Morgunblaðið - 16.09.1956, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐID
Sunnudagur 16. sept. 1S56
Hjörtut Þorkelsson 60 úru
HJÖRTUR PORKELSSON,
Heiðarvegi 6, Keflavík, verður
sextugur á morgun. — Hann er
fæddur að Ölvaldsstöðum í Borg-
arhreppi 17. september 1896. -—
Hann fluttist ungur til Akraness
og átti þar heima lengst af, en
bjó þó nokkur ár í Reykjavík,
þar til nú fyrir fáum árum, að
hann fluttist tíl Keflavíkur,
byggði sér þar ágætt hús og hef-
ur búið svo um sig þar, að allt
bendir til þess að Hjörtur hyggi
ekki til frekari búferlaflutmnga.
Um ættlegg Hjartar er mér
ekki kunnugt. En ef máltækið er
rétt, að sjaldan falii eplið langt
frá eikinni, þá mun Hjörtur af
góðu íslenzku bergi brotinn, því
að af hans fundi gengur maður
jafnan heilli í huga og betri ís-
lendingur, þvi að bak við hina
látlausu og hógværu frásögn hins
seðrulausa manns, sem fer um
hafið í leit að björg, skynjar
maður gleðina í undirvitundinni
og íinnur hjartaslög íslenzkrar
náttúru.
Snemnia mun hafið hafa náð
föstum tökum á huga Hjartar og
gerði hann sjómennsku að ævi-
starfi. Mun rúm hans jafnan
hafa þótt vel skipað. Um eitt
skeið reri hann á opnuni vélbát
frá Akranesi, vestur undir Mýr-
ar, var þá oft einn. Munu þess-
ar ferðir hafa verið æði áhættu-
samar og ekki fært öðrum en
æðrulausum þrekmönnum. Varð
Hjörtur manna kunnugastur á
þessum slóðum. Var hann þvi
fenginn til leiðsögu, þegar björg-
unarsveit Akraness var kvödd til
aðstoðar er franska hafrann-
sóknarskipið Pourquoi Pas? fórst
í fárviðri við Mýrar 16. sept.
fyrir réttum 20 árum. Fyrir þátt-
töku sína þar hlaut Hjörtur heið-
ursmerki franska lýðveldisins.
Hjörtur er giftur ágætri konií,
Magneu Jensdóttur. Hefur hún
jafnan staðið einhuga við hlið
manns síns í lífsbaráttunni, og
meiga þau hjón nú með gleði
skyggnast til baka og horfa yfir
farinn veg. Þau eiga 3 mannvæn-
Kyiiningarvika
M I
Kynningarfundur með sendinefndunum frá Sovétríkj-
unum kl. 2 í dag, sunnudag, í Gamla Bíói.
Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, flytur erindi
og sýnir kvikmynd.
Hallgrímur Jónasson flytur ræðu.
Formenn sendinefndanna flytja ávörp.
Operusöngkonan Tatjana Lavrova og píanósnll-
ingurinn Dimitri Baskíroff skemmta.
leg börn, sem nú hafa öll eignazt
sín eigin framtíðarheimili.
En frá heimili þeirra nú blasa
við ævintýralöndin, sem fyrr á
árum báru í sér fyrirheitin:
Akranes, Reykjavík, Faxaflói —
staðirnir, þar séna beztu mánn-
dpmsárin liðu og margar hug-
Ijúfar, minningar eru bundnar
við.
Gæfa þeirra hjóna var eigi að-
eins sú að sjá inn á fyrirheitnu
löndin, heldur einnig að fara um
á þau og njóta þeirra.
Góði vinur! Innilegar þakkir
fyrir góðar samverustundir og
megi íslenzk byg'gð enn njóta
krafta þinna og heilinda um mörg
ókomin ár. E. K. E.
Ný búð í Keflavílt
KEFLAVÍK, 14. sept.
KAUPFÉLAG Suðurnesja bauð i
dag fréttamönnum og öðrum gest
um að skoða nýja kjörbúð að
Hringbraut 55 hér í Keflavík, er
opnuð verður á morgun, laugar-
dag. Er verzlunin í nýju húsi, sem
Kaupfélagið hefir reist og er hún
búin fullkomnustu tækjum kjör-
búða eftir nýjustu fyrirmyndum.
