Morgunblaðið - 19.10.1956, Page 14

Morgunblaðið - 19.10.1956, Page 14
14 MOnCVHBL4Ð1Ð Föstudagur 19. okt. 1956 — Ræða Gunnars Thoroddsens Framh. af bls. 13 Bændaflokksins 1937 var með þeim hætti, að hefði átt að reikna uppbótarsæti þeirra í einu lagi, hefðu þeir flokkar fengið einu uppbótarsæti fleira. Kaunveru- leg tala uppbótarsæta var 1937: Sjálfstæðisflokkurinn 5, Bænda- flokkurinn í, Alþýðuflokkurinn 3, Kommúnistaflokkurin 2. Sjálf- stæðisflokkurinn og Bændaflokk- urinn samtals 6 uppbótarsæti. En ef þeim hefðu verið reiknuð upp- bótarsæti í einu lagi, þá heíðu þeir fengið 7 sæti. Herra forseti: — I>essi upp- rifjun sögunnar er nauðsynleg vegna skilnings á meginatriðum málsins. Menn verða að gera sér grein fyrir, hver var tilgangurinn með þessari hörðu og löngu bar- áttu fyrir uppbótarsætum, því það atriði er þýðingarmikið og getur í rauninni ráðið úrslitum um túlkun á því málefni sem hér er um að ræða. En þá kemur önnur spurning, 'og hún er, hvaða sjónarmið á almennt að hafa um skýringu á lögum og stjórnarskrá. f raun- inni má segja, að þar gæti tveggja meginsjónarmiða. Annað er bókstafstrúin; bókstafstrúar- menn segja, að alltaf skuli skýra lög og dæma dóma eftir orðanna hljóðan, eftir orðalaginu, því „bókstafurinn blífur“. Þetta höf- um við heyrt hvað eftir annað í þessum umr., og þetta heyrðum við ekki sízt í kosningabaráttunni á síðasta sumri. í því tilfelli, sem hér liggur fyrir, segja bókstafsmennirnir: Lögin segja hvergi berum orðum að það eigi að reikna út uppbót- arsæti í einu lagi fyrir þessa tvo flokka. Þess vegna hlýtur að eiga aS reikna þau í tvennu lagi. nAtttröll BÓKSTAFSTRÚARINNAR Það er vissuiega sorglegt, að slík bókstafstrú skuli enn vera við lýði á okkar tímum. Þessi skilningur um skýringu laga var ríkjandi á tímum skólaspekinnar og í myrkri miðalda, en hitt er furðulegt, að honum skuli skjóta upp á þessum tímum upplýsing- ar, lýðfrelsis og lýðfræðslu. Þeg- ar maður hlustar á góða og greinda menn, m.a. lögfræðinga, halda því fram, að það sé orðalag laganna, sem jafnan eigi að skera úr og ekkert annað, þá fyllist maður undrun yfir því og jafn- vel harmi að sjá afturgengin slík nátttröll grárrar' forneskju og steingervinga liðinna alda. Nei, sú lögskýringarregla sem fyrir löngu hefur rutt sér til rúms og viðurkennd er af flestum hugsandi mönnum, er ekki bók- starfsskýringin, heldur skyn- semisskýringin. Það á að beita skynseminni, og leita að eðlilegri túlkun á anda og tilgangi lag- anna. Það á að leita að því, hvað fyrir löggjafanum hefur vakað, til þess áð finna sem allra eðli- legasta og skynsamlegasta lausn málsins. Ef ekki eru til skýr laga- ákvæði um eitthvert atriði, þá á að finna, hvað væri eðlilegast. í rauninni hefur þessi skýringar- regla verið viðurkennd á öllum öldum af hinum beztu lögvitring- um. AÐ DÆMA EFTIR ÞVÍ SEM ER SANNGJARNAST OG RÉTTLÁTAST Það var gullvæg regla, sem viturlega var orðuð í Rómarrétti, að þegar bein lagaákvæði skorti, þá skyldi dæma ex bono et equo, þ.e. eftir því sem sann- gjarnast væri og réttlátast. Það þarf ekki að leita til margra lögfræðinga nú á dógum, til þess að sannfærast um að það er skynsemistúlkunin, en ekki bókstafs- og orðalagstúlkunin sem er sú rétta. Þekktasti lögfræð ingur Norðmanna, sem nú er uppi, er dr. Castberg, rektor Oslóarháskóla. Hann hefur ritað allra manna mesi um norskc