Morgunblaðið - 24.10.1956, Page 6
6
MORGUNfíLAÐlÐ
Miðvikudagur 24. okt. 4956
Sviðsmynd úr „Tehúsi ágústmána.ns“
Þjóðleikhúsið:
TEHÚS
//
ÁGÚSTMÁNANS
44
Gamanleikur eftir John Patrich
Leikstjóri: Einar Pálsson
ÞJÖÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi í
fyrrakvöld, fyrir þéttskipuðu
húsi, gamanleikinn „Tehús ágúst-
mánans" eftir ameríska rithöf-
undinn John Patrick. Höfundur-
inn, sem enn er á bezta aldri,
fæddur 1907, hefur verið af-
kastamikill rithöfundur, samið
allmörg leikrit og kvikmynda-
handrit og haía leikrit hans ver-
ið sýnd víða um heim, bæði vest-
an haís og austan. Hefur hróður
hens farið hraðvaxandi hin síð-
ari ár, einkum vegna „Tehúss-
ins“, sem farið hefur sigurför
um allan hinn vestræna heim og
víðar, enda hefur leikritið hlotið
ekki færri en sex verðlaun,
þeirra á meðal Pulitzer-verð-
launin og leikdómendaverðlaun-
in í New York. — Hér á landi er
höfundurinn áður kunnur af
leikritinu „Segðu það steininum",
sem Leikfélag Reykjavíkur
sýndi fyrir nokkrum árum við
mikla aðsókn og hrifni áhorf-
enda.
Leikritið „Tehús ágústmánans"
er samið eftir samnefndri sögu
eftir bandaríska rithöfundinn
Vern Sneider, en hann dvaldist
á árunum eftir síðustu heims-
styrjöld með seíjuliði Banda-
ríkjamanna á japönsku eyjunni
Okinawa, þar sem sagan og leik-
urinn fer fram. Fékk höfundur-
inn þar náin kynni af eyjar-
skeggjum, siðum þeirra og hugs-
unarhætti og þeim vandamálum,
sem hersetan hafði í för með
sér, enda ber leikritið það með
sér að þar eru nákunnugir menn
að verki, er líta á hina innfæddu
af skilningi og samúð, jafnframt
því, sem þeir hafa glöggt auga
fyrir því skoplega í fari eyjar-
skeggja og þá ekki síður sinna
eigin landsmanna, enda er leik-
ritið afburða vel samið og bráð-
skemmtilegt.
Höfundur sögunnar „Tehúss-
ins“ hefur oft verið að því spurð-
ur, hvort að hún sé ekki í raun-
inni alvarlegt skáldverk og seg-
ist hann jafnan svara spurning-
unni á þann veg, að það fari eft-
ir því hvað hver vilji. Sagan sé
samin til þess að vekja menn til
umhugsunar, sem vilji hugsa, en
færa þeim gleymsku sem þess
ó'ki. Með öðrum orðum: hér er
um að ræða hvort tveggja, gam-
an og alvöru. Gamanið er á yfir-
borðinu, í vinnubrögðum amer-
íska setuliðsins og þeim örðug-
leikum, sem Fisher höfuðsmað-
ur á við að stríða en. ef dýpra
er skyggnzt, er hér talað alvöru-
orðum, ekki sízt til stórþjóðanna
og þeim bent góðlátlega á það,
að gömul og góð menning her-
setinna landa, sem orðin sé eðl-
isþáttur þjóðanna, sem þau
byggja, verði ekki upprætt á
svipstundu með skriffinnsku og
„áætlunum", að það, sem kem-
ur að góðu haldi í Pottawattamie
í Bandaríkjunum reynist oft
gagnslítið í Topikiþorpi á Oki-
nawa. Að skilningur og samúð
séu stórum meira virði en allar
áætlanir „B“ og að það sé hægt
að læra miklu meira af gamalli
menningu þessara hersetnu
landa, en lcennt er í fimm-hliða
skólahúsum.
