, að vonarneisti í þá átt sé til. lendi mcj-ar a von ÍH'Í K Hverjir eru „sérfræð- ingarnir“? Um það mætti svo spyrja, hverjir þeir „sérfræðingar“ séu, sem ríkisstjórnin ætlar þessari nefnd að vinna með? Á það er ekki minnst einu orði í tilkynn- ingu hennar s.l. laugardag. Ef þeir eru álíka vel að sér um íslenzk atvinnu- og efnahagsmál og nefndarmennirnir, sem stjórn- arflokkarnir hafa tilnefnt hver af sinni hálfu ætti víst ekki að þurfa að draga hæfni þeirra í efa, eða hitt þó heldur. Sannleikurinn cr sá, að þessi nefndarskipun er stórkostlegt hneyksli. Hún er greinilegur vottur þess, að hin nýja ríkis- stjórn er gersamlega óíær um að gegna hlutverki sínu. Hún hefur engar tillögur á taktein- um í mestu vandamálum ís- lenzkra bjargræðisvega. Og hún lætur kák og yfirborðs- j hátt ráða gerðum sínum þcgar; hún þykist ætla aö kryfja þau til mergjar. Það er svo mál út af fyrir sig, að í þessari nefnd á enginn Sjálf- stæðismaður sæti, enda þótt nær helmingur þjóðarinnar fylli ’Sjálf | stæðisflokkinn. Gefur það nokkra hugmynd um, af hve mikilli sann- girni og víðsýni hinir nýju vald- hafar ætli sér að stjórna land- inu. Þeim er það aðalatriðið að troða pólitískum samherjum sín- um í nýjar nefndir og ráð. Hitt er algert aukaatriði, hvort þessir menn hafa nokkurt vit á þeim málefnum, sem þeim er ætlað að gera tillögur um. En hverjir eru sérfræðing- arr.ir, sem þessari einstöku nefnd er ætlað að vinna með? JÞjóðin á heimtingu á því að þeirri spurningu sé svarað tafarlaust. Það fer vel á þvi að kommún- istar og kratar fá nú tækífæri til þess að glíma við þau vandkvseði, sem þeir hafa átt iangsamlega mestan þátt í að skapa bjarg- ræðisvegum þjóðarinnar. Hver cinasti vitiborinn maður á íslandi veit, að hinn mikli hallarekstur útflutningsframleiðslunnar á ræt ur sxnar að rekja til liinnar ábyrgðarlausu framkomu leið- toga þessara flokka á undan- förnum árúm innan verkalýðs- samtakanna. Ráðstafanir þær, sem Sjálfstæðismenn og Fram- sóknarmenn beittu sér fyrir árið 1950 til sköpunar jafnvægis í efnahagslífinu höfðu borið árang- ur. Framleiðslan jókst, atvinnu- tækin voru í fullum gangi, spari- fjársöfnun jókst, miklum fram- kvæmdum var haldið uppi í landinu og verðlag var nokkurn- veginn stöðugt. Kommúnistar og handbendi þeirra í Alþýðuflokkn- um vildu ekki una þessari þró- un. Þessvegna höfðu þeir íorystu um hið iánlausa kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, sem nú hefur skapað stórkostlegan halla- rekstur á útfiutningsframleiðsl- unni og leitt af sér nauðsyn sí- vaxandi styrkjastarfsemi. Af henni hefur aftur leitt þungar álögur á þjóðina til þess að rísa undir stuðningnum við fram- leiðsluna. át og fjörug er hún æfinlega, — og aðlaðandi. Þannig hefur hún hitt svo að segja alla þá karlmenn í breska lconungs- ríkinu, sem álitnir éru henni sam- boðnir og hæfir til þess að verða eiginmenn hennar. En ekki hefur ástarneistinn kviknað. Fyrir tveimur árum síðan hermdu á- reiðanlegar heimildir við brezku konungshirðina, að prinsessan myndi aidrei giftast. Og nú er svo komið, að jafnvel hinir óforbetr- anlegu bjartsýnismenn verða au horfast í augu við þá staðreynd, að sú yfirlýsing kann að reynast bláköld staðreynd. a<§ miðóa a