Morgunblaðið - 07.10.1956, Blaðsíða 6
6
MORGIITSBLÁÐIÐ
Sunmidagur 7. okt. 1956
\ í fáum orðum sagt:
t
▼▼▼▼▼▼▼ '▼▼1
Orgelið hefur veiið mitt
i frá byrjun
PáSI ísóifsson
segar
EG hef lítið vit á tónlist, en
einhver sagði mér ekki alls
fyrir löngu að' dr. Páll ísólfsson
væri einn fremsti orgelleikari
okkar tima. Ekki skal ég dæma
um það, en hitt er víst að hann
hefir ánægju af því að leika á
orgel:
— Orgelið nefur verið mitt
hljóðfæri frá byrjun, kannske
vegna þess að það eru svo marg-
ir organistar í ætt minni. Ég hef
mjög mikla ánægju af organista-
slaríinu, senniiega er það mér
einna kærast. Það þreytir mig
aldrei, síður en svo. Það er ferskt,
endurnýjar. í hvert skipti sem
ég sezt við orgelið er ég fullur
tilhlökkunar, það er svo margt
sem getur gerzt í heimi tónlist-
arinnar. Það er hlutverk organ-
istans að taka ríkan þátt í kirkju-
athöfninni, og ef honum tekst
það, er starfið skemmtilegt. Hann
er náinn samstarfsmaður prests-
ins. Það verður hann alltaf að
hafa í huga.
— En verður hann þá ekki að
vera mjög trúaður?
— Jú, ég geri ráð fyrir því. Ég
held ekki að starfið mundi liggja
vel fyrir algjörum trúleysingja!
Annars get ég víst ekki státað af
minni trú, hef sennilega alltaf
verið heldur veikur í trúnni, en
ég held þó að ég sé nægilega trú-
aður til þess að vera organisti.
• • •
Það má sjá á dr. Páli að hann
lítur mjög alvarlegum augum
á þetta starf sitt. Hann getur líka
verið alvarlegur og ákveðinn, þó
að við þekkjum stjórnanda Þjóð-
kórsins aðallega af gáska og
kímni. En dr. Páll er líka tón-
skáld. Og tónskáld hijóta að vera
mjög alvörugefin. Að minnsta
kosti í aðra röndina. Og nú skul-
um við ræða svolitla stund við
tónskáldið og orgelleikarann dr.
Pál ísólfsson. Við skulum láta
gáskann og fjörið iiggja milli
hluta í þetta skipti.
— Við skulum hafa þetta við-
tal dramatískt, mjög dramatískt
og alvarlegt, sagði dr. Páll, þeg-
ar við kvöddurnst. Mér datt í hug
brimsogið við Stokkseyri, þungt
og leikandi í senn, eins og há-
tíðarmessa. Já, einmitt. Eins og
hátíðarmessa.
• • •
.— ¥7g á eiginlega talsvert merki
Jll legt afmæli, segir dr. Páll,
um leið og við íáum okkur sæti
í skrifstofu hans uppi í Útvarpi.
En ég veit ekki, hvort við eigum
að vera að minnast á það?
— Jú, auðvitað. En hvaða af-
mæli er þeíta, Páll. Ég hélt að
þú værir a.m.k. kominn talsvert
á sextugsaldur?
— Jú, það er nú mikið rétt.
En það eru 40 ár síðan ég hélt
fyrstu tónleikana mína hér. I því
tilefni æíla ég að haida nokkra
konserta í öllum þeim kirkjum
hér í bænum sem hafa pípuorgel.
Ég kom heim 1916 í stutta
tónleikaferð. Hafði verið við nám
í Þýzkalandi og þangað fór ég
aftur i tónleikaför. Skrapp einnig
til Danmerkur.
— Það heíur verið öðru vísi
umhorís í Reykjavík í þá daga?
— Já, það má nú segja. Hér var
þá allt annar bær en nú er. Æsku
fólk gerir sér áreiðanlega enga
grein fyrir þeim breytingum sem
hafa orðið á bæjarlífinu á þess-
um fjórum áratugum. Þá voru
tónleikar miklu sjaldgæfari en
nú tíðkast. En þeir voru mjög vel
sóttir, enda var skemmtanalífið
fábreyttara en nú er.