Einar Pálsson hefur sett leik-
inn á svið og annazt leikstjórn-
ina. Dylst engum, sem leikinn
sér að hér er um mikið vanda-
verk að ræða, sem gerir ýtrustu
kröfur til leikstjórans bæði um
hugkvæmni og smekk og örugga
stjórn. Hefur Einar Pálsson sýnt
það að hann var þessum vanda
vaxinn. Honum hefir tekizt á
mjög skemmtilegan hátt að gefa
leikritinu þann heildarsvip sem
því hæfir. Leyst vandann í hóp-
atriðunum einkar vel og stað-
setning í leikritinu er mjög góð.
Einstöku sinnum virtist mér
hraðinn í leiknum ekki nógu
mikill og hefir það sjálfsagt sín-
ar orsakir og stendur til bóta.
En þegar á allt er litið þá hefur
leikstjórinn unnið þarna verk,
sem er honum til sóma. f sínu
starfi hefir hann notið ágæts
stuðnings Lárusar Ingólfssonar,
sem hefir gert leiktjöld og ráðið
búningum. Hefir Lárusi farið það
svo vel úr hendi að ég held að
á betra verði ekki kosið. í þessu
leikriti koma margir leikendur
fram, en hlutverkin eru flest
fremur lítil, en þó ekki minni
en það að þau gefa leiknum sinr
svip.
Aðalhlutverkin eru í góðun
höndum, og skal þá fyrstan
frægan telja túlkinn Sakini, gáf-
aðan og slóttugan Japana, sem
heldur öllum þráðum í höndum
sér. Þetta er vandasamt hlut-
verk og mér er sagt að hann
’.iafi oft verið leikinn á mjög
amansaman hátt, sem hafi nálg-
’.t farsa. Lárus Pálsson hefir
ttiiega forðazt það. Hann lætur
kini vera á yfirborðinu prúð-
\ og hlédrægan, en þó sjá allir
, vita að það er hann sem ræð-
gangi leiksins. Gervi Lárus-
er mjög sannfærandi og ég
ld að þessu hlutverki hafi ekki
rið betur borgio í annarra
ndum.
< Valur Gíslason fer með hlut-
rk Purdy ofursta, þessa full-
ia bandaríska hernámsliðsins,
m hefir ekki meiri gáfur en
uð gaf honum. Eg held að ekki
ifi verið hægt að túlka þenn-
n mann betur heldur en Valur
gerði. Svipbrigðin og viðbrögðin
voru alltaf svo sannfærandi og lát
bragðið svo eðlilegt að ég held
að allir leikhúsgestir hafi skilið
þennan mann út í æsar.
Rúrik Haraldssyni var mikill
vandi á höndum í hlutverki
Fisbys en sýndi það nú sem svo
oft áður, að hann er mikilhæfur
íeikari, sem gerir því betur sem
ionum er fengið erfiðara hlut-
/erk í hendur. Fisby verður í hans
höndum sá rétti maður og mað-
ur tekur þátt í þeim vandamál-
um, sem hann á við að stríða
og leysir á svo skemmtilegan
hátt.
Gestur Pálsson leikur McLean
lækni með miklum ágætum, og
maður hefir grun um að hann
hafi meira heima hjá sér af garð-
yrkjubókum heldur en læknavís-
indum. Gerir Gestur sitt til þess
að gefa leiknum sinn rétta svip.
En hverju tehúsi fylgir glæsileg
og gáfuð geisha. Og Margrét
Guðmundsdóttir sá fyllilega um
það. Hún er fíngerð og falleg
ung kona, sem hæfir hlutverkinu
einkar vel. Það sem hún lagði
til málanna með sínum leik var
ánægjulegt og sýnir það að hún
býr yfir hæfileikum sem gefa
miklar vonir.
Önnur hlutverk eru smærri en
hafa þó sína þýðingu og er vel
á þeim öllum haldið. Ekki er
hægt að ljúka þessu máli án
þess að minnast á Bessa Bjarna-
son, sem leikur Gregovich, þjón
ofurstans, og sérstaklega Önnu
Guðmundsdóttur í hlutverki
gömlu konunnar, sem með fáum
orðum setur hinn rétta blæ á
umhvefið.
