Morgunblaðið - 04.09.1956, Blaðsíða 4
4
MORCVNBLAÐIÐ
P>ri(5j udagUr 4. september
í dag er 248. dag«ir ársins
ÞriSjudagur 4. september.
ÁrdegisflæSi kl. 5,44.
SíðdegisflæSi kl. 18,02.
Heilsuverndarstöðin er opin all-
an sólarhringinn. Læknavörður L.
E. (fyrir vitjanir) er á sama stað,
kl. 18—8. Sími 5030.
NælurvörSur er í Rvíkur-apó-
teki, simi 1618. — Ennfremur
eru Holts-apótek, Apótek Austur
bæjar og Vesturbæjar-apótek op-
in daglega til kl. 8 nema á laugar
dögum til kl. 4. Holts-apótek er
opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4
Hafnarf jarðar- og KeflavíUur-
apótck eru opin alla virka daga
frá kl. 9—19, laugardaga frá kl.
9—16 og helga daga frá kl. 13-16.
Húð- og kynsjúkdómadeild, Qpin
daglega kl. 1—2, nema laugardaga
kl. 9—10 f.h. Ökeypis lækningar.
AKUREYRI:
NæturvörSur er í Akureyrar-
apóteki, sími 1032. — Næturlækn-
ir er Sigurður Ólafsson, sími 1234
RMR — Föstud. 7. 9. 20. —
VS — Fr. — Hvb.
• Bruðkaup •
S.l. sunnudag voru gefin saman
í hjónaband af séra Garðari Þor
steinesyni Ásthildur Brynjólfs-
dóttir, skrifstofustúlka og Willi-
am Consterdine frá Los Angeles,
California.
Nýlega voru gefin saman í
bjónaband af séra Jóni Thoraren
sen ungfrú Auður Garðarsdóttir
og Jóhannes Bergsveinsson, stud.
med. Ungu hjónin tóku sér far
til útlanda.
• Hjónaefni •
Nýlega hafa opinberað trúlof
un sína Brynjólfur Aðalsteinsson,
Brautarholti, Dalasýslu og Ólafía
Jónatansson, Efsta-sundi 71, Rvílc.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Elin Ingólfsdóttir og
Guðmundur Jónsson, sjómaður, —
bæði til heimilis Hverfisgötu
92B.
• Afmæli •
70 ára er í dag, þriðjudag 4.
september, frú Hólmfríður Dam-
elsdóttir, Vesturgötu 16. Hún verð
ur í dag stödd á heimili dóttur
sinnar, Flókagötu 60.
90 ára er í dag frú Valgerður
Freysteinsdóttir Helgason, Elli-
heimilinu Grund í Reykjavik. —
Frú Valgerður er fædd að Hjalla
í Ölfusi hinn 4. september 1866
og voru foreldrar hennar merkis-
hjónin Frey-steinn Einarsson
bóndi á Hjalla og kona hans Val-
gerður Þorbjarnardóttir.
Um tvítugs aldur fluttist frú
Valgerður úr föðurhusum til
Reykjavíkur, þar sem hún hefur
siðan alið allan sinn aldur, að
undanslcildum 4 ánim, er hún var
búsett á Eskifirði.
Árið 1894 giftist hún Gisla
heitnum Helgasyni kaupmanni í
Reykjavík, en hann lézt árið 1911.
Þrátt fyrir hinn háa aldur er
frú Valgerður enn hin ernasta, að
öðru leyti en því, að sjónin er með
öllu horfin, en andlegum kröftum
heldur hún enn fullum.
1 dag, á níræðisafmælinu, dvel-
ur hún ásamt fjölskyldu sinni, á
heimili sonar síns Garðars S.
Gíslasonar, Silfurtúni F-2 (við
Haf narf jarðarveg).
Dansk kvindeklubb
heldur fund í kvöld kl. 20,30 í
Tjarnarkaffi, uppi.
Frá Rauða krossinum
Foreldrar barna, sem voru á
sumardvalarheimilum Rauða
krossins í sumar, vinsamlega vitj
ið óskilafatnaðar á skrifstofuna,
Thorvaldsensstrsoii 6, fyrir 20. þ.
m. — R. K. í.
Kirkjubygging
Óháða safnaðarins
Heitið er á safnaðarmenn að
gefa sig fram til sálfboðavinnu kl.
7 í kvöld. Þá verður unnið við
steypu.
Sólheimadrengurinn
Afh. Mbl.: N N kr. 60,00; móð
ir 100,00; H K 180,00.
Sera Garðar Svavarsson
er kominn' heim. Viðtalstími kl.
