Morgunblaðið - 19.10.1956, Blaðsíða 1
24 síður
<y
43. árgangur
240. tbl. — Föstudagur 19. október 1956
Prentsmiðja Morgunblaðsin*
Jæja, spenningurinn er liðinn hjá. Sigurvegarinn í „Miss World“ íegurðarsamkeppninni varð
„Ungfrú Þýzkaland“, en hún hét Petra Schumann, 23 ára gömul stúdina frá Cologne. önnur varð
„Ungfrú Bandaríkin". Endanlegur dómsúrskurður var ekki viðburðalaus. Þegar 6 höfðu \ærið vald-
ar af 24 þátttakendum, og gengu í síðasta sinn fyrir dómara, þá bar „Ungfrú Bandaríkin" borða
um öxl sem á stóð „Miss World“. Aðstoðarmaður hljóp fram á pallinn og tók borðann af henni.
Síðar sagði hún: „Þetta voru aðeins mistök. Einhver setti þetta á mig. Ég vissi ekki hver það var.“
Myndin t. v. sýnir stúlkurnar 6 í úrslitunum (og sú bandariska lengst til hægri með borðann). Til
hægri er „Miss World“.
A tæpu ári fæst gufuorka í
Krísuvík til hitaveitu fyrir
Reykjavík og Hafnarfjörð
Bani sennilega valinn
sem framkvæmdastj.
,Notendabandalagsins‘
Lundúnum, 18. okt. — frá Reuter—NTB.
gELWYN LLOYD utanríkisráðherra gaf á fundi fulltrúa aðildar-
ríkja „Notendasambandsins" skýrslu um umræðurnar van
Súezmálið í Öryggisráðinu og einkaviðtöl sín við utanrikisráðherra
Egypta.
★ FBAMKV ÆMD AST J ÓRI «-----------------------------—•
VALINN
Að firndi þessum loknum var
ákveðið að fulltrúarnir mættust
á öðrum lokuðum fundi, og að þá
yrðu settar reglur um starfsemi
„notendasambandsins".
M.a. munu fulltrúarnir ræða
um og ákveða, hver verður fram-
kvæmdastjóri bandalagsins.
Herma góðar heimildir að
danski sendiherrann Eyvind
Bartels, sem einnig er ráðgjafi í
efnahagsmálum við OEEC í París
sé líklegur til að verða valinn til
starfans. Einnig liggur fyrir að
ákveða um fjármál bandalagsins,
hvar aðalstöðvar þess eiga að
vera o.fl.
Storvirkur jarðbor keyptur
di Reykjavíkurbæ og ríkinu
i sameiningu
/^UNNAR THORODDSEN borgarstjóri undirritaði fyrir
nokkru af hálfu Reykjavíkurbæjar, samning um kaup á
afkastamiklum jarðbor til gufuborunar. Bor þessi mun kosta
um 6 milljónir króna. Áætlað er að bora í Krísuvík fyrsta
árið, en úr stærstu borholunni þar fást nú 20 smálestir af
gufu á klst. Með nýja bornum þykir mjög líklegt, að
150—200 lestir fáist á klst., en það nægir til hitaveitu hér
í Reykjavík, Hafnarfirð og fleiri framkvæmda. Er tahð
að borunin eftir þessu gufumagni muni taka 6—9 mánuði.
Frá þessu skýrði borgarstjóri á fundi bæjarstjórnar Reykja-
víkur í gær.
SAMNINGUR VIÐ
HAFNARFJÖRB
Hafnarfjarðarbær á hitaveitu-
réttindin í Krísuvík og hafa und-
anfarið staðið yfir samninga-
umleitanir milli borgarstjórans í
Reykjavík og bæjarstjórans í
Hafnarfirði. Kvaðst Gunnar
Thoroddsen borgarstjóri hafa trú
á því að samkomulag næðist milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur
um nýtingu orkunnar í Krísuvík.
Þessi stórvirki bor verður rek-
inn sem sjálfstætt fyrirtæki, og
hefur hann hlotið nafnið Gufu-
boranir ríkisins og Rvíkurbæj-
ar. Skipuð hefur verið fjögurra
manna nefnd til að hafa á hendi
rekstur fyrirtækisins og umsjón
með jarðborununum og skipa
hana þeir Jakob Gíslason raforku
málastjóri og Þorbjörn Sigur-
geirsson framkvæmdastj. Rann-
sóknarráðs ríkisins af hálfu ríkis-
ins, og Árni Snævarr formaður
hitaveitunefndar og Steingrímur
Jónsson rafmagnsstjóri, af hálfu
bæjarins. Gunnar Böðvarsson
yfirverkfræðingur mun annast
framkvæmdastjórn. — Dvelst
hann og Þorbjöm Karlsson verk-
fræðingur nú í Bandaríkjunum
til þess að kaupa borinn og kynna
sér meðferð hans.
