Morgunblaðið - 24.10.1956, Page 10

Morgunblaðið - 24.10.1956, Page 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagtir 24. okt. 1956 — Ræða Magnúsar Jonssonar Frh. af bls. 9 itS, sero hæstvirtur núverandi viðskiptamálaráðherra hefir oft deilt á, og að ríkisstjórnin sé því sammála um það, að engin önn ur úrræði séu fyrir hendi en að brjóta blaðið öfugt við það sem ætlað var, stefna með miklu meiri hraða en áður að milljarð- ar markinu í útgjöldum rikis- sjóðs, heimta af þjóðinni alla þá skatta og tolla, sem hún hefur borið ti'l þessa og festa kaup- gjaldið að auki. Einhvern tíma hefði nú hæstvirtur núverandi félagsmálaráðherra sagt að hér væru íhaldsúrræðin á ferðinni. NI»URSKUR»UR VERK- LEGRA FRAMKVÆMDA Eitt af þeim stefnumálum, sem núverandi ríkisstjórn flaggar mjög með, eru þau miklu átök sem hún ætli að gera til eflingar hag strjálbýlisins og til þess að skapa jafnvægi í byggð landsins. í þessu skyni hefur verið til- kynnt, að kaupa eigi 15 nýja tog- ara og sérstök nefnd verið sett á laggirnar, ein af mörgum, sem núverandi ríkisstjórn hefur skip- að, til þess að gera tillögur um staðsetningu þessara togara og jafnvægisráðstafanir yfirleitt. Út af fyrir sig er ástæða til þess að fagna þessu stefnumáli, enda voru það Sjálfstæðismenn, sem áttu frumkvæðið að því, að gerð- ar væru skipulagðar ráðstafanir til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Fyrrverandi forsætisráðherra skipaði tvo alþingismenn, þá Gísla Jónsson og Gísla Guð- mundsson, til þess að rannsaka þetta vandamál niður í kjölinn og gera tillögur til úrbóta. Fyrsta ráðstöfunin í þessa átt var frum- varp, sem þeir tvímenningarnir sömdu og ríkisstjórnin flutti á síðasta Alþingi, en sem hlaut þá þær furðulegu viðtökur, að Fram sóknarmenn gengu fram fyrir skjöldu til þess að eyðileggja málið. Þar sem hér var hins veg- ar um vinsælt mál að ræða, sem fólk víða um land bindur mikl- ar vonir við, taldi núverandi ríkisstjórn sjálfsagt að taka málið upp, en þá varð auðvitað jafn- framt að reyna að hindra, að upphafsmenn málsins, Sjálfstæð- ismenn, gætu haft af því nokkurn heiður, og því þótti sjálfsagt að skipa nýja nefnd í málið og losna þannig við Gísla Jónsson úr nefnd inni, einmitt þann manninn, sem allra manna mestan áhuga hefir sýnt á raunhæfum aðgerðum í þessu vandamáli og hefir aflað gér mjög góðrar þekkingar í sam- sem finanleg eru í fjárlagafrum- varpinu ef undan er skilið fram- lagið til ráðstafana vegna ófriðar- hættu, sem auðvitað er fellt níð- ur í samræmi við þá skoðun hæstv. ríkisstjórnar, að nú sé svo friðvænlegt í heiminum. Þarf naumast að efa, að íbúar strjál- býlisins, þar sem enn vantar nýja vegi, þar sem enn eru óbrúaðar ár, ófullgerðar hafnir og ófull- nægjandi skólar, muni fyllast gleði og þakklæti til hæsv. ríkis- stjórnar fyrir þessi merkilegu á- tök hennar til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Fram- lög til vegaviðhalds eru að vísu nokkuð aukin, en það hefir ætíð þótt sjálfsagt að reyna að halda við þjóðvegum landsins og kostn aður við vegaviðhald því oft farið langt fram úr fjárfagaáætlun. Er því hér ekki um neitt þakkar- vert atriði að ræða umfram það, sem verið hefir undanfarin ár. Sú staðreynd stendur því ó- högguð, að hin mikla umbóta- stjórn leggur fram fjárlagafrum- varp með 135 millj. kr. hærri útgjöldum en fjárlagafrumvarp s.l. árs, en lækkar jafnframt fram lög til áðurgreindra verklegra framkvæmda um rúmar 8 millj. kr., þótt framlag til flugvalla- gerða sé hækkað um 2 millj., sem