Morgunblaðið - 04.09.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.09.1956, Blaðsíða 8
8 MORCUSBLAÐlfí ?»riðjudagur 4. september Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík tramkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: T/altýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Auglýsingar og afgreíðsla: Aðalstraeti 6. Sími 1600 Askriftargjald kr. 25,00 á mánuði innanlands. í iausasölu kr. 1,50 eintakið ,,Vinnustéttirnar" og vinir þeirra Í»AÐ er staðreynd, sem ekki verður sniðgengin, að enginn stjórnmálaflokkur er eins óvin- sæll meðal verkafólks, sjómanna, iðnaðarfólks og launafólks sjáv- arsíðunnar og Framsóknarflokk- urinn. Sætir það engri furðu. Framsóknarmenn hafa lítinn skilning haft á hagsmunum þessa fólks. Þegar þeir mynduðu sína fyrstu „vinstri stjórn“ árið 1934 kom það fljótlega í ljós að þeir höfðu lítinn áhuga á að tryggja afkomu verkafólksins. Þess vegna skapaðist þá atvinnu- leysi, sem olli sárri fátækt og bágindum á þúsundum verka- mannaheimila. Engu að síður kallaði þessi fyrsta vinstri stjórn Hermanns Jónassonar sig „stjórn hinna vinn andi stétta“! Nú hefur formaður Framsókn- arflokksins myndað aðra vinstri stjórn, að þessu sinni fyrst og fremst með atbeina kommúnista. Og nú segist Hermann Jónasson hafa sérstakan áhuga á að gæta hagsmuna „vinnustéttanna“. Enginn þarf að lá verkamönn- um, sem muna framkomu „stjórn- ar hinna vinnandi stétta“ á ár- unum fyrir stríð gagnvart verka- lýðnum þótt þeir mæti þessari nýju stjórn formanns Framsókn- arflokksins með nokkurri tor- tryggni. Það er nefnilega ekki nóg að hafa á sér „yfirskin guð- hræðslunnar en afneita henn- ar krafti“. Það er ekki nóg, að Hermann Jónasson fari fögr- um orðum um „vinnustétí'rn- ar“ og lofi þeim öllu góðu. Hann verður að sýna það í verki, að hann meini eitthvað með skrumi sínu. Reynsla verkalýðsins frá fyrri árum af stjórn Hermanns Jónassonar spáir ekki góðu. Fjandskapur Framsókn- ar við atvinnulífsupp- bygginguna E. t. v. sýnir fátt betur skiln- ingsleysi Framsóknar á hags- munum verkalýðsins en andstaða hennar gegn þeirri stórfelldu upp byggingu atvinnulífsins, sem Sjálfstæðismenn beittu sér fyrir í lok síðustu heimsstyrjaldar. Þá hömuðust þeir Hermann Jórias- son og Eysteinn Jónsson gegn kaupum nýrra togara, byggingu nýrra verksmiðja og reyndu að draga sem mest úr þátttöku bændastéttarinnar í nýsköpun ís- lenzks atvinnu ifs. Reykvískur verkalýður hefur alltaf haft glöggan skilning á raunverulegri afstöðu Fiamsókn- ar til „vinnustéttanna'*. Hann hefur dæmt hina gömlu maddömu eftir verkum hennar og fram- komu í garð verkalýðsins. Al- menningur í Reykjavík veit, að blíðmælgi Hermanns um „vinnu- stéttirnar“ er fals eitt, sem ekk- ert traust er á setjandi. Engin samráð við „vinnustéttirnar“ Það liggur nú ljóst fyrir, að forsætisráðherrann hefur farið með blekkingar einar, er hann lýsti því yfir í útvarpsræ^u sinni UTAN UR HEIMI cirmr Íí^óóóttu llCitti lieiííuchi l^jínu & k iíli í óencliráciim um daginn, að stjórnin hefði haft samráð við „vinnustéttirnar“ um setningu bráðabirgðalaganna. — Kommúnistar hóuðu saman skyndifundi með stjórnum verka lýðsfélaganna í Reykjavík degi áður en lögin voru birt. Á þess- um fundi var það lagt fram, sem ákveðið hafði verið af hálfu stjórnarinnar. Samtök verkalýðs- ins höfðu ekkert um það að segja. Við stjórn Stéttasambands bænda eða Búnaðarfélag íslands var aldrei rætt um málið. Þetta kallar Hermann Jónasson að hafa „samráð við vinnustétt-. irnar“ um hin þýðingarmestu mál. Þannig er það þegar komið í Ijós, að forsætisráðherrann mein- ar ekkert með hjali sínu um „sam ráð við verkalýðssamtökin“. Hann vill hins vegar að verka- lýðurinn haldi, ac) stjórn hans sé stjórn „vinnustéttanna" eins og hann vildi að hallærisstjórnin, sem hann veitti forstöðu fyrir stríð væri kölluð stjórn „hinna vinnandi stétta“. „Algert stríð“ við Sjálf- stæðisflokkinn Það er einnig allgóður mæli- kvarði á einingarvilja forsætis- ráðherrans, að hann telur á því höfuðnauðsyn, að „algert stríð“ verði háð við Sjálfstæðisflokk- inn. Ráða hans skuli hvergi leit- að í sambandi við ráðstafanir í vandasömum málum. 