Morgunblaðið - 04.09.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.1956, Blaðsíða 2
2 MORCVNBT AÐIÐ f>r!ðju(Jagur 4. september □-----------------—□ Fyrirspurn frá verkamanni Ætlar stjórnin að sjá okkur fyrir vinnu! Sl. föstudag var á þriðja hundr að verkamönnum sagt upp vinnu á Keflavíkurflugvelli. Ég er einn þeirra manna. Nú vildi ég mega spyrja: Hefur ríkisstjórnin séð okkur, sem nú höfum misst vinnu okkar fyrir annarri atvinnu? Var ekk- ert hugsað um það þegar ákveð- ið var að gera landið varnarlaust að kröfu kommúnista, að tryggja þyrfti þeim mikla fjölda verka- manna og iðnaðarmanna aðra atvinniu, sem unnið hafa að varn- arframkvæmdunum? Þetta vildi ég að stjórn „vinnu- stéttanna“ upplýsti mig og aðra Steindór Jónsson, verkamaður. □ -□ Mnningarskjöldur sá um Kristján Ö. Skagfjörð er Ferðafélag iands hefur komið fyrir í Skagfjörðsskála í Þórsmörk. Ljósm.: Gunnar Rúnar. Ingolfs Jónssonnr — Ræin Framh. af bls 1 efni til samanburðar. — Hann kvað hinar fyrri tillögur hafa verið affluttar og rangfærðar. Þar hefði verið gert ráð fyrir stöðvun dýrtíðarinnar án þess að bændur eða launþegar þyrftu nokkru að fórna, Þar var ekki gert ráð fyrir lögbind ingu kaup, heldur niður- greiðslu á verðlagi brýnustu lífsnauðsynja. — Þá var ekki heldur gert ráð fyrir að bænd- ur gæfu eftir af þeirri hækk- un, sem þeir áttu inni, eða að taka réttinn af þeim til að á- kveða verð afurða sinna. Það er því reginmunur á tillögu Sjálfstæðismanna í dýrtíðar- málunum og þeim bráða- birgðalögum, sem nú hafa verið sett. — F,f farið hefði verið að ráðum Sjálf- stæðismanna í vetur um stöðv un dýrtíðarinnar, var miklu hægara um vik, heldur en nú eftir að dýrtíðin hefur leikið lausum hala í allt sumar og vísitalan stórhækkað. Ingólfur Jónsson sagði einnig, að Framsóknarmenn hefðu talað um, að ekki væri hægt að leysa vanda efnahagsmálanna með Sjálfstæðismönnum. En það mun sannast, sagði hann, að fram úr þeim vanda verður ekki ráðið án þátttöku Sjálfstæðismanna. Við sem hér erum saman kom- in erum sveitafólk, eða starfs- menn þess. Hér er eitt mesta bændahérað landsins, því að hér er enginn kaupstaður. Ráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar munu því ekki hvað sízt koma niður á þessu héraði er hlutur bænda er fyrir borð borinn. Fólkið var blekkt fyrir kosn ingarnar í vor. Þá sóru Fram- sóknar- og Alþýðuflokksmenn af sér kommúnista bæði í út- varpi, og á þingmálafundum. Nú hefur þetta ok verið lagt á okkur og enginn veit nema að við verðum að sitja með það í næstu 4 ár. Reynslan verður dýr af þessari stjórn, en hún verður lærdómsrík. — Við skulum búa okkur undir nýjar athafnir, þegar valda- tíma hennar líkur og við skul- um safna kröfíum til nýrra átaka. Þegar næst gefst tækifæri til þess að takast á, munum við sigra, ekki aðeins hér, held ur um land allt, sagði Ingólfur Jónsson að lokum. Tillaga kommúnista barin í gegn med 5 atkv. meirihluta — og lögleysum Minningorskildi um Kristjdn Ú. Skngfjörð komið fyrir í skála Ferðafélags íslands í Þórsmörk SÍÐASTLIÐXNN laugardag, er farin var Þórsmerkurferð á vegum Ferðafélags íslands, var komið fyrir í Skagfjörðsskála þar veglegum minningarskildi um Kristján Ó. Skagfjörð, er Guð- mundur frá Miðdal hefur greipt í gips, og gefið félaginu, en stjórn Ferðafélagsins lét s. 1. vetur steypa skjöldinn í eir. VIRÐULEG