Morgunblaðið - 24.10.1956, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. okt. 1956
MORGTJNBLAÐ1Ð
Lena er syfjuð á morgnana
því að hún er bara níu ára
Gitfu og Lenu langar til að koma affur til islands
FJÖLLEIKAFÓLKIÐ, sem undanfarið hefur skemmt Keykvíking- i
um á Blaðamannakabarettinum, heldur heimleiðis í dag. Meðal
þess eru litlu systurnar Gitta og Lena Pylow, sem hvað mest hafa
vakið hrifningu áhorfenda, með hinum snilldarlega sýlófón-leik
s.ínum. Þetta er í ánnað skipti sem Gitta kemur hingað, en í fyrra
skiptið kom hún 1953, þá níu ára að aldri. Fréttamaður Morgun-
blaðsins átti samtal við þær systur í gærkvöldi, en þær láta mjög
vel af dvöl sinni hér.
— Þið eruð danskar, er það
elcki?
— Jú, við erum frá Hróars-
keldu, en þar eiga foreldrar okk-
ai heima.
— Hvað eruð þið gamlar?
— Ég er 12 ára, en Lena systir
er 9 ára. — Það var Gitta sem
hafði orð fyrir þeim systrunum.
— Eigið þið mörg systkini?
— Við erum bara þrjú. Við
eigum einn bróður, sem er 15
ára.
kunnum við nú ekkert í henni,
en við getum vel leiltið okkur
og skoðað myndir, þá skiljum við
hana alveg.
— Farið þið snemma á fætur
á morgnana?
— Nei, við klæðum okkur
svona um 10-leytið, það finnst
okkur ekki snemmt. En fyrsta
daginn fórum við ekki á fætur
fyrr en klukkan að ganga 2 um
daginn. Þá vorum við þreyttar
eftir ferðina. Annars er Lena
mikið syfjaðri á morgnana en ég,
en hún er nú svo ung, bara 9 ára.
FÓRU XIL GEYSIS
— Og hvað hafiði svo ferðazt
um hérna?
— Við fórum um daginn með
,,buss“ yfir fjall að „einhverjum
Geysi“, og ... (hér tók Lena við)
þar var heitt vatn, sem sprautað-
ist upp í loftið og voðalega heitt
í kring. Það var mjög skemmti-
legt, við sáum mörg fjöll og stór-
ar ár.
— Hefur ykkur leiðzt hérna?
— Nei, nei (tvíraadað), það
hefur verið voða gaman. Okkur
langar til að koma aftur ein-
hvern tíma, en þá helzt að sumr-
inu, þegar er heitara.
— En þið hlakkið til að koma
heim?
— Já, til mömmu. Það verður
margt sem við getum sagt henni
úr þessari ferð. — M. Th.
★
Gitta og Lena
— Spilar hann á sýlófón eins
og þið?
— Nei, hann kann ekki á neitt
hljóðfæri.
— Gangið þið ekki í skóla?
— Jú, við erum báðar í skóla
að vetrinum.
— En hvernig fer með námið
þegar þið eruð að ferðast um?
— Ja, þá getum við bara ekki
mætt í skólann. Annars ferðumst
við mest um að sumrinu. Það er
lítið sem við förum að vetrinum.
FERÐAST VÍÐA
— Hvað hafiði annars ferðazt
víða?
— Ég, (það var Gitta), hefi
spilað í Þýzkalandi, Frakklandi,
Austurríki, Belgíu, Svíþjóð, Nor-
egi og íslandi, og þetta er í ann-
að skipti sem ég kem hingað.
Systir mín hefur nú ekki farið
til allra þessara landa, því hún
er ekki búin að spila svo lengi.
— Hvenær byrjuðuð þið að
spila á sýlófón?
-— Ég byrjaði að koma opin-
berlega fram þegar ég var átta
ára gömul, en þá var ég búin að
læra nokkuð lengi. Lena systir
kom fyrst fram 7 ára gömul.
— Þykir ykkur ekki gaman
að ferðast um og spila?
— Ja, jú, jú, það er gaman
stundum.
.— Hver er með ykkur hérna?
-— Pabbi okkar, hann fer alltaf
með okkur.
„VIÐ ÞEKKJUM ESTER,
HÚN ER VINKONA OKKAR"
— En segðu mér nú Gitta,
hvernig eyðið þið dögunum hérna
á íslandi?
— Við æfum okkur á daginn,
svo lesum við líka fögin okkar,
eftir því sem við getum, en
stundum leikum við okkur.
— Já, við þekkjum hana Ester,
hún er vinkona okkar. Hún er
dóttir konunnar í Austurbæjar-
bíói. „Hun er en dejlig Pige“.
— Jæja, það var nú gaman. En
skiljið þið hana þá?
— Við erum nú náttúrlega
ekki góðar í íslenzku, eiginlega
SÉRSTÆTT OG GLÆSILEGT
HAPPDRÆTTI
Kr. 10,
e e
x X
fo m
H Ci
H e
m M
S U •
* e
. m
m
X m
m S
C#5 e
H m
> X
e
Menningarsjóður Starfsmannafélags Reykjavíkurb*jar
mjóiti íEI*í4
K
cx
pp
cA +"c£ {[\
1. Píanó, Hornung & Möller..................kr. 25,000.00
2. Píanó, Louis Zwicki ...................... — 25,000.00
3. Píanó, Bogs & Voight ..................... — 20,000.00
4. Píanó, Georg Jensen ...................... — 15,000.00
5. Píanó, Waidberg ........................ — 15,000.00
6. Radíó-grammófónn með segulbandstæki — 20,000.00
(Grundig)
PIANO
OC tlTVARP m PLÖTUSPILARA” OC SfflJLBANDSTfPI
MIÐAR SELDIR HJÁ ÖLLUM FÉLAGSMÖNNUM OG í
BÓKABÚÐUM LÁRUSAR BLÖNDAL SkÓLAVÖRÐUSTIG
OG VESTURVERI, OG VÍÐAR ER AUGLÝST VERÐUR SÍÐAR
STARFSMANIMAFÉLAG REYKJAVÍKURBÆJAR
T - HEIIVfDAFLUR - ÓDIMM
akvöld
halda Sjálfstœðisfélögin í Reykjavik í kvöld kl. 8,30
Skemmtiatriði: 1. Félagsvist. — 2. Ávarp: 3. Verðlaunaafhending. — 4. Dregið í happ-
drætti. — 5. Kvikmyndasýning. — Aðgöngumiðar verða afhentir í skrifstofu Sjálfstæð-
isflokksins í dag frá kl. 5—6 e.h. SMEMMTINEFNDIN