1 samræmi við þá skoðun forsætisráðherrans var enginn Sjálfstæðismaður skipaður í nefnd þá, sem stjórnin setti nýlega á laggirnar til þess að rannsaka ástand efnahagsmál- anna. Hvorki iðnaður né sjáv- arútvegur fengu þar heldur nokkurn fulltrúa. Ekki virðist þetta heldur miða að því að efla samstarf þjóðar- innar um lausn hinna þýðingar- mestu mála. Nær helmingur þjóð- arinnar skipar Sjálfstæðisflokk- inn og yfir 95% gjaldeyrisverð- mæta þjóðarinnar kemur árlega frá sjávarútveginum. Og hartnær 40% höfuðborgarbúa lifa á iðn- aði. Hin nýja ríkisstjórn kærir sig ekkert um samráð við þessa aðila. Við hverja vill hún þá hafa samráð? Við „vinnustéttirnar“, segir Hermann Jónasson. Eru sjómenn, sjávarútvegs- menn og iðnaðarmenn þá ekki „vinnustéttir“? Og eru þá engar „vinnu- stéttir“ í þeim stjórnmála- flokki, sem nær helmingur þjóðarinnar fyllir? Þjóðin sér í gegnum skrum Framsóknar um „vinnustétt irnar“. Og vinnustéttirnar sjálfar munu gjalda varhug við hinum nýju „vinum“ sín um. Framsókn hefur alltaf set- ið á svikráðum við þær. Hún gerir það einnig í dag. — eoa Lomin keim ? M, ikla athygli vakti það í síðustu viku, er tilkynnt var, að fyrirhuguð landskeppni Rússa og Breta í frjálsíþróttum félli niður, vegna þess að einn rússnesku íþróttamannanna, Nina Ponomareva, hefði verið ákærð fyrir að hafa stolið fimm höttum í verzlun einni í London. Rúss- nesku íþróttamennirnir voru 57 talsiris — og fararstjórarnir 10. Hélt hópurinn heim til Rússlands í gær. Mikill viðbúnaður hafði verið í Bretlandi vegna keppni þessarar, og höfðu um 60 þúsund aðgöngumiðar þegar verið seldir að keppninni. Einnig var búizt við því, að milljónir manna mundu horfa á keppnina í sjón- varpi, enda var hún almennt tilhlökkunarefni manna, þar eð margir af snjöllustu íþróttamönn- Om heims ætluðu að leiða saman hesta sína. Jilefni þess, að ekkert varð úr keppninni var, eins og J áður hefur verið sagt, að Nína j þessi Ponomareva var sökuð um var þegar kvödd á vettvang — og tókst að hafa hendur í hári hattaþjófsins. Hvort sem Nína hefur skilið ensku eða ekki — þá gat lögreglan ekki gert sig skiljanlega við hana — og hún virtist ekki skilja, að slíkt fram- ferði væri bannað í Englandi samkvæmt lögum. Fulltrúi frá rússneska sendiráðinu var þeg- ar kominn á staðinn samkvæmt beiðni lögreglunnar — og fékk hann því komið til leiðar að Ninu var sleppt gegn því loforði að hún mætti fyrir rétti, þegar mál hennar yrði tekið fyrir — og hún kvödd til. E nda þótt verðmæti hattanna fimm væri ekki meira en sem svarar 80 krónum íslenzk- um, varð þetta mál að ganga sinn vana gang. Nina varð að mæta fyrir rétti, bera fram vörn — og hlýða á dómsúrskurð. Daginn eft- ir var stefnan gefin út — og dómsforsetinn hrópaði nafn henn- ar fjórum sinnum upp í réttin- um, en ekkert svar barst. Hún var ekki viðstödd, og sýnt var, ★ hattaþjófnað — og mætti af ein- hvef jum ástæðum ekki fyrir rétti. Yfirvöldin sátu við sinn keip — svo sem lög gera ráð fyrir — og þegar umboðsmenn Ráðstjórnar- innar fengu engu um þokað, var ákveðið að senda íþróttagarpana heim aftur. Nína er 27 ára að aldri. Hún er kennari að mennt, gift lækni að nafni Romasehkova — og eiga þau eitt barn. Nína hefur mjög látið til sin taka á sviði íþróttanna, og hefur hún bæði orðið Evrópu- og Olympíu- meistari í