Morgunblaðið - 19.10.1956, Page 17
Fostudagur 19. okt. 1956
MORCV <V BLAÐ11
1?
Eiiiar Befjason frá Kringsdal:
Kennslubækur nar, hj artasj úkdómarnir
og utanbókarlærdómarnir
„Næst er minnið mannsins
hjarta, minnir það á ríka hljóma.“
Matth. Joch.
HINN 4. febr. s. á. ritaði ég grein
um kennslubækur með fyrirsögn- ;
inni: „Gjörið námið í skólunum :
auðveldara og notadrýgra." Fjall-
ar greinin um það, að spurningar
vanti við flestar íslenzkar kénnslu
bækur. Þykir mér það mikil
vöntun, þar sem þetta vansmíöi
bókanna kemur harðast niður á
smælingjunum — „minnstu
bræðrunum" meðal nemendanna,
sem erfiðast veitist námið. Byggi
ég þá skoðun mína á um 50 ára
reynslu er ég hefi haft meiri og
minni afskipti af kennslu barna
og unglinga, og einnig á umsögn
hinnar frægu ensku lesbókar
„The Royal Readers," sem gefin
er út í 6 hlutum eða bindum af
frægum enskum bókmenntafræð-
ingum og kennurum, eftir því,
sem menntamaður, mjög vel
kunnugur enskum bókmenntum,
hefir tjáð mér. Bókafélag það,
sem gefur bókina út, hefir bæki-
stöðvar sínar bæði í London, New
York og Ítalíu. Virðist því sem
ekki ætti að vera í neitt kot vísað,
þótt við íslendingar tækjum bæk-
ur þessar okkur til fyrirmyndar.
í bók þessari er sú kennsluaðferð
viðhöfð, að eftir hvern kafla, sem
það á við, koma spurningar, þar
sem spurt er um allt það, úr efni
kaflans, sem einhverju máli
skiptir, að nemandinn viti. f for-
mála að 5. hluta bókarinnar
stendur þessi grein um spurning-
arnar. í lauslegri þýðingu er
greinin á þessa leið: „Spurning-
unum við hvern kafla er lialdið
áfram í þessari bók, ekki cin-
göngu til þæginda fyrir kennar-
ann, heldur líka í þeim tilgangi,
að gera nemandanum færara að
sannprófa hvort hann hafi til-
einkað sér efni kaflans, eftir að
hafa kynnt sér hann. Spurning-
arnar munu þannig tryggja kenn-
aranum, að hver ltafli hafi verið
vandlega lærður, og eins og bent
var á í undanfarandi bók, munu
þær mynda ágætan grundvöil rit-
gerðaæfinga“.
í 6. hluta bókarinnar er sagt,
auk þeirra atriða, sem talin eru í
ofanritaðri grein í 5. hluta bók-
arinnar spurningunum til gildis,
að það sé sérstaklega mikilsvert
fyrir foreldra og aðra vandamenn
nemendanna, að spurningarnar
auðveldi þeim að fylgjast með
því, hvað námi barna þeirra og
skjólstæðinga líði með því að
prófa nemendurna með tilstyrk
spurninganna, sem prentaðar eru
við hvern kafla. En þá þarf sá,
sem yfirheyrir, að hafa svör við
hendina við spurningunum, sem
samin væru af nemandanum eft-
ir að hann hefði vandlega lesið
yfir kaflann. Get ég ekki skilið
í öðru, en að öllum foreldrum
og öðrum vandamönnum, ætti að
vera ánægja að slíku starfi, þar
sem það veitti þeim fullvissu
um, ef nemandinn gæti svarað
rétt öllum spurningum, er ættu
við kaflann, að hann stæði sig vel
í skólanum og prófunum. Hafi
foreldrar eða aðstandendur nem-
enda ekki ástæður til, einhverra
hluta vegna, að yfirheyra þá, geta
þeir falið það öðrum í hendur,
er þeir treysta. Ég þekki mann,
sem mun nú lesa hagfræði við
háskólann. Átti ég tal við hann
um kennsluaðferð þessa, kom það
þá upp úr kafinu, að hann hafði
sjálfur notað aðferð þessa við
sögunámið, sem hann sagði, að
hefði verið sér erfitt og hann
stöðugt fengið lélegar einkunnir
í sögu. Fór hann þá að nota þessa
spurningaaðferð. Eftir það sagð-
ist hann hafa fengið stöðugt á-
gætiseinkunnir I sögu á prófum.
