Morgunblaðið - 10.10.1956, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 10. okt. 1956
Sextugur i dag:
Helgi Ingvarsson,
HELGI INGVARSSON, læknir,
er fæddur í Gaulverjabæ í Flóa
10. október 1896.
Foreldrar hans voru Ingvar
Nikulásson, prestur, og Júlía
Guðmundsdóttir á Keldum á
Rangárvöllum.
Hann fluttist á barnsaldri að
Skeggjastöðum í Norður-Múla-
sýslu og ólst þar upp.
Helg hefur sart ...ér, að í
æsku hafi hann haft mestan
áhuga á að verða bóndi, enda var
hann mjög gefinn fyrir allar
skepnur og allra manna fjár-
glöggvastur, en það virðist ætt-
fast í okkar ætt.
Atvikin höguðu því þó 'svo, að
hann gekk menntaveginn og tók
öll sín próf með prýði, enda er
hann einn af þeim mönnum, sém
hægt var að gera úr svo að segja
hvað sem var.
Þótt við Helgi værum syst-
dnasynir, þá kynntumst við
ekki fyrr en á fullorðins aldri.
Hann var sérstaklega ljúfur og
alúðlegur í umgengni, og tók ég
hann því með varúð, því að
reynslan sýnir, að slíkir menn
reynast ekki alltaf vel, en fljótt
reyndist sú varúf ástæðulaus,
því að hann er manna góðgjarn-
astur við alla. Ég held, að hann
sé einn af þeim fáu mönnum,
sem verðskuldar það, að allir tali
vel um.
Helgi er allra manna hraustast-
ur og heilbrigðastur, bæði líkam-
lega og andlega.
Þeir frændurnir Helgi læknir
á Stórólfshvoli og Björn Sigur-
bjarnarson gjaidkeri á Selfossi
munu hafa verið taldir sterkastir
í skóla á sinni tíð.
Sem dæmi um fordómaleysi
Helga ætla ég að segja eina sögu,
sem hann hefur sjálfur sagt mér.
Tildrögin til þess, að hann er
enn yfirlæknir á Vífilsstöðum,
eru þau, að hann veiktist-af berkl
um um það leyti, sem hann var
að taka lokapróf í læknisfræði,
út af því að hann, stundaði dauð-
vona skólabróður sinn, sem var
berklaveikur.
Hann sigldi þegar á heilsuhæli
í Danmörku og fékk þar léttings-
sjúkrafæði, en heima hjá sér var
hann vanur saltkjöti og öðrum
kjarnamat. Fljótlega fær hann
allslaéman magakvilla og ályktar,
sem læknir, að berklar muni vera
komnir í garnirnar.
Hann segir nú læknum spítal-
ans frá þessu og senda þeir hann
til þekktasta sérfræðings í Kaup-
mannahöfn til rannsóknar.
Sérfræðingurinn staðhæfði, að
engir berklar væru í meltingar-
færum Helga, en ráðlagði hon-
um ennþá m°ira léttrn'+isfæði.
Hann fylgir nú þessu ráði, en
st— . eisnar.
Einu sinni er svo Helgi í öng-
um sínum á róli úti á götu í bæn-
um og sér þá auglýstar baunir og
flesk í matsölu einni, þá dettur
honum allt í einu í hug að snúa
læknisráðleggingum við, etur sig
saddan af baunum og fleski, held-
ur áfram með það, fer dagbatn-
andi og er jafngóður og alheil-
brigður eftir viku.
Hann segir þá læknunum frá
því, að maginn hafi gert upp-
reisn gegn léttmetisráðstöfunum
þeirra og hafi hann því læknazt
á því að snúa þeim við. Þetta
urðu þeir að sætta sig við.
Enginn ofstækismaður er Helgi
í áfengismálum frekar en í öðru,
en fer sjálfur manna bezt með
vín.
Einna orða hans minnist ég í
því sambandi sem ég man betur
en allar bindindisræður, sem ég
hef heyrt. Hann sagði að það væri
ekki nema fyrir stráka að drekka
sig fulla.
Sem dæmi um vinsældir Helga
hjá sjúklingum sínum er það, að
þeir gáfu honum einhverja þá
vönduðustu bifreið, sem þá hafði
komið til landsins.
Starf hans og annarra í berkla-
veikimálum hefur borið þann
gleðilega árangur, að nú munu
vera um helmingi færri á hælinu
en þegar hann tók við yfirstjórn
spítalans, auk þess sem sjúkling-
ar voru um alllangan tíma á
öðru hæli hér sunnanlands,
Reykjum í Ölfusi.
