Morgunblaðið - 24.10.1956, Page 8

Morgunblaðið - 24.10.1956, Page 8
8 MORCriNniAÐIÐ Miðvikudagur 24. okt. 1956 5U$lM&Í>ͧ) Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Síjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjói’n: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjald kr. 25.00 á mánuði ínnanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Horft fram í „1>JÓÐVILJANUM“ er mjög tamt að tala um „játningar". í hverri greininni á fætur annari síðustu daga kemur fyrir orðið „játning". Ef andstæðingar komm únista gera eitthvað eða leggja eitt eða annað til málanna, þá seg ir Þjóðviljinn alltaf að þeir séu að „játa“. Það er ekki nein tilviljun að kommúnistablaðinu er þetta orð svo tamt. Hvað er algengara en að kommúnistar sjálfir játi? Eru ekki kommúnistar sí og æ um víða veröld að játa yíirsjónir sínar? f gær játaði einn hópur- inn að hafa gert sig sekan um „Títóisma", allir voru hengdir og svo grafnir. í dag játar nýr hóp- ur að hafa brotið af sér vegna „Stalinisma“ og hverfur út í myrkrið en þeir, sem játuðu í gær og vorú hengdir eru svo grafnir upp í dag og jarðaðir í fínum kistum. Það er ekki að furða þó Þjóð- viljinn, sem alltaf klappar, þeg- ar einhver játar og er hengdur og líka þegar hann er grafinn upp, tali mikið um „játningar“. Eins og skýrt hefur verið frá hefur Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri nýlega gert tillögu varð- andi heildarframkvæmdir Reykja víkurbæjar á tilteknum sviðum, svo sem um skólabyggingar, barnaheimili og holræsagerð, svo dæmi séu nefnd. „Þjóðvilj- inn“ leggur þetta þannig út að með þessu hafi borgarstjóri ját- að að öll þessi mál væru í „ó- lestri". Það er raunar ekki mikil þörf á að elta ólar við slíkan útúrsnúning. Það, sem hér gerist er ekki annað en það að bæjar- yfirvöldin gera sér grein fyrir framkvæmdaþörf í tilteknum greinum á næstu árum og haga fjárveitingum og ööru, sem til þarf, eftir því. Reykjavík vex nú á örskömmum tíma úr litlum bæ í borg, sem ber flest einkenni vaxandi höfuðstaðar, eins og ger- ist með öðrum þjóðum. En af þessu leiðir að hafa þarf vak- andi auga á hverjar eru þarfirnar og gera sér grein fyrir hvað þarf til að fullnægja þeim. í slíkri borg er allt á hreyfingu, þar er engin stöðnun. En slíkt er vita- skuld allt annað en að mál bæj- arins séu það sem kallað er í „ólestri". Hugsað fyrir framtíðinni Skólabyggingarnar eru glöggt dæmi um þetta. Bæjaryfirvöldin hafa gert sér ljóst að til þess að fullnægja hinni ört vaxandi þörf fyrir skólabyggingar þurfi að byggja 25 almennar skólastofur á næstu 5 árum. Nú er Reykjavíkurbær ekki nema einn af þrem aðilum, sem um þessi mál fjallar. Þar koma einnig til ríkissjóður, sem leggur fram hluta kostnaðar og fjárfest- ingaryfirvöldin, sem veita heim- ild til slíkra bygginga. Þegar bæjaryfirvöldin kanna þörfina á skólabyggingum og haga fjárveit ingum sínum samkvæmt því, hef- ur Reykjavíkurbær gert sínum þætti í þessum málum skil. Síð- an kemur til kasta rikissjóðs og fjárfestingaryfirvaldanna, en það er þeim vitaskuld styrkur og leiðbeining að vita fyrirfram hver er þörf höfuðstaðarins í þessum efnum á allra næstu árum. Svipað má raunar