Morgunblaðið - 06.09.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.1956, Blaðsíða 8
8 MORCU \BL 4Ð1F> ■Flmmtudagur 6. sept 1956 Útg.: H.f. Árvakur, Heykjavík Bramkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: úaltýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Askriftargjald kr. 25,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1,50 eintakið Afstaðan til sérfrœðinga fyrr og nu ENGINN íslertzkur stjórnmála- flokkur hefur lagt eins mikla áherzlu á það og Sjálfsíæðis- flokkurinn að skapa skilning þjóðarinnar á skaðsemi verð- bólgu og dýrtíðar. Leiðtogar flokksins hafa varað almenning alvarlega við kapphlaupinu milli kaupgjalds og verðlags. Því mið- ur hafa þær aðvaranir ekki bor- ið nægilegan árangur. Þess vegna er nú komið sem komið er, að framleiðslutækin eru mörg sokk- in í fen hallareksturs og víkis- sjóður verður að greiða of fjár til stuðnings atvinnutækjunum. Það fé verður síðan að inn- heimta með tollum og sköttum. Sjálfstæðismenn hljóta að fagna því, að nú, þegar komm- únisíar og Alþýðuflokkurinn eru komnir í ríkisstjórn, taka þeir undir aðvörunarorð þeirra og lýsa því yfir, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft rétt fyrir sér er hann brýndi fyrir launþegum, að kauphækkanir, sem fram- leiðslan gæti ekki risið undir væru ekki aðeins gagnsiausar heldur beinlínis skaðiegar. Þessar játningar hinna svo- kölluðu „verkalýðsflokka" eru mikill sigur fyrir Sjálfstæðis- menn. Verkalýðurinn hefur nú fengið það staðfest svart á hvítu, að hann hefur verið herfilega blekktur af þeim, sem hann fól forystu samtaka sinna. Komm- únistar lugu að honum þegar þeir héldu því fram, að kaup- hækkanirnar, . sem knúnar voru fram með stórverkföllunum í fyrravetur fælu í sér kjarabæt- ur honum til handa. Sjólfstæðis- menn höfðu hins vegar mann- dóm í sér til þess að segja verka- lýðnum satt. En fyrir það köll- uðu kommúnistar þá „verkalýðs- böðla“ og „arðræningja“. Þannig kemur sannleikurinn ævinlega í ljós að lokum. Engin nýjung Þær ráðstafanir, sem ríkis- stjórnin hefur nú gert til þess að stöðva verðbólguna fela hins vegar ekki í sér neina nýjung. Sjálfstæðismenn hafa oft áður, einnig í samvinnu við aðra flokka, beitt sér fyrir festingu kaupgjalds og verðlags. En kommúnistar hafa þá barizt gegn þeim eins og ljón og ævinlega orðið vel ágengt í að sprengja alla varnargarða, sem reistir hafa verið gegn dýrtíð og verðbólgu. Þaff elna, sem er nýtt nú, er það, að kommúnistar játa, aff þeir hafi fariff meff fals og blekkingar, þeir hafi gegn betri vitund hvatt verkalýff- inn til þess að eyðiieggja alla viffleitni til þess aff hindra kapphiaupið mdli kaupgjalds og verfflags. Áður hefur verið bent á, að ástæða þessarar afstöðu komm- únista nú, er sú, að þeir þurftu að kaupa sig inn í ríkisstjórn til þess að koma stærsta áhugamáli sínu, einangrun Islands frá vest- rænum þjóðum, í framkvæmd. Erlendir sérfræðingar Ríkisstjórnin hefur nú fengið tvo erlenda sérfræðinga til þess að leggja sér ráð í sambandi við aðgerðir í efnahagsmálum okk- ar. Er gott eitt um það að segja. Færir og dugandi hagfræðingar, innlendir og erlendir, geta vafa- laust gefið góð ráð um það, hvemig við vanda okkar skuli snúizt. Verður þá einnig að vænta þess, að ráðum þeirra verði fylgt. En í þessu sambandi mætti á það minna, hvernig kommúnist- ar snerust við þvi, er minui- hlutast j órn S j álf stæðisf loltksins fékk tvo íslenzka hagfræðinga, þá dr. Benjamín Eiríksson og pró- fessor Ólaf Björnsson til þess veturinn 1949—1950 að gera til- lögur um úrræði til lausnar ís- lenzkum efnahagsmálum. Þá voru þessir íslenzku hagfræðing- ar hundeltir og svívirtir daglega í blöðum kommúnista. Sérstak- lega var dr. Benjamín lagður í einelti af ritsóðum kommúnista. Var honum sérstaklega fundið það til foráttu, að hann