stjórnlagafræði, stjórnskipun o; stjórnarfar. í meginriti sínu um stjórnskipun Norðmanna, gerir hann einmitt lögskýringuna og sjónarmið hennar að umtalsefni í löngum kafla. Hann segir: „Orða lagið og sú niðurstaða, sem það leiðir til eftir málvenju, getur ekki alltaf ráðið úrslitum. Það á ekki að láta bókstafinn gilda framar skynsamlegri meiningu lagatextans. Það á að leggja aðal- áherzlu á skynsamlega meiningu laganna framar orðalaginu, og það þýðir sama og fara eftir tilgangi laganna. Réttarreglurnar eru alltaf þess eðlis að vera með- al eða ráð til þess að ná ákveðn- um tilgangi." Svo heyrum við í þessum umr. talað háðulega um það, að við séum að leita að einhverjum ó- ljósum tilgangi laga. UMMÆLI EINARS ARNÓRSSONAR Hinn mikli íslenzki lögfræð- ingur, dr. Einar Arnórsson, segir i „Réttarsögu Alþingis" um upp- bótarsætin og ákvæði stjórnar- skrárinnar um þau: „Höfuðmark þessara ákvæða stjórnskipunar- laganna um uppbótarsæti er, að hver þingflokkur geti fengið þing mannatölu í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu við almennar kosningar. Að hlutfallið milli þingmannatölu og atkvæðatölu verði sem allra líkast hjá öllum flokkum. Fyrirmæli kosningalag- anna ber því að haga svo, að þessu takmarki verði náð, svo sem kostur er, eftir fyrirmælum stjórnskipunarlaganna. Það er frá því sjónarmiði mjög áríðandi að hver flokkur nái þeirri at- kvæðatölu sem hann á með réttu og að atkv. njóti sín fyllilega er ákveða skal þingmannatölu." Þessi orð Einars Arnórssonar í „Réttarsögu Alþingis“ bera þess Ijósan vott, hvílíka höfuðáheizlu hann leggur á takmarkið, til- ganginn í stjórnarskránni, bæði varðandi setningu kosningalaga og túlkun þeirra. ÞÝÐINGARMIKIÐ DÆMI Ég vil nefna eitt þýðingarmikið dæmi úr íslenzkum stjórnskipun- arrétti, þessu til skýringar. Hver á að skera úr því, hvort almenn lög, sem Alþingi hefur sett, brjóta í bág við stjórnarskrána? Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir, að löggjafinn hefur sett al- menn lög, sem flestir telja, að séu ekki í samræmi við stjórnar- skrána. Þá er ekkert ákvæði um það í íslenzku stjórnarskránni, hvernig með skuli fara. Eiga dómstólar að dæma eftir þessum lögum- Eiga stjórnvöldin að fylgja þeim? Á almenningur að hegða breytni sinni eftir þeim? Eða er einhver aðili, sem rétt er að úrskurði um það og geti sagt um það svo bindandi sé, að þess- um lögum skuli ekki fylgja, vegna þess að þau brjóti stjórn- arskrána? Um þetta er ekkert ákvæði í stjórnarskránni, og bókstafs- trúarmenn stjórnarliðsins munu auðvitað segja: Þar sem engin ákvæði eru um þetta í stjórnar- skránni, þá hefur enginn aðili heimild til þess að skera úr, það verður að fylgja þessum almennu lögum, — lög eru lög. Vitanlega er þessi niðurstaða fráleit. Og skynsemistúlkunin segir: Það er gagnstætt anda og tilgangi stjórnarskrárinnar, að al- menni löggjafinn geti brotið gegn stjórnarskránni. Það verður að vera einhver aðili til að skera úr þessu. Og skynsemistúlkunin segir: Með hliðsjón af öðrum ákvæðum stjórnarskráinnar og verkaskiptingu stjórnvaldsins hljóta dómstólarnir, að lokum Hæstiréttur, að skera úr þessu. Þetta er alviðurkennd skoðun fræðimanna hér á landi og hefur lengi verið, og Hæstiréttur sjálf- dr hefur oftar en einu sinni stað- íest þessa túlkun. Ég nefni þetta dæmi til að ýna, hversu bókstafsdýrkunin og ' 'ilkunin getur