Morgunblaðið - 19.10.1956, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Fðstudagur 19. okt. 1956
Skrumið um Samviimuiryggiregar
LAUGARDAGINN 1. f. m. áttu
Samvinnutryggingar 10 ára af-
mæli, og í því tilefni birtu Tím-
inn og Alþýðublaðið afmælis-
greinar í sunnudagsblöðum sín-
um, og notuðu þá jafnframt tæki-
færið til að vega að öðrum trygg-
ingarfélögum með órökstuddum
fullyrðingum og dylgjum.
Önnur tryggingarfélög hafa
ekki til þessa haldið uppi áróðri
gegn Samvinnutryggingum, né
amazt við þeim á neinn hátt,
þrátt fyrir ákafan áróður frá
þeim, og er því kominn timi til
að spyrna við fótum og gefa al-
menningi kost á, að kynna sér
málið frá báðum hliðum. Eru því
skrif greindra blaða tilefni þess-
arar greinar.
VEITING AFSLÁTTAR
Blöðin upplýsa, að bifreiða-
deild Samvinnutrygginga hafi inn
leitt þá nýjung, að veíta þeim
bifreiðaeigendum afslátt, (bónus)
sem ekki háfa valdið tjóni
ákveðinn tíma. Þetta er helber
fjarstæða og ér sambærilegt við,
að þeir sem síðar tóku upp þá
kenningu Galileis, að jörðin
snerist kringum sólina, væru að
boða eitthvað nýtt. Sannleikur-
inn er sá að þetta er gamalt eins
[innig
[yririiggjandi
vörur frá hinum
feeimsþekktu Stoke-
ley’s og Van Camp’s
niðursuðuverksmiðj-
Tómatsósa, 2 teg.
Hvítur, gufusoðinn
maís í mauki.
Gulur gufusoðinn
Gulur gufusoðinn
maís í mauki
Spanish rice (spánsk
ur rísréttur),
Eplasósa í hálfpunds
dósum.
innig frá
louzoni
Spaghettisósa,
með sveppum,
Spaghettisósa
með kjöti, og
Spaghetti í pökkum,
ýmsar gerðir.
Söluumboð:
Afgreiðsla
svnjörl í kisgerðanna hf.
Þverbolti 21 — sími 1314.
og flest annað undir sólinni. Bif-
reiðatryggingarfélög þau er störf-
uðu fyrir stríð (Sjóvátryggingar-
félag íslands h.f. og Trolle &
Rothe h.f.) höfðu um árabil reynt
þessa nýjuna, með þeim árangri
að þau urðu að hætta við hana,
vegna almennrar óánægju bif-
reiðaeigenda. Þá er Samvinnu-
tryggingar hófu að veita bifreiða-
eigendum afslátt urðu hin félög-
in, nauðug, viijug, að gera slíkt
hið sama, svo bifreiðaeigendum
yrði ekki mismunað í iðgjöldum.
Þá þegar vakti þetta nokkurn
styr en síðan hafa sum bifreiða-
eigendasamtök, svo sem F. f. B.
o. fl. skorað á félögin, að hætta
að veita afslátt. Þeir sem eru með
og móti þessu fyrirkomulagi hafa
báðir nokkuð til síns máls. Þeir,
sem á móti eru, telja afsláttinn
ýta undir menn að hlaupast frá
þeim tjónum, sem þeir hafa vald-
ið, en hinir telja sanngjarnt, að
veita mönnum einhverja umbun
fyrir að hafa ekki valdið tjóni,
og fá þá að sjýlfsögðu allmargir
afslátt vegna þess að þeir komust
undan óséðir eftir að hafa valdið
tjóni. Getúr það því orðið kald-
hæðni örlaganna þegar verið er
að hengja gullpening á mann, fyr-
ir góðan og öruggan akstur í 5
ár, en sá hinn sami hefur valdið
einu eða fleiri tjónum, þótt ekki
hafi upp komizt.
Það er riú orðið í fyllsta mátá
tímabært fyrir löggjafann að at-
huga hvort ekki eigi að banna
að veita mönnum afslátt af ið-
gjöldum bifreiðatrygginga, ef það
mætti verða til þess, að fleiri
fengju bætt tjón sitt, er sitja nú
uppi með sárt enni vegna þess að
einhver níðingurinn hugsaði
iheira um að fá 2—300 kr, afslátt
en að gera öðrum fært að fá bætt
sitt 10 þúsund kr. tjón.
koma félaganna er gagnvart end-
urtryggingafélögunum.
Hluti endurtryggjenda í tjónum
% af endurtryggðum iðgjöldum
Almennar Tryggingar
82.55
Samvinnutryggingar
51.80
Sjóvá
82.20
Þetta sýnir að bæði Almennar
og Sjóvá fá svo til öll hin end-
urtryggðu iðgjöld aftur en Sam-
vinnutryggingar aðeins röskan
helming.
Ef athugað er hins vegar hvað
hinir erlendu aðilar taka mikinn
þátt í greiðslu heildartjóna félag-
anna lítur það þannig út:
Almennar Tryggingar
77.28%
Samvinnutryggingar
37.62%
Sjóvá
88.87%
títkoman er sú, í fáum orð-
um sagt, að Samvinnutrygg-
ingar eyða meiru fé í endur-
tryggingar og fá minna til
baka en hvort hinna félag-
anna, svo Samvinnutryggingar
hafa ekki af miklu að státa,
eða á maður að segja Timinn
j og Alþýðnblaðið.