er vissulega mikil nauðsyn, afsakar það að engu leyti þennan niðurskurð. Það lítur þvi út fyrir, að hæsv. ríkisstjórn hugsi sér helzt að brjóta blað í stjórnmála- sögunni á þann hátt að verða öllum stjórnum meiri íhalds- stjórn varðandi nauðsynlegar framkvæmdir í landinu. NÝIR BITLINGAR t>G FJÁRAUSTUR Nú segir vafalaust ' -stv. rík- isstjórn, að þjóðin verði enn um skeið að framlengja víxil hennar, því að enn séu úrræðin í efna- hags- og fjármálum ófundin, og því verði menn enn að fara mild- um höndum um ríkisstjórnina í sambandi við frumvarp þetta, þar sem henni hafi ekki gefizt tóm til að marka sina fjármálastefnu áður en það var. lagt fram. Lát- um svo vera. En það er ýmislegt, sem gerzt hefir síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum, sem óneitanlega bendir ekki í þá átt að ætlunin sé að draga saman rikisbáknið og lækka almenna kostnaðarliði ríkissjóðs. Varla hefir sú vika liðið að undanförnu, að ekki væri tilkynnt með miklu yfirlæti af hæstv. ríkisstjórn, að nú hefði hún skipað enn nýja nefnd, til þess að gera tillögur um þetta eða hitt. Og ekki nóg með það, heldur hefir ríkisstjórn in talið svo mikla nauðsyn að bandi við undirbúningsathuganir hraða eyðslustarfseminni, að gef- á málinu. En þetta er í fullu samræmi við aðrar hliðstæðar að- gerðir núverandi ríkisstjórnar. En hvað reynist svo verða fyrsti vinsemdarvottur ríkis- stjórnarinnar til strjábýlisins, því vai'la ímyndar ríkisstjórnin sér, ^tjórnarflokka í áhrifamikil em að hún hafi uppfyllt allar sínar skuldbindingar með því einu að skipa þriggja manna nefnd. Vin- semdarvottinn er einmitt að finna í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þar er að finna þær eftirtekarverðu tillög- ur til eflingar jafnvægi 1 byggð landsins, að gert er ráð fyrir að lækka framlög til nýrra þjóð- vega um 3 millj. og 910 þús. kr., að 1 æ k k a framlög til brúar- gerða um kr. 1.270,000,00, að 1 æ k k a framlög til hafnar- gerða um kr. 1.334.000,00 og að I æ k k a framlög til skóla- bygginga um kr. 1.750.000,00. Samtals nema þessar lækkanir frá núgildandi f járiögum rúm- um 8,2 millj. kr. Hér er sannarlega rösklega að verið og verð ég raunar að biðja aísökunar á þeirri staðhæfingu minni áðan, að hæstvirtum fjár- málaráðherra hefði ekki komið til hugar nein úrræði til sparnað- au- á útgjöldum ríkissjóðs. Hér eru einmitt sparnaðarúrræðin, og þetta eru einu sparnaðarúrræðin. in hafa verið út sérstök bráða- birgðalög til þess að fjölga for- stöðumönnum Innflutningsskrif- stofunnar og fjölga í Húsnæðis- málastjórn, til þess eins að geta komið fulltrúum hinna nýju bætti. Er naumast að efa, að áfram verði haldið á sömu braut, og getur því innan tíðar myndast hér myndarlegur nýr útgjalda- póstur í fjárlögum ríkisins. Til allrar ólukku fyrir ríkisstjórnina er sumstaðar svo frá málum geng ið, að þeir geta ekki blátt áfram rekið andstæðinga sina frá störf- um, en þá er sú leið valin að láta þá sitja áfram starflausa, á fullum launum, svo sem t.d. á sér stað í Húsnæðismálastjórn- inni. I sannleika sagt virðist að- aláhugamál ríkisstjórnarinnar til þessa ekki hafa verið það að leita að bjargráðum í efna- hags- og fjármálum þjóðar- innar, heldur að leita að bjarg- ráðum til þess að tryggja sem bezt völd sín í landinu og tryggja stuðningsmönnum sín- um vegtyllur og embætti, þótt af því leiði stórfelld útgjöld og tjón íyrir þjóðarbúið. ÓHÆFILEG TOLLAHÆKKUN SL>. VETUR Til þess að standast straum af hinum miklu útgjöldum, er tekju bálkur fjárlagafrumvarpsins