Morgunblaðið - 10.10.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.10.1956, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. okt. 1956 MOnCTJTSBLAÐIT) 3 Aukin friðun fiskimiða og fjölgun bankaútibúa rædd á fulltrúafundi kaupstaðanna fyrir norðan og vestan Dr. Hallgrímur Helgason tónskáld 26.—28. september sl. var full- trúafundur kaupstaðanna á Vest- ur-, Norður- og Austurlandi hald- inn á ísafirði. Sóttu hann allir kjörnir fulltrúar og Jónas Guð- mundsson, framkvstjóri. Á fundinum voru rædd mörg mál. Skal hér getið helztu sam- þykkta fundarins. Dr. Hallgrímur Helgason komiiui heim eftir 8 ára dvöl erlendis FRÉTTAMENN áttu í gær viðtal við dr. Hallgrím Helgason tón- skáld, en hann er nýkominn heim eftir 8 ára dvöl erlendis. Hefur hann lengst af þeim tíma dvalizt í Sviss og Þýzkalandi við nám og tónlistarvísindi. Þá hefur hann ferðazt víða og haldið fyrir lestra um tónfræðileg efni við ýmsa háskóla, aðallega um kveð- skap og söngflutning rímna á íslandi, allt frá Eddukvæðum fram til nýrri þjóðlaga. Hefur hann samtals á þessum tíma flutt 120 fyrirlestra í 100 evrópskum borgum á vegum Konuhglega hollenzka tónlistarmannasambandsins. DOKTORSGRÁÐA Hallgrímur dvaldist í Sviss i fimm ár, lengst af í Zúrich. Lauk hann þar prófi í fiðluleik og tók ríkispróf í tónfræðilegum fögum við háskóla þar. Síðar tók hann þar doktorsgráðu, með ritgerð um „Hið yngra hetjuljóð á ís- landi, forsaga þess, bygging og flutningsháttur“. Var það árið 1954. Hafa tvö bókaforlög, annað í, Austur-Þýzkalandi en hitt í Vestur-Þýzkalandi, gert honum til'ooð, að gefa doktorsritgerðina út, og mun það verða í náinni framtíð . TVÍSÖNGSLÖGIN VÖKTU ATHYGLI Eftir að Hallgrímur hafði var- Píanótónleikar Guð- mundar Jónssonar GUÐMUNDUR Jónsson píanóleik ari hélt tónleika í Austurbæjar- bíói fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins. Guðmundur hélt fyrstu tónleika sína fyrir tveim árum og vöktu þeir mikla athygli hlustenda. Komu þá í Ijós ótví- ræðir hæfileikar og mikil kunn- átta. Síðan hefur hann stundað kennslustörf við Tónlistarskól- ann, en lítið haft sig í frammi sem einleikari. Efnisskrá þessara tónleika var hin prýðilegasta. og hófust tón- leikarnir á „32 tilbrigðum“ Bet- hovens, en það verk er í eðli sínu „Chaconna“ og mikið meistara- verk. Margt var hér fallega leikið og af góðum skilningi, en óstyrks gætti þó víða, en hann er eðli- legur, þegar svo langt líður á milli tónleika að menn eru í raun og veru alltaf að „debutera*, og verða að púla þess á milli við lýjandi kennslustörf. Chopih- sónatan í b-moil er* ægifagurt verk. Hún naut sín að vísu ekki fyllilega, en sorgargöngulagið — sem er þó veikasti þáttur sónöt- unnar — var bezt leikinn. Eftir hléið lék Guðmundur verk eftir Ravel (Sónatínuna) og Debussy (3 lög) og tvær etýdur eftir Liszt-Paganini, glæsileg og litskrúðug píanóverk. Auk þessa voru aukalög, og var Etýda Chopins í As-dúr bezt leikin af öllu á þessum tónleikum. Guð- mundur býr yfir miklum hæfi- leikum sem píanóleikari. Hann hefur fagran áslátt og snertir áheyrendur með innlifuðum leik sínum. Hann er alvörugefinn listamaður, sem ætti að koma oft- ar fram á sviðið, því að æfingin skapar meistarann. P. t. ið doktorsritgerð sína, var hon- um boðið að halda fyrirlestra um þessi efni við ýmsa háskóla. Vöktu erindi hans • hvarvetna mikla eftirtekt. M.a. var hann boðinn til Vestur-Þýzkalands, á vegum vestur-þýzku ríkisstjórn- arinnar í sama tilefni. Vöktu gömlu tvísöngslögin íslenzku þar mjög mikla athygli, en hann tók mikið af slíkum lögum upp á upp- tökutæki hér heima og flutti þau sem skýringar með fyrirlestrun- um. Einnig hélt hann fyrirlestra í Hollandi, Austurríki, Austur- Þýzkalandi og Sviss. MERKILEG ARFLEIFÐ Sagði dr. Hallgrímur, að hann teldi hin fornu þjóðlög og rímur íslendinga merkilega arfleifð, sem hægt væri að reisa á hljóm- list, til að ná alþjóðlegum hljóm- grunni. ísland væri að þessu leyti ljóssins lind, sem breitt hefði á þessu sviði bjarma yfir önnur