Það er einnig nokkuð gama.n
i að koma því að í blöðunum að
félagið endurtryggi Andrea Doria,
| Stöckholm eða jafnvel Queen
| Mary. Jafnvel þótt hlutur þess, í
j iðgjaldinu sé ekki nema 10—20
i kr. Já, miklir menn erum við
Hrólfur minn!!
ENDURTRYGGINGAR
ÓHAGSTÆÐARI
Greind blöð skrifa og mikið
um hina hagkvæmu endurtrygg-
ingasamninga Samvinnutrygg-
inga, og hvað þær spari þjóðinni
mikinn gjaldeyri á ári hverju.
Það er nú svo, að „ekki er allt
gull, sem gióír“. Því miður má
segja, því þá værum vér öll rík
og Samvinnutryggingar spöruðu
gjaldeyri.
Við athugun á reikningum 3ja
tryggingarfélaga, en þau eru,
Samvinnutryggingar, Almennar
Tryggingar og Sjóvátryggingar-
félag fslands (Vátryggingarfélag-
ið var ekki unnt að taka með í
samanburð þar eð það hefur starf
að aðeins í tæp 3 ár) s. 1. 5 ár
þ. e. 1951—1855 incl. kemur í
ljós að endurtryggingasamning-
ar Samvinnutrygginga eru mun
óhagstæðari en hinna félaganna,
sé miðað við gjaldeyrissparnað.
Öllum má það ljóst vera, að hin
íslenzku félög eru hvergi nærri
það sterk fjárnagslega, að þau
geti staðið undir öllum þeim
samningum, sem gerðir eru við
hina tryggðu og eiga þau þá
tveggja kosta völ, til að dreifa
ábyrgðinni, en það er, að tryggja
á innlendum eða erlendum mark-
aði. Þótt eitt félag fæli öðru
| endurtryggingu myndi svo fara
] að félag það er endurtrygging-
1 una tæki að sér, tryggði stóran
| eða litinri hluta þess hjá erlendu
| félagi. Sé gengið út frá því að
j mestur hluti endurtrygginga fari
til erlendra félaga, sem greiðist
þá að sjálfsögðu með erlendum
gjaldeyri er það þó ekki nema
hálf sögð saga hvað gjaldeyris-
eyðslu snertir, því jafnframt því
að hin erlendu félög fá iðgjöld
verða þau að greiða stóran eða
lítinn hluta tjóna þeirra, er ís-
lenzku félögin hafa greitt. Mis-
munurinn á iðgjöldum og tjónum,
að viðbættum og frádregnum um-
boðslaunum, er hin raunverulega
gjaldeyriseyðsla eða hagnaður eft
ir atvikum.
IFKOMAN GAGNVART
rNDURTRYGGINGAFÉI.ÖGUM
Látum oss þá sjá hverning af-
„BRAUTRYD TENn * srr AW FID'*
Þá er það brautry öjendastarfið.
Jú, mikil býsn. En nú þegar Rúss-
er eru hættir að halda því fram,
að þeir hafi fundið upp allt rnilli
himins og jarðar, og láta sér lík-
lega að lokum nægja að hafa
fundið upp „Vodkað" er þá ekki
rétt að aðrir gangi hljóðlega á
sínum inniskóm?
Ekki er nú í fljótu bragði hægt
að koma auga á brautryðjenda-
starfið, nema ef það væri þá
„bónusinn". Nei, þetta hljóta
bara að vera hugarórar blaðanna.
Hvers konar okursamtök eru
eiginlega þessi tryggingarfélög?
(að Samvinnutryggingum auð-
vitað undanskildum?) Þau hækka
og hækka iðgjöldin til þess að
græða meira og meira.
Alþýðublaðið segir að Sam-
vinnutryggingar hafi .... neitað
að taka þátt í samtokum félag-
anna (sem aðallega semja um
iðgjöldin).
Hvers vegna er nú blaðið að
halda fram þessari firru? Er
þarna þjónustuiund blaðamanns-
ins að verki? Eða er von á aug-
lýsingu eða hvað?
Það rétta er, að Samvinnu-
tryggingar hafa frá upphafi verið
aðilar að öllum iðgjöldum og
breytingum, sem gerðar hafa ver-
ið.á þeim, enda þótt Samvinnu-
tryggingar séu í eðli sínu „non
tarif“ félag. Að sjálfsögðu hafa
engar iðgjaldabreytingar átt sér
stað nema að undangenginni ýtar
legri rannsókn og athugun á þörf-
um félaganna fyrir slíkar breyt-
ingar.
Þá sæta félögin ákúrum fyrir
að hafa ekki veitt Samvinnu-
tryggingum aðstoð við að brjóta
á bak aftur einkaleyfi það, er
Brunabótafélag íslands hafði á
húsatryggingum utan lögsagnar-
umdæmis Reykjavíkur. Þar er
mikill aðstöðumunur á. Annars
vegar Samvinnutryggingar með
óskiptan þingflokk á bak við sig,
en hin félögin án slikrar liðs-
sveitar. Mega allir sjá aðstöðu-
muninn.
Ýmislegt fleira mætti tína til,
en ekki er ástæða til að elta ólar
við allar fjarstæður greindra
blaða, en gjarnan mættu þau
muna að svo má lofa einn, að
annar sé ekki lastaður.