Morgunblaðið - 16.09.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1956, Blaðsíða 2
2 MORGVKBLAÐIÐ Sunnudagur 16. sept 1956. í dag: lokodagur í Tívolí Í.B. gengsf þoi fyrír Qölbreyttri skemmtun ID A G er ÍR-dagurLnn í Tívoli. Nokkurs konar lokadagur eftir góðviðrasamt hagsiætt sumar. Verður margt til skemmtunar í garðiaum, reiptog yfir tjörnina, naglaboðhlanp, bráðskemmtilegur leikur, gjafapakkar úr flugvél, þar sem m. a. eru ávísanir á 2 reið- hjól og loks gilda aðgöngumiðar sem happdrættismiðar og er vinn- ingurinn 500 krónur. SITUR SYIP Á BÆINN Má gera ráð fyrir fjölmenni í garðinn, enda er það venja t.d. í nágrannalöndunum, að bæjar- búar kveðji skemmtistaði sína vel áður en þeir ljúka starfsemi sinni á sumri hverju. Tivoli er vissuiega farið að setja sinn svip á bæinn á sumr- in, og má þar einkum og ekki hvað sízt nefna tvær fegurðar- samkeppnir kvenna, sem fram hafa farið í Tívolí á þessu sumri og báðar telcizt vel og vakið mikla eftirtekt. Ætla má að nú sé þetta orðið svo fastur liður í starfsemi garðsins, að Reykvíkingum þætti Frjálsíþrótta- keppni á Akureyri Frjálsíþróttakeppni verður haldin á Akureyri í dag á veg- um íþróttabandalags Akureyrar. Alls taka 4 Ungmennasambönd þátt í þessari keppni. Þau eru auk Akureyringa, Ungmenna- samband Eyjafjarðar, Ung- mennasamband Kjalarnesþings og íþróttabandalag Keflavíkur. Allir beztu frjálsíþróttamenn þessara sambanda taka þátt í keppninni sem fer fram á hinum glæsilega leikvangi Akureyr- inga. Skíðasombandið 10 óra Framhaldsþingið haldið í október FRAMHALDSÁRSÞING Skíða- sambands Ísíands verður haldið á Akurejrri 7. okt. n. k. Verður þar tekið fyrir m. a. álit nefndar sem skipuð var til að athuga um fjáröflunarmöguleika og fjárhags áætlun verður afgreidd. Þá verð- ur og kosin stjórn lögum sam- kvæmt. Um kvöldið verður minnzt 10 ára afmæli sambandsins. Rétt til þingsetu eiga 25 full- trúar frá 12 samböndum og sér ráðum og eigi þeir að tilkynna þátttöku til stjórnar SKI fyrir 1. okt. súrt í broti, ef ekki yrði efnt til slíkrar keppni í framtíðinni. SÍBASTA ORÐIÐ í dag nota vafalaust margir síð- asta tækifærið til að dvelja í Tivoli. Það er vel til fallið, að ÍR, sem á garðinn og rekur hann und ir sérstakri stjóm, skuli sjálft hafa þar síðasta orðið. með góðri skemmtun fyrir unga og gamla. Valur og Fram leika í dag LOKSINS er nú unnt að halda íslandsmótinu í knattspyrau á- fram. Tveir leikir mótsins eru eftir og á Valur þá báða. Hinn fyrri fer fram í dag og er við Fram. Næsta sunnudag mun svo mótinu ljúka með leik milli Vals og KR og verður það úrslitaleik- ur mótsins. Staðan i mótinu er nú þessi: Akranes 5 3 11 17:6 7 KR 4 3 10 13:7 7 Valur 3 3 0 0 8:3 6 Fram 4 2 0 2 8:7 4 Akureyri 5 1 0 4 3:13 2 Víkingur 5 0 0 5 6:19 0 "’TTA er hún gæsamamma, i bregður sér í bíó slund- i. Á dögunum hitti ljós- ndari blaðsins, Gunnar inar, hana og var hún þá ) fara í Tjarnarbíó. Efttr- randi samtal áttt sér stað: R. — Góðan daginn frú gæsamamma. m. — Bra-rab. Sæll vert þú piitur minn. 5.R. — Og þú ert að bregða þér i bæinn. 