Morgunblaðið - 14.08.1956, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.08.1956, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. ágúst 1956 MORGUNBLAÐIÐ 15 Reykjavíkurmél r r A* ■ i roori ier fram í kvöld í KVÖLD fer fram' í Skerjafirði Keykjavíkurmót í róðri og hefst kl. 20,30. í mótinu taka þátt Róðrardeild Ármanns og Róðrar- félag Reykjavíkur og er þetta í fjórða sinn sem slíkt mót er haldið, og hefur Róðrardeild Ár- manns unnið í öll skiptin, og þar með unnið til eignar bikar þann sem Váiryggingafélagið h.f. hafði gefið til þéssarar keppni. Að þessu sinni hefur Sjóvátrygginga- félagið h.f. gefið bikar til keppn- innar. P.ónir verða 2000 metrar og hefst keppnin við Selbryggju og verður róið inn fjörðinn. Er enda- maritið í botni fjarðarins í Foss- voginum. Fyrir hönd Róðrarfél. Reykja- víkur keppir drengjasveit þess, sú hin sama, er sigraði Róðrar- deild Ármanns í 1000 metra róðr- inum í sumar á innanfélagsmóti Róðrarfélagsins. Þess má geta að þessi drengjasveit hefur verið þjáifuð til Þýzkalandsfarar, en sveitin mun keppa í Liibeck um mánaðamótin. Sveit Róðrardeildar Ármanns skipar meistaralið þeirra frá i fyrra, með einurn varamanni. Má búast við harðri og spennandi keppni, og ættu áhorfendur að geta séð úrslitin vel úr botni Fossvogsins. — Slóraukin Framh. a£ bls 1 MEIEf P.IRGÐIR ÚTFLCTNINGSAFURÐA Þrátt fyrir þessa miklu aukn- Ingu útflutningsins á fyrra lielm- ingi yfirstandandi árs hafa birgð- ir útflutningsafurða aukizt veru- lega, þannig að áætlað verðmæti þeirra var við lok júnímánaðar s.1. um 10 millj. kr. meira en á sama tíma í fyrra. Það er því einskær blekking þegar málgögn hinna ný.iu stjórn- arfiokka segjast hafa seizt í eitt- livert „þrotabú". Þeir hafa tekið viff blómlegra búi en nokkur rík- isstjórn á íslandi. Þeir erfiðleik- ar, scm luin á viff aff etja eru hins vegar afleiðing af ábyrgðar- Iau.su atferli kommúnista og handbenda þeirra undanfarin ár. Er nánar að því vikið í í'orystu- grein blaðsins í dag. SkSpaútgerð ríkisins /ESJA“ fer vestur um land í hringferð 16. þ. m. Tekið á móti flutningi til Patreksfjarðar, Bíldudais, Þingeyrar, Fiateyrar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar, Húsa- víkur, Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar árdegis í dag og á mánudaginn. Farmiðar verða seldir á þriðju- dag. Skipaútgerð ríkisins. M.s. Dronnmg Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn tii Fær- eyja og Reykjavíkur 17. ágúst. Flutningur óskast tilkynntur skrifstofu Sameinaða í Kaup- mannaköfn. Frá Reykjavík fer skipið 24. ágúst n. k. til Færeyja og Kaup- mannahafnar. Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrir 17. ágúst. Skipaafgrciðsla Jes Zimsen Erlendur Péiursson. Krislín á StgurSar- slöðum 75 ára AKRANESI, 13. ágúst: — Sjötíu og fimm ára varð föstudaginn 10. þ.m. frú Kristín Jónsdóttir, Sig- urðarstöðum á Akranesi. Kristín var gift Guðmundi Guðmunds- syni formanni, er lézt 1939. Eign- uðust þau hjón 10 börn, sem öll eru gift og er þegar mikill ætt- leggur frá þeim kominn. — Odd- ur. Eldur í miSslcð á Akranesi AKRANESI, 13. ágúst; — Klukk- an um 6,30 á laugardagskvöld kom eldur upp í húsinu Mána- braut 24 hér á Akranesi. Var brunalið kvatt' á vettvang og slökkti það eldinn bráðlega. í húsinu var rafmagnskynding og haíði kviknað í vafningum og tróði í miðstöðvarherberginu. — Oddur. -Marx Framhald af bls. 9 rýmaniegt eínishyggjukenning- um