VARÐAR FRAMTÍÐ
NEMANDANS
En það er tímatöf frá erfiðu
námi, að semja nákvæmar spurn-
ingar við kennslubækurnar, og
svo munu það vera tiltölulega fá-
ir af nemendunum, sem haf a fram
tak eða dugnað í sér til að semja
slíkar spurningar, svo í góðu lagi
sé. Oftast munu þeir láta kylfu
ráða kasti, hvað mikið þeir hafa
tileinkað sér af efni kaflanna og
koma því ver undirbúnir í tím-
ana en æskilegt væri. Það hlýtur
aftur að koma fram á prófunum,
þeim sjálfum og foreldrum þeirra
og aðstandendum til sárs kvíða
og hugarangurs. Því á því getur
oltið um framtíð nemendanna,
hvernig námið og prófin takast.
En það kunnara, en frá þurfi að i
skýra, hvað mörgum foreldrum
fellur það þungt, þegar börn
þeirra falla á prófi.
ÞAÐ DUGAR EKKI A» SEGJA
ÞEIM AÐ LÆRA
Sést á þessu, hversu afar nauð-
synlegt það er, að kennararnir
auðveldi nemendunum að nema
kennslubækurnar. Það dugar
ekki, að segja þeim að læra, held-
ur veröur kennarinn, að sýna
þeim, hvernig þeim sé auðveldast
að læra. Að því er einmitt stefnt
með þeirri aðferð, sem hér er
verið að skýra frá. Því tel ég það
hina mestu höfuðnauðsyn, að um
leið og kennslubækur eru útgefn-
ar í sögu, hagfræði, landafræði,
náttúrufræði, dýrafræði, eðlis-
fræði, efnafræði vélfræði og mál-
fræði o. s. frv., séu spurningar
prentaðar eftir hvern kafla bók-
arinnar. Hins vegar ætti að gefa
út sérprentaðar spurningar við
þær kennslubækur, sem nú eru
í umferð. Spurningar þessar
þurfa að vera svo ýtarlegar, að
engu sé því gleymt af því, sem
spyrja þarf um og máli skiptir
að nemandinn viti af efni kafl-
ans, sem spurningarnar eiga við.
Spurningarnar eiga valdir sam-
vizkusamir menn að semja, sem
og kennslubækurnar. Spurningar
þessar á svo að nota við prófin.
En til þess að velja úr þeim til
prófs, séu fengnir óhlutdrægir,
samvizkusamir menn og góð-
gjarnir, sem starfinu eru vaxnir.
Prófspurningunum sé svo vand-
lega haldið leyndum þar til að
prófi kemur. Mjög æskilegt og
öruggast er, að nemandinn semji
ritgjörð um hvern kafla, eins og
bent er á í Royal Readers. Það
festir efnið betur í minni og sam-
lagar það betur huganum. Við
það lærði nemandinn mikið, um
leið og það æfði hann í ritleikni
og efldi hann í hugmyndaauðgi
og andagift.
LÉTTIR UPPLESTUR
FYRIR PRÓF
Námsaðferðin verður því þann-
ig: Nemandinn les hvern náms-
kafla rækilega ofan í kjölinn.
Þegar hann telur sig hafa tileink-
að sér efni kaflanna nægilega vel,
semur hann skrifleg svör við
spurningunum. Reki hann ein-
hvers staðar í vörðurnar, við
samningu svaranna, verður hann
að fá aðstoð kennarans eða þeirra
manna, sem hann treystir til að
veita sér rétta aðstoð eða leiðbein
ingar, svo að svörin verði rétt.
Þegar hann hefir sannfært sig um,
að hann hafi tileinkað sér nógu
rækilega efni svaranna, mætir
hann þannig útbúinn í tíma, við
búinn að notfæra sér útskýringar
kennarans, sem Iiann veitir eftir
beztu getu eftir tíma og öðrum
ástæðum og þeirri skyldurækni
og samvizkusemi sem hverjum
er lagin. Þetta léttir líka stórkost-
lega upplesturinn fyrir prófin, en
skapar öryggi og ánægju hjá nem
andanum, og veitir honum þrótt
og kjark. En vafinn, kvíðinn og
öryggisleysið leiðir af sér deyfð
og Icjarkléysi og getur ef til vill
lagt námið í rústir.