Er kjörbúð þessi hin fimmta
slíkra verzlana, er kaupfélögin
hér á landi hafa opnað á einu ári.
Deild þessi er teiknuð af Teikni
stofu SÍS og innréttingar eru all-
ar smíðaðar hérlendis. Þeir, er
sáu um byggingu hússins eru
eftirtaldir menn:
Þórarinn Ólafsson, trésmíða-
meistari, Valdimar Gíslason, múr
arameistari, Guðbjörn Guðmunds
son, rafvirkjameistari, Jón Ás-
björnsson, pípulagningameistari
og Guðni Magnússon, málara-
meistari.
í búðinni er fullkominn kæli-
útbúnaður fyrir hina ýmsu vöru-
flokka. Eru tveir kæliklefar fyrir
mjólk og kjöt og auk þess frysti-
hólf, er viðskiptavinir afgreiða
sig sjálfir úr. í þessari nýju búð
verður auk nýlenduvörunnar selt
kjöt mjólk og brauð. Þessi nýja
búð kaupfélagsins er staðsett í
vesturhluta bæjarins, í nýju
hverfi. Hefir verið þar verzlunar
laust og langt fyrir íbúa hverf-
isins að sækja nauðsynjar sín-
ar. Bætir því verzlunin úr brýnni
þörf Vesturbæinga.
MatráBskona
og tvær stúlkur til aðstoðar í éldhús óskast 1. okt.
Mötuneyti skólanna, Laugarvatni,
Uppl. í síma 9, Laugarvatni.
Tilkynning frá Olíufélögunum
Olíufélögin hafa ákveðið að frá og með 17. þ.m. skuli
gjald fyrir þvott á bifreið á þvottastöðvum íélaganna
vera sem hér segir:
Fyrir 4-manna bifreið kr. 15.00
Fyrir 6-manna bifreið — 20.00
Gjald fyrir að setja keðjur á skal vera kr. 10.00.
OLÍUFÉLÖGIN
Sendisveinn
Oss vantar nú þegar dreng eða stúlku til léttra sendi-
ferða hálfan eða allan daginn. Upplýsingar í skrifstofu
vorri á mánudag kl. 10—12 f.h.
Vátryggingafélagið hf.
Klapparstíg 26
30 manna bifreið ekið
austur til Hornafjarðar
Langferðabifreiðin í Almannaskarði.
Þann 10. júlí sl. fór 30 manna
bifreið norður og austur um land
áleiðis til Hornafjarðar. Það var
vinnuflokkur Páls Guðjónssonar
húsasmiðameistara í Reykjavík,
sem þátt tók í ferðinni. Bílstjóri
var hinn þjóðkunni Ingimar
Ingimarsson, en bíllinn var af
gerðinni Ford B600 model 1953.
Þegar lagt var upp í ferð þessa
var lagt út í óvissu, því óljósar
fregnir voru fyrir hendi um veg-
inn fyrir Berufjörð og um Lóns-
heiði. Töldu margir að vegurinn
væri algerlega ófær svo stórri
bifreið sem R-5484, sem Ingimar
ætlaði með. En eins og áður er
um getið er Ingimar þjóðkunn-
ur bílstjóri eltki sízt þegar um
ófærur er að ræða. Hann lét
ekki á svarinu standa þegar ég
bað hann um að fara þessa ferð.
Hæfileikar Ingimars komu bezt
í ljós á leiðinni frá Berufirði til
Hornafjarðar. Leiðin er seinfar-
in og mætti geta þess að bíllinn
var 14 tíma frá Egilsstöðúm til
Hornafjarðar, með matarhléum
þó. Til baka fór Ingimar með
tóman bíl og var þá mun fljót-
ari eða 9 tíma með nokkurn veg-
inn stanzlausum akstri.
Vegurinn fyrir Berufjörð er
eins og áður um getur mjög sein-
farinn svo stórum bílum sem
þessum, en að sögn Ingimars þarf
mjög lítið að gera við veginn, til
þess að hann megi teljast mjög
sæmilegur. Á Lónsheiði eru enn
Til sölu
Fasvél, frystikerfi og búðardiskar í kjötverzlun.
Upplýsingar í síma 82245.
