Morgunblaðið - 10.10.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1956, Blaðsíða 16
Veðrið Hvass SV. Skúrir 232. tbl. — Miðvikudagur 10. október 1956 Lie skrifar um Ísland Sjá grein á bls. 9 TilraunSr gerðar hér með rafmagn við síldveiðar ¥ BLAÐINU Islendingur á Akur- eyri, er samtal við Guðmund Jörundsson útgerðarmann, um síldveiðar. Skýrir Guðmundur m. a. frá því að í ráði sé að reyna hér rafmagn til fiskveiða. Fréttamaður íslendings spyr Guðmund að því hvað sé að frétta af nýjum veiðitsekjum, er eiga að auka síldveiði og því svarar Guð- mundur m. a. á þessa leið: — SíðaStliðið sumar var gerð tllraun með stóira herpinót á tveim skipum frá Akranesi. Sú tilraun gaf að vísu nokkurn ár- angur, en þó ekkert fram yfir þau veiðarfæri, sem þegar eru fyrir hendi. Nót þessi hefir nokkra ó- kosti fyrir okkar staðhætti, t. d. hve straumfrek hún er, og stafar það af því, hve nótin er smárið- in. Er það mitt álit, að hún hentí betur fyrir síld við suð-vestur- landið með tilliti til þess, hve oft finnast þar stórir síldarflákar. Nót þessi er miðuð við að geta tekið mjög stór köst, þó hins veg- ar verði alltaf sami vandinn ó- leystur hvað viðvikur straum alls staðar kringum landið. Annars eru nú í uppsiglingu hér á landi tilraunir með síldar- flotvörpu, sem notuð yrði með aðstoð rafmagns á þann hátt, að hafa áhrif á fískinn með raf- straumi í opi vörpunnar. Að vísu er þetta á byrjunarstigi, en er mjög athygiisvert, þegar á það er litið, að Þjóðverjar hafa fengið nokkurn árangur af slíkum til- raunum. Langt komið mænusóltar- bólusetningu skólabarna Bóluefni komið frá Danmörku. FULLYRÐA má, að engin þjóð hefir veitt íslendingum jafnvíð- tæka hjálp til þess að vinna bug á mænusóttinni og Danir. — Er nú komið til landsins allmikið magn bóluefnis við mænusótt, sem dönsk heilbrigðisyfirvöld leyfðu, fyrir sérstaka velvild, útflutn- ing á hingað til lands. Heilbrigðisyfirvöldin hér hafa fest kaup á bóluefni, sem nægir til fullnaðarbólusetningar 50,000 manns. ing bóluefnisins frjálsan, fyrr en lokið væri að fullu bólusetningu landsmanna, en yfirmenn heil- brigðisyfirvaldanna brugðu fljótt og vel við, er íslendingar leituðu hófanna um kaup á bóluefni, svo sem kunnugt er. Skrifstofa borgarlæknis skýrði blaðinu frá þessu í gær og gat þess, að _ byrjað væri á því að bólusetja með hinu danska bólu- efni. Nú er langt komið fyrstu bólusetningu barna í barnaskól- um bæjarins, og innan skamms verður byrjað að bólusetja börn innan skólaskyldualdurs, allt nið- ur í hálfs árs börn, svo og ungl- inga í framhaldsskólum og ung- menni í æðri skólum. — Munu blöðin skýra almenningi frá því, er þessi bólusetning hefst og hvernig hún verður skipulögð. Framlags Dana til baráttu ís- lendinga við mænusóttina mun lengi verða minnzt hér á landi. Er mö'nnum í fersku minni, hve vel Danir brugðust við, er mænu- sóttarfaraldurinn herjaði hér í fyrra, en þá sendu Danir hingað sérfræðinga og hjúkrunarlið og buðu fram margháttaða aðstoð. Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ekki séð sér fært, að gefa útflutn- Óvenjulega mikið er nú af rjúpu í Þingeyjarsýslu og hópast hún niður í hyggð. Rjúpurnar eru mjög gæfar og sést það m.a. af þessari mynd, sem tekin var á tröppunum fyrir framan Sparisjóð Húsavíkur. Ljósm. Snorri Jónsson. Ný nefnd - Nýr banlri RÍKISSTJÓRNIN hefur tilkynnt að hún hafi skipað enn eina nefndina. Á þessi nýja nefnd að endurskoða bankalöggjöfina og á sú endurskoðun að miða að því að stofnaður verði nýr banki er sérstaklega annist seðlaútgáfu. Fer tilk. ríkisstjórnarinnar hér á eftir: Rikisstjórnin hefur skipað nefnd til þess að endurskoða bankalöggjöf landsins og gera til- VIRKJIJIMARAÆTLANIR HITAMAL IVIEÐAL BÆNDA í SKORRADALNUIH í HINUM fagra og friðsæla borgfirzka dal Skorradal, er nú uppi á teningnum þvílíkt hitamál, að orsakað getur einn góðan veðurdag almenna mót mælagöngu Skorradalsbænda til höfuðborgarinnar. Hér er um að ræða ráðagerðir um hækkun Skorradalsvatns vegna Andakílsárvirkjunar. Er blaðamenn voru uppi í Skorradal á sunnudaginn, bar mál þetta mjög á góma. Töldu bændur hér um að ræða þvílíkt alvörumál, að því yrði að hreyfa í blöðum. SÓTT UM LEYFI Andakílsárvirkjun hefur sótt um fjárfestingarleyfi hjá yfir- völdunum til þess að byggja stíflu garð við virkjunina til þess að hækka vatnsborð Skorradals- vatns um 2 metra. Þetta telur virkjunarstjórnin nauðsynlegar framkvæmdir til þess að komið verði við vatnsmiðlun og til að forðast rafmagnsskort í langvar- andi þurrkum og frostköflum. Skorradalsbændur segja að mál þetta hafi tæpast verið við þá rætt. Hér sé þó um það að ræða hvort Skorra- dalur, en þar eru milli 25—30 býli, verði fyrir slíku áfalli að fleiri eða færri jarðir muni fara í eyði, þar eð búskapar- möguleikar þeirra myndu rýrna svo, og aðrar færu að mestu undir vatn, ef af þessu yrði. Óttast stórfellda eyðileggingu verði vatnsborð Skorradalsvafns hækkað SLÆLEGUR UNDIRBÚNINGUR Bændur deildu mjög fast á Andakílsárvirkjunarstjórn fyrir alls ófullnægjandi undirbúning málsins. Hún virtist ekki gera sér grein fyrir því hvaða afleið- ingar það hefði í för með sér fyrir búskapinn í dalnum að hækka yfirborð Skorradalsvatns. Eins hefði stjórnin ekki nægilega kannað tæknilega lausn málsins. Innan þessara tveggja ramma ræddu þeir svo fjölmörg atriði, sem þeir töldu að kanna bæri áður en svo langt yrði gengið að sækja um fjárfestingarleyfi, svo sem gert hafi verið. Einn bændanna sagði að þetta mál væri málið í dag og málið á morgun fyrir Skorradalsbænd- ur. — Annar taldi þessar ráða- gerðir með öllu ósamrýmanleg- ar, ræðum og skrifum um flótt- ann úr sveitum landsins og nauð- synina á því að reisa nýbýli. Að lokum upplýstu bændurnir, að allir hreppsbúar, sem opin- ber gjöld greiða, hefðu sent mót- mælabréf suður (til Reykjavík- ur). | SKORRADALUR KORT- LAGÐUR Á þessum „blaðamannafundi", var staddur maður úr stjórn Andakílsárvirkjunar. Beindust öll spjót gegn honum. — Hann i kvaðst vona að mál þetta yrði leyst á þann veg að allir gætu vel við unað. Andakílsárvirkjun- arstjórn hefði látið gera loftkort af Skorradal og yrði nú farið að vinna úr því til þess að fá glögga yfirsýn yfir það hve mikið land bænda myndi fara undir vatn, væri yfirborð vatnsins hækkað um tvo metra. Hann kvað nauð- synlegt fyrir Andakílsárvirkjun að koma á vatnsmiðlun til að komizt verði hjá rafmagnsskorti og eins væri nauðsynlegt að gera rekstur stöðvarinnar öruggari, en þar er nú ein vélasamstæða, sem er spennt til hins ýtrasta, og að- kallandi væri að stækka stöðina. Netin sukku undan síld KEFLAVÍK, 9. okt.: — Skipstjór ar reknetjabátanna, sem komu úr róðri í dag, skýrðu frá því, að mikil síld væri á miðunum, en aflinn hefði verið misjafn nokkuð m.a. vegna veðurs. Var