Helgi er óvenjumikill starfs-
maður og hefur auk embættis
síns stundað marga sjúklinga hér
í bænum. Þar að auki var hann
mörg ár læknir á Kópavogshæli.
Hann gerir sér líka óvenjulega
mikið far um að fylgjast með
tímanum í sinni fræðigrein, held-
ur fjölda tímarita og hefur marg-
oft siglt, oftast á sinn kostnað til
að kynna sér nýjungar í læknis-
fræði. Það virðist einkenna Helga
að hann er strangur í kröfum við
sjálfan sig, en mildur við aðra.
Helgi er mjög skyggn á hinar
skoplegu hliðar lífsins og manna
minnugastur á fyndnissögur,
enda tel ég hann með mínum
beztu styrktarmönnum við út-
gáfu íslenzkrar fyndni.
Helgi hefur verið gæfumaður
í einkalífi sínu Hann er giftur
Guðrúnu Lárusdóttur læknis
Pálssonar. þau eiga 4 börn á lífi:
Guðrúnu, kennslukonu, gifta Jóni
Jóhannessyni, prófessor, Ingvar,
skrifstofumann, Lárus, lækna-
yfirlæknir
nema og Sigurð, laganema.
Ég óska Helga allra heilla á
þessu afmæli hans, megi hann
lengí lifa og njóta hreysti sinnar
og starfskrafta.
Gunnar Sigurðsson
frá Selalæk.
Á 60 ÁRA afmæli Helga Ingvars-
sonar yfirlæknis á Vífilsstöðum
verður mér litið til baka yfir far-
inn veg í baráttunni við berkla-
veikina hér á landi um hálfrar
aldar skeið.
Laust eftir síðustu aldamót
unnu forgöngumenn Heilsuhælis-
félagsins það þrekvirki að sam-
eina hugi landsmanna til þessarar
baráttu og varð svo vel ágengt í
þeim efnum að Heilsuhælið á
Vífilsstöðum stóð fullbúið og gat
tekið til starfa á árinu 1910. Má
því segja að grunnsteinar Vífils-
staðahælis hvíli á samtakamætti
og fórnfýsi þeirrar kynslóðar sem
bar gæfu til þess að koma þessu
hugsjónamáli í framkvæmd. Sig-
urður Magnússon var þá ráðinn
yfirlæknir við Heilsuhælið og
gegndi þeim störfum hátt á
þriðja tug ára. Sigurður Magnús-
son var gáfaður maður og fram-
sýnn, hafði hlotið góða menntun
til starfsins og naut mikils trausts
og virðingar í störfum sínum.
Hann er nú látinn fyrir nokkr-
um árum.
Helgi Ingvarsson yfirlæknir
réðst ungur til Heilsuhælisins á
Vífilsstöðum, fyrst sem aðstoð-
arlæknir, en tók svo síðar við
störfum yfirlæknis þegar Sigurð-
ur heitinn Magnússon lét af störf-
um. Það mun láta nærri að hann
hafi nú starfað við Heilsuhælið
um 35 ára skeið. Helgi Ingvars-
son hefur verið mikill gæfumað--
ur í störfum sínum, enda mjög
góðum hæfileikum búinn og
menntun í bezta lagi. í hans tíð og
þó sérstaklega hin síðari ár, hafa
fundizt margvísleg ráð til þess að
veita berklasjúklingum varan-
lega lækningu, enda er nú svo
komið að árleg dánartala berkla-
sjúklinga hér á landi er komin
niður í þá tölu sem bezt gerist
meðal annarra þjóða. Draumur
forgöngumanna. Heilsuhælisfélags
ins um útrýmingu berklaveik-
innar hér á landi er alltaf að
rætast.
Helgi Ingvarsson hefur unnið
mikið starf og gott við Heilsu-
hælið á Vífilsstöðum um fullan
þriðjung aldar. Á þessum merkis-
degi í ævi hans á ég margar ósk-
ir góðar honum til handa. En
sjálfur mun hann ekki eiga aðra
ósk betri en að draumurinn um
framgang baráttunnar við berkla
veikina hér á landi megi rætast
að fullu og öllu. Ég vil óska hon-
um og fjölskyldu hans ynnilega
til hamingju með 60 árin.
Björn Konráðsson.