hækkaður um 52 millj. kr. frá núgildandi fjárlögum. Er þá ekki gert ráð fyrir neinum nýjum tekjustofnum, heldur að nú- gildandi tekjustofnar gefi af sér hækkun, sem þessu nemur. Þessa áætlun er að sjálfsögðu ekki hægt að gagnrýna á þessu stigi máls- ins, en ætla má eftir reynslu undanfarandi ára, að fjármála- ráðherrann hafi áætlað þessa hækkun mjög varlega. í sambandi við þetta atriði vil ég taka það fram, að við endanlega afgreiðslu núgildandi fjárlaga taldi hæstv. fjármálaráðherra teflt á yztu nöf með tekjuáætlunina. Voru viðbót- artollar þeir, sem á voru lagðir á síðasta þingi, miðaðir við þessa fullyrðingu fjármálaráðherrans, sem vitanlega hafði bezta aðstöðu til þess að gera sér grein fyrir tekjuhorfunum. Gaf fjármála- ráðherra fjárveitinganefnd jafn- framt upplýsingar um það, hver tekjuaukinn myndi verða af hin- um nýju tollum. Tekjuáætlun hæstv. fjármálaráðherra nú bend- ir ótvírætt í þá átt, að hann hafi áætlað tekjuaukann af hinum nýju tollum alltof lágt og við- bótartollarnir því ákveðnir hærri en raunverulega hefði ver- ið þörf fyrir. Verður að átelja þetta. ER HERMANN AÐ GANGA INN í „EYBIMÖRK“ SÍNA • Ég hefi hér brugðið upp nokk- urri heildarmynd af fjárlagafrum varpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi. Hlýtur frumvarp þetta að valda þjóðinni miklum von- brigðum eftir öll stóryrði nú- verandi stjórnarflokka. um það, að nú muni hæstv. forsælisráð- herra, undir hinum rauða fána, leiða þjóðina út úr þeirri eyði- mörk fjármálaöngþveitis, sem þessi sami hæstv. ráðherra lýsti fyrir kosningar með átakanleg- um orðum, að þjóðin væri nú stödd í, eftir 6 ára samfellda fjár- málastjórn flokksbróður hans, hæstv. núverandi fjármálaráð- herra. Hafi lýsing hæstv. for- sætisráðherra þá verið rétt, þá bendir hið nýja fjárlagafrum- varp ótvírætt í þá átt, að það verði ekki Hermann Jónasson og hinir rauðu vinir hans, sem leiði þjóðina og Eystein Jónsson út úr eyðimörkinni, heldur muni þeir í innilegu samfélagi við hæstv. fjármálaráðherra halda beint af augum það langt inn í eyðimörkina, að út úr henni verði ekki komizt. Þótt það sé auðvitað fjarri öll- um sanni, að þjóðin hafi verið stödd á nokkuri eyðimerkur- göngu, þegar fyrrverandi ríkis- stjórn lét af völdum, þá er hitt rétt, að verðbólguþróunin er orð- in mjög alvarleg meinsemd í efna hags- og fjármálakerfi þjóðar- innar. Það er eftirlætislýsing nú- verandi stjórnarflokka á Sjálf- stæðismönnum, að þeir séu verð- bólgubraskarar. Skýtur hér nokkuð skökku við staðreyndirn- ar, því að enginn flokkur í land- inu hefur jafn oft og jafn alvar- lega varað við hinum hættulegu afleiðingum verðbólgunar og ein mitt Sjálfstæðisflokkurinn. Nú er því hins vegar haldið að þjóð- inni, að það séu Sjálfstæðismenn, sem fyrst og fremst eigi sök á verðbólguþróuninni. Hafa Fram- sóknarmenn einkum haldið þessu á lofti og fært fram til réttlæt- ingar stjórnarsamvinnu sinni við kommúnista. En hverjar eru stað- reyndir málsins? SJÁLFSTÆÐISMENN VÖRUÐU VI« VERÐBÓLGU- AÐGERÐUNUM Þegar verðbólgan var að sliga atvinnuvegina og dýrtíðin ríkis- sjóðinn árið 1949 höfðu Sjálf- stæðismenn forustu um gengis- breytinguna, til þess í senn að bæta hag útflutningsframleiðsl- unnar og afkomu ríkissjóðs. Allt frá þeim tíma hefur hagur ríkis- sjóðs staðið með miklum blóma og þótt vísitala framfærslukostn- aðar hækkaði af ýmsum ástæð- um meira en gert hafði verið ráð fyrir, tókst þó smám saman að koma því jafnvægi á í efnahags- málunum, að frá árslokum 1952 þar til í byrjun