Morgunblaðið - 16.09.1956, Blaðsíða 12
voncTjvnr/jniÐ
Suniwdagur 18. sept. 1958
%
— Vr heimi fónlisfarinnar
Tími tónlistarhdtíðanna
SUMARIÐ er tími tónlistarhátið- EDINBORGARHÁTBÐIN
kórsöngs frá því snemma á 18.
anna, sem á síðustu árum setja
í vaxandi mæli svip sinn á lista-
líf margra þjóða. Slík hátíðahöld
eiga sér raunar langa sögu, þótt
aldrei fyrr hafi þau náð slíkri
útbreiðslu sem nú, á árunum eft-
ir síðari heimsstyrjöldina. Sumir
telja, að þau eigi ætt sína að
rekja til leikanna, sem haldnir
voru í Delfí í fornöld Apolló til
heiðurs. Sama kyns voru og
keppnismót trúbadúranna á mið-
öldum. Á síðari öldum hafa verið
haldnar tónlistarhátíðir til dýrð-
ar St. Cecilíu, vemdardýrlingi
tónlistarinnar, og á síðustu tveim
öldum hafa slíkar hátíðir verið
helgaðar minningu mikilla tón-
snillinga eða til þess ætlaðar að
kynna og ryðja braut nýrri eða
lítt þekktri tónlist. Af slíkum há-
tíðum mun hin árlega hátíð Al-
þjóðasambands nútímatónskálda
vera einna merkust. Er hún hald-
in í sambandslöndunum til skipt-
is, nú í sumar í Stokkhólmi, og
hafa nokkrir tónleikar þeirrar
hátíðar verið fluttir í útvarp hér.
MIKILSVERÐ
ATVINNUGREIN
Til viðbótar þeim hátiðum, sem
standa á gömlum merg og sumar
eiga sér langa samfellda sögu,
hafa á síðasta áratug sprottið
upp tónlistarmót í tugatali í
mörgum löndum, og eru fáar þjóð
ir í hinum menntaða heimi, að
íslendingum undanskildum, sem
ekki hafa upp á að bjóða fleiri
eða færri árlegar hátíðir af þessu
tagi. Sums staðar eru þær helgað-
ar leiklist og jafnvel fleiri list-
greinum jafnframt tónlistinni.
Freistandi er að hugsa sér, að
þessi mikla hreyfing eigi rætur
sínar í vaxandi áhuga almenn-
ings og ráðamanna fyrir fögrum
listum. En þetta mun því miður
vera mjög hæpin tilgáta. Það
hefir sem sé komið í ljós, að há-
tíðirnar eru ekki aðeins mikil-
vægar fyrir listina, heldur eru
þær einnig mikilsverð landkynn-
ing og auglýsing fyrir viðkom-
andi land og borg, draga að ferða
mannastraúm og verða mörgum
manninum drjúg tekjulind. Þær
eru með öðrum orðum orðin mik-
iisverð atvinnugrein.
Bezta dæmið um þetta er ef til
vill hin árlega tónlistar- og leik-
listarhátíð í Edinborg, sem nú er
um það bil að ljúka í tíunda
skipti. Hún mun vera einna um-
fangsmest allra þessara hátíða.
Þar eru haldnir tugir tónleika af
öllu tagi, margar óperur sýndar
og ballettar, auk þess leilcsýn-
ingar, kvikmynda- og myndlist-
arsýningar. Þessi hátíð hefir al-
þjóðlegan svip, listamenn eru
sóttir til hennar úr öllum lönd-
um, en lítið gert til að halda
brezkri eða skozkri list á lofti,
enda mun hátíðin hafa orðið lítil
lyftistöng almennu tónlistarlífi
Edinborgar. En hún er stórfelld-
ur atvinnuvegur, þarna velta
upphæðir, sem mundu nema tug-
um milljóna í íslenzkum krón-
um, gestir þyrpast að úr öllum
heimsálfum, auk þess sem tón-
leikum hátíðarinnar er útvarpað
heimshornanna á milli. Eftir-
tektárvert er það, að sjaldan eru
flutt í Edinborg tónverk, sem
þeim er annars fylgjast nokkuð
með í tónlist, er veruleg forvitni
á að heyra. Flest eru það gamíir
kunningjar. Hins vegar er kapp-
kostað að fá til starfa á hátíðinni
hina frægustu túlkandi lista-
menn. Má því segja, að aðalgildi
Edinborgarhátíðarinnar felist í
því, að þar getur að heyra á
skömmum tíma mikið af tónlist
vel flutt. En þangað er fátt ný-
stárlegt að sækja og varla nokk-
uð, sem ekki má heyra næstum
árlega í hvaða stórborg sem er.