F. í. I. stoinar minningarsjóð
Sigurjón á Álaiossi
ALMENNUR félagsfundur í Fé-
lagi ísl. iðnrekenda var haldinn
í Þjóðleikhússkjallaranum í gær.
Formaður félagsins, Sveinn B.
Valfells, setti fundinn og rakti
helztu stjórnarráðstafanir, sem
varða verksmiðjuiðnaðinn. Fund
arstjóri ' var kjörinn Kristján
Jóh. Kristjánsson, en fundarrit-
ari Pétur Sæmundsen.
Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneyt
isstjóri, flutti ýtarlega yfirlits-
ræðu um dagskrármálið, ástand
og horfur í gjaldeyrismálum. —
Ræddi hann m. a. um hina stór-
kostlegu þróun í efnahagslífinu,
sem valdið hefði 28% aukningu
á þjóðarframleiðslunni á þremur
árum. Þrátt fyrir það, að útlit
væri fyrir metár í útflutningi
landsmanna, sem mundi væntan
lega ná 1.000 millj. kr. væri um
stöðuga gjaldeyrisörðugleika að
ræða vegna vaxandi innflutnings.
og mikillar fjárfestingar, en úr-
bóta væri trauðla að vænta með-
an verðbólga og jafnvægisleysi
einkenndu efnahagsástandið. —
Helgi Eiríksson, aðstoðarbanka-
stjóri, sem var gestur á fundin-
um, flutti einnig fróðlega ræðu og
ræddi m. a. um erfiðleika bank-
anna á því að fullnægja eftir-
spurninni eftir frjálsum gjald-
eyri vegna vegna þess hve mikið
af gjaldeyrisöfluninni í frjáls-
um gjaldeyri væri bundið til sér-
stakra nota.
Fundarstjóri þakkaði ræðu-
mönnum komuna á fundinn. Enn
fremur tóku til máls, Magnús
Víglundsson, Páll S. Pálsson,
Pétur Sigurjónsson, Kristján
Friðriksson, Sveinn B. Valfells
og Axel Kristjánsson.
Annað mál á dagskrá var stað
festing á Skipulagsskrá fyrir
Minningarsjóð Sigurjóns Péturs-
sbrifar úr
daglega lifinu
Fór 8 sinnum til dyra
TOBBI skrifar:
„Velvakandi góður!
Mig langar til að rekja fyrir
þér raunir mínar: Ég hafði hugs-
að gott til þess alla síðustu viku
að fá nú að sofa út vel og ræki-
lega á sunnudagsmorguninn, sem
í hönd fór. En bíðum nú við. —
Kiukkan níu þann sæla morgun
var dyrabjöllunni hringt og til
dyranna fór ég, þótt syfjaður
væri. Úti fyrir stóð barn, sem
bauð merki SÍBS til kaups. Ég
keypti eitt, því að mjög er ég
hlynntur þessum félagsskap, og
fór inn í mitt ból aftur, sáttur
við samvizku mína. — En varla
hafði ég hallað mér, þegar aftur
var hringt og var annar merkis-
beri kominn. Ég þakkaði fyrir í
fullri vinsemd en kvaðst vera
búinn að kaupa merki nú þegar.
Hugði nú enn til áframhalds á
sunnudagslúrnum. En ég er ekki
að orðlengja það frekar, að átta
sinnum þennan sunnudagsmorg-
un varð ég að fara til dyra — og
skýra fyrir blessuðum börnunum,
sem komin voru með SÍBS-merk-
in, að ég væri búinn að kaupá
eitt.
Óþarfa ónæði
LOKSINS datt mér það ráð i
hug að festa merkið, sem ég
hafði keypt klukkan níu um
morguninn, innan á rúðu í úti-
dyrahurðinni. — Eftir það fékk
ég frið, en heldur var þá farið að
styttast í þeim tíma, sem ég gat
sofið — komið að hádegi. — Ég
hef staðið í strangri erfiðisvinnu
að undanförnu og þóttist eiga
skilið að sofa nú út þennan
sunnudagsmorgun, En svona fór
það nú. — Hversu vel sem mér
er til SÍBS fór ekki hjá því að
mér gremdist þetta óþarfa ónæði,
sem mér var þannig gert. Eða
því eru þessar merkjasölur ekki
betur skipulagðar en svo, að
börnin renni hvert á eftir
öðru á sömu dyrnar með sömu
merkin? Þetta er svo sem ekki
í fyrsta skiptið. En því minnist
ég nú á þetta, að það gæti ef til
vill orðið til þess, að koma í veg
fyrir að slík mistök endurtaki sig
— að minnsta kosti hjá þessum
félagssamtökum, sem ég tek enn
fram, að ég vil allt hið bezta. —
Með þökk fyrir birtinguna. —
Tobbi“.
