Morgunblaðið - 16.09.1956, Blaðsíða 20
Veðrið
SV katdi rigning öðru hvoru
212. tbl. — Sunnudagur 16. september 1956
Reykjavíkurbréf
er á bls. 11.
Dr. Sigurbar Nordai
íslenzkri menning
ómetanlegt gagn
Frá IMordalshátiðinni
i Þjóðleikhúsinu
hefir unniö
Framsal lóða
rætt í bæjarráði
Á FUNDI sínum á föstudaginn
var rætt í bæjarráði úm framsal
réttinda á lóðaúthlutun og var
gerð um það svohljóðandi sam-
þykkt:
NORDALSHÁTÍÐ Almenna bókafélagsins í Þjóðleikhús-
inu í fyrrakvöld var með miklum ágætum. Leikhúsið
var fullskipað og hylltu áheyrendur dr. Sigurð Nordal að
lokum, er hann hafði ávarpað hátíðargesti með stuttri ræðu
af sviði leikhússins. — Var hátíð þessi vegleg afmælis-
minning þessa merka fræðimanns og rithöfundar.
Bæjarráð samþ., að framvegis
skuli taka fram í tilkynningum
um lóðaúthlutun til aðila, er fá
lóðir til byggingar á eigin íbúð-
um, að framsal þeirra réttinda,
áður en lóðasamningur er gerð-
ur, muni því aðeins leyft, að gilö
ar ástæður séu til slíks að dómj
bæjarráðs. Jafnframt muni bæj-
arráð áskilja sér rétt til að kaupa
þau mannvirki, er kunni að vera
komin á viðkomandi ióð, eftir
reglum laga.
KR og AKRANES
keppa ó
Akranesi
í DAG fara fram á Akranesi 3
knattspyrnuleikir, sem ætla má
að verði hver öðrum skemmti-
legri. Leikirnir hefjast kl. 2.
Liðin sem leika eru í meistara-
flokki eða 1. deild KR og Akra-
nesliðið. Er víst að hvorugur gef-
ur sinn hlut fyrr en í fulla hnef-
ana samkvæmt venju. f 1. flokki
— eða 2. deild mætir lið frá
Akranesi liði Suðurnesjamanna
MERK ÁHRIF
í upphafi flutti dr. Þorkell Jó-
hannesson rektor háskóla ís-
lands, stutt erindi um dr. Sigurð
Nordal, líf hans og starf. Rakti
hann £ fáum orðum æviferil dr.
Sigurðar og ritverk hans, hin
djúpu og varanlegu áhrif, sem
hann hefir haft á íslenzkar bók-
menntir síðustu fjörtíu árin.
Dr. Þorkell minntist og á hið
mikla starf dr. Sigurðar við að
kynna og vekja áhuga erlendra
fræði- og vísindamanna á ís-
lenzku fomöldinni og íslenzkum
fræðum. Við tilkomu dr. Sigurðar
á völl íslenzkra fræða hefði
rannsókn þeirra tekið nýjan svip
og lagt hefði þar verið inn á nýj-
ar brautir.
SNJALL FRÆÐARI
Þá minntist dr' Þorkell og dr.
Sigurðar Nordals sem afburða
kennara, og kvaðst þar tala af
reynslu sem einn af mörgum
lærisveinum hans. Þar hefir skáld
ið án efa komið fram í störfum
hans, slík var nærfærni hans og
háttvísi í kennarastóii, ásamt
lifandi skýrleika.
Dr. Sigurður Nordal á
KAFLAR ÚR VERKUM
DR. SIGURÐAR
Þá voru fluttir kaflar úr verk-
ura dr. Sigurðar Nordals, bæði
fagurbókmenntum hans og fræði-
ritum. Gerðu það 14 leikarar
Þjóðleikhússins. Lárus Pálsson
annaðist þennan þátt dagskrár-
innar og las hann sjálfur Þulu.
og Valur Gíslasan fiuttu.
kafla um Þingvöll úr íslenzkri
menningu, þeir Gestur Pálsson
og Valur Gíslason fóru með
Ferðin sem aldrei var farin og
fleiri leikarar lásu úr Hel. Þá
var leikinn einn þátturinn úr
leikriti dr. Sigurðar, Uppstigning.
RÆÐA DR. SIGURÐAR
sjötugsafmælinu
Að lokinni hátíðinni var dr.
Sigurði Nordal og konu hans
haldið hóf í Þjóðleikhúskjallar-
anum og var þar hinn mesti vina-
fagnaður.
og í 3. aldursflokki mætast lið
frá sömu aðilum.
Nú fá Akurnesingar loks tæki-
færi til að sjá KR og lið sitt
leika á Akranesi. öðrum sem
áhuga hafa skal bent á að Akra-
borgin fer uppeftir kl. 1 e. h.
Rödd Bolla hljómar
allan sólarhringinn
hjá Loftleiðum
Sjálfvirkt símsvörunartœki tekið í notkun
Undir lokin var dr. Sigurður
Nordal kallaður fram á sviðið
með lófataki og hylltu áheyrend-
ur hann ákaflega. Gunnar Thor-
oddsen borgarstjóri steig fram og
ávarpaði dr. Sigurð Nordal
nokkrum orðum. Hann svaraði
með stuttri en áhrifamikiíli ræðu,
þar sem einnig brá fyrir hinni
góðkunnu kímni hans. Þakkaði
hann Almenna bókafélaginu fyr-
ir þá vegsemd í sinn garð að
bjóða sér og konu sinni, frú
Ólöfu Nordal, frá Kaupmanna-
höfn til þess að vera viðstödd
þessa afmælishátíð.