segja um þær framkvæmdaáætlanir og at- huganir, sem Reykjavíkurbær hefur gert á öðrum sviðum, svo sem varðandi barnaheimilin. Þeirra er vaxandi þörf og það þarf að gera sér grein fyrir hvað til þess þarf að fullnægja henni á næstu árum. Varðandi hol- ræsagerðina er þetta einnig í athugun og Hefur verið fenginn þekktur, erlendur sérfræðingur verkfræðingum bæjarins til að- stoðar við að fá yfirlit yfir þarf- ir Reykjavíkur í þessu efni á næstu árum. En það er á mörgum öðrum sviðum, sem borgarstjóri og bæj- arstjórn horfa fram í tímann, gera sér grein fyrir þörfum og undirbúa nýjar framkvæmdir. Það er til dæmis verið að undir- búa nýja og stórfelda stækkun hitaveitunnar. Það er einnig ver- ið að undirbúa nýja virkjun við Sogið. Reykjavíkurbær hefur með höndum stórfelldar íbúða- byggingar og hefur gert áætlun um þær fram í tímann. Það er einnig hafinn undirbúningur að úthlutun lóða undir 3000 íbúðir og þannig mættí lengi telja. Það sem hér gerist er ekki ann- að en það að bæjaryfirvöldin gera sér þess grein að Reykjavík er ört vaxandi bær með margvís- legum þörfum, sem fá verður yfirlit um í tæka tíð. Sjálfstæðismenn skilja að í Reykjavík má engin stöðnun eiga sér stað, þar er líf og hreyfing, sem þarf að fá eðli- lega framrás. Y f irbor ðsmennska minnihlutans Andstæðingar Sjálfstæð'.s- manna eru sí og æ að kvarta yfir því að mál þeirra séu „hundsuð“, í bæjarstjórn, tillög- um þeirra „vísað frá“ o. s. frv. Sannleikurinn er sá að vinnu- brögð minnihlutans eru margoft svo hundavaðsleg, að ekki tekur tali. T.d. bar minnihlutinn ný- lega fram tillögu um að nú skyldi „fara að vinna að“ heildarskipu- lagi bæjarins en skipulagsnefnd hefur einmitt unnið að þessu máli um langa hríð og er sífellt að vinna að því. Ennfremur bar minnihlutinn fyrir nokkru fram tillögu um að bæjarstjórn skor- aði á fjárfestingaryfirvöldin að UTAN UR HEIMI Oóhahcrrn ócunumcinó - er^incji fírcimtíÉi Samelna^a J>jó óh fctnnnur 4að er ekki ólíklegt, að einhvern tíma í fyrndinni hafi það þótt fjarstæð hugmynd, að takast mætti að sameina hinar dreifðu fjölskyldur, sem reikuðu um skóga og urnar unar, varðveizlu mannréttinda, friðsamlega Jausn allra deilu- mála o. s. frv. H, var standa þá Samein fjöll, í meiramðu þjóðirnar í dag eftir 11 ára eða minna sam- starf? Hafa þær reynzt vanda sín- henta þjóð- j um vaxnar? Hafa þær sýnt það flokka. Jafnfrá í verki ,að mannkyninu er óhætt leitt hefur það að binda nokkrar vonir við starf líklega þotc, að þeirra? þessir þjóðflokkar mundu, er fram liðu stundir, verða að meira eða minna heilsteyptum þjóðum, Þessi þróun hefur orðið hæg og fádæma sár. Hún hefur kostað margar styrjaldir og mikla þján- ing. Oft hafa komið í hana aft- urkippir, vegna þess að hún fór í rangan farveg og leiddi tii kúgunar í stað þess að leiða til sameiningar. Ríki Alexanders liðaðist sundur, Rómaveldi hrundi, tilraun Napóleons mis- tókst, nýlenduveldin liðu undir lok - telja. og þannig mætti lengi E, n þróunin hefur ekki þar fyrir stöðvazt. Á 20. öldinni hefur henni fleygt fram með ótrú- legum hraða, og til þess liggja margar orsakir. Heimurinn hefur skroppið saman með hinni ævin- týralegu tækni