HLYNNIÐ AÐ
„MINNSTU BRÆBRUNUM"
Þeir kennarar, sem segja nem-
endum meira en það, sem er í
kennslubókunum af fræðandi, á-
ríðandi efni, ættu ávallt að láta
þá skrifa það niður hjá sér, svo
öllum nemendunum jafnt sé gef-
inn kostur á að festa sér það í
minni. Sé það ekki gert, kemur
sú kennsla eða ræðuhöld ein-
göngu þeim gáfaðri og eftirtekt-
arsamari að notum, en fer inn um
annað og út um hitt eyrað á þeim
ógáfaðri og eftirtektarminni.
Væri þá rangt gagnvart þeim síð-
artöldu að láta spurningar úr slík,
um fróðleik koma á prófum. Með,
því væri minni bræðrunum sýnd
ónærgætni, sem þó, eftir boðum!
kristninnar, er mest þörfin að
hlynna að.
PROFSKREKKUR ORSOK
HJARTASJÚKDÓMA?
Nú sitja menn við bókalestur
í skólunum frá 7 upp í 20 ár,
nema aðeins kringluna úr sumr-
unum. Taka þeir 2—3 próf á ári,
og í barnaskólunum fleiri. Allan
þennan langa skólatima sitja
rnenn við lesturinn meira og
minna kvíðafullir um sinn and-
lega hag við prófin, sem svo þegar
að þeim kemur nær hámarki. Þar
mæta margir skjálfandi á beinun-
um, náfölir af hræðslu og ýmsu
er því fylgir, og dæmi munu vera
til þess, að sumum hafi legið við
taugaáfalli, er þeir hafa fallið við
próf. Að ofan er getið hversu
ill áhrif slíkt hefir á foreldrana.
Þetta er mikið að kenna því, að ég
tel, að við kennslubækurnar vant
ar spurningar eins og lýst hefir
verið hér að ofan. Og er nú ekki
einmitt hér að finna eina orsök
hjartasjúkdómanna, sem nú herja
hatrammlega á þjóðina og eru,
samkvæmt dánarskýrslum 1953,
skæðastir allra sjúkdóma, sem
þjá íslenzku þjóðina? Næstskæð-
ast er svo krabbameinið. Árið
1953, sem er síðasta ár, sem
skýrslur fást um, eru dauðsföll
af hjartasjúkdómum 228 á árinu,
eða 19 á hverjum mánuði. Þar
næst kemur krabbameinið með
211 dauðsföll á árinu, eða rúm-
lega 17 á mánuði. Árið 1951 urðu
204 dauðsföll af völdum hjarta-
sjúkdóma og 213 krabbameins-
dauðsföll. Sést á því, að á þessum
tveimur árum hefir krabbameins-
dauðsföllum fækkað um ca. 0,94%
en hjarta sjúkdómstilfellum hefir
fjölgað um ca. 11,76%. Enginn er
svo tilfinningalaus fyrir afkom-
endum sínum, að honum finnist
þetta ekki ill tíðindi. Nýlega
segja blöðin, að helmingur allra
sjúklinga á sjúkrahúsum Evrópu
séu taugaveiklaðir, og tæpur Vs
dauðsfalla í Danmörku er af
hjartabilun. Ætti því öllum að
vera augljóst, hversu afarmikil
nauðsyn það er, að allir taki hönd
um saman um að útrýma þessum
sjúkdómsvoða hjá þjóðunum, og
ættum við fslendingar ekki að
láta okkar eftir liggja í því efni.