Eitthvað fannst mér ábótavant
við ljósin í þetta sinn, sem sjálf-
sagt verður fært til betri vegar
síðar. En í heild var þessi leik-
sýning öllum þeim sem að henni
standa til sóma, enda leyndi það
sér ekki að leikhúsgestir nutu
þessarar kvöldstundar vel.
S. Gr.
Pólverjar og Ungverjar fara „eigin götur“
Kemst „Stalinisminn" aftur
til valda i Rússlandi ?
Pólverjar og Ungverjar háfa
nú stigið mikilvæg skref í þá átt
að losna úr hinum rússnesku
viðjum og „hreinsa" burt „stal-
inistana", sem voru fulltrúar
hins rússneska einrjjeðis yfir járn
t j aldslöndunum.
Pólverjar riðu á vaðið og hafa
þar nú þeir atburðir gerzt, sem
flestum hafa komið á óvart. Pól-
verjar hafa krafizt þess að fá að
„fara sínar eigin götur til sósíal-
isma“, eins og þeir orða það og
svo virðist sem Rússar hafi lát-
ið undan.
★
Mikil átök og breytingar eru
nú vafalaust í vændum í fylgi-
ríkjum Rússa. Á yfirborðinu
virðist svo sem „stalinisminn“
láti aðeins mjög hægt undan
síga í Tékkóslóvakíu, Rúmeníu og
Búlgaríu og sé fastur í sessi í
Albaníu. En einnig í þessum
löndum viija menn losna úr
klóm „stalinismans", sem þýðir
alræði Rússa. Er þróunin kom-
in lengst í Ungverjalandi, þegar
Pólland er fráskilið. f báðum
löndunum hófst þessi þróun á
sama hátt. Gomúlka í Póllandi
og Nagy í Ungverjalandi gátu
IMRE NAGY
shrifar úr
daglega lifinu
,E’
„Jólasnjór" á trjánum
RU jólin komin, mamma?“
spurði þriggja ára gamall
hnokki í gærmorgun, þegar
hann sá út — og drifhvítan snjó
yfir öllu. „Nei, nei, jólin koma
ekki nærri strax, væni minn“,
svaraði mamma. „Ég hélt það
bara, af því að ég sá, að það var
komin jólasnjór í trén“, sagði sá
litli og var ekki alls kostar ánægð
ur með þetta fyrirbæri: falleg-
asta jólasnjó — og engin jól!
Já, svona er það nú. í hugum
okkar, eins og í huga litla
þriggja ára snáðans, eru jólin
helzt alltaf „hvít jól“, þótt í
raunveruleikanum séu þau allt
eins oft algerlega snjólaus, „rauð
jól“ — jafnvel oftar er það svo
hér í Reykjavík. En ísland er nú
miklu stærra en Reykjavík eins
og það er býsna miklu kaldara
og snjóþyngra i dölunum fyrir
norðan heldur en hér suður við
flóann. — Hvað um það, erum við
hér við öllu búin, hvað veðrið
snertir og það er hreinn óþarfi að
hrökkva í kút, þótt hann kasti
éli nú um vetrarkomuna, jafnvel
þótt hann skellti saman í hörku
norðan
frosti.
byl með fannkyngi og
Þá var dottið
og kútvelzt . . .
ÞAÐ yrðu áreiðanlega margir,
sem ekkert hefðu á móti því að
fá nú einu sinni ærlegan snjó,
svo að um munaði. í fyrra heyrði
ég ungan mann láta þau orð falla,
að það væri ólifandi í þessari
Reykjavík fyrir snjóleysi. Hann
átti við það, að hann kæmist hér
alltof sjaldan á skíði, nema þá,
að brjótast langar leiðir upp á
fjöll og heiðar — og jafnvel þar
væri ekki almennilegur snjór
nema rétt með höppum og glöpp-
um. Hvílíkur munur frá firðin-
um hans fyrir vestan, þar sem
hann hafði alizt upp, þar sem
fjallshlíðin með unaðslegum
brekkum var rétt við bæjargafl-
inn hans. Þá var sofnað frá skíð-
unum og vaknað til þeirra aftur.