4—5, alla virka daga nema
laugardaga.
íl>róltamaðurinn
Afh. Mbl.: I Ó kr. 50,00; Ingi-
björg 50,00.
Félag austfirzkra kvenna
heldur árlega skemmtun sína í
Breiðfirðingaheimilinu kl. 8 n.k.
miðvikudag.
Gjafir til kirkjubyggingar
Ónáða safnaðarins
Ahent presti safnaðarins: Jón
frá Brún kr. 200, Ágúst Sigfús-
son kr. 20, Jónas Jónasson kr.
30, G Ó G 50,00; B J 100, N N
1.000, G Þ 2.000. — Kærar þakkir.
Safnaðarprestur.
Frá Verzlunarskólanum
Nemendur sem samkvæmt inn-
tökuprófi s. 1. vor, eru skráðir í
1. bekk, eru beðnir að koma til
viðt. í skólann á morgun, fimmtud.
6. sept kl. 5 síðd., ef þeir æskja að
taka þátt í enskunámskeiði því,
sem fyrirhugað er.
• Gengið •
Gullverð ísl. krónu.
100 gullkr. = 738,95 pappírskr.
1 Sterlingspund . . kr. 45.70
1 Bandaríkjadollar . — 16.32
1 Kanadadcllar ... — 16.40
100 danskar kr.....— 236.30
100 norskar kr.....— 228.50
100 sænskar kr.....— 315.50
ÖKUMENN’
Haíið þér hugleitt réttindi hins gangandi manns við merktar
gangbrautir? — Ef svo er ekki, þá lesið eftirfarandi ákvæði
úr Lögreglusarnþykkl Reykjavíkur:
„Við gangbrautir skulu bifreiðastjórar, hjólreiðamenn og
aðrir ökumenn gæta sérstakrar varkárni og nærgætni. Skula
þeir nema staðar við gangbrautir, ef vegfarandi er þar á
ferS framundan ökutækinu cða á leið í veg fyrir það. Enn-
fremur skulu ökumenn nema staðar við gangbrautir, ef
vegfarandi býffur sýnilega færis aff komast yfir götu, eða
er í þann veginn að fara út á gangbraut. Þegar ökumenn
af þessum ástæðum hafa numið staðar, skulu þeir bíða unz
hinir fótgangandl vegfarendur eru komnir leiðar sinnar.
Bannað er að stöðva ökutæki á gangbrautum eða þannig,
að nokkur lilnti þess taki inn yfir gangbraut, nema nauðsyn
beri til, svo sem til að forðast árekstur eða annaff slys“.
VEGFARENDUR!
Yffur eru lagðar eftirfarandi skyldur á herffar samkvæmt
lögreglusamþykktinni:
„Fótgangandi vegíarendur eru og skyldir til aff gæta al-
meimrar varkárni, er þeir leggja leið sína út á gangbrautir.
Sérstaklega skulu þeir gæta þess, að ökutæki, sem nálgast,
hafi nægan tíma og svigrúm til þess að nema staffar uían
markalínu gangbrautarinnar, ef þess cr þörf“.
U mferðarvikan
í DAG er til rnoldar borinn Jón
Guðnason, fisksali, Bergstaða-
stræti 44. Jón var íæddur þann
25. maí 1877 að Þorleifskoti í
Hraungerðishreppi, sonur hjón-
anna Þuríðar Hannesdóttir og
Guðna Felixsonar, er þar bjuggu.
Ungur fluttist Jón til Reykjavík-
ur og stundaði hér ýmis algeng
störf lengst af sjómennsku, fyrst
á þilskipum, síðar á togurum eft-
ir að þeir komu til sögunnar
Var hann meðal annars á íogar-
anum Nirði, er honum var sökkt
í fyrri heimsstyrjöld.
Eftir að Jón hætti sjómennsku,
lagði hann stund á fisksölu og
vann þau störf og önnur, sem
hann tók sér fyrir hendur, með
dugnaði og samvizkusemi, þar
til heilsa hans bilaöi fyrir nokkr-
um mánuðum siðan.
Þegar fyrri heimsstyrjöldinni
lauk, var hart í búi hjá mörg-
um hér í bæ vegna dýrtíðar af
völdum ófriðarins. Nokkur verka
lýðsfélög mynduðu því samtök
um, að útvega almenningi í bæn-
um góðan og ódýran fisk til
neyzlu. Var Jón fenginn til að
vinna að þessu ásamt þeim
Steingrími Magnússyni og Egg-
ert Brandssyni.