Beztu nágrannar
KONA ein í Teiga-hverfinu átti
tal við mig- í fyrradag og ósk-
aði eftir að koma svohljóðandi
athugasemd á framfærl:
„Ég get ekki orða bundizt, eftir
að hafa lesið grein þá, sem birt-
ist í dálkum Velvakanda fyrir
skömmu um óknyttadrengina,
sem kvartað var yfir, að hefðu
hvað eftir annað gert árásir á
hús eitt hér í hverfinu og unnið
ýmis spjöll.
Ég þekki til mannsins, sem
umkvörtun þessi er komin frá,
bý í nágrenni við hann og hef
búið í þessu hverfi jafnlengi og
hann. Ég hef aldrei orðið fyrir
neinum árásum eða ósvífni af
börnunum hér í kring og get ekki
borið nágrönnum okkar annað en
allt hið bezta. Þeir eru yfirleitt
ágætis fólk, sem vandalaust er að
komast af við árekstralaust — og
og sama vildi ég segja um börn-
in. Hafi þau eitthvað stigið á
strá þessa manns þá mun það
ekki stafa af öðru en því að hann
hefur egnt þau upp gegn sér.
Ósanngjarnar ásakanir
EG vildi taka það fram, að börn-
in, sem hann kvartar undan,
eru mér óviðkomandi, nema
hvað þau eru börn nágranna
minna, og stæði það því mörgum
nær en mér að verða hér fyrir
svörum, en — eins og ég sagði —
þetta eru nágrannar mínir, sem
mér er heldur vel til en hitt og
þess vegna vil ég, að bornar séu
til baka ásakanir þessa manns í
garð barnanna og foreldra þeirra,
sem ég tel óverðskuldaðar og ó-
sanngjarnar.
Maður þessi lagði i pistli sínum
út af gömlum málshætti: „Svo
nema börn sem á bæ er títt“. —
Ég vildi mega svara honum með
öðrum ekki ósannari: „Hví sér þú
flísina í auga bróður þíns, en tek
ur ekki eftir bjálkanum í auga
þínu?“ — Kona á Teigunum."
sonar á Álafossi. Pétur Sigur-
jónsson gerði fyrir hönd stjórnar
F.Í.I. grein fyrir Skipulags-
skránni, sem samþykkt var
samhljóða. Sigurjón Pétursson á
Álafossi var aðalhvatamaður að
stofnun Félags ísl. iðnrekenda og
formaður þess fyrstu 12 árin. —
Stofnframlag til sjóðsins nemur
kr. 150.000.00 frá F.Í.I. og fyrir-
tækjum í félaginu.
Tilgangur sjóðsins er að efla
framfarir í íslenzkum iðnaði,
einkum með því, að veita styrki
til rannsókna á hagnýtingu ís-
lenzkra náttúruaauðlinda til iðn
aðarframleiðslu og með því að
styrkja efnilega íslendinga til
tæknilegs framhaldsnáms er-
lendis, sérstaklega með þarfir
innlends iðnaðar fyrir augum.
Veitir sjóðurinn viðtöku minn
ingargjöfum, áheitum og öðrum
gjöfum, sem einstaklingar og fyr
irtæki fyrr og síðar vilja leggja
fram.
Fundurinn var mjög fjölsóttur.
Gengið frá stofnun
lélagsins „Sölu-
lækni
•r>
f KVÖLD heldur félagið Sölu-
tækni framhaldsstofnfund sinn í
Tjarnarcafé, en fyrri stofnfund-
ur þess var haldinn í ágústmán-
uðu s. 1. nokkru fyrir ráðstefnu,
sem haldin var um sölutækni 1
Gautaborg 13.—15. ágúst s. 1., en
hana sóttu nokkrir fulltrúar frá
félaginu.
Á fundinum í kvöld mun verða
skýrt frá ráðstefnu þessari og
rannsókn, sem gerð hefur verið
um dreifingarkostnað á Norður-
löndum. Auk þess mun rætt um
fyrirhugaða starfsemi á vetri
komanda. — Félagsstjórnin vill
hvetja alla, sem hafa áhuga á
sölutækni að mæta á fundinum
í kvöld, en hann hefst í Tjarn-
arcafé, uppi, kl. 20,30.