leitt út í algerar jgöngur og á villigötur og jafnvel teflt stjórnskipun okkar og rétt- arríki í háska. EF MÖNNUM HEFÐI DOTTIÐ MÖGULEIKINN í HUG Ef Alþingi hefði við setningu stjórnarskrárákvæðanna 1933 dottið í hug þessi möguleiki, að tveir flokkar kynnu að hafa al- gert kosningabandalag, eða að einn flokkur mundi skipta sér í tvennt, til þess að krækja í fleiri uppbótarsæti heldur en ber, þá fullyrði ég, að Alþingi hefði ákveðið að setja undir þennan leka. Það hefði ákveðið skýrum stöfum í kosningalögum að reikna skyldi uppbótarsæti í einu lagi, ef um algert kosningabandalag flokka væri að ræða eða einn stjórnmálaflokkur byði fram í tvennu lagi með þessum hætti. Og ég er einnig sannfærður um, að þá hefðu þm. Alþýðufíokksins og Kommúnistaflokksins allir saman greitt atkvæði með slíku ákvæði, til þess að koma í veg fyrir slíka misþyrmingu jöfnun- arsætanna, sem nú á sér stað. AFSTAÐA SIGTRYGGS OG VILHJÁLMS En lítum nú á afstöðu lands- kjörstjórnar. Ég vil fyrst minnast á afstöðu þeirra Sigtryggs Klem- enzsonar og Vilhjálms Jónssonar. Það er tvennt, sc-m þair einkum byggja þann úrskurð sinn á, að reikna skuli uppbótarsætin fyrir hvorn flokk fyrir sig. Annað er, að slíkt kosningasamstarf sé hvergi bannað í lögum, — bók- starfsskilningurinn, sem ég er þegar búinn að ræða nokkuð um. — Hin röksemdin er, að það séu skýr fordæmi fyrir slíku sam- starfi, t. d. kosningabandalag Bændaflokksins og Sjálfstæðis- manna 1937. Við höfum sýnt fram á það, að það er fráleitt að líkja þessu saman. Þessar eru tvær meginstoðirnar undir úrskurði þeirra. AFSTAÐA JÓNS ÁSBJÖRNSSONAR Þriðji landskjörstjórnarmaður- inn, Jón Ásbjörnsson, hann segir: „í lögum um kosningar til Al- þingis eru engin ákvæði um slík kosningabandalög sem þetta. Það er að vísu ljóst, að slíkt kosninga- bandalag er, ef hvor þessóu-a stjórnmálaflokka telst sjálfstæð- ur þingflokkur, þegar uppbótar- sætum er úthlutað, til þess lagað að raska, flokkum þessum í hag, þeirri þingmannatölu, sem þeir mundu fá, ef þeir byðu nú fram til Alþingis með venjulegum hætti hvor fyrir sig. En við það eru ákvæði laga um kosningar til Alþingis bersýnilega miðuð.“ Hann telur, að slíkt bandalag, ef uppbótarsætin yrðu reiknuð í tvennu lagi, sé til þess fallið að raska réttu hlutfalli. En vegna þess að skorti bein lagaákvæði um þetta, treysti hann sér ekki til að úrskurða, að reikna skuli í einu lagi. AFSTAÐA EINARS B. GUÐMUNDSSONAR Rökstuðningur fjórða lands- kjörstjórnarmannsins, Einars B. Guðmundssonar, er í meginatrið- um þessi: „Við Alþingiskosningar þær, sem fram eiga að fara 24. júní 1956, hafa Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stofn- að til algers kosningabandalags í öllum kjördæmum landsins. Is- lenzk lög hafa engin ákvæði að geyma um hvernig með skuli fara, ef stjórnmálaflokkarnir gera með sér kosningabandalög. Hinsvegar sýnist hið algera kosn- ingabandalag Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins leiða til þess, að ákvæði d-liðs 31. gr. stj órnarskrárinnar og fyrrnefndu ákvæði 124. gr. 1. nr. 80, 1942, verði ekki fullnægt nema með þeim hætti, að úthluta þessum flokkum sameiginlega uppbótar- sætum samkvæmt samanlagðri atkvæðatölu þeirra, er þeir hljóta við kosningarnar." AFSTAÐA VILMUNDAR JÓNSSONAR f greinargerð fimmta landskjör stjórnarmannsins, Vilmundar Jónssonar, segir m.a.: „Báðir flokkar