nútímans. Fjar- lægðirnar eru mikið til úr sög- unni, og þjóðirnar eru orðnar hver annarri háðari en nokkru sinni fyrr. Allt, sem gerist á hnett inum, hefur áhrif á gang alþjóða- mála. Það má jafnvel segja, að innanríkismál séu ekki lengur einkaeign einstakra ríkja. Upp- þot í Palestínu, verkfall í Pól- landi, kosningar í Jórdaníu, stjórn arskipti á fslandi eru hlutir, sem nú hafa heimssögulega þýðingu. Með þeim er fylgzt um allan heim, því þeir varða íbúa heims- ins í heild. Að vísu eru þessir hlutir liður í hinni pólitísku tog- streitu augnabliksins, en peir hafa líka annað og varanlegra gildi: Þeir eru þáttur í óstöðv- andi þróun, sem hefur það loka- takmark að gera mannkynið, sem eitt sinn var tvístrað í einangr- aða og fjandsamlega hópa, að einni samstilltri heild. að er ekki fjarri sanni, samþykkja byggingu tveggja að Sameinuðu þjóðirnar séu fyrsti skólahúsa en þá hafði borgarstjóri j vísir þessa óhjákvæmilega en þegar sótt um leyfi fyrir þremur j fjarlæga markmiðs. Þær eru í skólahúsum. Hvað á nú að gera, senn tákn um einlægan vilja við tillögur, sem ekki er betur I mannsins til að útrýma hatri og vandað til en svo? Andstæðingar j ótta meðal þjóða og einstaklinga Sjálfstæðismanna þurfa ekki að | og um þá rökstuddu staðreynd, kvarta yfir neinni ósanngirni í j að framtíð mannkynsins hér á sinn hafa garð. Sjálfstæðismenn jörðinni er því aðeins borgið, að miklu fremur rétt til að samvinna takist um allt, sem máli kvarta um yfirborðsmennsku og fljótfæmi í vinnubrögðum minni- hlutans, sem með slíku bregzt skiptir: baráttu gegn sjúkdómum, hungri og fáfræði, jafna dreifingu á auði jarðarinnar, framleiðslu og þeim skyldum, sem hann hefur, viðskipti, tæknilegar rannsóknir gagnvart kjósendum sínum og og framfarir, skipulagningu landa bæjarbúum almennt. 1 og borga, takmörkun fólksfjölg- F, yrst er þess að gæta, að Sameinuðu þjóðirnar eru frjáls samtök fullvalda ríkja. Þær hafa því ekki annað vald en það, sem meðlimaríkin veita þeim hverju sinni. Valdi þeirra eru ennfremur þau takmörk sett, að fimm meðlimaríkjanna hafa ai- gert neitunarvald í öryggisráð- inu, sem fjallar um þorrann af öllum alþjóðlegum deilumálum Starf þeirra á hinum pólitíska vettvangi byggist því ekki á því, að meirihluti meðlimanna þvingi minnihlutann til hlýðni, heldur er það fólgið í sem nánustu sam- starfi allra meðlimanna, samræm- ingu ólíkra sjónarmiða, mála- miðlun. Það leiðir af sjálfu sér, að slíkt fyrirkomulag er ekki fallið til skjótra aðgerða í við- kvæmum málum, en þeim mun heilbrigðari verður lausnin, þeg- ar hún loks er fengin eftir lang- þessi ríki telja 80% allra jarðar- ekki veigamesti þáttur samtak- anna. Það sem þatí hafa unnið í kyrrþey á sviði nýlendumála, efnahags- og félagsmála, mann- réttinda og líknarmála er án efa drýgsti skerfurinn, sem þau hafa lagt til framtíðarheilla mann- kynsins. Frá stofnun samtakanna hafa flest meðlimaríkin frá Asíu og Afríku hlotið sjálfstæði sitt, mörg þeirra fyrir beina tilstuðl- an Sameinuðu þjóðanna. Margar fyrrverandi nýlendur eru nú verndarsvæði samtakanna og á góðum vegi til sjálfstæðis. Á sviði efnahags- og félagsmála hafa orðið stórstígar framfarir fyrir