Morgunblaðið - 24.10.1956, Side 9
MiðviTcudagur 24. okt. 1956
MORGMVtiLAÐIÐ
9
135 millj- kr. útgjaldahækkun í fyrsta
fjdrlagafrumvarpi vinstri stjórnarinnar
ÞANN 19. apríl s.l. birtist í
Tímanum ritstjórnargrein
með yfirskriftinni, „Brotið blað
í stjórnmálasögunni". Var með
þessu átt við þá algeru stefnu-
breytingu, sem verða myndi í fjár
málum og efnahagsmálum þjóð-
arinnar ef Framsóknarflokkur-
inn og Alþýðuflokkurinn fengju
aðstöðu til þess að framkvæma
málefnasamning sinn, sem jafn-
framt var birtur í þessu sama
tölublaði Tímans. f kosningabar-
áttunni lögðu síðan talsmenn
þessara tveggja flokka höfuðá-
herzlu á að sannfæra þjóðina um
#það, hvílíkt öngþveiti væri ríkj-
andi í efnahags- og fjármálum
þjóðarinnar og hvernig allt
myndi fært til betri vegar, ef
þjóðin fæli þessum flokkum for-
ustu sinna mála.
Að vísu vottaði þjóðin þessum
tveimur flokkum fekki traust í
ajþingiskosningunum en með
klækjabrögðum tókst þeim þó
að hagræða fylgi sínu þannig,
að þeir hlutu 25 þingsæti. Ekki
kom samt að sök, þótt þeir ekki
fengju hreinan meirihluta á Al-
þingi, því að kommúnistar lýstu
sig strax að kosningum loknum
reiðubúna, til þess að tryggja
meirhluta svo kallaðrar vinstri
stjórnar og var núverandi ríkis-
stjórn síðan mynduð að frum-
kvæði kommúnista, þótt forsætis-
ráðuneytið kæmi af skiljanlegum
ástæðum í hlut Framsóknar-
flokksins.
Þótt málefnasamningur núver-
andi ríkisstjórnar sé í mörgum
atriðum harla óljós, þá hafa höf-
uðmálgögn Framsóknar- og Al-
þýðuflokksins lýst því yfir hvað
eftir annað, að ríkisstjórnin starf-
aði í meginatriðum í anda kosn-
ingastefnuskrár þessara tveggja
flokka. Það sýnir því augljóst,
að þeir hafa fengið það tækifæri
til þess að brjóta blað í stjórn-
málasögunni, sem þeir lýstu yfir
að þeir myndu gera, ef þeir næðu
valdaaðstöðu í landinu. Þjóðin
hlýtur því að mega vænta mik-
illa breytinga til batnaðar frá því
ástandi, sem ríkjandi hefur ver-
ið í þjóðfélaginu að undanförnu.
Fer þó naumast hjá því, að mönn-
þyki harla broslegar fordæming-
ar Framsóknarmanna á þessu á-
standi, þegar það er haft í huga,
að undanfarin 6 ár hefur Fram-
sóknarflokkurinn átt jafnmarga
ráðherra í ríkisstjórn og Sjálf-
stæðisflokkurinn og lítur sann-
arlega ekki út fyrir, að ráðherr-
ar Framsóknarflokksins hafi ráð-
ið miklu í þessum ríkisstjórnum,
þsgar því er nú haldið fram, að
Sjálfstæðisflokkurinn beri einn
alla ábyrgð á stjórnarstefnunni
undanfarin ár. En látum það gott
heita. Sjálfstæðisflokkurinn mæl-
ist ekki undan ábyrgðinni og
Framsóknarmenn mega gjarnan
gera eins lítið úr sínum ráðherr-
um og þeir vilja.
ArAsir FRAMSÓKNARBLAÐA
Á EYSTEIN JÓNSSON
Fjárlög eru spegilmynd þeirrar
stefnu, sem á hverjum tíma er
fylgt í efnahags- og fjármálum
þjóðarinnar. Þótt þeirri furðulegu
kenningu hafi að vísu verið hald-
ið fram síðustu mánuðina af
Framsóknarmönnum, að fjármál
og efnahagsmál væru sitt hvað.
