Morgunblaðið - 10.10.1956, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 10. okt. 1956
________________2________
MORGUNBLAÐIÐ
Lítill hluti tékknesku þjóðarinnar
styður stjórn landsins
TPRAMÁMENN tékkneska
* kommúnistaflokksins
eru teknir að vinna að skipu-
lagðri byltingu í því skyni að
velta tékknesku stjórninni og
æðstu flokksklíkunni úr
valdastóli.
Tékkneski járnbrautastarfs
maðurinn, Vojtech Vogel, sem
fyrir skömmu tókst að flýja
til Bretlands með konu sína
og börn, skýrði meðal annars
frá þessu.
Honum sagðist svo frá:
1. Fjölmennur hópur tékk-
neskra kommúnista, þar á meðal
nokkrir kunnustu Marxfræðingar
flokksins, hafa skorað á forseta
landsins, Antonin Zapotocky, að
leysa stjórnina frá starfi, svo og
ýmsar af miðstjórnarnefndum
flokksins.
2. Stúdentar við háskólann í
Prag, en þeir eru í hópi byltinga-
sinna, hafa borið þá kröfu fram
Við flokksstjórnina að háskólan-
um sé sleppt við afskipti komm-
únista. Hliðstæðar kröfur hafa
verið bornar fram af hálfu stúd-
enta í Bratislava.
3. Óánægja verkamanna vegna
lágra launa og þröngra lífskjara
getur brotizt út í óeirðum eins
og í Póllandi.
„Rétt áður en ég fór frá Prag“,
sagði Vogel, „sætti Zapotocky
forseti heiftarlegum árásum á at-
hyglisverðum fundi“.
DEILUR HEFJAST
„Rökræður um kommúnistisk-
ar bókmenntir breyttust smám
saman í deilur með forsetanum
og kommúnistaleiðtogunum um
kommúnisma í heild og framtíð
hans í Tékkóslóvakíu.
Ræðumennirnir kröfðust: —
Leystu stjórnina frá störfum!
Sumir stungu upp á að kallað
yrði saman þjóðþing til að athuga
róttækar stjórnmálalegar breyt-
ingar á grundvelli ræðu Krú-
sjeffs. Zapotocky forseti taldi
ráðlegra að kalla saman ráð-
steínu flokksritaranna.
Fundarmenn höfnuðu slíkri til-
lögu með augsýnilegri gremju.
Ræðumennirnir bentu á að flokks
ritararnir væru launaðir starfs-
menn og því ekki af þeim að
vænta að þeir hafi forgöngu um
bætur á þeim mistökum sem
flokksleiðtogarnir eru sekir um.
Að síðustu bjóst forsetinn til
að ganga af fundi og bar fram
þá afsökun að hann yrði að snúa
sér að mikilvægum störfum.
Gontul meniiingar|)|éð
man sinn fítfifi fegri
Þetta jók enn meir á gremju fund I RÁÐÞROTA
— allir vissu að hann
horfa á knattspyrnu-
armanna
ætlaði að
keppni.
Um leið og hann gekk út úr
fundarsalnum leit hann um öxl
og spurði fundarmenn „Hvað eru
þeir margir, sem þið viljið af-
höfða?“ Átti hann þar við örlög
Copicka landvarna- og dóms-
málaráðherra, sem fundinn hafði
verið sekur um Stalinisma og
fordæmdur af Krúsjeff.
HATAÐIR MENN
„Andstöðuleiðtogarnir útilok-
uðu það með ræðum sínum að
forsetinn væri í nokkrum vafa
um það að þeir vildu alla Stalin-
ista frá völdum og áhrifum í
Tékkóslóvakíu. Það er alkunna
að Zapotocky sjálfur og stjórnin
öll var á sínum tíma 1 nánum
tengslum við Stalin.
Það er engum vafa bundið að
Krúsjeff mundi helzt vilja hreinsa
þannig til. Og eftir fundinn var
tilkynnt að tveir meiriháttar ráð-
herrar hefðu verið kallaðir til
Moskvu. En Krúsjeff kvíðir því
að örðugt muni veitast að finna
hæfa menn í stað núverandi ráð-
herra ef hann víkur þeim úr
embætti.
Mest hatur leggur þjóðin á
tvo af ráðherrunum, Kopecky,
varaforsætisráðherra — sem
hafði forystu um árásina á
Slansky og félaga hans, sem nú
hafa flestir verið endurreistir —
og Nejedly, fyrrverandi mennta-
málaráðherra en nú ráðherra án
st j órnar deildar.