kringlukasti. Á Olym- píuleikunum árið 1952 sigraði hún með miklum yfirburðum í þessari grein — með 45,05 m. kasti. r rekari málsatvik voru þau, að Nína fór út að verzla skömmu eftir að hún kom til London. Var hún stödd í Nerzlun einni í „West End“, og voru þar meðal annars á boðstólum kven- hattar. Fimm skrautlegir, ódýrir hattar lágu á verzlunarborðinu, er Nína kom inn — og hugsaði hún sig ekki tvisvar um, þreif hattana og æddi út. Lögreglan Hún er 27 ára að aldri og hef- ur bæði verið Evrópu- og Olympíumeist- ari. að hún ætlaði ekki að mæta. Þeg- ar í stað var gefin út skipun um að handtaka Nínu. Lögreglan gerði allt, sem í hennar valdi stóð, til þess að finna hana. Leit- að var í hótelinu og öllum þeim stöðum, sem líklegir voru taldir. Settur var vörður við öil skip, sem voru á leið til Rússlands — og einnig var haft samband við rússneska sendiráðið. Allt kom fyrir ekki. Enginn þóttist vita um ferðir Nínu. Meira að segja sagðist fararstjórinn ekkert vita, hvar hún héldi sig — og sama var að segja um sendiráðið. Nína Ponomareva er gift Romaschkova rússnesku íþróttamennirnir héldu heim þegar í stað. Kvað hann Nínu vera saklausa, en landar hennar kærðu sig ekkert um að hafa meiri samskipti við Breta á þessum-vettvangi að sinni, úr því að sakleysi hennar yæri ekki virt. J1 ararstjórinn var spurð ur að því, hvort Nína gæti ekki — úr því að hún væri saklaus — mætt fyrir rétti og sannað sak- leysi sitt. Fararstjórinn neitaði að gefa nokkur svör við þessari spurningu, en endurtók hins veg- ar, að Nína væri saklaus. Ekki vildi hann heldur ræða neitt um það — hvers vegna lögreglan handtók hana skömmu eftir að þjófnaðurinn var framinn — og það loforð rússneska fulltrúans, að Nína mundi mæta fyrir rétti, ef henni yrði sleppt þegar í stað. töðugur vörður er nú hafður um rússneska sendiráðið og öll þau skip, sem Nína gæti komizt með heim á leið. Ekki er loku fyrir það skotið, að hún sé komin heim, ef Rússar hafa laum- að henni um borð í skip sama kvöldið og þjófnaðurinn var framinn, en um slíkt verður ekki sagt með neinni vissu. Tass- fréttastofan rússneska segir, að þjófnaðarákæran á hendur Nínu sé uppspuni frá rótum — og hér séu að verki menn, sem séu fjand- samlegir Rússum. Þetta sé ein- ungis gert til þess að ala á tor'- tryggni í garð Rússa — í Eng- landi. Ef Nína er í rússneska sendi- ráðinu í London, mun henni senni lega verða smyglað úr landi á fölsuðu vegabréfi, en takist slíkt ekki verður hún sennilega komin úr þjálfun, þegar brezka lögregl- an hættir að gefa gætur hverri hreyfingu við rússneska sendi- ráðið. Ólafur Ág. Ólafsson Rvíkurmeisfari í golfi Á laugardaginn fór fram úr- slitakeppni um titilinn „Reykja- aíkurmeistari í golfi 1956“ og mættust í úrslitum Ólafur Ág. Ólafsson (íslandsmeistari 1956) og Ólafur Bjarki Ragnarsson. Var keppnin einhver sú harð- asta úrslitakeppni sem fram hef- ur farið hér. Leika átti 36 holur og að þeim loknum voru kepp- endur með jafnan höggafjölda. Var þá að halda áfram og 37. holuna sigraði Ólafur Ágúst og vann þar með titilinn. J ulltrúi rússneska am- bassadorsins fór þess á leit við brezka utanrikisráðuneytið, að sakir á hendur Nínu væru ómerk- ar gerðar. Utanríkisráðuneytið kvaðst ekki geta orðið við þeirri bón, þar sem það gæti ekki haft nein afskipti að gerðum lögregl- unnar. Þegar Rússar sáu það, að brezku réttvísinni varð í engu þokað, gaf forarstjóri íþrótta- mannanna út þá tilkynningu, að ekkert yrði úr keppninni — og Nýr aðsioðarlæknir í Bakkagerðishéraði Heilbrigðismálaráðuneytið hefur staðfest ráðningu Magnúsar Ágústssonar cand. med. & chir., sem aðstoðarlæknis héraðslæknis- ins í Bakkagerðishéraði frá 1. september að telja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.