— Ég skal segja þér, heldur dr.
Páll áfram, ég minnist þessa
tíma með afarmikilli ánægju, því
að fólkið var svo þakklátt fyrir
músíkkina. Þetta es. öðru vísi
núna; það er fleira sem glepur
fyrir, tæknin og hraðinn r~óta
þjóðfélagið og allt líf okkar í æ
ríkara mæli. Það er um meira
að hugsa en í gamla daga Menn
hafa að vísu mikla ánægju af
tónlist, en eru ekki eins þakk-
láíir.
SNEMMA BEYGIST
KRÓKUR ....
— Hvernig stóð á því að þú
fórst að leggja stund á tónlistar-
nám?
— Hugurinn hneigðist alltaf í
þá átt. Annars fór ég fyrst að
nema prentiðn, en gafst upp á
því eftir árið.
— En segðu méf eitt, Páll, voru
ekki slæm skilyrði til að stunda
hér tónlistarnám?
— Jú, skilyrði voru ekki góð
og alls ekki hægt að fá hér nauð-
synlega undirbúningsmenntun
eins og nú. Og enda þótt hér
væru allmargir ágætir braut-
ryðjendur, var tónlistin að mestu
ónuminn akur, ef svo mætti
segja. En með stofnun Tónlistar-
skólans 1930 var hagur unga
fólksins mjög bættur, og eins
og allir vita, hafa margir af
merkustu tónlistarmönnum okk-
ar komið frá skólanum, enda var
honum ætlað það hlutverk að
efla tónlistarmenntun í landinu
og undirbúa hæfileiltamenn und-
ir framhaldsnám. Og ég er þess
Páll ísólfsson: Ég hei aldrei litið á mig sem íónskáld.
fullviss, að án skólans hefði ekki
verið hugsanlegt að stofna hér
shuomuhijómsveit.
— Og nú ert þú hættur skóla-
stjórn, Páll?
— ’' nú er ég hættur og nýr
maður tekinn við, Árni Kristjáns
oo... er réttur maður á rétt-
um stað.
ÞJÓÐEÖG OG STEMMUR
— Hvað finnst þér einna merk-
ast í tónlistarlífinu þessi 40 ár?
— Ja, ég er nú ekki reiðubúinn
að svara því núr-a á stundinni, en
heimsókn fílharmoníuhljómsveit-
ar Hamborgar var mjög merki-
legur atburður í tónlistarlífi þjóð
arinnar. Jón Leifs stjórnaði hljóm
sveitinni, það verður að koma
fram, hann verður að eiga það,
sem hann á. Ég held mér sé óhætt
að fullyrða, að hljómsveitin hafi
skilið eftir sig mjög djúp spor,
dýpri en marga grunar. Þá rann
það upp íyrir mörgum hversu
sinfóníuhljómsveit er nauðsyn-
legur þáttur í menningarlífi
hverrar þjóðar.
En eitt íinnst mér þó sérlega
merkilegt: að ungu tónskáldin
skuli sjá, að tónlistin okk-
ar á að tileinka sér anda gömlu
þjóðlaganna og rímnastemrnunn-
ar. I þessum efnum hefur orðið
hér þjóðleg vakning, ég vil segja
sem betur fer, því að þetta er
leiðin, sem við verðum að fara í
framtíðinni. ÖIl. eftiröpun og
tízkumennska er eitur í mínum
beinum. Dægurflugurnar deyja,
en ef maður hlýðir röddinni í
eigin brjósti og lætur ekki skark-
ala tízkunnar hafa áhrif á sig, þá
hefur maður tækifæri til að
ávaxta pund sitt í ríkum mæli.
sStrifar úr
daglega lifínu
Viljum njóta ávaxtanna.