HjáSparmótorhJóI
Ný sending af hinum þekktu þýzku GÖEBEL- hjálp-
armótorhjólum til sölu og sýnis á Flókagötu 45. (Einnig
um helgar og á kvöldin). Mjög hagstætt verð. Afborg-
unarskilmálar.
Smáíbúðir
Lagtækur maður, sem ræður yfir nokkru fé og flutn-
ingabíl vill stofna til smáiðnaðar með manni sem hefir
húspláss og iðnkunnáttu. — Tilboð, sem geti starfsemi,
sendist Morgunblaðinu fyrir 19. þ.m. merkt: 1929 — 4320.
duglegur og ábyggilegur, óskast.
Meðmæli æskileg.
, fmifíUZHtii,
Laugavegi 8!
mjög slæmir kaflar, þrátt fyrir
miklar lagfæringar á veginum.
Sem dæmi þess má geta, að í á-
ætlunarbifreið sem gengur frá
Hornafirði til Austfjarða er fólk-
ið látið ganga á tveimur stöðmn
á heiðinni. Ekki kærði Ingimar
sig um að láta fólkið ganga og
vissi það ekki fyrr en hann var
kominn yfir verstu kaflana. Nú
standa fyrir dyrum vegabætur
miklar á Lónsheiði svo ætla
mætti að þetta verði fært öllum
bílum innan skamms tíma og er
það vel því þessi landshluti er
lítt þekktur af þjóðinni, en um
fegurðina er ekki að spyrja.
Á Hornafirði vakti koma bif»
reiðarinnar mjög mikla eftirtekt,
enda er þetta langstærsta bif-
reiðin, sem þangað hefir kom-
ið. Ég vil fyrir hönd ferðafélag-
anna þakka Ingimar fyrir hana
ágæta akstur og þennan ágæta
farkost sem hann lét í té í þessa
ferð. Fararstjóri.
Athugasemd um *
fegurðardrotlningu
Á FORSÍÐU blaðsins „Frjáls
þjóð“ í gær, laugardag, birtist
grein eða frétt undir fyrirsögn-
inni „Fegurðardrottning íslands
amerískur ríkisborgari.“ í grein
þessari er fullyrt að Ágústa Guð-
mundsdóttir (að vísu ekki nafn-
greind) verði ekki íslenzkur rík-
isborgari, þegar Lundúnakeppn-
in fer fram í næsta mánuði, og er
svo að skilja, að val á fegurðar-
drottningu hér að bessu sinni sé
„ekki hneykslislaust fyrir land
og þjóð“ væntanlega af því að
hún er trúlofuð bandarískum
manni.
Áður en lengra er farið skal
„Frjáls þjóð“ upplýst um það,
að íslenzk kona, sem giftist
Bandaríkjamanni, fær ekki
bandarískt ríkisfang sjálfkrafa
við það, heldur mun það taka
hana um 5 ár að verða ríkisborg-
ari Bandaríkjanna.
Þetta hefði „Frjáls þjóð“ getað
aflað sér upplýsinga um, ef það
hefði vakað fyrir blaðinu að
skýra rétt frá.
En grein þessi er að öðru leyti
rrámunalega ósmekkleg og ræt-
in. Mönnum er spurn. Er íslenzk-
um stúlkum ekki leyfilegt að
giftast mönnum af hvaða þjóð-
erni sem er, án þess að verða
fyrir lævíslegu aðkasti á opin-
berum vettvangi?
Höfundur þessarar nafnlausu
greinar í „Frjáls þjóð“ ætti að
skammast sín fyrir þennan sam-
setning, og allt heiðarlegt fólk
hlýtur að hafa andstyggð á þess
konar vinnubrögðum.
Fegurðardrottningin, sem val~
in var sl. miðvikudag stendur
jafnrétt eftir þessa lúalegu
árás, og mun óefað verða landi
sínu og þjóð til sóma á erlendum
vettvangi.
Hitt ber að harma, að nokkurt
blað á íslandi skuli fást til að
birta lesefni af því tagi, sem hér
hefir orðið að umtalsefni.
Það skal að lokum tekið fram,
að öll dagblöð bæjarins hafa
farið vinsamlegum og prúðmann-
legum orðum um þessa fegurðar-
samkeppni og þátttakendur i
henni.
Einar A. Jónsson.