AÐRAR BREZKAR HÁTÍÐIR
Mjög margar aðrar tónlistar-
hátíðar eru haldnar í Bretlandi
á ári hverju, þótt íburðar og við-
höfn sé þar minni en í Edinborg,
og munu sum þessi mót eiga sér
lengri samfellda sögu en nokk-
ur önnur af þeim, sem enn eru
haldin reglulega, Má þar einkum
nefna hina árlegu söng- og skálda
keppni (Eisteddfod) í Wales, sem
heimildir eru um frá 7. öld, og
ennfremur „þriggja kóra“ hátið-
ina, sem haldin er til skiptis í
borgunum Worcester, Gloucester
og Hereford og hefir komið mjög
við sögu enskrar kórtónlistar og
öld. Auk óperuhátíðarinnar í
Glyndebourne, sem áður hefir
verið sagt frá hér í blaðinu, er
sérstök ástæða til að minnast
tónlistarhátíðarinnar í Chelten-
ham, sem hófst 1945 og er helguð
nýrri enskri tónlist. Alls hafa
verið haldnar í Bretlandi að und-
anförnu fast að 30 tónlistarhátíð-
um árlega.
ÞÝZKAUAND
í Vestur-Þýzkalandi eru nú í
sumar og haust haldnar ekki
færri en 26 meiri háttar tón-
listarhátíðir, auk minni háttar
móta. Margar þeirra eru helg-
aðar Mozart að miklu eða öllu
leyti vegna 200 ára afmælis hans.
Einnig ber mikið á verkum eft-
ir Schumann (100. ártíð hans) og
Max Reger (40. ártíð). Sumstað-
ar er lögð höfuðáherzla á flutn-
ing nýrrar tónlistar. Svo var t. d.
í Túbingen og Frankfurt í vor.
í Wiesbaden var um sama leyti
fjölbreytt óperuhátíð, en í Bonn,
fæðingarborg Beethovens, voru
verk hans eins og jafnan áður
rúmfrekust á efnisskránni. í
Dusseldorf var haldin hin svo-
nefnda Niederheinische Musik-
fest, sem rekur sögu sína aftur
til ársins 1817 og stóð ef til vill
með mestum blóma undir stjórn
Mendelsohns 1833—46. í Wurz-
burg og Ludwigsburg-voru haidn
ar miklar Mozart-hátíðir. Hin
árlega Wagner-hátíð í Bayreuth
stóð frá því seint í júlí fram und-
ir ágúst-lok. Um þessar mundir
er að ljúka mikilli óperuhátíð í
Múnchen, þar sem fluttar voru
aðallega óperur eftir Mozart og
Richard Strauss, og síðari hluta
þessa mánaðar stendur fyrir
dyrum fjölbreytt tónlistar og!
balletthátíð í Berlín. í október
og nóvember verða svo haldnar
hátíðir til kynningar á nýrri tón-
list í Donaueschingen og Brauns-
chweig.
ÖNNUR EVRÓPULÖND
í flestum öðrum löndum Ev-
rópu eru sams konar hátíðir
haldnar, sem of langt yrði upp
að telja. Þeirra meðal er hin
mikla Mozart-hátíð, sem árlega
er haldin í Salzburg í Austur-
Ég fann gamalt hesthús,
en þar sat eg oft áður og las
meðan ég leit eftir kúnuiai
ÉG KOM HINGAÐ 13. júlí og
fór þá beint norður í Eyjafjörð,
en hingað til lands hef ég ekki
komið síðan ég fór vestur um
haf árið 1910, sagði frú Sigríður
Sigurðardóttir frá Litla-Hóli í
Eyjafirði, er blaðið átti nýlega
▼ið hana stutt viðtal.
— Erindið var að hitta systkini
mín, sem búa þar nyrðra, frú
Jóhönnu á Akureyri og Jónas
bónda á Guðrúnarstöðum í Eyja-
firði.
— Svo við byrjum við brott-
för yðar af landinu — hvers
vegna fóruð þér vestur um haf?