tilstilli Sameinuðu þjóð- anna, ekki sízt í þeim löndum, sem skammt voru á veg komin. Tækniaðstoðin hefur fært fjölda þjóða björg í bú og tryggt bjarta framtíð mönnum, sem lifðu á sult arbarmi. Baráttan gegn sjúkdóm- um og hungri hefur borið gleði- legan árangur, og hefur ýmsum illkynjuðum drepsóttum verið nær útrýmt fyrir starf samtak- anna. Barnahjálpin hefur veitt milljónum barna um allan heim betri heilsu og bjargað mörgum þeirra frá bráðum dauða. Og þannig mætti halda áfram að telja í það óendanlega. Það eru allir þessir þættir í starfi Sameinuðu þjóðanna, sem hafa átt drýgstan þátt í því að glæða vináttu og skilning meðal þjóða og einstak-' linga, þjappa mannkyninu sam- an, búa í haginn fyrir þann tíma, þegar mennirnir geta búið á þess- um hnetti sem ein fjölskylda — ekki án séreinkenna og sundur- leitra sjónarmiða, en með þá meginhugsjón að skilja hver ann- an og hjálpa hver öðrum I^eðlimaríki Samein- uðu þjóðanna eru nú 76 talsins (þau verða 79 í nóvember, og 80 þegar Japan bætist í hópinn), og Aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna i New York. ar samningaviðræður. Það er næsta ótrúlegt, a hver árangur hefur orðið af starfi samtakanna á þessum vettvangi, þegar vand- kvæðin eru höfð í huga. Nægir þar að benda á styrjöldina í Indónesíu, Palestínu-vandamálið, Kashmír-deiluna, og lausn Kóreu vandans. E, nda þótt starf Sam- einuðu þjóðanna á hinum póli- tíska vettvangi hljóti mest rúm í fyrirsögnum dagblaðanna, er það kannski, þegar á allt er litið, Ekki eitt elnasta orð um Nánu RÚSSNESKA skipið „Vyac- helav Molotov" kom á fimmtu dagskvöld til Leningrad. — Moskvaútvarpið skýrði frá því, að með skipinu hefðu komið margir rússneskir rík- isborgarar, sem verið hafa í Kanada og Bandaríkjunum. En ekki var minnzt einu orði á Nínu kringlukastara — sem fræg er fyrir hattastuldinn í Lundúnum, en hún var meðal farþega. Farþegi með skipimu, sagði að hún hefði ailan tímann ver- ið i káetu sinni. Og þegar land göngubrúin var lögð, ók svart ur bíll að henni og upp í hana steig Nína og var á brott. Hún mun þegar hefja þjálf- un og er sögð munu fijúga til Melbourne í næsta mánuði ásamt öðrum rússneskum Olympíuförum. búa. Þar gætir því allra þeirra sjónarmiða, sem nú ríkja í heim- inum. Það er því engin óskhyggja að vænta þess, að samtökin beri gæfu til að varðveita friðinn í heiminum og kveða niður hinn gamla draug hernaðarhyggju og ofbeldis. Þau eru óskabarn þess- arar aldar og erfingi framtíðar- innar. Við höfum mörg dæmi um það úr sögunni, hvernig sér- hyggja og flokkadráttur stóðu viðgangi þjóðfélagsins fyrir þrif- um. Skýrustu dæmin eru kannski Grikkland til forna og íslenzka þjóðveldið. Á þessum ellefta af- mælisdegi Sameinuðu þjóðanna eigum við þá ósk bezta þeim til handa, að allir meðlimir þeirra láti sér söguna til varnaðar verða og leggist á eitt um að efla þær til þess hlutverks, sem þær einar geta unnið til heilla öllu mann- kyni. í þessu efni eiga leiðtogar þjóðanna ekki einir hlut að máli, heldur hver einstaklingur, hver þegn þeirra ríkja, sem gert hafa Sameinuðu þjóðirnar að alþjóð- legu valdi. S. A. M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.