aflinn frá 155 tunnum niður í sjö. Nokkrir bátar misstu netin. Þau sukku í djúpið undan þunga síldarinnar, sem var komin í þau. Þannig missti einn bátur 30 net og ann- ar 20, en nokkrir bátar fleiri töp- uðu einnig netjum. Aflahæsti bátur í dag var Geir með 155 tunnur. — I. lögur um framtíðarskipulag bankamálanna, er m.a. séu við það miðaðar, að seðlabankinn verði settur undir sérstaka stjórn. í nefndinni eiga sæti alþingis- mennirnir Friðjón Skarphéðins- son, formaður, Einar Olgeirsson og Skúli Guðmundsson. Alþingi sett í dag I DAG verður Alþingi sett. Guðsþjónusta hefst í Dóm- kirkjunni kl. 13.30 og prédikar sr. Jakob Jónsson. Siðan verður gengið í Alþingishúsið óg fer þar þingsetning fram með venjuleg- um hætti. Forseti íslands flytur þingsetningarræðuna og siðan tekur aldursforseti til máls og minnist látinna þingmanna. Þá skipta þingmenn með sér í kjör- deildir. Utvarpað verður frá þingsetn- ingunni. Kveikt í gömlu Sjávarborg VEGNA þeirra framkvæmda & innanverðri Skúlagötunni, sem staðið hafa yfir, voru gömlu skúr arnir fyrir neðan götuna, m. a. gamla Sjávarborg, látin rýma. — Var húsið, sem er skúrbyggt og allstórt, látið upp á tunnur. — Þannig hefur það staðið lengi vel, og í ráði hefur verið að flytja það. Síðd. í fyrrad. var því veitt eftirtekt, að farið var að rjúka úr kofanum. Þegar slökkviliðið kom, stóð eldurinn út um nokkra glugga, og var mikið eldhaf inni. Var eldurinn í mikilli hrúgu af smápjötlum, sem notaðar eru til húsgagnabólstrunar. — Brann þetta allt meira og minna eða eyðilagðist af vatni, svo og timb- ur, sem þar hafði verið geymt. Var kofinn vótryggður, en hann er ónýtur talinn og verður rifinn. Það var öllum þegar ljóst, að ! hér var um að ræða íkveikju og er lögreglan að rannsaka málið. Hreyfilsfélagar, hrindið árás kommúnis 'a Kjósið B-lislann. Kosningu lýkur í kvöld. IKVÖLD lýkur fulltrúakjörinu í Bifreiðastjórafélaginu Hreyfli. Kosið er í skrifstofu félagsins, Ægisgötu 10, og hefst kosningin í dag kl. 1 og stendur til kl. 9 sd. Listi lýðræðissinna er B.-LISTINN. Kommúnistar og fylgifé þeirra vonast til þess að vinna þessa kosningu og geta á þann hátt náð tökum á samtökum bifreiðastjóra til að geta notað þau eins og önnur verkalýðsfélög sem þeir stjórna, til að efla þá upplausnarstefnu, sem þeir reka í íslenzku þjóðlífi. Það er mál út af fyrir sig, að vissir menn, sem árum saman hafa unnið með lýðræðisöflunum í Hreyfli, skuli nú gerast viljalaus handbendi kommúnista og styrkja þá í því að veikja samtökin og ganga með þeim erinda hins alþjóðlega kommúnisma. Það er þung ábyrgð, sem þessir menn hafa tekið á herðar sér og getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir Hreyfilsfélaga. En kommúnistar hafa fyrr gert harða hríð að Hreyfli. Þeir hafa mörg undanfarin ár gert allt, sem í þeirra valdi hefur staðið til að ófrægja samtökin og rægja forustumenn Hreyfils, sem allir Hreyfilsfélagar vita að hafa unnið stóra sigra í hagsmunabaráttu stéttarinnar. Þeir mörgu anðstæðingar kommúnista í Hreyfli þekkja vinnubrögð þessara manna og þeir munu sem fyrr berjast ótrauðri baráttu á móti kommúnistum og tryggja sigur þeirra manna, sem skipa B.-LISTANN. Hreyfilsfélagar sameinist í starfi. Komið í skrifstofu B.-LISTANS og veitið aðstoð í kosningunum. Sími skrifstofunnar er 81192. 1 MUNIÐ X—B.-LISTINN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.