germönsk lönd. Hefði fólk yfir- leitt undrazt og dáðst að hve ís- lendingar héldu mikilli rækt við þessi fornu þjóðareinkenni, þar Framh. á bls. 15 AUKNING atvinnubótafjár Fundurinn beindi þeim tilmæl- um til ríkisstjórnarinnar og Al- þingis, að á fjárlögum næsta árs verði veitt eigi lægri upphæð en 10 milljónir króna til að bæta úr atvinnuörðugleikum í landinu. Verði fé þessu eingöngu varið til þeirra landshluta, sem frekast þurfa aðstoðar með sakir atvinnu skorts og skal leitazt við að verja fénu fyrst og fremst til öfl- unar nýrra framleiðslutækja, sem skapa mesta atvinnuaukningu og treysta um leið starfsgrundvöll útgerðarinnar. ALLAR SÍLDARTUNNUR SMÍÐAÐAR INNANLANDS Fundurinn skoraði á ríkis- stjórnina að hún hlutaðist til um að allar þær- síldartunnur, sem nota þarf verði smíðaðar innan- lands. Einnig skoraði fundurinn á síld arútvegsnefnd að selja síldar- tunnur á sama verði alls staðar á landinu. HÆKKUN FJARFRAMLAGA ÚR RÍKISSJÓÐI TIL GATNAGERÐAR í KAUPSTÖÐUM Fundurinn skoraði á ríkisstjórn og Alþingi að hækka verulega framlag á fjárlögum næsta árs til malbikunar og steypu gatna í kaupstöðum og kauptúnum. — Nemi hækkunin minnst hlutfalls- legri hækkun, sem orðið hefur á benzínskattinum. FJÖLGUN BANKAÚTIBÚA Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að hlutast til um að einhver aðalbankanna stofni úti- bú í þeim kaupstöðum norðan og austan lands, þar sem engin bankaútibú eru nú. VARAÐ VIÐ AUKNUM BYRÐ- UM Á KAUPSTAÐINA Fundurinn áréttar fyrri sam- þykktir um að ríkisvaldið leggi ekki auknar byrðar á bæjarfélög- in án þess að sjá þeim jafnfoamt fyrir tekjustofnum. AUKIN FRIÐUN FISKIMIÐA OG STÆKKUN FISKVEIÐILANDHELGI Fundurinn áréttaði fyrri vilja sinn um að Alþingi haldi fast á rétti landsmanna um aukna frið- un fiskimiðanna og stækkun fisk- veiðilandhelginnar. BREYTING Á LÖGUM UM ÚTSVÖR Fundurinn skoraði á ríkis- stjórnina að hlutast til um að breytt verði lögum um útsvör og í nýju lögin sett m.a. eftirfarandi: Heimilt verði að .eggja á ýmsar stofnanir, sem ekki eru bundnar við ákveðin sveitafélög svo sem ríkiseinkasöiur, samvinnusam- bönd, tryggingarfélög, sölusam- bönd, banka o. s. frv. Útsvör slíkra stofnana renni í sérstakan sjóð, sem gangi til sveita- og bæjafélaga eftir þeim reglum, sem um verða settar. Sett verði ákvæði um útsvars- greiðslur fyrirtækja, sem við- skipti reka víða um land, með því markmiði, að dreifbýlið njóti að nokkru útsvara slíkra fyrirtækja. Bæja- og sveitafélögum heim- ilist að leggja veltuútsvör á rekstur samvinnufélaga á sama hátt og rekstur einstaklinga og hlutafélaga. Hámark rekstursút- svara verði ákveðið með lögum og reglugerðum, er samin verði í samráði við Samband íslenzkra sveitafélaga. Álögð rekstursút- svör verði frádráttarbær frá skatt- og útsvarsskyldum árs- tekjum fyrirtækis. RÍKIÐ GREIÐI LÖGGÆZLUKOSTNAÐ EÐA KAUPSTAÐIR FÁI AUKNA ÍHLUTUN UM STÖRF LÖGREGLU Fundurinn taldi eðlilegt, þar sem bæjarstjórnir hafa engin umráð um störf regluþjóna, að þeir séu að öllu leyti launaðir af ríkinu, og skoraði á Alþingi og ríkisstjórn að gera lagabreyting- ar í þá átt. Ella fái bæjarstjórnir óskoraðan rétt til að ákveða fjölda lögregluþjóna, hver á sín- um stað, og geti lagt þeim fleiri störf á hendur í þágu bæjarfé- lagsins. Verðlœkkun Dömuúlpur Verð áður 734,00 nú 498,00 Verzlunin Garbastræti 6 íbúðir í Vesfurbœnum Höfum til sölu glæsilega íbúðarhæð í húsi við Hjarð- arhaga. íbúðin er 140 ferm., 5—6 herbergi, eldhús, bað, hall og forstofa. í kjallara fylgir sérstök geymsla og eign- arhluti í þvottahúsi og göngum. íbúðin selst fokheld. Sér- stök miðstöð verður fyrir íbúðina. Nánari uppýsingar gefur Fasteigna & Verðbréfasalan (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4, símar 3294 og 4314 L,\ KVENSOECKAR IMÝ SEMDIMG AF HJMIJM VIMSÆLt ÍSABELLA KVEMSOKKUM KOMIM ÉllL LAIVDSINS, Kaupmenn og Kaupfélög, Vinsamlegast sendid okkur pantanir yðar sem fyrst. Heildsölubirgðir: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.