Morgunblaðið - 10.10.1956, Blaðsíða 8
MORCVi\iti4mn
MiðviToKÍagMr 10 okt. 1958
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
£ ramkv.stj. Sigfús Jónsson
Ritstjóri: T7altýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
St.jórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsscx'
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingp.r og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600
Askriftargjald kr. 25,00 á mdnuði innanlands.
í Jausasölu kr. 1,50 eintakið
Þegor gænljgur<nn gleymlst
BLÖÐ Framsóknar og Alþýðu-
flokksins hafa vart brugðizt
reiðari við en undanfarna daga,
er þau hafa skrifað um ádeilur
þessa blaðs á samstaif þeirra við
kommúnista.
Hafa þau ritað langar ritstjórn
irgreinar og helgapistla í hnakka
kertum predikunarstíl, þar sem
reynt hefir verið að sýna fram á
að sizt væri það syndsamiegra að
styðja kommúnista og starfa með
þeim í ríkisstjórn, en vera í
venjulegu sveitakaupfélagi eða
Frímúrarareglunni.
Höfuðröksemdin hefir hljóðað
eitthvað á þessa leið: Ólafur
Thors myndaði stjórn með komm
únistum 1944. Þessvegna megum
við líka gera það!
í sjálfu sér er það gleðilegur
en óvæntur vottur um aukna
framsýni og bætt gáfnafar þeirra
manna, sem nú fara með stjórn
landsins, að þeir skuli telja gerðir
Ólafs Thors svo mjög til fyrir-
myndar og eftirbreytnisverðar,
þótt á annan áratug sé nú liðið
síðan hann myndaði nýsköpunar-
stjórn sína.
Hitt ber aftur vott um póli-
tíska blindu og algjöran þekk-
ingarskort á því, sem gerzt
hefir í stjórnmálum Evrópu
síðustu 10 árin, að þeir skuli
í dag telja fært að hafa sam-
vinnu við kommúnista, eftir
þá reynslu, sem öll lýðræðis-
riki Evrópu hafa af þeim haft
síðan.
Kjarni málsins er einfaldlega
sá, að það er ekki sama hvort
ríkisstjórn á íslandi er mynduð
árið 1944 eða 1956. Fyrir 12 ár-
um dró að endalokum heimsstyrj
aldarinnar síðari. Bandamenn
höfðu þá komið nazistaherjunum
á kné og innrásin í Normandí
hafði tekizt. Hinar gæfusamlegu
lyktir þessa ógnarlega hildarleiks
voru að miklu að þakka Sovét-
herjunum, sem höfðu barizt af
hugrekki og hetjuskap við hlið
vestrænna vopnabræðra sinna.
Því litu flestir stjórnmálamenn
í vestrænum löndum svo á, að
Rússar væru einlægir í frelsisást
sinni og friðarvilja og hyggðu
sízt á fláræði né fjandskap nokk-
urn. í því trausti voru kommún-
istum fengnir valdataumarnir og
teknir í samsteypustjórnir
margra Evrópulanda. Þar fengu
þeir tækifæri til að sýna loforð
*in í verki.
Ef það verður talið ófyrir-
gefanlegt glappaskot að
treysta á góðvilja og óeigin-
gjarnan framfarahug stjbrn-
málaflokka, þá voru Sjálf-
stæðismenn sekir um slík
glappaskot 1944, er þeir tóku
kommúnista í stjórn með sér
það ár.
Þar gerðu þeir þó ekki ann-
að en mörg af lýðræðisríkjum
Evrópu. Aðstæðurnar og saga
áranna áður virtist öll benda
tií þess að þar væri rétt ráðið
og ekki óviturlega.
★
En næstu ár leiddu ótvírætt í
Ijós, að kommúnistar höfðu ekk-
ert lært á styrjaldarárunum og
engu gleymt. Fáum árum eftir
styrjöldina höfðu þeir lagt undir
sig varnalaus smáríki Austur
Evrópu, sem voru sundurflakandi
eftir hörmungar styrjaldarinnar.