Það liggur þó auðvitað í augum
uppi að efnahagsþróunin og fjár-
málastefna ríkisstjórnarinnar eru
tveir þættir, sem ekki verða
sundurgreindir, þótt Framsóknar-
menn hafi neyðzt til að halda
fram þeirri kenningu, svo að þeir
ekki beinlínis yrðu að játa, að ár-
ásir þeirra á fjármálaþróunina i
landinu væru fordæming á störf
átrúnaðargoðs þeirra í fjármál-
um, hæstvirts núverandi fjár-
málaráðherra, sem farið hefur
með fjármálastjórnina allt frá ár-
inu 1950 og því allra manna bezt
hefur haft aðstöðu til þess að
hafa áhrif á þróun þessara mála.
Mikil lækkan fjánreliinga íil verklegra framkvæmda.
Framsoguræða Hiagnúsar Jéns-
sonar við 1. umr. fjárlaga
Magnús Jónsson
Hafa þð árásir höfuðmálgagns
Framsóknarflokksins hvað eftir
annað höggvið svo nærri fjármála
stjórninni, að það hefðu áreiðan-
lega þótt ósæmilegar árásir á
fjármálaráðherra, ef slik skrif
hefðu birzt í málgögnum Sjálf-
stæðisflokksins í tíð fyrrverandi
ríkisstjórnar, eins og t.d. þegar
„Tíminn“ í sumar átaldi ríkis-
stjórnina fyrir að taka ó ríkis-
sjóð stórábyrgðir vegna síldveið-
anna án þess að sjá fyrir tekjum
á móti, svo sem hæstv. fjárrh.
gat um í framsöguræðu sinni áð-
an. Veit þó væntanlega hvert
mannsbarn, að engar slíkar kvað-
ir er hægt að leggja á ríkissjóð
nema fjármálaráðherrann sam-
þykki. En hæstvirtur fjármála-
ráðherra lætur þetta allt gott
heita, og menn hafa því jafnvel
búizt við því, að hann bæði op-
inberlega afsökunar á skyssum
sínum í fjármálastjórninni undan
farin ár og lofaði bót og betrun
á kommúnistíska vísu, ef honum
yrðu nú gefnar upp sakir.
HÆSTA FJÁRLAGA-
| FRUMVARPIÐ
En þegar litið er á fjárlaga-
j frumvarpið fyrir árið 1957, sem
[ nú hefur verið lagt fyrir Alþingi,
liggur við að maður láti sér koma
til hugar, að hæstvirtur fjármála
ráðherra sé nú hér að ná sér niðri
á árásarmönnum sínum bæði í
eigin flokki og í núverandi sam-
starfsflokkum, því að frumvarpið
ber það sannarlega ekki með sér,
að verið sé að taka upp algerlega
nýja fjármálastefnu og að svo
miklu leyti sem hægt er að segja,
að með þessu fjárlagafrumvarpi
sé brotið blað í stjórnmálasög-
unni, eins og stjórnarflokkarnir
ætluðu að gera, þá er það helzt
á þann hátt, að hæstvirtum fjár-
málaráðherra hefur tekizt að
hækka útgjöld ríkissjóðs miðað
við síðasta fjárlagafrumvarp
miklu meira en nokkru sinni hef-
ur áður þekkzt hér á landi, þann-
ig að útgjöld ríkissjóðs sam-
kvæmt þessu fjárlagafrumvarpi
eru 135 millj. króna hærri en
í fjárlagafrumvarpi því, sem sami
hæstvirtur fjármálaráðherra
lagði fyrir síðasta Alþingi í tið
þeirrar slæmu ríkisstjórnar, sem
þá var, að dómi núverandi stjórn
arflokka, og er þó ekki í frv.
reiknað með neinni vísitöluhækk-
un.