4m. — Rab. Ég var að hugsa um að skreppa í bíó. Heyrðu. Ég hef ekki séð hlöðin í morgun. Er Andrés fornvinur minn Önd ekki í Tjarnarbíói í dag. G.R. — Nei, því miður. En ég held að það sé anzi skemmtileg mynd, sem heitir „Bak við fjöllin háu“. Sm. — Já, einmitt. Bra — rab — rab. Það var gaman. Ég hef ekki lengi brugð- ið mér í slíkt ferðalag. Ég skelii mér. Blessaður á meðan Gunnar minn. ★ ★ ★ Gm. — Rab. Já, þú sagðir nokkuð. Þetta var bara allra ánægjulegasta mynd. Skilaðu kveðju til hans Friðiinns, Gunnar minn. — Brab — rab — rab. Sigorður Nordul sjötugur V Gönilu húsin verði fjarlægo Á FUNDI bæjarráðs á föstudag- inn var lagt fram bréf nokkurra fasteignaeigenda við Hverfis götu, þar sem farið er fram á, að fjarlægð verði gömul timbur- hús sem standa út í götuna. Jafn- framt er farið fram á, að gang- stéttir götunnár verði hellulagð- ar. Þessu erindi var vísað til um- sagnar bæjarverkfr. Fœreyingar vilja fœreyskan biskup 400 ár síðan biskupsstóllinn var lagður niður FYRIR tæpum 400 árum eða árið 1557 var færeyski bisk- upsstóllinn í Kirkjubæ á Straum- ey lagður niður, og ræða Færey- ingar nú um það sín á milli, að halda beri hinn sögulega 400 ára dag hátíðlegan næsta ár, og þá aðallega á þann hátt, að þjóð- kirkja Færeyinga komist aftur í færeyskar hendur, undir umsjá þarlends biskups. FÆREYSKTJR PRÓFASTUR Kom þtítta mál mjög til um- ræðu í Færeyjum fyrir skömmu, ; þegar Suhr, biskup kaþólsku Ikirkjunnar dönsku, kom í heim- sókn til Færeyja í tilefni 25 ára afmælis ný-kaþólsku kirkjunnar í Færeyjum. En þjóðkirkja Fær- eyinga er að sjálfsögðu lútersk, og er æðsti maður hennar nú séra Jóensen, prófastur í Þ'órs- höfn, sá er nýlega heimsótti ís- land, sem fulltrúi Færeyinga á Skálholtshátíðinni. TÍMI TIL Finnst Færeyingum of langur tími hafa liðið milli hiskupsvitj- ana til eyjanna síðan þeirra eig- in biskupsstóll var lagður niður, en biskupinn yfir Færeyjum er búsettur í Danmörku. IVERKUM Sigurðar Nordals kennir margra grasa. Geð hans og gáfur hafa sízt verið við eina fjöl felldar. En það sem okkur hlýtur að vera hugstæðast í dag er hans meginafrek og mesta ástgjöf til þjóðar sinnar — allt sem hann hefur til þess gert, að hefja til hæsta gildis okkar dýrustu eign, fornmenntir ís- lands. Hann er sá af öllum fslending- um, sem komizt hefur til mestrar skilningar á þessum fornu mennt- um, bæði um djúpsæi á hinztu rök, og um bjarta og mikla yfir- sýn yfir líf og hugmyndaheim í heiðnum dómi, og allt sem þar á rætur. Það er hugsanlegt að aðrir eigi eftir að skrifa enn betur um nýrri tíma skáld en Nordal hefur gert. En það er ekki hugsanlegt að nokkru sinni verði skrifað af dýpri skilningi og fegurri um skáldskap Egils Skallagrímssonar og Völuspá, en annars staðar leitað í framtíðinni að hinzta skilningi á þessum fyrstu og enn í dag mestu kvæðum íslendinga. Nordal er einn þeirra manna, sem um má segja að komið hafi „þegar Fróni reið allra mest á“, það er að segja íslenzkri menn- ingu. Það hefði verið mjög til- finnanlegt, ef koma hans hefði dregizt öllu lengur. Því það fylg- ir vandi þeirri vegsemd, að eiga mikla erfðamenningu, og á skorti, að við værum þeim vanda vaxn- ir. íslenzkir fyrirrennarar Non dals í norrænum fræðum höfðu unnið mikið verk, safnað hand- ritunum, varðveitt þau, kynnt sér sögu þeirra, borið þau sam- an, annazt útgáfur, skýrt fymdan orðaforða