Til að halda uppi
buxunum
LUNDÚNUM, 17. okt. — 16
ára gamall unglingur kom í
dag fyrir unglingadómstól í
Lundúnum. Hafði hann skáta-
belti sér um mitti. Dómarinn
spurði ungling þennan: „Ert
þú skáti“. „Nei“ svaraði ungl-
ingurinn.
„En hvers vegna hefur þú
þá skátabelti“, spurði dómar-
inn.
„Til að halda uppi um mig
buxunum, Sir“. — Reuter.
Framh. á bls. 2.
Ncbelsverðiaununum í lækn-
isfræði skipt milli 3 lækna
■jyrOBELSVERÐLAUN i læknisfræði fyrir árið 1956 hafa verið
veitt og er ákveðið að skipta þeim á milli þriggja lækna.
Einn þeirra er þýzkur, hinir tveir bandarískir. Allir fá þeir verð-
launin fyrir rannsóknir á sviði hjartasjúkdóma.
★ VERÐLAUNAMENNIRNIR
Læknar þessir eru prófessor
Cournard og próf Richards, báð-
ir við Columbíaháskólann í New
York og dr. Forsmann, en hann
á sína eigin lækninga- og rann-
sóknarstofu í Þýzkalandi. Hann
var áður prófessor við Berlínar-
háskóla.
Nngy orðinn
proíessor
okt.
Vínarborg, 18,
Reuter.
IMRE NAGY, fyrrverandi
forsætisráðherra Ungverja-
lands, sem nú hefur fengið
uppreisn æru og komizt til
valda í kommúnistaflokknum
á ný, hefur verið tilnefndur
sem prófessor í landbúnaðar-
vísindum og þjóðlegri hag-
fræði við Karl Marx háskól-
ann í Budapest.
Skammt er öfganna á millU! i
★ ÖTULIR LÆKNAR
Þessir þrír menn hafa unnið á
sama sviði. Dr. Forsmann gerði
fyrstur aðgerð, sem hinir síðar
endurbættu. Þeir hafa og gert
víðtækar rannsóknir á sviði blóð
þrýstings.
Dr. Forsmann er 52 ára gamall,
en Bandaríkjamennirnir eru báð-
ir 61 árs.
NÆSTA SKREFIÐ
Góðar heimildir herma að
skoðun Selwyn Lloyds og Pin-
eaus sé sú, að Egyptar verði
að taka næsta skrefið um
samningaumleitanir í deil-
Milliríkjadeila
út af 2 ára
stúlkubarni!
LUNDÚNUM, 18. okt. — Sendi-
herra Rússlands í Englandi gekk
í dag á fund Nuttings, aðstoðar-
utanríkisráðherra, til að mót-
mæla því, að Bretar hafa bannað
tveggja ára gamalli stúlku að
fara til Rússlands með föður sín-
um, sem er rússneskur. — Kom
stúlkan til Bretlands frá Banda-
ríkjunum í s.l. viku, en faðirinn
ætlaði austur til Rússíá.
Ástæðan til þess að stúlkan
fær ekki að fara úr landi er sú,
að móðir barnsins, sem er banda-
rísk, vill með engu móti, að barn-
ið fari austur til Rússlands.
Nutting mun hafa svarað sendi
herranum, að þetta væri mál sem
réttinn varðaði.
Til Austurheims vil ég halda...:
Er íslenzka ríkisstjórnin ú
semja um viðurkenningu
Austur-Þýzkalands ?
tlÉR Á LANDI eru nú staddir 6 sendimenn frá
austur-þýzkum stjórnarvöldum. Og í dag mun von
á sjö öðrum sendimönnum frá sömu slóðum.
Sendimenn þessir munu eiga að vinna að því að
setja hér á laggirnaar einhvers konar opinhera skrif-
stofu á vegum austur-þýzku stjórnarinnar, sem er eins
og kunnugt er leppstjórn Rússa og hvergi viðurkennd
sem þýzk ríkisstjórn nema í þeim löndum, sem komm-
únistar stjórna.
MIKIÐ ALVÖRUMÁL
Það er vissulega hið mesta alvörumál, ef ríkisstjórn
Islands er nú að undirhúa viðurkenningu á þessari
austur-þýzku leppstjórn, sem alls ekki er hægt að líta
á sem þýzka ríkisstjórn. Væri það hin mesta móðgun
við Sambandslýðveldi Vestur-Þýzkalands og ríkis-
stjórn þess, ef kommúnistar í ríkisstjórn íslands
knúðu fram slíka viðurkenningu. Gæti slík framkoma
af hálfu íslcnzku stjórnarinnar valdið íslendingum
tjóni og vandkvæðum.
STRAUMURINN FRÁ LEPPRÍKJUNUM
Það er engin smáræðis sendinefnd, sem hin austur-
þýzku stjórnarvöld hafa sent hingað. En það sýnir
hvert stefnir í íslenzkum utanríkismálum og við-
skiptamálum, að straumurinn af alls konar nefndum
og sendimönnum frá leppríkjum kommúnista vex
með mánuði hverjum. Til Áusturheims vil ég halda,
er kjörorð stjórnar þeirra Hermanns og Hannibals!!