í öðrum löndum sýndu þeir
það svo augljóslega að hvert
UTAN UR HEIMI
JJnjc^ve
óctmbun
Li
skólabarn skildi, að þeir lutu
boði og banni erlends ríkis, svo
sem á velmektardögum Komin-
tern, og reyndu allt hvað þeir
gátu að spilla innanlandsfriði
með víðtækum verkföllum og
undirróðri.
Þess vegna er ekki unnt.fyrir
nokkurn heiðarlegan stjórn-
málaflokk að ganga til sam-
starfs við kommúnista i dag.
Þeir hafa svikið alla eiða, rof-
ið grið og svívirt loforð. Þá
staðreynd þekkja allar þjóðir
og því er það sem kommún-
istar hafa hvergi verið teknir
í stjórn á öllum Vesturlöndum
í dag nema á íslandi.
Hermann og Haraldur hafa þor
að að leggja þá hættu á herðar
íslenzku þjóðarinnar, sem engum
öðrum stjórnmálamanni álfunnar
hefir til hugar komið að leiða
yfir sína þjóð.
Því er það, sem saga síðustu
10 ára hafi með öllu farið fram
hjá liðsoddum Framsóknar og
Alþýðuflokksins og þeir lifi enn
á síðasta ár' stríðsins, er komm-
únistar voru hvarvetna taldir
samstarfshæfir.
En íslenzka þjóðin verður að
ráða það við sig hvort hún telur
örlögum sínum og forsjá bezt
borgið í höndum svo minnislausra
manna. Hún man hvernig fór í
Tékkóslóvakíu, Búlgaríu, Pól-
landi og Rúmeníu — þótt Her-
mann og Haraldur muni það ekki
lengur.
Það er aftur annar kafli,' en
harla athyglisverður, hvernig
sæmilegir drengir sem Gylfi Þ.
Gislason, er manna mest hefir
varað við hættunni af samstarfi
við kommúnista, svo sem á stúd-
entafundinum um valdaránið í
Tékkóslóvakíu, getur nú setið í
næsta ráðherrastól við hlið
tveggja kommúnista. Fæstir vita
heldur hvernig maður eins og
Eysteinn Jónsson unir hag sínum
eða Haraldur Guðmundsson, sem
strengdi þess heit í áheyrn al-
þjóðar við útvarpsumræðurnar
fyrir kosningar í sumar, að
aldrei skyldi Alþýðuflokkurinn
ganga til samstarfs við komm-
únista.
Kannske væru aðrir menn
betur til forystu fallnir með
þjóð vorri, en þeir sem svo
skjótt gleyma því að gærdag-
urinn hafi nokkru sinni liðið.
nierui i r
D,
jCie ritar iiyvi
dááf^tb
^óíctndó
cm-
m þessar mundir eru
að koma út í Noregi minningar
Trygve Lie frá styrjaldarárun-
um. Kemur hann þar víða við og
ræðir meðal annars um sambands
slit íslands og Danmerkur — og
stofnun lýðveldis á íslandi. Er
hann íslendingum ákaflega vin-
samlegur og telur, að Alþingi hafi
notað rétt tækifæri til þess að
segja skilið við dönsku krúnuna.
* rygve ræðir um innrás
Þjóðverja í Danmörk og Noreg.
Bræðraþjóðirnar hafi þar valið
sína leiðina hvor. Danska þingið
hafi ákveðið að veita Þjóðverj-
um enga mótspyrnu, en reyna
heldur að hafa vinsamlega sam-
búð við þá. Telur hann afstöðu
Dana skiljanlega mjög, þar eð
erfitt hefði reynzt fyrir Dani að
verjast í landi sínu vegna þess
hve það er opið og flatt — og
veitir lítið skjól. Þetta, að Danir
tóku aðra stefnu en Norðmenn —
og börðust ekki þar til yfir lauk
— telur Trygve eiga mikinn þátt
í því, að íslendingar ákváðu að
rjúfa sambandið við Danmörku.