EINN mætur borgari í Iteykja-
vík hefur orðið:
„Það er komið haust, jörðin
liggur sölnuð, blöðin falla af
trjánum. Esjan hefur tekið sér
hvíta slæðu á herðarnar, frostið
haldið innreið sína og fyrsti snjór
inn verið ruddur úr Siglufjarðar-
skarði. En síðsumarið og hauslið
er uppskerutíminn. Heyja- og
matjurtauppskeran hefir yfirleitt
verið ágæt eftir blessað sólskinið
hér sunnanlands í sumar. Við í
bæjunum, sem höfum litla garð-
holu okkur til gamans viljum líka
njóta ávaxtanna af erfiði okkar.
Ber á runnum hafa að mestu
brugðizt í ár eins og blessuð blá-
berin og krækiberin á móum og
heiðum úti. Minnist ég þess sem
barn, hve mikil ánægja það var
að fara á berjamó og koma heim
með aska og fötur hálfar eða full-
ar af berjum.
Spjöll og hnup'.
úr görðum.
NÚ vill það því miður brenna
við, að börn eða unglingar
fari í gróðurreiti eða garða við
sumarhús utan bæjarins eða
heimili í bæjum og ýmist vinni
þar spjöll eða hnupli kálhausum,
rófum, gulrótum og berjum, að
ég ekki tali um þvílíkt sælgæti
sem jarðarber. Heyrast Ijótar sög-
ur um, að þau hafi með öllu horf-
ið hjá fólki, sem áttu þau við
hús sín eða sumarbústaði.
Við ykkur, börn, sem eruð hald
in þeim ósköpum að geta ekki
látið gullin fullorðna fólksins í
friði, vildi ég segja: Hvernig
myndi ykkur líka, ef gullin ykk-
ar — leikför.gin væru tekin frá
ykkur og brotin eða kastað í
sorpið? — Myndi það ekki vera
vont fólk, sem slíkt gerði? Berin
mín, blómin og annar gróður eru
gullin mín. Viljið þið nú ekki
vera góo börn og láta þau í íriði?“
Um kaffiframleiðslu
og kaífismekk
KAFFIINNFLYTJANDI óskar
birtingar á eftirfarandi:
„Góðvinur yðar, sem skrifar á
föstudag greinarkorn í dálka yð-
ar um kaffiíramleiðslu og kaffi-
smekk, virðist óhræddur við að
kveða upp stóra dóma.
Hann heldur því fram að „hvað
sem nú annars sé satt í því“ þá
tel]i sumir að kaffiinnflytjendur
kaupi til landsins úrgangskaffi
eingöngu. Af ummælum hans
mætti ætla að kaffibrennslurnar
geri sér síðan leik að þvi að eyði-
leggja þetta úrgangskaffi
alveg, með því að „ofbrenna það
þar til það er orðið svart og
rammt“. Að áliti hans kórónast
þó allt svínaríið með því að kaffi-
kaupmenn fullyrði að almenning
ur hafi svo snarvitlausan smekk,
að svona vilji fólk hafa þetta!!
Hörð samkeppni.
ÞESSUM vini yðar væri auð-
sjáanlega hollt að kynnast
eftirfarandi staðreyndum: Kaffi
það, sem kaffiinnflytjendur
kaupa til landsins, er nær ein-
göngu bezta íáanleg tegund af
Rio kaffi, en áratuga reynsla
hefur sýnt að þessi tegund af
Brazilíukaffi fellur lang bezt í
smekk íslendinga. Að kaffið frá
kaffibrennslunum sé ofbrennt,
svart og rammt er fjarstæðu-
kennd fullyrðing, sem enga stoð
á í veruleikanum. Á það skal
vini yðar einnig bent að kaffi-
brennslurr ar eiga í harðri sam-
keppni sín á milli og yrði það
því að teljast næsta ólíklegt að
þær upp ti) hópa reyni að auka
viðskipti sía og ná hylli kaífi-
neytenda í landinu, með því að
bjóða þeim kaffi, sem er „of-
brennt, svo það verður svart og
rammt“.