Öll tékkneska stjórnin ræðir
enn ræðu Krúsjeffs og tilgang
hans með árásinni á Stalin. Ræð-
an hefur ekki enn verið birt
í tékkneskum blöðum en hver
maður veit innihald hennar.
Margir í Prag fengu fyrstu
fregnirnar úr svissneskum blöð-
um. Eintök af þeim bárust fljótt
manna á meðal og var ekki farið
dult með, og margir hripuðu
niður kafla sem þeim þótti mestu
máli skipta, til að lesa fyrir fjöl-
skyldur sínar.
FYRIR OKKUR ÞÝDDI FALL
STALINS FALL OKKAR EIGIN
YALDHAFA
Það er fullvíst að um 80%
tékknesku þjóðarinnar vildi
vinna að því að gcra komm-
únista valda- og áhrifalausa.
Ég er þess fullviss að fyrsta
áfanganum til frelsis er náð.
Stjórnin hefur ekki hugmynd um
hvað gera skal. Marxistaleiðtog-
arnir standa ráðþrota uppi.
Fyrst í stað neituðu þeir því
að Krusjef hefði flutt hina um-
töluðu ræðu. Fyrir bragðið kom-
ust þeir í klípu þegar þeim bár-
ust fregnir frá Moskvu um ræð-
una 1 einstökum atriðum.
Einungis ógnareinræði í stal-
inskum stíl mundi megna að
koma aftur á flokksaga í landi
mínu. En kommúnistaleiðtogarn-
ir þora ekki að hverfa aftur að
ógnarstjórn. Óttast að þeir verði
þá fordæmdir sem Stalinistar. Það
er því raunverulega úr sögunni
að lögreglan knýi dyra, leyni-
hljóðnemarnir hafa verið teknir
úr notkun og þess heyrist varla
getið að fangar sæti misþyrm-
ingu.
Klement Gottwald
Þetia hefur aukið mjög
bjartsýni með Tékkum og
fólki í öðrum leppríkjum.
Margir álíta að frelsið sé
skammt undan. Mikill meiri-
hluti almennings telur eins
miklar líkur- fyrir því að
slík kommúnistastjórn, sem
við eigum nú við að búa, verði
úr sögunni að fjórum til fimm
árum liðnum.
Okkur er ljóst að Vesturveldin
geta ekki gripið til beinna af-
skipta — slíkt gæti komið af stað
styrjöld. En mótspyrnan fer sí-
vaxandi. Tékkneska leynihreyf-
ingin færist í aukana.
Ef til vill verða það þeir í
Moskvu sem sjá sér ráðlegast að
veita okkur aukið frelsi.
Gagnbyltingarhreyfingin nýtur
forystu menntamanna og rithöf-
unda, þeirra á meðal meðlima
Rithöfundasambandsins tékk-
neska. Margir þeirra eru komm-
únistar og snjallir I marxistisk-
um fræðum.
Tékkneskir verkamenn eru yf-
irleitt andkommúnistar. Þeir eru
óánægðir vegna lágra launa, hús-
næðisskorts, og að verða að draga
fram lífið á brauði og kartöflum.
GRAMIR STUDENTAR
Launin nægja vart til þess að
framfleyta fjölskyldu. Kommún-
isminn megnar ekki að festa ræt-
ur í huga barna og unglinga.
Allir stúdentarnir við háskól-
ann í Prag hafa verið valdir til
náms eftir skoðunum, en engu að
síður standa þeir allir að bylt-
ingarhreyfingunni gegn ríkis-
stjórninni. í vikunni áður en ég
fór frá Prag kröfðust þeir þess
að eyðilögð væri spjaldskrá sú
þar sem skráð var stjórnmála-
leg fortíð þeirra.
Margar glettnisetningar eru á
vörum manna í Prag um hina
miklu og ljótu Stalinlíkneskju
sem gnæfir yfir borgina á Letna-
hæð. Ein uppástungan er sú að
líkneskjan verði eyðilögð, orðið
„Fyrirgefið“ letrað á stallann og
mætti þá reisa þar líkneskju
Slanskys, sem var saklaus dæmd-
ur til lífláts á stjórnartíð Stal-
ins“.
Hefjið strax byggingarrannsóknir
I?
KVIKMYNDM
,.La Strada'
i Bæjarbiói
BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði sýnir j in. Kona leikstjórans, Giulietta
enn eina afbragðsmyndina, j Masina, fer með eitt af veiga-
þetta kvikmyndahús hefur j mestu hlutverkum myndarinnar,
nu
en
um langt skeið haft forustuna
um sýningu góðra kvikmynda.