I norsku stjórninni litum við
með samúð til aðgerða íslendinga,
segir Trygve. — En málið hafði
sínar veiku hliðar. Tillit varð að
taka til sambúðar fslands og
Danmerkur í framtíðinni. Kveð-
ur hann að fregninni um sam-
bandsslitin hafa verið tekið með
skilningi í Danmörku, en Nazist-
um hafi aftur á móti orðið illa
við.
samstarfi meiri áhuga — og seg-
ist hann vona að íslendingar hefji
samvinnu á þessu sviði við Banda
ríkjamenn, Kanadamenn, Breta,
íra og Norðmenn. Síðar meir
geti svo komið til mála, að fleiri
lönd taki þátt í slíkri samvinnu.
Trygve telur, að Norðmönnum
sé bezt að blanda sér ekki í sam-
eiginleg málefni Dana og íslend-
inga, reyna ekki að miðla málum
— heldur að láta þjóðirnar gera
út um eftirköst sambandsslitanna
sín í milli. Hins vegar eigi Norð-
menn að leita sem beztrar sam-
vinnu við báðar þjóðirnar — ekki
sízt með tilliti til væntanlegs
varnarbandalags.
E,
Trygve Lie.
mikinn áhuga á hernaðarlegri
samvinnu Atlantshafsþjóðanna,
sem mætti auka öryggi þeirra
hverrar um sig. Með sjálfstæði
íslands bindur hann miklar vonir
við það, að íslendingar sýni slíku
smarch svarar þessu
bréfi Trygve Lie og er á talsvert
annarri skoðun. Kveðst hann
hafa talið, að Norðmenn ættu að
leitast við að miðla málum með
Dönum og íslendingum — út frá
því sjónarmiði, að æskilegra væri
að ísland yrði af sögulegum og
menningarlegum ástæðum tengd-
ara Norðurlöndunum en Bret-
landi og Bandaríkjunum. Með til-
liti til legu landsins og frá efna-
hagslegu sjónarmiði væri auð-
vitað sjálfsagt fyrir íslendinga
að leita einnig náinnar samvinnu
við Bretland, Bandaríkin og
önnur lýðræðislönd. Vináttuslit
íslands og Danmerkur telur
Esmarch í bréfi sínu, geta haft
lamandi áhrif á vináttubönd
Noregs og Danmerkur. Það sé því
ekki sízt Norðmanna að reyna að
efla skilning og vináttu milii
þessara tveggja þjóða. Segist
hann í þessu sambandi hafa rætt
við Svein heitinn Björnsson og
de Fontenay, en tekið skýrt fram,
að hann hafi aðeins látið í ljós
persónulega skoðun, en ekki
skoðun norskra stjórnmála-
manna.
E,
smarch, sem áður var
sendiherra Norðmanna í Dan-
mörku, var nú sendur til Reykja-
víkur, og hafði Trygve Lie náið
samband við hann. Kvaðst
Trygve hafa skynjað það, að ís-
lendingar hefðu búizt við sið-
ferðislegum stuðningi af hálfu
frjálsra Norðmanna, og í þessu
sambandi skrifaði hann Esmarch
bréf þar sem hann sagði: Ég fyrir
mitt leyti viðurkenni, að ég votta
íslendingum samúð mína, og ég
álít, að þeir hafi valið rétta augna
blikið — og hafi gert það, sem
íslenzku þjóðinni og framtíð
landsins er fyrir beztu.
ýJíSar í þessu bréfi vék
Trygve að öryggismálunum.
Kvaðst hann jafnan hafa haft
9000 lömb fluft af Vest-
fjörðum i Daíasýslu
Fjárflufningunum er nú lokið
Þúfum, 5. október.
UUDANFARNA daga hafa staðið yfir flutningar á líflömbum
frá‘ Vestfjörðum til Dalasýslu. Starx og fjallleitir voru af-
staðnar tóku rúmlega 30 fjárkaupmenn úr Dalasýslu til starfa með
lambakaupin. Dreifðu þeir sér um allt kaupasvæðið og unnu af
kappi við fjárkaupin.