Þetta er sú staðreynd, sem
blasir við augum og þótt reynt
sé að milda áhrifin með því að
bæta því við í athugasemdum við
fjárlagafrumvarpið, að það muni
að sjálfsögðu taka þeim breyting-
um í meðförunum á Alþingi, sem
nauðsynlegar kunni að reynast í
samræmi við úrlausnir þær er
ofan á verði í efnahagsmálunum
þá gefur slík ýfirlýsing harla litl-
ar vonir um samdrátt útgjald-
anna, því að bæði er það, að eng-
inn veit enn, ekki einu sinni hæst
virt ríkisstjórn, hvort slíkar ráð-
stafanir leiða til hækkunar eða
lækkunar á útgjöldum ríkissjóðs
og ennfremur kemur hitt til, að
verulegar hækkanir hljóta að
verða á ýmsum útgjaldaliðum
frumvarpsins svo sem venja hefur
verið á öllum þingum og sérstak-
lega af ástæðum, sem ég mun
víkja að síðar. Er þess heldur
raunar alls ekki að vænta, að
boðaðar aðgerðir í efnahagsmál-
um hafi áhrif á fjárlagafrum-
varpið til lækkunar, því að hæst-
virtum fjármálaráðherra hefir
tekizt að koma því svo fyrir,
til þess að geta sýnt fjárlögin í
fallegra Ijósi að taka út úr fjár-
lögunum allar þær miklu upp-
hæðir, sem varið er til styrktar
útflutningsframleiðslunni, en þau
útgjöld hafa stóraukizt þá fáu
mánuði, sem núverandi ríkis-
stjórn hefur setið að völdum.
Enda hafa stjórnarblöðin sérstak-
lega fært henni til lofs, og dýrð-
ar, að hún hafi samþykkt stór-
aukna útflutningsstyrki, þótt því
að vísu hafi verið bætt við, að
ekki hafi enn verið séð fyrir
neinu fé til þess að greiða þá
styrki og enn bólar ekki á fjár-
öflun í þessu skyni, hvorki í fjár-
lagafrumvarpinu né skattafrum-
vörpum þeim, sem ríkisstjórnin
hefur lagt fyrir þingið þegar á
fyrsta starfsdegi þess.
ALLIR TOLLAR OG SKATTAR
FRAMLENGDIR
En það er ekki aðeins í sam-
bandi við útflutingsuppbæturn-
ar, heldur á flestum öðrum svið-
um, sem það þykir nú góð latína,
sem fordæmt var hjá fyrrverandi
tveimur ríkisstjórnum. Því fer
þannig víðs fjarri, að fyrsta fjár-
lagafrumvarp núverandi ríkis-
stjórnar beri nokkurn vott um
þá góðu f jármálastjórn, sem
væntanlega hefur verið ætlunin
að innleiða með lækkuðum álög-
um á almenning og miklum
sparnaði í ríkisrekstrinum, svo
vitnað sé í helztu ákæruatriði
fulltrúa Alþýðuflokksins og
Sósíalistaflokksins í fjárveitinga-
nefnd á síðustu þingum á hend-
ur hæstvirtum fjármálaráðherra.
Er full ástæða til að minna á
þá gagnrýni nú, þar sem einmitt
báðir þessir háttvirtu þingmenn
eiga nú sæti í þessari ríkisstjórn
og hafa vafalaust haft aðstöðu
til þess að koma sínum sjónar-
miðum að í sambandi við fjár-
lagafrumvarpið.
En manni sýnist næstum að
hæstvirtur fjármálaráðherra sé
að storka þessum samstarfsmönn-
um sínum, því að ekki í einu
einasta atriði er um sparnað að
ræða í ríkisrekstrinum, heldur er
víða um að ræða aukið manna-
hald og aukinn tilkostnað í
ýmsum greinum og í annan stað
hefur f jármálaráðherrann þeg
ar á fyrsta þingdegí, lagt fram
frv. um framlengingu á öll-
um núgildandi skatta- og tolla
álögum, sem falla áttu úr gildi
um næstu áramót, þar á með-
al söluskattinum og tollun-
um, sem voru á lagðir á síð-
asta þingi bæði af Alþýðu-
flokknum og Sósialistum.