— Ég átti bróður í Kanada og
mig langaði til þess að nema
hjúkrunarfræði. Ég hafði lokið
gagnfræðaprófi frá Gagnfræða-
skólanum á Akureyri. Fyrst eft-
ir að ég kom vestur tók það mig
18 mánuði að þjálfa mig svo í
málinu að ég gæti hafið nám
við hjúkrunarkvennaskóla. Að
náminu loknu hélt ég til New
York og nam þar kvensjúkdóma-
og yfirsetufræði. Síðan fór ég
aftur norður til Winnipeg og
stundaði þar hjúkrun þar til árið
1920.
__ En hafði yður aldrei flogið
í hug að koma heim aftur og
setjast að hér á landi?
— Jú, að vísu — og þó. Ég
gifti mig vestra árið 1916. Mað-
urinn minn, Georg Preston White,
gegndi herþjónustu í Englandi og
Frakklandi á fyrri stríðsárunum
og þegar hann kom heim hætti
ég fljótlega við hjúkrunarstörfin.
Ég hafði hugsað mér að skreppa
í heimsókn hingað 1918, en það
fórst fyrir. Fyrst bjuggum við
hjónin í Winnipeg í eitt ár eftir
stríðið en fluttum síðan á bú-
garð manns míns, sem er í
Snowflake í Manitoba. Á búgarð-
inum var ræktað sérstakt korn
sem eingöngu var selt sem sáð-
korn.
— Og þið hjónin hafið auð-
viíað eignazt börn?
— Jú, við eigum sex börn,
fimm stúlkur og 1 dreng og með (
þeim höfum við búið í Winnipeg
síðan 1944 einkum til þess að þau
gætu stundað þar nám.
— Já, úr því farið er að minn- |
ast á börn yðar, þá mun ein af
dætrunum hafa lent í smá ævin-.
týri í sambandi við krýningu '
Elísabetar Bretadrottningar. —
Hvernig atvikaðist það allt sam-
an?
— Já, það var svolítið skemmti-1
legt við það. Betty dóttir okkar |
skrifaðist á við ungt fólk í ýms-
Sigriður White: — Þar sem kúa-
gatan lá, er nú slétt tún.
um löndum eins og títt er um
unglinga. Og þessir pennavinir
skiptust á smágjöfum fyrir jólin
og við hátíðleg tækifæri. Um
þetta leyti var mikill skortur á
nælonsokkum m. a. í Englandi
og notaði Betty þá gjarna sem
gjöf. Þegar hún hafði heyrt að
svona mikill nælonsokkaskortur
væri í Englandi datt henni í hug
að tilvalið væri að senda Elísa-
betu prinsessu sokka svo að hún
þyrfti ekki að vera í óvönduðum
sokkum við krýninguna. Við hin
í fjölskyldunni vissum ekkert um
Iburður og viffhöfn setja svip á Edinborgarhátíðina. Viðstödd
setningarathöfnina var að þessu sinni Elísabet Bretadrottning
ásamt Filippusi hertoga og Margréti prinsessu. Myndin sýnir loka-
atriði hins svonefnda „Festival Tattoo ‘, sem er eins konar skraut-
sýning sögulegs efnis. Þar koma fram hundruð pilsklæddra Skota
með Xúðrablæstri og sekkjapípuleik.
ríki, fæðingarborg Mozarts. I
Vínarborg er einnig á hverju
sumri haldin umfangsmikil tón-
listar- og leiklistarhátíð, sem
stendur heilan mánuð. I Amster-
dam og Haag (Scheveningen) í
Hollandi eru einnig haldnar víð-
frægar hátíðir. Þá er hin árlega
vorhátíð í Prag, í Frakklandi há-
tíðirnar í Aix-en-Provence og
Cannes, að ógleymdri hátíðinni,
sem haldin er í franska sveita-
þorpinu Prades í Pyreneafjöllum,
en þar dvelzt spænski cellósnill-
ingurinn Pablo Casals í útlegð
sinni og seiðir til sín listamenn
og áheyrendur úr öllum heims-
álfum til að njóta og taka þátt
í flutningi tónlistar. Skilyrði eru
þama að flestu leyti mjög frum-
stæð til slíkra hátíðahalda, en
hinn aldni snillingur (hann verð-
ur áttræður á þessu ári) skapar
þetta. En svo kom að því að
hún fékk svar við gjöfinni, sem
var boð í brúðkaupið, en svo var
með alla sem gjafir höfðu sent.
Þegar svo þetta vitnaðist töldu
Kanadamenn heppilegt að Betty
væri fulltrúi ungu kynslóðarinn-
ar í Kanada við krýninguna.