Tel ég að hér sé verið að benda
á rétt spor í áttina til þess, því
ekki trúi ég, að nokkur læknir
sé svo skyni skroppinn, að hann
telji það kvíða- og hræðsluástand
ekki óhollt fyrir heilsuna, sem
því miður margur nemandinn
verður að þola fyrir próf og á
prófi og hér að ofan hefir verið
lýst. Mér finnst að hverri þeirri
kennslubók, sem viðeigandi
spurningar vantar við, megi líkja
við bitlítinn ljá, sem aðeins
hraustmennin geta þvingað sig til
að nota, en slíkt verkfæri of-
býður kröftum lítilmagnans, og
gerir starfið verkleysu. Eins er
um spurningalausu kennslubók-
ina. Hinn gáfaði námsmaður get-
ur helzt eitthvað tjónkað við
hana, en hún er lamandi, og
liggur við borð, að hún sé sálar-
drepandi til náms fyrir hinn
gáfnatrega, samvizkusama og
taugaveiklaða nemanda. En þeir
gáfnatregu geta líka orðið til
sóma og gagns föðurlandinu, ef
þeir eru reglu-, skapfestu-, mann-
lcosta- og gæfumenn. En gáfurn-
ar eru því aðeins æskilegar, að
þær séu notaðar mannfélaginu til j
góðs. Áð námsbókunum, sem |
margar eru samdar af ágætum j
mér lærðari mönnum, finn ég |
ekki annað en það, að við þær
vanti viðeigandi spurningar svo
nákvæmar, að þeir sem gætu svar
að þeim öllum rétt, séu öruggir
að standast prýðilega vel próf í
þeirri námsgrein, sem bókin fjall-
ar um, þar sem spurningarnar eru
lagðar til grundvallar prófinu.
HÆFIR MENN SEMJI
SPURNINGARNAR
Þetta öryggi skapar ánægju og
lífsgleði hjá nemendunum og eyk
ur hjá þeim sálarþrótt, þar sem
á hinn bóginn óvissan og örygg-
isleysið dregur úr honum, gerir
menn daufa og kjarklausa, veik-
ir vonina, sem er lifsins verndár-
engill, skapar taugaveiklun og
minnimáttarkennd. Breytingar
þær, sem ég hér að framan hefi
lagt til að gerðar verði á mörg-
um af kennslubókunum og á próf-
unum, eiga að verða til þess að
gera nemendunum námið auð-
veldara, notadrýgra og hollara og
létta aðstandendum þeirra starfið
stórkostlega, við að búa nemend-
urna undir kennsluna i skólunum,
sem ég sé nú í blöðunum að einn
skóli hér óskar eftir. Auk þess
tryggir það, að námið yrði betur
af hendi leyst. Það væri líka
miklu meiri trygging fyrir því,
1 að spurningarnar væru í sem
beztu lagi, ef valdir, ágætir kenn-
arar semdu þær, heldur en að
ýmsir misjafnir kennarar gerðu
það, eins og nú mun eiga sér
stað, en sumir gefa þær alls eng-
ar. Með þessu móti fengju líka
allir nemendur á landinu, sem
notuðu sömu kennslubækurnar,
sömu spurningar, og fengist þann
ig miklu meira samræmi í prófin
og gleggra og ábyggilegra yfir-
lit yfir kennsluna í skólunum, en
gerði prófin um leið ábyggilegri.
EKKI MINNA, HELDUR
NOTADRÝGRA NÁM
Þér foreldrar og aðrir aðstand-
endur nemenda, sem eruð margir
lærðir menn og prýðilega ritfær-
ir og sjálfsagt margir áhrifarík-
ir, ef þér viljið beita yður fyrir
málinu, sem hér um ræðir, en
berið ef til vill leyndan kvíða
sumir um traustleika skjólstæð-
inga ykkar við námið eða á próf-
j unum, því hvern tekur sárt til
sinna. Munduð þér nú ekki vilja
, taka yður penna í hönd og rita
um þetta mál, og beita áhrifum
yðar til þess að fá breytingar
j þær á námsbókunum og prófun-
um í sambandi við það í fram-
kvæmd, eins og hér að ofan hefir
verið lagt til? Minnist þess, sem
hinir lærðu útgefandur. „Royal
Rcaders“, segja um spurningarn-
ar: „Að þær tryggi kennurunum,
að nemendurnir hafi tilcinkað sér
nákvæmlega efni kaflans, auk
þess, sem þær séu ágætur grund-
völlur fyrir ritgerðum, og veiti
foreldrum og aðstandenduin betri
aðstöðu til þess að fylgjast með
náminu“. Nái þessar breytingar
fram að ganga, er ég sannfærður
um, að þær munu verlca eins á
nemendurnar, nám þeirra og próf,
og námsmanninn, sem ég hér að
ofan nefndi, að námið og prófin
mundu ganga prýðilega, þar sem
spurningarnar næðu til að hafa
áhrif, og auk þess valda ykkur,
aðstandendur góðir, og nemend-
unum minni kvíða og áhyggjum.