— Mynd sú, sem hér er um að
ræða heitir La Strada, þ.e. vegur-
inn og er ítölsk verðlaunamynd.
Fjallar myndin um flökkutrúða,
er flækjast um þorp og borgir
Ítalíu og leika þar listir sínar.
Er hið sóllausa og hamingju-
snauða líf þessara manna, ólgandi
ástríður þeirra og ömurlegt um-
komuleysi sýnt á mjög raunsæj-
an og áhrifaríkan hátt, og áhorf-
andinn hrifst svo gjörsamlega
með að hann lifir örlög þessara
olnbogabarna lífsins með þeim.
Enda er myndin frábærlega vel
gerð af hendi leikstjórans, Fed-
erico Fellini, og afburðavel leik-
hina ungu og vangefnu stúlku
Gelsomina af undursamlegri
snilld, djúpum skilningi og
sterkri innlifun, svo að unun er
á að horfa. Og hinir ensku leik-
arar, Anthony Quinn og Richard
Basehart, er leika Zampo og II
Matto, umferðatrúði, fara af-
bragðs vel með hlutverk sín.
Einkum er áhrifamikill og heil-
steyptur leikur Quinns, og nær
hámarki sínu í leikslok, er hann
fellur í örvænting og angist nið-
ur í sandinn við sjávarströndina.
Mynd þessi er einstök í sinni
röð, beiskur sannleikur en jafn-
framt stórbrotin skáldskapur.
Hún verður öllum minnisstæð,
sem sjá hana. — Eco.
NDANFARNAR tvær vikur
hafa dvalizt hér á landi tveir
ráðunautar Framleiðniráðs
Evrópu í byggingarmálum, en
framleiðniráðið er undirstofnun
Efnahagssamvinnustofnunarinnar
sem vinnur að því að auka fram-
leiðni í atvinnuvegum Efnahags-
samvinnulandanna og greiða fyr-'
ir auknum samskiptum þeirra í
tæknilegum efnum.
Ráðunautar þessir komu hing-
að á vegum Iðnaðarmálastofnun-
ar Islands, og hafa þeir rætt hér
við ýmsa aðila á sviði byggingar-
j mála, stofnanir, arkitekta, verk-
fræðinga o. fl. í því skyni að
kynna þessum aðilum viðhorf og
vinnubrögð, sem tíðkast í banda-
rískum byggingariðnaði, ef það
mætti verða til að stuðla að auk-
inni hagkvæmni í iðnaði okkar,
einkum er varðar undirbúning og
skipulagningu byggingarfram-
kvæmda.
Byggingarráðunautar þeir, sem
hér voru á ferð, voru þeir Mr.
Edward X. Tuttle, arkitekt að
menntun og framkvæmdastjóri
arkitekta- og ve^kfræðingafélags
ins Giffles & Vallet, Inc. í Detroit
Michigan, og Mr. George Morgan,
verktaki (contractor) einnig frá
Detroit.
RAUNHÆFAR OG SKYNSAM-
LEGAR BYGGINGAR-
AÐFERÐIR
í yfirliti, sem ráðunautarnir
gáfu um athuganir sínar á bygg-
ingarframkvæmdum hér og álykt
anir af þeim dregnar, kemst Mr.
Tuttle svo að orði:
1. Frágangur allur á bygging-
um, sérstaklega frágangur innan-
húss (trésmíði, múrhúðun o. s.
frv.) stendur jafnfætis því bezta,
sem ég hef séð í Evrópu, og er
yfirleitt miklu betri en almennt
gengur og gerist þar.
2. Okkur virðist, að byggingar-
aðferðir hér séu yfirleitt raun-
hæfar og skynsamlegar.
3. Við höfum veitt því athygli,
að ábyrgð á stjórn byggingar-
framkvæmda hvílir oft á herðum
margra, t.d. eigandans, arkitekts-
ins og tveggja eða fleiri bygg-
ingámeistara og í sumum tilfell-
um byggingarsamvinnufélags. Er
þannig hætt við, að nokkur los-
arabragur kunni að verða á yfir-
stjórninni. Framkvæmdastjórn,
sem væri sameinuð á einni hendi,
gæti leitt af sér mikinn tímasparn
að við heildarverkið, öruggar
segja ráðurtaufar Framleibniráðs
Evrópu i byggingarmálum
tímaáætlanir og samræmingu á
vinnu hinna ýmsu fagmanna, svo
og samræmingu á innkaupum og
aðflutningi efnis, er einnig gæti
leitt 'af sér verulegan sparnað á
fé og tíma.