árs 1955 var verð- lag í landinu svo að segja stöðugt. í ávarpi sínu um áramótin 1954 til 1955 vakti þáverandi forsæt- isráðherra Ólafur Thors athygli á þeim mikilvæga árangri, sem náðst hafði í efnahags- og fjár- málum þjóðarinnar til aukis jafn- vægis og varaði jafnframt alvar- lega við því, að gerðar yrðu almennar kauphækkunarkröfur á árinu 1955, heldur yrði beðið á- tekta og séð hver þróunin yrði það ár. Því miður var þessum varúðarorðum ekki sinnt og kommúnistar öttu verkalýðssam- tökunum út í harðvítugt og lang- varandi verkfall, sem leiddi af sér miklar kauphækkanir á pappírn- um en því miður litlar í reynd. Afleiðingar þessa ógiftusam- lega tiltækis kommúnista voru ekki lengi að koma í ljós. Dýr- tíðarhjólið tók nú aftur að snú- ast af fullum krafti, hallarekst- ur atvinnuveganna óx stöðugt og jafnframt jukust útgjöld ríkis- sjóðs. Það voru þannig óvéfengj- anlega kommúnistar, núverandi samstarfsmenn hæstvirts fjár- málaráðherra, sem vöktu upp þann dýrtíðardraug, sem núver- andi ríkisstjórn stynur undir á- tökunum við að kveða niður og má raunar segja að það komi vel á vondan. Hins vegar er það furðuleg óskammfeilni, þegar reynt er að eigna uppvakning þenna, þeim mönrium sem alvar- legast vöruðu við þessu ógiftu- samlega tiltæki. Séu stuðnings- menn hæstvirtrar núverandi rík- isstjórnar í nokkrum vafa um að ég hafi hér lýst sök á hendur rétt um aðilum um það dýrtíðarflóð, sem ógnar nú atvinnuvegum landsmanna og afkomu þjóðar- innar, þá vil ég leyfa mér að leiða hér fram máli mínu til stuðnings ekki ómerkara vitni en hæstvirt- an núverandi fjármálaráðherra, en hann komst svo að orði í síð- ustu eldhúsdagsumræðum: „Ég benti á það þá, að með þessum ráðstöfunum (j..c kauphækkunum), væri bre*5* blað í efnab '; : 'r-a ; ,n- ar. Fram að þeim tíma hafi framleiðslan farið vaxandi, verðlag haldist stöðugt í 2!4 ár, sparnaður aukizt mikið, greiðsluafgangur verið á ríkis- búskapnum, hægt að Iækka skatta og tollaáiögur árlega nokkuð“. En aðeins nokkrum mánuðum eftir að hæstv. fjármálaráðherra hefir gefið þessa lýsingu á ó- happaverknaði kommúnista, þá er hann kominn í einlægt sam- félag við þá í ríkisstjórn lands- ins, og hæstv. forsætisráðherra gengur berserksgang til þess að tryggja kommúnistum öll völd í verkalýðshreyfingunni, þannig að öruggt verði, að þeir geti mis- notað hana, eftir vild. Þetta er svo þjóðinni sagt að sé eina úr- ræðið, til þess að koma atvinnu- lífi hennar og efnahagsmálum á heilbrigðan grundvöll, enda þótt hæstv. núverandi fjármálaráð- herra hafi flestum mönnum fremur réttilega á það bent, að kommúnistar stefndu ætíð með aðgerðum sínum að því að skapa upplausn og vandræði í þjóðfé- laginu. Ég skal að vísu játa, að kommúnistar hafa sjálfir viður- kennt afglöp sín í verkföllum á siðastliðnu ári, er þeir láta það verða eitt sitt fyrsta verk, eftir að þeir koma í ríkisstjórn, að banna vísitöluhækkun á launum; mun það mál nánar rætt á öðrum vettvangi; en hræddur er ég um, að þessar játningar kommúnista á eigin afglöpum kosti þjóðina fórnir á cðrum sviðum. STJÓRNARFLOKKARNIR RÁÐÞROTA Svo sem fjárlagafrumvarpið ber með sér standa stjórnarflokk- arnir gersamlega ráðþrota gagn vart vandamálunum. Reyna þeir að afsaka úrræðaleysið með því að staðhæfa, að arfurinn frá fyrri árum sé svo slæmur, að ekki sé við öðru að búast en að það taki nokkuð langan tíma að brjóta blaðið í stjórnmálasög- unni. Ég hefi áður bent á þá stað- reynd, að sá arfahlutinn, sem erfiðastur mun reynast eftirkom- endunum, er