Betty var algerlega kostuð af
blaðinu Winnipeg Free Press og
send með henni sérstök fylgdar-
kona svo og blaðaljósmyndari,
sem síðan sendi myndir og frá-
sagnir af ferð hennar. Þetta var
skemmtilegt ævintýri fyrir hana,
en hún varð síðar blaðakona hjá
þessu sama blaði. Hún er nú
gift kona og á tvö börn.
— Og hvað segiff þér svo um
komuna heim aftur?
— Mér finnst hér allt vera
breytt nema fjöllin og lækirnir
og mér finnst breytingarnar hafa
orðið til batnaðar. Það eru svo
miklar frajnfarir að það er alveg
ótrúlegt. Ég ferðaðist mikið hér
um, en mér fannst ég ekki vera
komin heim fyrr en ég kom að
Litla-Hóli.
— Og funduff þér nokkrar gaml
ar minningar þar?
— Já, ofurlítið. Ég leitaði fyrst
að kúagötunni, en fann hana
ekki, því að þar var nú slétt tún.
En ég fann gamalt hesthús, en
þar sat ég oft áður og las, meðan
ég leit eftir kúnum.
— Ég veit þér móffgizt ekki,
þótt ég spyrji yffur, frú Sigriffur,
hvaff þér séuff orffin gömul?
— Nei, nei. Ég er orðin 64 ára.
Og mér finnst þetta vera mesta
unun sem ég gat hugsað mér að
koma heim aftur á æskustóðv-
Frh. á bls. 19.
þar slíkt andrúmsloft virðingar
og sannrar ástar á listinni sem
óvíða á sinn líka. Sá viðskipta-
bragur, sem í vaxandi mæli ein-
kexmir tónlistarhátíðirnar víða
annars staðar, þekkist þar ekki.
Casals verður líka gott til hjálp-
armanna. Meðal nánustu sam-
starfsmanna hans í sumar var
Rudolf Serkin.
$
BANDARÍKIN
Kunnasta tónlistarhátíð Banda
ríkjanna er vafalaust Berkshire-
hátíðin, sem haldin hefir verið
árlega síðan 1934 í grennd við
Stockbridge í Massachusetts. Síð-
an 1936 hefir Sinfóníuhljómsveit-
in í Boston borið þar hita og
þunga dagsins, og stjórnandi
hennar á árunum 1924—49, Serge
Koussevitzky, var um árabil
helzti forystumaður hátíðarinn-
ar. í sambandi við hana hefir
verið rekinn einskonar sumar-
skóli fyrir tónlistarmenn, og svip-
uð námskeið eru í tengslum við
ýmis önnur tónlistarmót í Banda-
ríkj unum.
Á mörgum tónlistarhátíðum í
Bandaríkjunum er höfuðáherzla
lögð á að kynna ameríska tón-
list. Á hátíð Eastman tónlistar-
skólans í Rochester í New York-
ríki hafa t. d. verið kynnt nærri
hálft annað þúsund tónverka eft-
ir Bandaríkjatónskáld á 25 árum.
Ýmsir háskólar beita sér líka fyr-
ir tónlistarmótum í þessu skjmi,
svo og Listasafn ríkisins í Was-
hington, en það hefir fullskip-
aðri sinfóníuhljómsveit á að
skipa til sinna þarfa, Loks hafa
útvarpsstöðvar efnt til tónlistar-
hátíða til kynningar á nýrri tón-
list.
NORRÆN TONLISTARMÓT
Norrænar tónlistarhátíðir hafa
verið haldnar í höfuðborgum
Norðurlandanna til skiptir öðru
hverju síðan 1888, hin síðasta og
þrettánda í röðinni hér í Reykja-
vík sumarið 1954. Norrænt
kirkjutónlistarmót hafði verið
haldið hér nokkru áður, og má
það teljast hin fyrsta tónlistar-
hátíð, sem hér fór fram, ef sleppt
er llstamannaþingunum, sem að
nokkru leyti hafa borið svip ís-
lenzkra tónlistarhátíða.
Á síðustu árum hafa Norður-
löndin reynt að tolla í tízkunni
og hafa komið sér upp árlegum
tónlistarmótum. Má þar einkum
nefna Grieg-hátíðina í Bergen og
Sibeliusar-hátíðina í Helsinki,
sem báðar hafa getið sér mik-
inn orðstír.
J. Þ.