ATHÖFN Við þetta tækifæri greindi framkvæmdastjóri félagsins, Lár us Ottesen, nánar frá forsögu þessa máls, en hún er í stuttu máli sú, að skömmu eftir að Kristján Ó- Skagfjörð lézt, en síðan eru fimm- ár, ákvað Guð- mundur frá Miðdal að gefa fé- laginu minningarskjöld um hann, er koma skyldi fyrir í skála þeim er reisa átti í Þórsmörk til minningar um Kristján. Skáli þessi var reistur fyrir tveimur árum og hefur hlotið nafnið Skagfjörðsskáli Ferðafélags ís- lands í Þórsmörk. Eins og fyrr segir lét stjórnin steypa skjöld- inn í eir síðastliðinn vetur, og var það Málmsteypan Hella hf., sem annaðist það verk. Með kveðju frá Hannihal: fÞaU sem kom upp úr umsSaginu HANNIBAL VALDIMARSSON segist hafa samið við verkalýðssamtökin um kaupfestinguna og hafi ekki gert annað en „framkvæma vilja verkalýðsfé- laganna“. þegar hann undirritaði lögin um festingu kaupsins. Jafnframt segir svo „Þjóðviljinn“ að verka- menn eigi að reikna hvernig útkoman verði hjá þeim og augljóst sé að þeir græði. Þetta er alveg nýtt að heyra frá kommúnistum, sem hingað til hafa kallað slíkt „þjófnað“ og „stórkostlega fölsun“! Hér birtist útreikningur á því kaupi, sem greitt var uni sl. mánaðarmót til Dagsbrúnarverkamanna með vísitölu 176 og sést svo mismunurinn sem hefði orðið, ef greitt hefði verið með vísitölu 184, eins og orðið hefði ef kaupið hefði ekki verið fest: Dagsbrúnarm. Vísit. 178 Vísit. 184 Mism. — Tímakaup 18.28 18.90 0.62 — Mánaðarkaup 3.656.00 3.780.00 124.00 SKAGFJÖRÐS MINNZT Þá minntist Hallgrímur Jónas- son, kennari, Skagfjörðs, með snjallri tölu, en að því loknu flutti Jóhannes skáld úr Kötlum, kvæði, er hann hafði orkt í til- efni þessa atburðar. Að því loknu settust gestir að sameiginlegri kaffidrykkju, í boði Ferðafélags- ins. Var rausnarlega veitt og áttu gestir skálans hina ánægjuleg- ustu kvöldstund. FJÖLMENN FERÐ Ferð þessi var fjölmenn og í alla staði hin ánægjulegasta — I.eit fremur þunglega út með veð ur í upphafi ferðarinnar, en er komið var í Þórsmörk var þar logn og blíða og á sunnudaginn glaða sólskin. Eins og venjulega i var gengið á nærliggjandi fjöll ' og umhverfið skoðað. AFUNDI í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, í gærkvöldi var tillaga hinnar kommúnisku stjórnar félagsins þar sem lýst var yfir velþóknun á kaupbindingarlögum ríkisstjórnarinnar barin í gegn með aðeins fimm atkvæða meirihlHta. Iðja hefur þó um langt skeið verið höfuðvígi kommúnista í Reykjavík og sýna þessi úrslit vel hug hinna vinnandi stétta til aðgjörða ríkisstjórnarinnar, og jafnframt það að fjarri fer að verkalýðsfélögin styðji öll stefnu hennar. Fyrir tillögu kommúnista töl- uðu aðeins formaður félagsins, Björn Bjarnason og launaður starfsmaður þess, en þrír úr hópi Iðjufólks töluðu gegn tillögunni og fluttu eftirfarandi tillögu: Almennur fundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, mánudaginn 3. sept. 1956, harmar að núverandi ríkisstjórn skuli hafa gripið til þess óyndisúrræðis með útgáfu bráðabirgðalaganna frá 28. ágúst sl., lögbinda kaupgjald og skerða þar með kjör vínnustéttanna í landinu án þess að bera svo mikilvægar að- gerðir undir samþykki almennra félagsfunda í stéttaféiögunum. Telur fundurinn að með þess- um aðgerðum hafi ríkisstjórnin gert að engu samningsrétt verka- lýðsfélaganna í landinu og virt að vettugi