Nemendurnir lærðu meira, en
yrðu sér sjálfum, ykkur og kenn-
urum sínum til gleði og sóma.
Því sá er munurinn mestur,
er mjúkt bítur ljár í skára,
grasið á grænu engi,
greitt í unnvörpum fella.
Var sagt eitt sinn, er maður
hafði staðið í þurrki á grýttum
harðvelli og skörð höfðu brotnað
í ljáinn. Svipað er með náms-
bækurnar. Því eins og allir vita,
að hægt er að hvetja eða brýna
ljáina, svo þeir verði flugbeittir
og „bíti mjúkt í skára“, eins má
bæta spurningum við námsbæk-
urnar, svo þær verði auðveldari,
notadrýgri og hollari til náms.
Athugið! að hér er ekki með
grein þessari verið, að óska eftir
minna námi, heldur eftir nota-
drýgra námi, betur af hendi leyst,
en þó með minni kvíða og á-
hyggjum. Með spurningunum er
ætlazt til, að efni kaflanna sé
þjappað saman, en þess nákvæm-
lega gætt að kjarni þess ekki
skerðist. Hið gullna en vandrat-
aða meðalhóf er bezt á utanbók-
arlærdóminum eins og öðru. Sum
ir andstæðingar utanbókarlær-
dómsins hafa í lítilsvirðingar
skyni líkt honum við páfagauks
lærdóm.
V
UTANBÓKARLÆRDÓMUR »
ÞROSKANDI
Fyrir nokkrum árum hélt Karl
Strand læknir erindi í útvarpið.
í erindi þessu staðhæfði hann,
að nú væru fengnar vísindaleg-
ar sannanir fyrir því, að utan-
bókarlærdómur hefði þroskandi
áhrif á mannsheilann, en ekki
páfagauksheilann. Taldi hann
því, að andúðin, sem menn hefðu
haft á utanbókarlærdóminum
hlyti að hverfa. Þessar visinda-
legu sannanir þyrftu kennarar
! þeir og skólamenn, sem andstæð-
ir eru utanbókarlærdóminum, að
leggja sér á hjarta, sem efalaust
gæti orðið til þess, að sálarsjón-
ir þeirra skýrðust, svo þeir röt-
uðu á hinn rétta veg til að leiða
nemendur sína eftir. Ekki væri
heldur ef til vill úr vegi, að yfir-
stjórn kennslumálanna í landinu
hugleiddi þessar vísindalegu
sannanir, þar sem henni ber sjálf-
sagt skylda til, að stjórna vörð-
un vegarins, sem kennararnir
eiga svo að þræða með nemend-
urnar, sem sjálfsagt er að þroska
sem mest.
Tvær ágætar bækur finnst mér
ég þurfi að minnast á. Það er
Stafsetningarorðabók Halldórs
Halldórssonar, með skýringum
og Kennslubók í stafsetningu eft-
ir þá Árna Þórðarson skólastjóra
og Gunnar Guðmundsson kenn-
ara. Það var ómetanlegur fengur
fyrir alla þjóðina, og ekki sízt
þá, sem fást við réttritunar-
kennslu, að þessar bækur voru
útgefnar. Útgáfa þessara bóka
v?r því hið mesta þjóðþarfaverk.
Er staf setnin gar orðabókin 258
blaðsíður í ágætu bandi gyllt á
kjöl. Hin bókin er 180 blaðsíður.
Æitu bækur þessar að vera til
á hverju hsimili á landinu. Þær
kosta báðar samtals 55 krónur.
Það er að mínu áliti nauðsynlegt
að kenna sem fyrst börnum og
unglingum rétta stafsetningu, því
að því munu þau búa alla ævi.
Því, „smekkurinn sá sem kémst í
ker keiminn lengi á eftir ber“.
Eina bók vil ég auk þessara bóka
nefna, og þr.ð er Málfræði fyrir
barnaskóla eftir Jónas B. Jóns-
son, fræðslufulltrúa og Friðrik
Hjartar, skólastjóra, sem að mínu
áliti er sú langfullkomnasta mál-
I fræði handa börnum, sem út hef-
ir verið gefin, enda vantar hér
ekki spurningarnar. Er á því auð-
séð að höúmdarnir hafa boric
I fullt skyn á gagnsemi og nauðsyr.
I spurninganna fyrir nemendurna.
— Munið eftir smælingjunum
1 sem gengur námið erftðlega.