tungunnar, tekið saman kvæðin — allt ómet- anlegt brautryðjendastarf. En ný gcrð af vísindamanni varð að taka við þar sem sleppti verki Finns Jónssonar og Björns M. Ólsens, í senn lærdómsmaður og listamaður, gæddur hinni „and- legu spekt“ margslungnu sálar- lífi, fjölþættum gáfum, og loks tungutaki snillingsins, svo að þjóð hans öll, ekki aðeins fræði- menn, yrði aðnjótandi af verki hans. Því að hver þjóð á bók- menntir liðins tíma aðeins að svo miklu leyti, sem hún skilur þær lifandi skilningi. Það sem þurfti var maður, sem hefði lærdóm og ímyndunarafl, raurisæi og djúp- sæi til þess að gjörþekkja og endurlifa forna tíma hins heiðna dóms og alls sem frá honum var runnið, blanda geði við kynslóð- irnar, öld af öld, sjá þær og heyra, gerast handgenginn trún- aðarvinur skáldanna — og steypti síðan upp allri þeirri þekking, sem var í molum, og, allri þeirri vitneskju, sem var öðrum þræði persönuleg reynsla hins skyggna manns, í heildar- mynd af íslenzkri fornmenningu. Og þetta varð hið mikla æviverk, sjálf konungshugsjón Sigurðar Nordals, sem eins af stórmennum íslenzkra bókmennta. Fyrsta bindi þessa verks er þegar komið, fjallar um heiðinn dóra og þjóðveldið, og við þykj- umst vita að næsta bindið muni vera um sögumar og aðrar bók- menntir fram að endalokum fornrar ritaldar. Nú þegar er hægt að fullyrða, af upphafi verksins, að þetta muni verða ein mesta bók, sem íslendingur hefur skrifað, að frumleik og auði hugmynda, að mannviti og snilld, og eitt aðalbókmenntaaf- rek þessarar aldar. Ekki þarf að efa að Nordal hef- ur horft í fleiri átt en eina þegar hann ungur skyggndist um eftir heillandi lífsverki. Eg þykist skilja, að mestu hafi ráðið um val hans, að honum hafi fund- izt, eins og Guðbrandi Vigfús- syni, að beztu menn á landi hér hefðu lifað í heiðni og „siðan aldregi komið þeirra líkar“. Við höfum að minnsta kosti orð Nor- dals sjálfs fyrir því, að „á anda heiðninnar lifðu íslendingar, bæði í bókmenntum og siðferði“ ekki aðeins í heiðnum sið, heldur og „sínar fyrstu kristnu aldir og sínar beztu aldir“. En það sem Nordal er að leita að, í öllu sem hann hefur skrifað um íslenzka menning'u, foraa og nýja, er hvorki heiðinn siður né kristinn, né neinn annar, vegna fróðleiks um siði sem sérstakt fyrirbrigði, heldur leitar hann að manngildi þjóðar sinnar, og spyr hvernig öllu því, sem mestu skiptir í mannlegu lífi, hafa farn- azt undir örlagamætti menning- áhrifa og siða. Þess vegna minna bækur hans, flestu framar sem nú er skrifað, á allt sem mest er í fari íslenzkr- ar þjóðar, og hún má sízt glata eða gleyma, ef hún, á að verða langlíf í landi sínu. Nordal lætur bráðlega af starfi sem sendiherra, fyrir sakir ald- urs, og íslenzk ritmenning heimt- ir krafta hans aftur óskipta. Er slíkt meira fagnaðarefni én orð fá lýst. Enn er hann svo ungur í bragði, að tvítugir menn vel- flestir sýnast hrein dauðyfli í samanburði við hann, Frjóvasta og afkastamesta skeið Voltaire varð milíi sextugs og áttræðs. Eitthvað svipað má segja um Georg Brandes. Eg er ekki í nein- um vafa um, að Nordal á eftir að minnsta kosti tíu til fimmtán af sínum albeztu árum. Kristján Albertssoru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.