hefði starfað við fjármálastofnun í Ameríku og hefði jafnvel stund- að nám í þeirri heimsálfu!! A hitt var ekki minnzt, að dr. Benjamín hafði getið sér frá- bæran orðstír, bæði í amerískum háskóla og hjá þeirri fjármála- stofnun, sem hann síðan gerðist starfsmaður hjá vestanhafs. Ráð sótt til Ameríku En svo hlálegá viil til, aff ríkisstjórnin sækir nú sér- fræðinga sína til sömu fjár- máiastofnunar og dr. Benja- mín vann hjá þegar fyrrver- andi ríkisstjórnir kvöddu hann lieim til íslands frá Ameríku. Var annar þessara sérfræffinga undirmaffur hans en hinn vann viff hliðstæð störf. Kommúnistar telja það nú mik- ið afrek að hafa fengið þessa efnahagsmálasérfræðinga frá Ameríku. Þegar íslenzkur maður, sem hafði getið sér frábæran orðstír, var hins vegar fenginn frá sömu stofnun i sömu heims- álfu, ætluðu kommúnistar vit- lausir að verða! Þannig er samræmið í orðum og athöfnum kommúnista. Nú hæla þeir sér af að hafa fengið fjármúlasérfræðinga frá Amer- íku til þess að kryfja íslenzk efnahagsmál til mergjar og gera tillögur um nýjar leiðir til lausn- ar erfiðleikum atvinnuveganna. Verður ráðum sérfræð- inganna fylgt? Þegar Sjálfstæðismenn leit- uðu tillagna sérfræffinga um leiðir til úrbóta í íslenzkum efnahagsmálum var tillögum þeirra í affalatriðum fylgt. Og þær báru í upphafi mikinn og góðan árangur. Kommún- istum tókst hins vegar að hindra framkvæmd þeirra þegar á leiff. En fylgir núverandi ríkis- stjórn tillögum þeirra sér- fræðinga, sem hún hefur hvatt sér til affstoðar? Viff bíðum og sjáum hvaff setur. UTAN UR HEIMI Zsranóbir lœndur t U-^fdL ffijílýaót heim otj J^ranófur íancllu'ma & framtíS í fátækasta og niður- níddasta héraði Suður-Frakk- lands — héraðinu, þar sem Poujade hefur unnið hvað mest fylgi — á sér nú stað bylting — stórfelld bylting, sem gefur Frakk landi enn nýja von um betri fram tíð. Þúsundir franskra bænda, sem búið hafa í Norður-Afríku, hafa sagt skilið við heimkynni sín, vegna þess ótrygga ástands, er þar ríkir nú — og flutt aftur heim til gámla landsins. Mestur hluti þeirra hefur setzt að í Suður-Frakklandi, þar sem hing- að til hafa verið lítt búsældar- um að láta til skarar skríða og uppræta hina frumstæðu bænda- menningu. O kyndilega hafa við- horfin breytzt. Norður-Afríku- menn af frönskum ættum hefur að undanförnu drifið að, og þeir hafa reynzt kærkomnir nýbyggj- ar. Fólksstraumurinn hófst árið 1954, þegar nokkrir franskir land- nemar í Túnis seldu jarðir sínar [ þar, vegna þess að þeir gátu ekki lengur stundað atvinnuveg sinn. Hinir arabisku þjóðernissinnar verðgildi jarðanna meira en tvö- faldazt. Jr að er þessum ötulu landnemum að þakka, að fransk- ur landbúnaður eygir nú betri tíma og langtum betri afkomu. Kotbændurnir hafa vart áttað sig á þessum snöggu umskiptum. Verð jarðanna hefur stigið — og þeir, sem áður gátu ekki selt jarðir sínar — bjóða jarðirnar nú hverjum, sem vera vill, til kaups —■ og sækja síðan atvinnu sína til stórbændanna, sem rísa upp hver öðx’um. ötulli. E f mannflutningar þess ir halda áfram um sinn í jafn- miklum mæli og hingað til, munu þeir færa Frökkum í heild mikinn auð. Fyrst og fremst veitir þetta nýjum krafti inn í franskan land- búnað og gefur frönskum bænd* um um gervallt landið gott for- dæmi. í öðru lagi er það eitt höfuðviðfangsefni Frakka í Norð- ur-Afríku að vernda Frakka og eignir þeirra þar i landi — og legar jarðir ög kot, sem franskir smábændur hafa hokrað á af lítilli fyrirhyggju og — látið hverjum degi nægja sína þján- ingu. Afríku-landnemarnir hafa nú margir hverjir fengið víðlend landflæmi til umráða á þessum slóðum — og með atorku og dugn aði hafa þeir sýnt það, að enn er kjarni í hinu franska blóði. 