FLUTNINGARNIR
Samtímis hófust flutningar
lambanna, sem flutt voru bæði á
sjó og landi. Lömb úr Dýrafirði,
Önundarfirði, Bolungarvík, Eyr-
arhreppi, Súðavíkurhreppi og
ytri hluta Ögurhrepps voru flutt
á sjó nokkurn hluta leiðarinnar,
en á bílum frá Arngerðareyri
suður yfir Þorskafjarðarheiði.
Lcgbrot, sem frem£a
Ófremdarástand v/ð götuvitana
r r
fkáli
UMFERÐARMENNINGIN hjá
okkur íslendingum er ekki
upp á marga fiska, þrátt fyrir
góðan vilja margra til úrbóta.
Það er eins og það sé megin-
þorra íslendinga ofraun að
fara eftir lögum og reglum.
Komi maður í stærri borgir
erlendis, þá er það fastmótað í
hugi gangandi fólks og bif-
reiðastjóra, hvað er lögum
samkvæmt og eftir því er far-
ið — og það svo, að bregði út
af, þá fær maður stundum
hastarlegar ávítur hjá næsta
vegfaranda, án þess þó að
hann sé settur U1 að gæta lasra.
Hér í Reykjavík eru senni-
lega mörg lögbrot framin í
umferðinni daglega. Það stend
ur t.d. í Lögreglusamþykkt-
inni að bílar megi aldrei á
gangstéttum vera. Hundruð
bíla standa daglangt á gang-
stéttum án þess að sé gert.
Hvað veldur?
Götuvitarnir í miðbænum
hafa greitt fyrir umferðinni.
En við þá er réttur fótgang-
andi oft lítils virtur. Tökum
dæmi. Þegar bílar aka eftir
Austurstræti og á grænu ljósi
yfir Pósthússtræti, þá á sam-
kvæmt reglum, gangandi að
ma í
i miðbænum
vera heimilt að ganga yfir
Pósthússtræti. En bílar sem
ætla að beygja inn í Pósthús-
stræti á aðra hvora hönd,
virða þennan rétt gangandi
einskis. Það eru örfáar undan
tekningar. Þess eru dæmi að
gangandi komist ekki yfir
götu á grænu ljósi og verði
svo lengi að bíða næsta græna
ljóss. Á þetta horfir lögreglan
aðgerðalaus. Hvað veldur því?
Má hér ekki úr bæta með um-
ferðarviku er kenndi gangandi
og akandi að virða rétt hvors
annars á göluvitagatnamótum?
Og þetta þ»irf að gerast strax.
FLUTT ALLA LEIÐ Á SJÓ
Úr Dýrafirði voru lömbin sum
part flutt til Arngerðareyrar eða
Patreksfjarðar og sum alla leið—
ina á bátum. Síðustu lömbin frá
Djúpi fóru í gær. Komu 12 bilar
á mánudaginn og þrír á þriðju-
dag og fóru þá síðustu lömbin.
ALLS 9000 LÖMB
Alls munu hafa verið flutt ná-
lægt 9000 lömb í Dalasýslu af
Vestfjörðum. Veður tafði flutn-
ingana, einkum þar sem flytja
þurfti á sjó, en þó má telja að
fjárkaupin og flutningarnir hafi
gengið greiðlega, enda unnið að
því af miklum dugnaði, einkum
við flutningana.
FRÍOUR HÓPUR
Allir fjárkaupmennirnir munu
nú vera komnir heim með fríðan
hóp lamba sem vonandi verður
gagnsamur sauðfjárstofn bænd-
um í Dölum. Fylgja þeim góðar
óskir Vestfirðinga, til nýju heim-
kynnanna. — P.P.
Leiðrétting
í REYKJAVÍKURBRÉFI á sunnu
daginn hefir slæðzt inn meinleg
prentvilla þar sem talað er um
að kommúnistar hafi talið verð-
festingu stjórnar Stefáns Jóhanns
landráð. Á auðvitað að vera
launaráp