VERKSMIÐJUFRAMLEIÐSLA
BYGGINGARHLUTA
4. Okkur fannst mikið til um
þá möguleika, er framleiðsla á
léttum vikurplötum og vikur-
hleðslusteinum býður upp á, en
þessi byggingarefni ættu að
nokkru leyti að geta komið í stað
hinna mjög svo þungu. og dýru
steinsteyptu veggja, sem hér
tíðkast.
Nær undantekningarlaust má
gera ráð fyrir lækkun byggingar-
vinnukostnaðar og auknum gæð-
um með verksmiðjuframleiðslu
byggingarhluta, en í Bandaríkj-
unum leitumst við stöðugt við að
framleiða fleiri og fleiri hluta til
bygginga á þennan hátt.
5. Það vakti athygli okkar, að
næstum allir, sem við töluðum
við hér, voru sér meðvitandi um
mikilvægi þess að setja varnar-
lag gegn loftraka nálægt innra
yfirborði útveggja til að draga úr
veðrun yfirborðsins, sem út snýr
og veggjanna í heild.
STÖÐLUN BYGGINGARHLUTA
6. Ekki verður lögð nægileg
áherzla á þýðingu þess að koma
á stöðlun byggingarhluta. Með
því að nota að staðaldri fáar
stærðir og gerðir hurða, glugga,
skápa, móta, gólfdúka, handriða
og annarra hluta, má gera mikið
til að lækka smiða- og uppsetn-
ingarkostnað þessara hluta.
7. Það er álit okkar, að veru-
legt hagræði mundi hljótast af
því að taka upp notkun vélheflaðs
mótatimburs í nákvæmum stærð-
um. Snertir þetta bæði áferðar-
gæði veggja og lofta og einnig
sparnað í flutningi og á vinnu.
Það er dýrt að hreinsa óheflað
mótatimbur til endurnotkunar,
og veggir, sem steyptir eru með
því, verða ósléttir og krefjast tals
verðrar aukavinnu, þegar gengið
er frá þeim til fullnustu. Óheflað
og misþykkt mótatimbur krefst
sömuleiðis meiri vinnu við upp-
sJátt.
HEFJIÐ STRAX BYGGINGAR-
RANNSÓKNIR!
8. Okkur þykir gott til þess að
vita, að íslendingar hafa áhuga á
byggingarrannsóknastarfsemi.
Við viljum ráða ykkur eindregið
til að hefjast strax handa um að
gera áætlanir um slíka starfsemi
og framkvæma þær áætlanir sem
fyrst.
Kostnaður við slíka rannsókn-
arstarfsemi þarf ekki nauðsyn-
lega að vera mjög mikill, en það,
sem áynnist með endurbótum á
byggingarefnum og aðferðum,
jafnhliða lækkun byggingarkostn
aðar, gæti orðið gífurlegt. Skipu-
lögð tilraunastarfsemi og vísinda-
legar rannsóknaraðferðir eru
ávallt ódýrari en óskipulagðar,
handahófs tilraunir til breytinga
og endurbóta.
ÍSLENDINGAR HAFA EKKI
EFNI Á AÐ BÍÐA EFTIR
ÞRÓUNARBREYTINGUM
Okkur finnst ólíklegt, að íslend
ingar hafi efni á því að bíða eftir
þróunarbreytingum, sem valda
munu nauðsynlegri lækkun bygg
ingarkostnaðar. Hagsmunir ykk-
ar sjálfra krefjast þess, að þið
hefjist þegar handa um að leysa
vandamál byggingariðnaðarins
með því að færa út starfsvið Bygg
ingarefnarannsóknardeildar At-
vinnudeildar Háskólans, sem er
undir hinni færu forustu Harald-
ar Ásgeirssonar verkfræðings, en
eins og er starfar þessi rannsókna
stofa nær eingöngu að gæðapróf-
unum á byggingarefnum og bygg
ingarvöru.
í öðrum löndum er kostnaður
við slíka starfsemi oft borinn sam
eiginlega af ríki og iðnaði.
★ ★
Þeir Mr. Tuttle og Mr. Morgan,
sem hafa ferðazt um mörg Evrópu
lönd á undanförnum mánuðum á
vegum Framleiðniráðs, hverfa nú
brátt til sinna fyrri starfa í
Bandaríkjunum. Áður munu þeir
samt starfa um skeið á vegum
ráðsins í Austurríki, en þangað
var förinni heitið, er þeir fóru
héðan 6. október.