Að vísu er einnig til þess að
milda áhrif þessara frumvarpa
látið í það skína, að allt kunni
þetta að fara á annað veg, þegar
bjargráðin margumtöluðu koma,
en mér er spurn, ef það er ekki
endanlegur ásetningur ríkisstjórn
arinnar að láta samþykkja þessi
lagafrumvörp, til hvers er þá ver-
ið að leggja þau fram strax á
fyrsta degi þingsins? Öll þessi
tolla- og skattaákvæði gilda til
áramóta og naumast verður þess-
ari afkastamiklu bráðabirgðalaga
ríkisstjórn ætlað það, að hún hafi
ekki, að minnsta kosti í sinn hóp,
í meginatriðum gert sér grein
fyrir væntanlegum bjargráðum
það löngu fyrir áramót, að næg-
ur tími hefði verið að leggja
tollafrumvörpin þá fram ef þeirra
yrði áfram þörf. En ef taka á
alvarlega allar fordæmingar
tveggja núverandi stjórnarflokka
á flestum þessum álögum undan-
farin ár, þá verður því naumast
trúað að þeir ætli sér að sitja
í ríkisstjórn, sem þurfi að lifa á
slíkum blóðpeningum. Framlagn-
450 MILLJ. UTGJALDA-
HÆKKUN í TÍÐ
EYSTEINS JÓNSSONAR
Það er vitanlega eðlilegt, að
fjárlög hækki eitthvað ár frá ári
vegna fjölgunar þjóðarinnar og
aukinnar þjónustu við þjóðfélags-
borgarana á ýmsum sviðum. Er
ekkert við þessu að segja, ef
fé ríkisins er varið á skynsam-
legan hátt og gjaldþoli borgar-
anna ekki ofboðið. Þróunin hefur
þó verið til meiri hækkunar að
undanförnu heldur en góðu hófi
gegnir, og nú hefur hæstvirtum
fjármálaráðherra tekizt að slá öil
sín fyrri met með því að hækka
fjárlagafrumvarpið um 135 millj.
miðað við síðasta fjárlagafrum-
varp og um rúmar 50 millj. mið*
að við núgildandi fjárlög. Fr4
því að núverandi hæstvirtur fjár-
málaráðherra tók við fjármála-
stjórn ríkisins 1950 hefur gjalda-
bálkur fjárlagafrumvarpsins
hækkað úr 261,6 millj. í 712,7
millj. eða um 451,1 millj. Hafa
útgjöld ríkissjóðs þannig vaxið
á þessu tímabili um nærfelt 175%
og hefur þó fjármálaráðherran-
um tekizt að koma því svo fyrir,
eins og ég áðan gat um að halda
utan við fjárlög öllum þeim
feiknaháu upphæðum, sem ár-
lega er varið til útflutningsupp-
bóta, þannig að raunverulega er
útgjaldaaukningin miklum mun
hærri. Áður hefur mest hækkun
ing allra þessara skattafrumvarpa^ fjáriagafrumvarpsins á einu ári
nu hlytur þo oneitanlega að vekja| yerið rúmar 80 millj kr , þannig
þær grunsemdir, að einnig á
þessu sviði verði lítið úr stórum
orðum, þannig að skatta- og tolla
lækkanirnar verði heldur lítil-
mótleg búbót fyrir almenning i
landinu.
STEFNA SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKSINS
Það hefur fallið í minn hlut
nokkur undanfarin ár að gera
grein fyrir stefnu Sjálfstæðis-
flokksins varðandi afgreiðslu
fjárlaga. Ég hef í því sambandi
lagt áherzlu á,
að meginstcfna Sjálfstæðis-
flokksins væri sú, að fjáríög
væru á hverjum tíma afgreidd
greiðsluhallalaus, að skatta-
og tollaálögum væri stillt svo
í hóf, sem frekast væri unnt,
en jafnframt innan þess
ramma reynt í sem ríkustum
mæli að stuðla að andlegum
og verklegum framförum í
landinu. Þessi stefna Sjálf-
stæðisflokksins hefur að sjálf-
sögðu ekkert brcytzt þótt
flokkurinn sé kominn í stjórn-
arandstöðu og afstaða hans til
afgreiðslu f járlaga í þetta sinn
mun því markast af þessum
meginsjónarmiðum.