Munu halda áfram
UTAF ummælum vinar yðar í
sambandi við kaffi, sem mal-
að er í verzlununum um leið og
það er afgreitt, vildum við benda
honum á þá staðreynd, að þar
er um að ræða kaffibaunir af
birgðum hinna áðurnefndu vondu
innflytjenda'og hafa baunirnar í
svo að segja öllum tilfellum ver-
ið brenndar hjá hinum samvizku-
lausu kaffibrennslum, sem „of-
brenna kaffið þar til það verður
svart og rammt“ svo að orð vin-
ar yðar séu notuð.
Að endingu svo þetta: Kaffi-
innflytjendur og kaffibrennslur
hér á landi munu án nokkurs
vafa hér eftir sem hingað til
halda áfram að flytja inn fyrsta
flokks kaffibaunir. Hvað
brennslu kaffisins snertir ættí
hörð sarnkeppni og áratuga
reynsla rnargra kafíibrennslanna
að tryggja það, að baunirnar fái
rétta meðferð í framleiðslunni.
Kaffiinnfly t j andi.“
AXDI BACHS
— Hvað heldurðu, Páll, að hafi
haft mest áhrif á þig á námsár-
um þínum?
— Mér eru mjög minnisstæðir
Gewandhaus-tónleikarnir frægu,
sem ég hlustaði á árum saman í
hveriú viku. Stjórnandi þeirra
var Arthur Nikisch, sem er ef-
laust einn merkasti hljómsveitar
stjóri, sem uppi hefir verið. Á ég
annars að segja þér eitt: ég var
orðinn 20 ára gamall, þegar ég
heyrði hljómsveit leika í fyrsta
skipti. Það getur enginn ímyndað
sér, hversu mikil áhrif það hafði
á mig, unglinginn, að hlusta á
heiia hljómsveit leika. Það var
eins og ókunnir heimar opnuðust
skyndilega. Ég skal segja þér,
eins og er, ég hef aldrei náð mér
siðan. Nú, og svo kynntist ég risa-
tónverkum Bachs og annarra
meistara, það situr í manni alla
ævi. -— Bach var á sínum tíma
söngstjóri í Tómasarkirkjunni í
Leipzig, og átti ég því láni að
fagna að staría þar um skeið með
úrvals lisíamönnum. Það var
ómetanleg reynsla. Lengi býr að
fyrslu gerð, eins og þar stendur-
Andi Bachs sveif þar yíir vötn-
unum og arfleifðin frá hans tíð
var ómetanlegur styrkur.
— Já, það má nærri geta. En
fyrst við erum farnir að hlaupa
úr einu í annað, þá skulum við
snúa okkur aftur að tónlistarlif-
inu hér í bænum. Það eru áliuga-
samir áheyrendur á tónleikum
hér, er það ekki?
— Jú, hér er gott „públikum'*.
Ég hef heyrt marga útlendinga
rninnast á það. Menn hafa að vísu
nokkuð mikið vit á hlutunum, ef
í því er að skipta — en herre gud!
við því er ekkert að segja, — það
sýnir áhuga. Aðalatriðið er, að
íslendingar hafa áhuga á tónlist
og eru næmir fyrir nýjungum.
Og ég skal segja þér eitt. Tónlist-
in heíir meiri itök í almenningi
en margir gera sér grein fyrir.
Ég hitti einu sinni verkamann nið
ur við höfn, sem gat talað við
mann um tónlist af -liklum skiln-
ingi. Þetta gæti hvergi gerzt
annars staðar en hér, finnst mér.
BRIMIÐ VIÐ STOKKSEYRI
— Þú hlýtur þá að vera ánægð-
ur með starf þitt hér?
— Já, ég get ekki annað sagt.
Ég er að vísu ekki ánægður
m::ð allt og alla. Og ég geri ekki
ráð fyrir að allir séu ánægðir með
mig. Svona eins og gengur! En ég
vildi hvergi búa annars sfaðar en
hér heima á íslandi. Og mér
finnst það mikið lán að ég skuli
hafa fengiö tækifæri til að taka
þátt í þróun tónlistarinnar hér á
landi, þó að mitt starf sé auð-
vitað aðeins eins og dropi í hafið.
Þegar ég fer utan vil ég helzt
komast heim aftur sem fyrst; það
er svona með mig, ég er aíar
hændur að landinu.
Framh á bls. 19