Þegar þessi starfsemi hætti á
vegum verklýðsfélaganna, stofn-
uðu þeir félagarnir og ráku fisk-
sölu á torginu við gömlu stein-
bryggjuna undir nafninu Jón og
Steingrímur. í byrjun seinni
100 finnsk mörk .... — 7.09
1000 franskir frankar . — 46.63
100 belgiskir frankar . — 32.90
100 svissneskir fr. .. — 376.00
100 Gyllini ............ — 431.10
100 tékkneskar kr. .. — 226.67
100 vestur-þýzk mörk — 391.30
1000 Lrrur ..............— 26.02
• Söfnin •
Listasafn Einars Jónssonar:
Opið daglega frá kl. 13,30 til
15,30 e.h.
Listasafn Ríkisins er til húsa
í Þjóðminjasafninu. Þjóðminja-
safnið: Opið á sunnudögum kl.
13—16.
Náttúrgripasafnið: Opið á
sunnudögum kl. 13,30—15, þriðju
dögum og fimmtudögum kl. 14—
15.
Hvað kosíar undir bréfin?
1—20 grömm:
Fltigpóstur. — Evrópa.
Danmörk ..... 2,30
Finnland .... 2,75
Noregur ....... 2,30
n — mlimifig
heimsstyrjaldar stofnuðu þeir
Jón og Steingrímur fyrirtækið
„Fiskhöllin“. Má segja að þeir
hafi verið brautryðjendur og lagt
grundvöll að nútíma dreifingu
og verzlun með fiskafurðir til
neyzlu innan bæjar.
Arið 1906 gekk Jón að eiga
ágælis konu, Höllu Ottadóttir
ættaðri af Akranesi, sem á nú
á bak að sjá ástkærum eigin-
manni eítir rúmlega 50 ára sam-
búð. Þau hjónin eignuðust 4
börn, Björgvin, kaupmann, gift-
ur Þórunni Björnsdóítur. Vilberg,
hjólreiðaviðgerðarmann, giftur
danskri konu Rigmor fæddri
Hansen. Hallfríði, gift Gísla Guð-
mundssyni, málara og Unni, gift
Börge .Jönsson, veitingamanni.
Jón Guðnason var einn í hópi
þeirra dugmiklu alþýðumanna,
sem um og eftir síðustu aldamót
urðu að heyja lífsbaráttuna við
erfiðustu skilyrði. í hópi þeirra,
sem fengu menntun sína í hörð-
um skóla lífsins, og sem mað
dugnaði sínum og atorku lögðu
grundvöllinn, að þeim framför-
um, sem velmegun þjóðarinnar
í dag byggist á. Þessir menn áttu
þá ósk heitasta, að ávöxturinn
af starfi þeirra kæmi fram í
bættri lífsafkomu þeirra, sera
áttu að erfa landið.
Jón tók mikinn þátt í félags-
störfum og var traustur og góður
félagsmaður. Hann tók mikinn
þótt í störfum verklýðshreyfing-
arinnar á fyrstu árum hennar
og var einn af stofnendum Sjó-
n.annafélags Reykjavíkur og var
gerður að heiöursfélaga þess fyr-
ir vel unnin störf.
Þann 1. desember 1904 gerðist
Jón einn af stofnendum Góð-
templarastúkunnar Víkings nr.
104, sem þá var stofnuð af nokkr-
um hásetum af fiskiskipum, sem
gerð voru út hér í bæ. Ber það
vott um stefnufestu Jóns, að alla
tíð síðan hélt hann tryggð við
stúku sína og hugsjónir Góð-
templarareglunnar og var einn
af beztu félögum hennar allt til
hinztu stundar. í þau rúm 50
ár, sem Jón var meðlimur Góð-
templarareglunnar, gegndi hann
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
stúku sína og aðrar deildir regl-
unnar af trúmennsku og lipurð.
Hann var traustur í hverju máli,
sem tók hug hans. Fastur fyrir
og einbeittur í skoðunum. Dreng-
skaparmaður og hjálpfús þeim,
er til hans leituðu. Hann. var
vinur vina sinna en átti enga
óvini. Hann hafði verið kjörinn
heiðursfélagi Stórstúku íslands,
Umdæmisstúku Suðurlands og st.
Víkings nr. 104.
Vil ég að endingu fyrir hönd
félaga Jóns í st. Víking nr. 104
flytja alúðarfyllstu þakkir fyrir
fórnfús störf og vináttu með þess-
ari vísu úr Hávamálum:
Deyr fé
deyja frændr
deyr sjalfr hit sama
en orðstírr
deyr aldrigi
hveims sér góðan getr.
Sv. J.