vilja hins almenna launþega. Tillaga þessi kom ekki til at- kvæða, þar sem tillaga komm- ] únista var samþykkt, eins og fyrr segir, með aðeins 5 atkv. mun. Farið var fram á það við fundarstjóra (Björn Bjarna- son) að leynileg atkvæða- greiðsla yrði viðhöfð, en hann harðneitaði. Við þá lögleysu sat þrátt fyr- ir eindregin mótmæli fundar- manna. Þá báru fundarmenn fram til- lögu þess efnis að allsherjarat- kvæðagreiðsla færi fram, þegar kosnir verða fulltrúar Iðju á væntanlegt Alþýðusambandsþing í nóvember, en form. félagsins j neitaði að ræða þá tillögu, taldi' hana ekki tímabæra, stakk henni undir stól — og sleit fundi. f félaginu eru 1400 manns skv. upplýsingum formanns og ekkert sjálfsagðara en alls- j herjaratkv.greiðsla fari fram um kjör fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing, enda komast 1400 félagsmenn hvergi fyrir í fundarsal hér í bænum. — Sýnir framkoma kommúnista formannsins, hversu hræddir kommúnistaleiðtogamir eru við það að vilji allra félags- manna komi í ljós. Keppnlsför Vels í Þýzkalondi lokið MEISTARAFLOKKUR Vals hef- ur að undanförnu verið á keppn- isfeiðalagi um Þýzkaland og er það gagnkvæm heimsókn fyrir heimboð þýzkra knattspyrnu- manna á s.l. ári. Fyrsta leik sinn léku Valsmenn í Hamborg við lið Hamborgar og sigruðu Hamborgarmenn með 6 mörkum gegn 4. í liði Vals lék sem gestur Albert Guðmundsson. Þriðja leik sinn léku Valsmenn við úrvalslið frá Neðra Saxlandi og fór sá leikur fram í Hildes- heim, sem er skammt frá Hann- over. Þann leik vann Valur með 1:0. Félagsstjórninni hafa ekki bor- izt fréttir af öðrum leiknum, en einn félagsmanna fékk skeyti þar sem sagði að Valur hefði tapað með 10 mörkum gegn engu. En áreiðanlegar fréttir munu senn koma. Sá leikur fór fram í Hann- over. f dag (þriðjudag) halda Vals- menn til Lundúna. Síðar í vik- unni leika þeir við áhugamanna- íiðið Bishop Ruckiand í New- castle en 5 ensku landsliðsmann- anna sem hér voru eru í því fé- lagi. Heim koma Valsmenn með Gullfossi næst. Haustmótið: Þróttoi vann Víking 4:0 HAUSTMÓT Knattspyrnuráðs Reykjavíkur hófst á laugardag- inn var með leik milli Víkings og Þróttar. Þróttur bar sigur úr být- um með 4 mörkum gegn engu. Það var sviplítil knattspyrna sem þessi tvö annarar deildar lið Reykjavíkur sýndu. Lítið bar á vel upp byggðum leik og falleg- um en tilviljanir og klaufaskap- ur réðu mestu. Þróttarmenn voru vel að sigri komnir, því þó þei'rra knattspyrna væri langt frá að vera góð, var hún betri en knatt- spyrna Víkings og Þróttar-menn nýttu fallega nokkur þeirra tæki- færa er þeir fengu til marka. From-KR 1:1 ANNAR leikur Haustmótsins fór fram á sunnudaginn og léku þá Fram og KR. Einnig sá leikur var sviplaus og lélegur. Vantaði nokkra af „fastamönnum" beggja liða, baráttuviljí lítill og árang- urinn eftir því. Hvort liðið skor- aði 1 mark. Valur sat hjá í þessari fyrstu umferð Haustmótsins, en að henni lokinni er Þróttur efstur að stig- um — og mörkum. Akranes vann Akiireyri AKUREYRI, 3. sept. — Bæja- keppni í knattspyrnu, milli Akra ness og Akureyrar, fór fram á Akureyri s.l. laugardag. Sigraði Akranesliðið Akureyri, með 4:2. Annan leik léku sömu lið á sunnu daginn og sigraði Akraness þá einnig með 4:2. Dómari var Rafn Hjaltalín. Fjöldi fólks horfði á báða leikina. — Job.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.