Þá var dottið og kútvelzt í snjón-
um, sprottið upp aftur, ærlazt og
leikið — og síðan, þegar kunn-
áttan og tæknin var orðin meiri,
var þotið eins og fuglinn fljúg-
andi á skíðunum sínum niður
brekkur og hæðir, tandurhvítar
og glampandi í vetrarsólinni. —
Já, þá var nú gaman að vera til.
Hvergi friðland
ÞAÐ hefur ekki verið látið bíða
að taka skíðasleðana fram.
—• Mikil er ánægjan og
kátínan hjá krökkunum, sem
bruna af stað á sleðunum
sínum í fyrsta vetrarsnjón-'
um. En frjálsræðið og friðurinn
hér á götunum í Reykjavík er
heldur minna en í firðinum fyrir
vestan. Mjóar gangstéttir, sem
snjórinn helzt varla á, nema í
nokkra klukkutíma, er í rauninni
eina svæðið, sem sleðahetjurnar
eru friðhelgar á. Og það er langt
í frá, að þær séu þar óhultar og
í rauninni alls ekki friðhelgar
heldur. Gangandi fólki er ami og
jafnvel hætta af sleðunum, sem
ekki er ailtaf stjórnað af full-
komnu öryggi og forsjá. Nú, þá
er ekki annað fyrir hendi en gat-
an, þar sem æðandi bílar þjóta
fram og aftur. Nei, þangað skyldi
helzt enginn sleði hætta sér ■—
og í öllum bænum, farið þið var-
lega, krakkar mínir.
losað sig við aðalmótstöðumenn-
ina. í Póllandi var Minc, verk-
færi Stalins og vinur Ulbrichts,
hins austur-þýzka, velt úr völd-
um og Rakosi æðsti maður komm
únistaflokksins ungverska var
jeyður ábyrgur fyrir dauða-
dómnum yfir Rajik og fangelsun
Nagys. Nagy hefur nú verið tek-
inn hátíðlega í flokkinn aftur,
Rajik og félagar hans grafnir
upp og jarðaðir með viðhöfn, en
Rakosi sviftur sínum fyrri ein-
ræðisvöldum.
★
Eftir að Pólverjar hafa nú
brotið ísinn er trúlega ekki nema
tímaspursmál þar til Ungverjar
feta í fótspor þeirra. Fyrir Rússa
verður það sízt auðveldara við-
fangs en „uppreisnin“ í Póllandi.
Hér stendur Tító augljóslega á
bak við. Það virðist koma ljósar
og ljósar fram, að á „rauða fundin
um“ í Jalta fyrir skömmu, hafi
Krúsjeff, Tító og ritari ungverska
kommúnistaflokksins, Gerö, stað-
ið saman um að rétt væri að
draga úr Stalin-stefnunni en að
Molotov, Vorosjílov, Schukow og
meirihluti „Politbiiro“-manna
hafi þar verið á öðru máli. Á
þessum fundi virðist ekki hafa
fengizt nein niðurstaða enda var
látið í veðri vaka, að þarna hefði
verið um að ræða „einkasamtöl".
En að þessum „einkasamtölum"
loknum gerðist Tító svo djarfur
að bjóða fulltrúum frá kommún-
istaflokkum allra nágrannaland-
anna til fundar við sig í Belgrad.
Eftir viðtölin við Búlgara var því
lýst yfir í Belgrad að þau hefðu
ekki náð „tilætluðum árangri“
en að viðtölin við Ungverja hefðu
verið „mjög árangursrík".
★
Þrátt fyrir fundinn á Krím
heldur valdastreitan milli Títos
annars vegar og Rússa hinsvegar
áfram af fullum krafti. Tító gaf
út þá yfirlýsingu að utanríkis-
málastefna Júgóslava væri ó-
breytt og þar á eftir lýstu Banda-
ríkin því yfir að haldið yrði á-
fram efnahagslegum stuðningi
við landið. Rússar hinsvegar
sendu út bréf til allra kommún-
istaflokka í leppríkjunum um að
nauðsynlegt væri að þessi lönd
hlíttu leiðsögn Rússa um megin-
Frh. á bls. 11.