marxismans. Að lokum má nefna eina af meginreglum búddamunka, sem bannar þeim að deyða nokkra lifveru. Þessa reglu hefur kommúnistum gengið erfiðast að ganga til móts við. Þrátt fyrir sýndarsamúð með lágum og Ktilsmegandi og yfir- borðskenndan friðarvilja. tekst kommúnistum ekki að villa á sér heimilair í Kína. U Nu, fyrrver- andi forsætisráðherra í Burma, reglurnar eru byggðar upp sem sagði eitt sinn: „Hjá Karli Marx öllum er ekki jafn mikil vizka og í einu sandkorni sem Búdda stíg- ur á“. Flestir kínverskir búddist- ar munu vera sömu skoðunar, þó enginn þori að kveða upp úr með það. NAUÖSYNLEGCR HLEKKCR Ástæðan til þess að kínverska kommúnistastjórnin hefur ekki þorað að láta til skarar skríða með búddatrúarmönnum, er sú að búddatrúin er nauðsynlegur hlekkur til að tengja Kína við önnur Asíulönd. Stjórnardeild frá Burma, sem heimsótti Pek- ingstjórnina árið 1955, fékk hioa heilögu tönn Búdda lánaða um tveggja mánaða skeið. Einnig hafa fulltrúar frá kínversku kommúnistastjórninni mætt hvarvetna þar sem minnzt hef- ur verið 2500. ártíðar Búdda, þ. e. inngöngu Búdda í nirvana. „UALLFOSS44 fer frá Reykjavlk fimmtudaginn 16. þ. m. til Vestur- og Norður- lands. V iSkotnusidHir: Bíidudalur Þingeyri Isafjörður Húsavík Akureyri Eigluf jörður //./. Eimskipaféltrg íslands. Samhomur NORSKFORENINGEN Onsd. 15. aug. innbydes foren- tii Frelsesarmeens sommerhus ved Gunnarsholm. Buss fra torget kl. 15.15. — Holand. FÍLADELFÍA Almennur biblíulestur kl. 8,30. — Ásmundur Eiríksson talar. Balduln Ryel 75 ára IDAG er góðkunnur borgari Akureyrarbæjar 75 ára, Baldu- in Ryel konsúll Dana þar í bæ. Balduin er fæddur £ Vordingborg 14. ágúst 1881, en fluttist hingað til íslands árið 1909 og settist að sem útibústjóri Brauns-verzlunar á Akureyri. Hefir hann alla tíð síðan verið búsettur þar. Hann stofnaði eigin verzlun á Akur- eyri árið 1919 og rak hana þar til fyrir nokkrum árum síðan. I allmörg ár hefir hann verið visi- konsúll Dana fyrir norðan. Baldu in Ryel er kvæntur Gunnhildi dóttur Anders Ólsen, skipstjóra frá Pálmholti í Eyjafirði. Ekki er vafi á því að í dag munu menn fjölmenna til þeirra heiðurshjóna og minnast þessara timamóta í lífi hins kunna ög vin sæla Akureyrings. Hið fagra heimili þeirra Ryelshjóna að Kirkjuhvoii hefir löngum verið rómað fyrir gestrisni. Þangað hefir á undanförnum árum kom- ið mikill fjöldi gesta bæði inn- lendra og erlendra. Öllum finnst þeir vera eins og heima hjá sér þegar þeir dveljast með þessum merku heiðurshjónum. Hlýja þeirra og vingjarnlegt viðmót vermir gestinn og fyllir hann notakennd. Balduin Ryel var um mörg ár dugandi kaupmaður. Hann hafði mikla vöruþekkingu og gerði sér far um að hafa ávalt góðar vör- ur á boðstólum, enda mátti treysta því að í Ryelsverzlun var enginn svikinn. Hann var mjög ástsæll af starfsfólki sínu og vann sama fólkið hjá honum í fjölda ára. Starfa simi sem konsúll hefir hann rækt með stakri prýði. Balduin er ræðinn og skemmti- legur og fullur með gamanyrði og græslrulausa fyndni. Aldrei hefir hann orðið sérstaklega sterkur í íslenzku talmáli og eyk- ur hinn skemmtilegi talsmáti hans á gamanið. Hann kemur öllurn í gott skap sem hann ræðir við og óhætt mun að fullyrða að er.ga hatursmenn á hann, en hins vegar mikinn fjölda vina og kunningja. Balduin er mjög sérstæður per- sónuleiki, sem allir veita athygli. Hann er einn þeirra manna sem sett hefir svip á höfuðstað Norð- urlands með göfugmannlegri hátt prýði og giæsilegu fasi. í dag senda allir vinir og kunn- ingjar þeim Ryelshjónum inni- legar hamingjuóskir með hús- bóndann á hinu vinalega heimili að Kirkjuhvoli. — v. Baiduin Ryel Protex þéttiefnið er komið aftur Lekur þakið ? ProFex Meff PROTEX má stoppa á augabragffi allan leka, á steini, járni, timbri og pappa. Tryggiff hús yffar gegn leka meff PROTEX. AIÁLINillMG & JÁRIMVÖRLR Sími 2876. Laiugavegi 23. Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig á sextugsafmæli mínu, með gjöfum, heimsóknum og heillaskeytum. Ingimann B. Ólafsson. Kirkjuteigi 5. UM MIÐJAN dag í gær vildi það óhapp til í Sjálfstæðishúsinu að ung kona, frú Sigríður Einars- óttir Zoega, hrasaði í stiga og meiddist svo á fæti, að flytja varð hana á sjúkrabörum í sjúkrahús. Var írú Sigríður að koma úr „litla salnum“ og ganga niður í forstofuna, en þar var stiginn, sem er lítill og allbratt- ur; stífbónaður og flugháll. Var talið að frú Sigríður, sem er kona Geirs Zoega yngri, hefði fótbrotnað. Framh. af bls 1 gegnum litinn hálaiara. Fyrir framan hliðið' stóð hópur að- standenda námumannanna, konur og börn, sem hafa bcö- ið þrotlaust við liliðið í fimm daga. Framkvæmdastjórinn tilkynnti að björgunarsveitin hefði komizt niður og farið um 800 metra inn eftir námuganginum. Enginn hefði fundizt þar með lífi, en all- mörg lík. Þau verður ekki hægt að flytja þegar í stað upp á yfir- borðið, en það verður gert eins skjótt og hægt er, eftir að slökkvi staríinu hefur miðað betur áleið- is. Þegar fólkið heyrði þetta heyrð ust mikil reiðióp hjá þvi. Það krafðist þess, að likin yrðu flutt upp þegar í stað. Var mikil þröng við hliðið og gerð tilraun til að sprcngja það upp. í dag fór fram jarðarför fyrstu sex námumannanna, sem náð var úr námunni fyrir helgi. Um hundrað þúsund manns voru við- staddir útförina. Van Acker forsætisráðherra flutti ávarp í útvarpið i Briissel. Hann sagði að það værl skylda þjóðarinnar að veita þehn fjöl- skyldum hjálp, sem uppi stæðu fyrirvinnulausar eftir þennan sorglega atburð. Hann sagði einnig að gera yrði enn frekari kröfur til öryggis í námunum. Alúðarfyllstu þakkir til barnanna minna, tengda- og barnabarna, og allra annarra vandamanna og vin, er glöddu mig á 75 ára afmælisdegi mínum, 2. ágúst. Guð blessi ykkur öll. Herborg G. Jónsdóttlr. Útför eiginmanns míns MARÍASAR ÞORVALDSSONAR, P Hverfisgötu 38, Hafnarfirði, sem andaðist 7.^þ. m. fer fram 9 frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. þ. m. klukkan 1,30. Sigríður Jónsdóttir og börn. VIGFÚS VIGFÚSSON, p Njálsgötu 51, verður jarðsettur frá Fossvogsklrkju miðviku- H daginn 15. ágúst kl. 10,30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. i Blóm og kransar afbeðið. 1 F. h. vandamanna Ingvi Hannesson. Jarðarför systur minnar INGIGERÐAR M. KRISTMUNDSDÓTTUR, Hringbraut 61, er íézt 9. þ. m. fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. ágúst kl. 3,15 e. h. — Blóm afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Slysa- varnafélag íslands. Fyrir hönd vandamanna Kristín Krislmundsdóttir. Útför eiginmanns míns GUÐMDNDAR SIGURDSSONAR Fyrrverandi kaupmanns, fer fram ftá Frikirkjunni mið- vikudaginn 15. þ. m. kl. 1,30 e. h. Jarðsett verður að Kotströnd í Ölvesi. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hiis látna er vinsamlegt bent á líknarstofnanir. Þóranna Þorsteinsdóttir. -*é- - -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.