Fjármálaráðherra verður að
sjálfsögðu á hverjum tíma að
ráða mestu um afgreiðslu fjár-
laga, því að hann á að bera á-
byrgð á fjármálastjórninni, .„og
hefur svo einnig verið undanfar-
in ár. En þótt Sjálfstæðisflokk-
urinn hafi einhuga stutt fjár-
málaráðherrann þá fer auðvitað
ekki hjá því, að við höfum ekki
verið ánægðir með ýmis atriði í
fjármálastjórninni og afgreiðslu
fjárlaga, þótt sú gagnrýni hafi
ekki verið fram sett opinberlega
meðan samstarfið stóð. Sjálfstæð-
isflokkurinn ætlar sér ekki í
stjórnarandstöðu sinni að taka
upp hina ábyrgðarlausu afstöðu
Alþýðuflokksins og Sósíalista
meðan þeir voru utan ríkis-
stjórnarinnar, þótt segja megi að
vísu, að hæstvirtum núverandi
fjármálaráðherra muni hafa þótt
sú afstaða þessara flokka harla
góð, úr því það á að vera eina
bjargráðið til lausnar á fjármála-
og efnahagsvandamálum þjóðar-
innar að mynda samfylkingu við
þessa tvo flokka. Hins vegar mun
Sjálfstæðisflokkurinn að sjálf-
sögðu gagnrýna harðlega þær mis
fellur, sem hann telur vera á fjár-
málastjórninni og afgreiðslu fjár-
laga.
að „umbótastjórnin“ heldur mynd
arlega úr hlaði.
Nú mun hæstvirtur fjármála-
ráðherra vafalaust koma hér 1
ræðustólinn á eftir og segja:
Hvar á að spara? Vill ekki Sjálf- '
stæðisflokkurinn benda á einhver
úrræði, til þess að draga úr þess-
um miklu útgjöldum ríkissjóðs?
Nú er það svo, eins og stjórnar-
andstæðingar hafa raunar rétti-
lega bent á áður, að enginn hef-
ur svo góða aðstöðu, sem fjár-
málaráðherrann til þess að hafa
yfirsýn yfir ríkisbúskapinn og
gera sér grein fyrir hvar mætti
helzt koma við sparnaði.
Sparnaður svo neinu nemi,
verður heldur ekki framkvæmd-
ur með sparðatíningi út úr fjár-
lagafrumvarpinu, heldur verður
að taka fjármálakerfið og fjár-
málastefnuna í heild til endur-
skoðunar. Er því ekki með
nokkru móti hægt að ætlast til,
að hægt sé í þinginu að umskapa
fjárlagafrumvarpið án þess að
hafa þá yfirsýn, sem fjármála-
ráðherra og ráðunautar hans
hljóta á hverjum tíma að hafa.
Fjármálastefnunni verður ekki
breytt í andstöðu við fjármála-
ráðherrann og eina úrræðið til
þess að breyta um stefnu er því
að skipta um fjármálaráðherra.
Ég skal fúslega á það fallast, að
það er hægar sagt en gert að
spara á einstökum liðum, en það
verður hins vegar ekki séð, að
hæstvirtur fjármálaráðherra hafi
hvorki nú né síðustu árin haft
nokkra sérstaka tilburði í þá átt
að draga úr útgjöldum ríkissjóðs.
Sérstakar nefndir hafa að vísu
verið skipaðar til þess að gera
tillögur um sparnað en yfirleitt
hefur ekki verið farið eftir þeirra
ábendingum um nein þau atriði
er máli skipta. Miðað við það, að
núverandi stjórnarflokkar hafa
lýst því yfir að brjóta ætti blað
í stjórnamálsögunni og taka upp
ný vinnubrögð, vitanlega þá ekki
sízt í fjármálastjórninni, þá vil
ég biðja þjóðina að taka vel eftir
því þegar fjármálaráðherra
vinstri stjómarinnar nú lýsir því
yfir, að óumflýjanlegt sé að
hækka fjárlagafrumvarpið nú
meira en nokkru sinni áður hef-
ur þekkst, að hann geti ekki og
samráðherrar hans fundið nokk-
ur minnstu úrræði til þess að
draga úr kostnaði við ríkisbákn-
Frh. á bls. 10