til orðinn fyrir verknað kommúnista, einmitt eins stjórnarflokksins. Að öðru leyti er arfurinn meiri velmegun almennings en nokkru sinni hefir áður þekkzt hér á landi, meiri og betri framleiðslutæki og miklum mun meiri framleiðsluverðmæti en nokkur önnur ríkisstjórn hefir fengið til ráðstöfunar. Það er framleiðslan sem á hverjum tíma er undirstaðan að afkomu þjóð- arinnar. Og eins og hæstv. við- skiptamálaráðherra benti á á fundi Verzlunarráðs íslands ný- lega, þá hefir framjeiðslan auk- izt mjög ár frá ári, og því engin ástæða til svartsýni, ef skynsam- lega er á málum haldið. Við Sjálfstæðismenn höfum ætíð lagt á það megináherzlu, að aukning framleiðsluverðmæt- anna er eina leiðin til bættra lífs- kjara. Arfur sá, sem Sjálfstæðis- flokkurinn skilur eftir sig, er slíkur, að það er vissulega illa stjórnað, ef nú þarf að rýra lífs- kjör þjóðarinngr. Sjálfstæðis- menn hafa sannarlega ekki ástæðu til þess að bera sig upp undan því, þegar stjórnarflokk- arnir halda því fram, að þeir hafi ráðið mestu, eða jafnvel öllu um stjórnarstefnuna undanfarin ár. Um áhrif þeirrar stefnu hefir sjálft stjórnarblaðið, Tíminn, sagt, að árin eftir 1950 séu mesta framfaratímabil í sögu þjóðar- innar. Það er sannarlega ekki sú stjórnarstefna, sem Sjálfstæðis- flokkurinn markaði, sem hefir skapað það fjármálaöngþveiti, sem við er að fást í dag, heldur eru það verk þeirrar fylkingar, sem nú stendur að baki hæstv. fjármálaráðherra. Þegar hæstv. fjármálaráðherra segir nú, að við óskapnað í fjármálakerfinu sé að fást, er hann leggur þessi lang- hæstu fjárlög í sögu þjóðarinnar fyrir Alþingi, þá er það óskapn- ður sem á upptök sín í herbúð- im núverandi stjórnarliðs. NÚ TALIÖ GOTT, SEM ÁBUR VAR FORDÆMT Sjálfstæðisflokkurinn hefir æ ofan í æ varað við afleiðingum verðbólguflóðsins fyrir afkomu ríkissjóðs og þjóðarinnar í heild. Hvað eftir annað hefir Sjálfstæð- isflokkurinn staðið að ráðstöfun- um til þess að stöðva dýrtiðar- hjólið, en óheillaöflin hafa jafnan komið því í gang aftur. Nú síðast í lok síðasta þings gerðu Sjálfstæðismenn tilraunir til þess að fá sámkomulag við Framsóknarflokkinn um nauð- synlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir vísitöluhækkun á þessu ári, með það í huga, að væntanlegri ríkisstjórn gæfist tóm til að íhuga leiðir til frekari aðgerða. Framsókriarflokkurinn og hæstv. fjármálaráðherra höfðu þá engan áhuga á að stöðva verðbólguþróunina. Og tillögur Sjálfstæðismanna voru fordæmd- ar sem óhæfilegar álögur á ríkis- sjóð og kjaraskerðing fyrir al- þýðu manna. En hvað gerðist svo? Eitt fyrsta verk núverandi ríkis- stjórnar var að gefa út bráða- birgðalög, þar sem í senn var ákveðið að auka stórum upp- bótargreiðslur úr ríkissjóði og jafnframt svipta launþega um- saminni vísitöluhækkun á kaup. Þá var ekki lengur erfitt að taka kvaðir á ríkissjóðinn og nú áttu ekki aðeins niðurgreiðslurnar, heldur bein kauplækkun að vera til mikilla hagsbóta fyrir launa- stéttirnar. ’Sjálfstæðismenn fagna vitanlega sérhverri skynsamlegri •áðstöfun til þess að stemma ^tigu við verðbólgunni, en ég held, að enginn geti með réttu kallað það goðgá af Sjálfstæðis- mönnum, þótt þeir bendi á hinn dæmalausa hringsnúning og skollaleik stjórnarliðsin'' Herra forseti. Ég hefi gert hér grein fyrir nokkrum meginatriðum, sem nauðsynlegt er að hafa í huga, er menn athuga efnahags- og fjármálaþróunina síðustu árin og hvaða öfl hafa einkum verkað á þá þróu^ ’rlagafrum-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.