eru í algeru kosninga- bandalagi, sem stofnað er til af réttum fyrirsvarsaðilum flokk- anna, samkvæmt einróma sam- þykktum flokksþinga beggja flokkanna. Báðir flokkar hafa fullkomna samstöðu í kosning- unum sem einn flokkur væri, kosningalega séð. Kosningabandalag er þekkt kosningalagahugtak og táknar meiri eða minni samstöðu tveggja eða fleiri flokka í kosningum, þeim til sameiginlegs eða gagn- kvæms framdráttar. Kosninga- bandalög eru heimiluð í kosninga lögum ýmissa landa og með ýmsu móti, en auðvitað háð ákveðnum skilyrðum og reglum. í íslenzku kosningalögunum eru enn engin ákvæði sem lúta að kosninga- bandalögum og hefur löggjafan- um láðst að gera ráð fyrir þeim. Engu að síður hefur hér verið stofnað til svo víðtæks og algers kosningabandalags tveggja stjórn málaflokka, sem orðið getur. En eigi slíkt að viðgangast án þess að það sé nokkrum skilyrðum bund- ið eða reglum háð er viðbúið að það raski hinu löghelgaða kosn- ingafyrirkomulagi og þá alveg sérstaklega að því er tekur til úthlutunar uppbótarsætanna, þannig að með engu móti verði við komið að haga þeirri úthlut- un samkvæmt skýlausum fyrir- mælum stjórnarskrár og kosn- ingalaga um að uppbótarmönnum skuli úthlutað til jöfnunar milli þingflokka. Nægir að vitna til þess, að slíkt algert kosninga- bandalag tveggja flokka, sem fengi sér úthlutað uppbótarsæt- um í tvennu lagi, býður því heim að hagrætt sé framboðum og frambjóðendum víxlað með til- liti til þess, að bandalagsflokkun- um heimtist fleiri uppbótarsæti en þeim að réttu ber, þá auðvitað á kostnað annarra flokka. Landskjörstjórn hlýtur að telja sér skylt að halda vörð um þau fyrirmæli stjórnarskrár og kosn ingalaga, svo og anda þeirra fyr- irmæla og tilgang, að uppbótar- þingsætum verði úthlutað til raunhæfrar jöfnunar milli þing- flokka, en vegna hins algera kosningabandalags Alþýðu- og Framsóknarflokks fær hún ekki séð að það verði með öðru móti en því, að uppbótarsætum verði úthlutað í einu lagi til beggja bandalagsflokkanna.“ Þetta var úr greinargerð Vil- mundar Jónssonar, og þar sem hann var einn af höfundum kosn- ingalaganna og vann hér á þingi að undirbúningi þeirra og setn- ingu, verður skoðun hans allþung á metunum. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FÆR 7 ÞÚS. ATKV. FLEIRA EN SEX ÞINGM. FÆRRA Hver er svo niðurstaðan af þeirri reglu að reikna uppbótar- sætin fyrir hvorn flokkinn sér? Ég skal ekki nefna margar tölur en draga upp eina mynd: Alþýðu- flokkurinn og Framsókn fá til samans í bandalaginu 28 þús. atkv., og 25 þm. Sjálfstæðisflokk- urinn fær 7 þús. atkv. fleira, 35 þús., en sex þm. færra eða 19 þm. f rauninni þarf ekki frekar vitn- anna við um þá skrípamynd af lýðræði, sem hér er verið að fram kalla. Og ég vil spyrja flutnings- menn frumv. frá 1942, þá Harald Guðmundsson og Emil Jónsson: Er með þessu verið að stefna að því, að endurbæta skipulag lýð- ræðisins í okkar landi? Er með þessu verið að jafna atkvæðisrétt þegnanna og skapa jafnvægi á milli flokka á þingi? Er hér verið að tryggja jafnrétti einstakling- anna, sem er undirstaða lýðræðis- ins, og erum við með þessu að gera þingið að réttri mynd af þjóðinni? svo ég taki upp nokkr- ar setningar úr greinargerð þeirra. ER ÞETTA RÉTTLÁTT OG SANNGJARNT? Hvað sem líður öHum bókstafs skilningi, sem virðist eiga að fagna um sinn meirihlutafylgi á Alþingi, þá