tL m,,9 rét prinSeááci tén 'liualeiÉi círci oa enni 'V Cýij'Uncpeirnucjiei K inc^um átbroslegt er það kannski, að prinsessan ein manna, tekur þessu öllu með stakri ró. Allir aðrir eru áhyggjufullir, kvíðnir og láta þetta á sig fá. En Margrét prinsessa skemmtir sér betur nú en nokkru sinni fyrr. Hún fer í „cocktailparty“ 1 leik- hús og á skemmtisamkomur. Munurinn er aðeins sá, að nú er félagsskap hennar ekki lýst leng- ur sem „viðeigandi“ helaur sem „skemmlilegum“. I ★ Margrét preinsessa hefur stundum verið alít að því umdeild kona í Englandi. Hún er undir smásjá allrar brezku þjóðarxnnar. Hún get- ur verið virðuleg og liátt- prúð eins og staða hennar krefst — en liún getur einnig verið glöð og notið lífsins í söng og dansi eins og hver annar venjulegur borgari. nnan brezku hirðar- innar eru til menn sem eru áhyggjufuilir vegna skemmtana prinsessunnar. Fyrir örfxíum dögum, söng hún og dans- aði næturlangt — uns sólin áftur sendi geisla sína yfir Lundúna- borg —- í samkvæmi hjá Gerald Bridgeman, sem er 26 ára gam- all og leggur stund á listnám. Bridgeman tilheyrir fjölskyldu Jarlsin.s af Bradford. Sú fjöl- skylda hefur tekið sér einkunn- arorð: „Bezt er að vera hvorki gálaus né varkár“. II Yfirlýsing Eysteins í eldhúsdagsumræðunum á Al- þingi s.l. vetur lýsti Eysteinn Jónsson því líka yfir fullum fet- um, að það væru hernaðarað- gerðir kommúnista og krata gagnvart atvinnuvegunum, sem væru meginorsök erfiðleika þeirra. Þeir hefðu hrint af stað kapphlaupinu milli kaupgjalds og verðlags með stórverkföllun- um í fyrravetur. Nú lætur þessi sami maður Tímann þrástagast á því, að Sjálfstæðismenn beri alla ábyrgð á hækkandi verðlagi og vaxandi hallarekstri atvinnu- tækjanna! Það er ekki að spyrja að heiðarleikanum hjá þeim Framsóknarmönnum, En nú fær Eysteinn aö lcysa efna- hagsvandamálin með kommún istum og krötum, sem hann stimplaði fyrir nokkrum mán- uðum sem bölvalda hins ís- lenzka þjóðfélags. Það verður fróðiegt að sjá þau úrræði. Þjóðin fær væntanlega að sjá fljótlega framan í þau. Amerískt blað - rússneskt í í Sovét Ameríku! FYRSTA eintakið af tímarit- „America Illustrated' ínu er komið út í Sovétríkjunum og er upplagiff 52 þúsund eintök. Þetta tímarit kemur út þar eystra samkvæmt samningi Rússa og Bandarikjamanna — og samkvæmt honum er nú einhvern næstu daga von á myndskreyttu rússnesku tíma- riti á blaðamarkaöinn í Banda- ríkjunum. Þessi fyrstu eintök beggja tíma- ritanna eru lík að mörgu leyti. Bæði eru þau nýtízku mynda- blöð, sem leggja aðaláherzluna á það að sýna hinar Ijósu hliðar málanna í báðum löndunum. Rússneska blaðið leggur aðal- áherzlu á „opinbera" mynd af Bulganin, myndir af íþrótta- stjörnum o. s. frv., en hið banda- rxska setur daglegt líf i Banda- ríkjunum, í fyrirrúm. Banda- ríska blaðið leggur allmikla áherzlu á að sýna hve mikið bandarískur verkamaður ber úr býtum og hvað kvenkjóiar, bílar o. fl„ kostar. Því er haldið fram að 71% bandarískra fjöl-skyldna eigi bíl og sagt er að bandarisk fjölskylda liafi að meðaltali rúm- lega 4000 dollara árstekjur. Forsíða hins rússneska blaðs sýnir Eisenhower og Bulganin saman, en forsíða bandaríska blaðsins sýnir barn við sand- strönd Kyrrahafsins. Sú mynd er, segir