1. essi hluti Suður-Frakk lands hefur um árabil valdið ríkis stjórninni miklum áhyggjum. Þar í héruðunum umhverfis Toulouse og Lot, hafa bændur verið á einna lægstu menningarstigi. Gengið hefur verið á frjósemi jarðarinnar af mikilli fávizku. Býlin minnka óðum, búnaðar- hættirnir eru mjög frumstæðir — og stjórnarvöldin hafa ekki séð annað til úrbóta síðustu árin en að hálda lífinu í íbúunum með opinberum stuðningi. Stuðningur þessi hefur samt ekki getað orðið það mikill, að hægt hafi verið að gera byltingu í búnaðarháttum, en stjórnarvöldin hefur dreymt í Marokkó hafa Berbarnir hrakið Frakka úr landi. Mynd þessi er tekin er styrjöldin þar stóð sem hæst, og sýnir hún nokkra Berba, sem gefizt hafa upp fyrir Frökk- um. — fóru með báli og brandi yfir landið — og franskir menn máttu þakka fyrir að sleppa lifandi. vissulega mun þetta létta her- kostnað þeirra og flýta fyrir þeirri þróun, sem óhjákvæmileg er þar. Það mun stytta þann tima, sem franskur her verður í Norður Afríku — og flýta fyrir því, að löndin þar fái sjólfstæði. i E r tiT Frakklands kom, hófúst þeir handa um að reyna að útvega sér landrými. Þeir buðu mikla peninga fyrir hvern landskika — já, svo mikla, að frönsku kotbændurnir í Suður- Frakklandi gátu bókstaflega ekki sagt nei. Landnemarnir tóku í þjónustu sína nýtízku vinnuvélar, og á einu ári tókst þeim að marg- falda uppskeruna frá því, sem hún hafði áður verið. Þeir voru sæmilega efnum búnir og vörðu öllum fjármunum sínum til að auka frjósemi jarðarinnar. Þeir notuðu nær 20-falt áburðarmagn við það, sem áður hafði verið notað — og á tveim árum hefur Styrjöld hefur varað í Pyrenea-f jöllum í átta ár Madrid, 3. sept. — HIÐ heimsþekkta blað ABC í Madrid, sem er helzta mál- gagn einvaldssinna og eitt af fremstu morgunblöffum Mad- ridborgar, segir, aff á árunum 1944 til 1952 hafi átt sér staff stöðugir bardagar í Pyrenea- fjöllunum, milli vinstrisinn- affra innrásarsveita frá Frakk- landi og spænskra stjórnar- sinna. Fyrsta stóra innrásin var gerð árið 1944, og hinar leyni- legu aðalstöffvar í Toulouse í Frakklandi réffu yfir 8000 manna liðsafla. Innrásarher- mennirnir voru búnir nýtízku hergögnum og þungavopnum. Þeir réðust yfir landamærin frá miðhluta Suffur-Frakk- lands og gerðu ráff fyrir aff ná iskyndiáhlaupi til Navarra, Giupuzcoa og gegnum Aran- dalinn niður til Aragon. Hermennirnir bjuggust viff, aff þeim yrði tekiff opnum örm um, en spænskar hersveitir, landvarnarliff og vopnuð lög- regla veitti harðvítugt viffnám og 40% féll af liði innrásar- manna. Skæruhernaffur átti sér staff öffru hverju allt til ársins 1952. ABC, sem rýfur þögnina um þessi mál, krefst þess, aff stjórnin gefi opinbera skýrslu hiff fyrsta. þriðja lagi kemur þetta ekki ainungis landbúnaðin- um í Suður-Frakklandi til góða, því að mikil atvinna mun skapast umhverfis atorkumennina — og verkamenn og iðnaðarmenn, sem undanfarið hafa haft lítið að bíta og brenna á þessum slóðum, eygja nú einnig betri tíma. Fx’önsku stjórnarvöldin líta því með vel- þóknun á flutninga þessa frá Afríku til heimalandsins, enda er efnahagur Frakklands þannig, að allur stuðningur er þeginn með þökkum — hvaðan, sem hann kemur. E, ins og allar nýjungar, hafa hinir breyttu búnaðarhætt- ir í Suður-Frakklandi skapað mörg vandamál. Kotbændurnir, sem selt hafa jarðir sínar land- nemunum, rækta nú þá jörð fyrir nýbyggjana, sem áður var þeirra eigin. Velgengni -nýbyggjanna^er mikil — og hafa kotbændurnir fyllzt mikilli öfund vegna þessara snöggu umskipta. Hefur þetta einnig orðið til þess að auka fólksstrauminn úr sveitunum til bæja og borga — en þar er það húsnæðisskorturinn, sem ætíð er vandamál dagsins. Þó eru miklar vonir bundnar við olíufundinn í Suðvestur-Frakklandi, og vonast menn til, að þar rísi innan tíðar upp iðnaður, sem veitt geti mikl- um hluta af hinum uppflosnuðu bændum næga atvinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.