er mér spurn: Finnst mönnum þetta réttlátt? Finnst mönnum það sanngjarnt, að einn hópur kjósenda í landinu fái miklu fleiri þm. en annar, sem er miklu fjölmennari? Var þaðtil gangur þeirra Jóns Þorlákssonar og Jóns Baldvinssonar, sem lögðu fram þrotlaust starf árum saman með heilsu sína að veði, til að koma þessu réttlætismáli í fram- kvæmd, — var það tilgangur þeirra, að jöfnunarsætin yrðu notuð til ójöfnunar? Að einmitt uppbótar- og jöfnunarsætin, sem samkvæmt stjórnarskránni áttu að jafna milli stjórnmálaflokk- anna og milli kjósendanna, skuli nú notuð í þveröfugum tilgangi: til að gera ójöfnuðinn milli kjós- endanna ennþá meiri? Sjálfstæðismenn leggja til, að uppbótarsætum sé úthlutað í einu lagi fyrir Framsóknar- og Al- þýðuflokkinn, og að þess vegna séu ekki tekin gild þessi fjögnr kjörbréf til uppbótarmanna Al- þýðuflokksins. FINNGOGI RÚTUR, SEM HVASSAST DEILDI Á AFBROTIN Nú rís hér upp fulltrúi Alþýðu- bandalagsins, Finnbogi Rútur Valdemarsson, sá maður, sem einna hvassast hefur tekið til orða um það samsæri, sem Al- þýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn höfðu í frammi. Sem ritstjóri blaðsins „Útsýnar", mál- gagns Alþýðubandalagsins, hefur hann viku eftir viku vakið at- hygli þjóðarinnar á því „svindli og samsæri", sem þessir flokkar séu að fremja. Finnbogi Rútur Valdemarsson hefur m.a. sagt, að þessi „þingsætaþjófnaður verð- ur ekki látinn viðgangast fremur en annar opinber þjófnaður“. Og hverjir eiga að dæma um það? Alþingi, segir hann í blaðinu, „Alþingi er hæstiréttur í máli kosningasvindlaranna". Nú kemur þessi málsvari Al- þýðubandalagsins, — ekki til að framfylgja boðskap sínum og kosningaloforðum um að vera vörður réttlætisins, láta úthluta uppbótarsætum í einu lagi fyrir þessa flokka og reka „svindlar- ana“ og „þingsætaþjófana“ heim. Nei. Nú segir Finnbogi Rútur Valdemarsson: Ég finn hvergi í 142. gr. kosningalaganna nein bein ákvæði um þetta, og það er þess vegna vafamál, hvort Alþ. hefur nokkra heimild til þess að ógilda kjörbréf uppbótarmann- anna! Og hvað tekur við, ef Al- þingi ógildir kjörbréf þeirra? Verða þá ekki bara auð þessi fjögur sæti? Hinn mikli bardaga- maður, hetja lýðræðis og jafn- réttis, Finnbogi Rútur Valde- marsson, gerist nú talsmaður blindrar bókstafstúlkunar; vegna þess að það vanti í 142. gr. kosningalaganna ákvæði um þetta atriði, þá getur Alþingi víst ekkert við þessu gert! Ef Alþingi nú samt sem áður ógildir þessi kjörbréf, hver á þá að gefa út kjörbréf handa öðrum uppbótar- mönnum? Ekki fer landskjör- stjórnin að gera það, segir h þm. Meirihluti hennar, Fra sóknarmennirnir og Jón As- björnsson, er búinn að túlka sinn lagaskilning og kveða upp sinn úrskurð. Ætlast Sjálfstæðisflokk- urinn til, spyr hv þm., að Jón Ásbjörnsson og meirihluti lands- kjörstjórnar fari að breyta sínum lagaskilningi fyrir einfalda álykt un á þingsetningarfundi? MEÐFERÐ MÁLSINS EINFÖLD Ég verð að segja, að ég er undr- andi yfir jafnmiklum þekkingar- skorti hjá jafngreindum mannL Það er augljóst mál, hvernig með á að fara, ef Alþingi ógildir kjör- bréfin. Annað hvort felur Alþingi landskjörstjórninni að reikna út uppbótarsætin að nýju í samræmi við réttar reglur, þ.e. að leggja saman atkvæði bandalagsins. Ef landskjörstjórnin neitaði að gera það, væri það sama og undir-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.