— Ég get víst á engan hátt
betri þakkað þá vinsemd en
með þvi að reyna að verða
ekki verri maður cn ég hefi
verið. Til of mikils er víst
mælzt að ég verði betri!
Áfram mælti hann: — Ég
hefi áorkað allt of litlu um
dagana, allt of litlu, og það
kemur til af því að ég hefi
dreift kröftum mínum of víða.
En ástæðan er sú, að mig hef-
ir alltaf langað allra mest til
þess að vera aðeins eitt um
dagana: manneskja. i
FYRIR fáum dögum tóku
Loftleiðir í notkun eitt
gagnmerkt símtæki, sem hefir
þá náttúru að það er sjálfvirkt
og svarar fyrir þá Loftleiða-
enn í símann á vellinum á næt
urþeli meðan þeir sofa áhyggju
lausir heima.
Segja má að þetta tæki, sem
í aðalatriðum er af svipaðri
gerð og Ungfrú Klukka, sem
Reykvíkingar og Akureyring-
ar kannast mæta vel við úr
bæjarsímum sínum, sé fyrsta
sjálfvirka símtækið sem hér
er tekið í notkun. Tæki þetta
er sænskt að uppruna, og á
að sjá sem lítill kassi á stærð
við hnakktösku.
Eftir að símastúikur Loft-
leiða hverfa úr vinnunni kl. 10
á kvöldin setur stöðvarstjórinn
Bolli Gunnarsson vélina í sam-
band við eina línuna. Áður hef
ur hann talað inn á tækið allar
upplýsingar um komu og brott
íör Loftleiðavéla þá um nótt-
ina. Þegar fólk hringir síðan
í Loftleiðasímann 81440, svar-
ar rödd Bolla í tækinu og gefur
spyrjandanum allar fáanlegar
upplýsingar.
Þegar blaðamaður Mbl.
hringdi á völlinn í gærkvöldi
barst honum eftirfarandi til
eyrna: Þetta er sjálfvirk sím-
þjónusta Loftleiða. Næsta vél
okkar er væntanleg frá New
York kl. 8,30 í fyrramálið. Sú
vél fer kl. 10,30 til Gautaborg-
ar og Hamborgar. Farþegar
mæti kl. 9,30.
Starfsmenn okkar á flug-
vellinum svara þessum síma
eftir kl. 7 í fyrramálið.
Þannig hljóðaði rödd Bolla,
og mikill munur er fyrir vænt-
anlega farþega og aðra að fá
slík svör í stað þagnarinnar
einnar áður. Væri óskandi að
fleiri félög færu hér að for-
dæmi Loftleiða og bættu líka
með því þjónustu sína við al-
menning.
Ur „Ferðin sem aldrei var farin'
á Nordalshátiðinni í fyrrakvold.
9
Hvenær verður byrjað að bólusetja!
FLUGVÉL Loftleiða kom vestan um haf í gærmorgun.
Margra grasa kenndi í farmi vélarinnar en einna
merkasti hluti hans mun þó hafa verið 100 kg. af Salk
bóluefninu svonefnda. Morguninn áður hafði vél Loftleiða
einnig komið að vestan með svipað magn af bóluefni inn-
anborðs.
Allt fer það til bólusetningar á íslenzkum börnum og er
það hið mesta gleðiefni að íslenzku heilbrigðisyfirvöldunum
skuli nú hafa tekizt að fá bóluefni þetta til landsins en
mjög hefur það verið torfengið. Má vænta frekari fregna
frá heilbrigðisyfirvöldunum um sjálfa framkvæmd bólu-
setningarinnar á næstunni.
Með skriðmófum var þeffa
hús sfeypf á aðeins 10 dögum
í G Æ R D A G voru fánar við
hún á hinu stóra fjölbýlishúsi
Reykjavíkurbæjar við Gnoðar-
vog. Á föstudagskvöldið var lok-
ið við að steypa upp síðari áfanga
við bygginguna, sem er 450 ferm.,
fjórar hæðir og kjallari, með 24
íbúðum. Sem kunnugt er þá er
þetta fyrsta húsið, sem byggt er
með skriðmótum hér á landi og
var byrjað á mánudaginn var að
steypa upp þennan síðari áfanga
á byggingunni. Skriðmótin eru
talin marka tímamót í byggingu
stórhýsa hér á landi og þetta veg-
lega hús, sem er raunverulega 5
hæðir, var steypt upp á 10 sólar-
hringum.
Gnoðarvogshúsin, sem bærinn
lætur reisa, verða alls fimm. Er
þegar búið að grafa fyrir næsta
fjölbýlishúsinu, sem einnig verð-
ur byggt með skriðmótum frá
Btapa hf. Myndin var tekin af
húsinu síðdegis á föstudaginn.
r
Omenningar-
vottur
SKRÍLMENNI voru á ferð-
inni í Tjarnargarðinum í fyrri
nótt. Skemmdarhneigð hjá
þeim fékk nú útrás í því, að
þau hafa hvolft öllum 10
bekkjunium í garðinum. Að
vísu er hér ekki um neitt stór-
tjón að ræða, heldur aðeina
furðulegan ómenningarvott.