í myndtextanum, tákn- ræn fyrir orð rússneska heim- spekingsins Alexander Herzens, sem eitt sinn sagði, að Kyrrahaf- ið aðskildi ekki, heldur tengdi saman Austur og Vestur. t hefur hún ekki haft um sig síðan, því hún hefur m.a. verið í „cocktailpartíi", en á meðal gesta þar var liópur Bandaríkjamanna er vinnur að kvikmynda- og sjónvarpsupp- löku. Ein af nánustu vinkonum Mar- grétar prinsessu, hefur ljóstrað upp því leyndarmáli, að sain- kvæmt sínum skilningi, þá hafi Margrét aldrei verið mjög ást- fangin. Kynni hennar og sam- vera með flugliðsforingjanum Peter Townsend — en sögurnar þar um eru öllum í fersku minni — eru skoðuð í hópi kunningja Margrétar, sem „alvarleg augna- blikshrifni ’; ekkert meira. Æ, Nýjar leiðir eru vegna vaxandi nauðsynlegar olíuflutninga E I N S og kunnugt er hafði Súezfélagið í hyggju að stækka Súez-skuröinn á þessu ári. í nýjasta tölublaði brezka blaðsins Economist segir, aff þessi fyrirhugaffa stækkun hefði þó engan veginn nægt til að anna olíuflutningum frá Persneska flóanum tii Evrópu landanna, en þeir flutningar munu fara stöðugt vaxandi á næstu árum. Nauðsynlegt kann aff reynast að stækka þær olíuleiðslur, sem liggja frá Persneska flóanum að Miðjarðarhafsströndinni, smíða nýjar olíuleiðslur, eða taka mun stærri olíuskip í notkun, og myndi þá borga sig aff láta þau sigla suður fyrir Góðrarvonarhöfða. Segir blaðið, að vafalaust verði leitazt við að finna aðr- ar olíuflutningaleiðir en Súez- skuröinn, þar sem framtíð hans sé í slíkri óvissu. Til Vestur-Evrópulanda eru fluttar árlega um 125 millj. lesta af oliu, og kcma 90 millj. lesta að jafnaði frá Mið-Aust- urlöndum — 6 millj.lesta voru síðan fluttar aftur frá Vestur- Evrópu. Vestur-Evrópulöndin nota því að jafnaði 120 millj. lesta af hráolíu árlega. 75% koma frá Mið-Austurlöndum, og helmingur þess er fluttur um Súez-skurðinn. tla má þó, að flug- liðsforinginn hafi litið öðrum augum á þessa „stundarhrifni“. Hann er nú — ári eftir atburð- inn — ekki búinn að gleyma prins essunni. Hann hefur nú ákveðið að fara langa ferð sem kalla mætti „burt frá öllu samaxr". Fer hann um Evrópu og Asíu og á- ætlað er að ferðin taki hálft annað ár! vFeta má þess, að prins- essan er einnig að búast í lang- ferð. Hún fer með flugvél og skipum til Indlandshafs og Af- ríku. Hefst þessi ferð hennar í næsta mánuði og samkvæmt áætl un tekur ferðin sex vikur. Prinsessan er enn sem fyrr fögur mjög og fer mikið orð af. Það eru allir sammála um það, að myndir gefi ekki rétta hug- mynd um íegurð hennar. Fólk, sem sér hana með eigin augum, verður hrifið. Allir segja, að hún geti verið jafn virðuleg og al- varleg og staða hennar kx-efst stundum — og þess á milli verið eins og ung stúlka, sem tekur lífinu létt og vill njóta þess, sem það hefur upp á að bjóða. -lil er eftirfarandi smá- saga sem lýsir því hve banda- rískur kvilcmyndamaður varð hrifinn er hann leit prinsessuna augum. Hann. sagði þá: — Hún er meira en lagleg. Hún. er íögur. Og það er sama hvar maður sæi þessa stúlku — þó hún væri ekki tiginborin en ynni í einhverri verzlun — maður yrði alltaf bálskotinn. Ég fullyrði, að hún er laglegri en Grace fursta- ynja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.