Morgunblaðið - 10.11.1956, Blaðsíða 1
16 sföur og Lesbók
43. árgangur
259. tb. — Laugardagur 10. nóvember 1950
Prenlsmiðja MorgunblaSsins
EndurskoBun varnarsamningsins í þeim tilgangi
að nauðsyn/egar varnir landsins séu tryggðar
Endurmat þjóðarinnar á ástandinu í alþjóðamálum
15 bílar
at stað
GENF, 9 nóv — Framkvæmda
nefnd alþjóða Rauða krossins
hefur ákveðið að í kvöld leggi
af stað 15 flutningavagnar
með lyf og sjúkravörur Fara
þeir frá Vtnarborg og munu
freista þess að komast yfir
landamærin tii Ungverjalands.
Veí yður
hrœsnarar"
LUNDÚNUM, 9. nóv. — Moskvu-
útvarpið tilkynnti í dag, að verk
smiðjufólk í Moskvu ætlaði að
vinna 2 klukkustunda yfirvinnu
á morgun til þess „að hjálpa
egypzku þjóðinni“. Verkamenn
hafa fjölmennt á fundi þar sem
„mótmælt var árás Breta, Frakka
og ísraels á Egyptaland".
PARÍS, 9. nóv.: — Tilkynnt hef-
ur verið í Bagdað, að stjórn Irak
hafi ákveðið að slíta stjórnmála-
sambandið við Frakkland.
— Reuter.
Jean P. Sartre
Snfr við
FRANSKI rithöfundurinn og
heimsspekingurinn, Jean Paul
Sartre hefur látið út ganga
að hann hafi megna fyrirlitn-
ingu á aðgerðum Rússa í Ui»g-
verjalandi. Hann sagði að
hann mundi nú slíta ölium
samskiptum við franska
kommúnistaflokkinn.
Sartre er ekki félagi í
flokknum, en hefur lengi stutt
hann með ráðum og dáð
og óspart verið notaður til
áróðurs fyrir flokkinn.
Alþingi kjósi 5 manna nefnd fil þess
að semja um endurskoðun samningsins
Tillögur þinginanna Sjálf-
stæðisflokksins á Alþingi
CJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN lagSi í gær fram á Alþingi
^ tvær þingsályktunartillögur varðandi varnir íslands.
Er hin fyrri þeirra um endurskoðun vamarsamningsins en
hin síðari um kosningu nefndar til þess að semja um endur-
skoðun samningsins.
Bjarni Benediktsson, 1. þingmaður Reykvíkinga, er fyrsti
flutningsmaður beggja tillagnanna en allir þingmenn flokks-
ins eru meðflutningsmenn að þeim.
ENDURMAT Á ALÞJÓÐASAMSKIPTUM
Fyrri tillagan er svohljóðandi:
„Álþingi ályktar, að vegná hinna ógnþrungnu at-
burða, sem sýna að enginn er lengur öruggur, og
kalla á endurmat þjóðarinnar á alþjóðasamskiptum,
skuli fyrirhuguð endurskoðun varnarsamningsins
framkvæmd með það fyrir augum, að nauðsynlegar
varnir landsins séu tryggðar, jafnframt því sem bætt
sé úr göllum þeim, er fram hafa komið á samningn-
um“.
ALÞINGI KJÓSI 5 MANNA NEFND
Síðari tillaga Sjálfstæðismanna er á þessa leið:
„Alþingi ályktar að kjósa með hlutfallskosningu
í sameinuðu þingi fimm menn til þess undir forystu
utanríkisráðherra að semja af íslands hálfu um end-
urskoðun á varnarsamningnum við Bandarikin“.
Skæruliðar frelsissveitu geru
mikinn uslu í liði Rússu
Lundúnum og Vínarborg, 9. nóv. — frá Reuter.
| TRANÍUM-NÁMURNAR við Pecs eru rjúkandi rústir. Frelsissveitarmenn sprengdu þar
öll mannvirki í loft upp í dag, svo að þessar auðugustu uraníumnámur Evrópu
verða ónothæfar um margra ára skeið. Víða í Ungverjalandi er barizt. Urslitakostir
Rússa (að afhenda vopn fyrir kl. 3 í dag) voru að vettugi virtir. Smáhópur frelsis-
sveitarmanna, sem ætlaði að taka tilboði Rússa um sakaruppgjöf og lagði niður vopn,
var látinn ganga að torgi einu þar sem allir voru skotnir.
★ í SMÁHÓPUM
í Búdapest hefur frelsissveit-
um orðið vel ágengt. Þær tóku
í dag, að sögn Búdapest-útvarps-
ins, sem Rússar ráða, kastalann
gamla í Búda á vesturbökkum
Dónár. Útvarpið sagði einnig, að
freJsissveitimar yfirgæfu nú
sumar þeirra sterkustu vamar-
stöðvar, skiptu sér í smáhópa,
sem herjuðu á stöðvar Rauða
hei-sins. Þessir hópar splundra
hverjum skriðdrekanum af öðr-
um og skjóta á Rússa frá ólík-
legustu stöðum.
* SVÍFAST EINSKIS
Allar fregnir frá smástöðvum
í Ungverjalandi herma að Rússar
gangi nú fram af æ meiri
grimmd. Þeir svífast einskis í við-
skiptum sínum við óbreytta borg-
ara sem frelsissveitarmenn.
í AUsherjarjþinffinu
Allsherjarþing S. Þ. hefur aft-
ur komið saman til fundar um
Ungverjalandsmálin. Fyrsti ræðu
maður var fulltrúi Bandarikj-
anna. Hann ræddi um það er
hann kallaði „hryllilegt misk-
unnarleysi rússneska hersins í
Ungverjalandi. — Rússar hefðu
jafnvel skipt sér af ferðum flutn-
ingavagna Rauða krossins með
lyf og aðrar birgðir. Ekkert get-
ur afmáð hryllingsverk Rússa,
sem æ Ijósari sögur heyrast af.“
— Bandaríkjafulltrúinn spurði,
hvort stjórn sú sem Rússar hefðu
skipað i Ungverjalandi og Rúss-
ar, myndu vilja vinna með aðal-
ritara S. Þ. að því að framfylgja
áiyktun Bandarikjastjórnar. Það
þyrfti skjótra aðgerða við. Banda
ríkjafulltrúinn las síðan ályktun
lands sins.
Þar eru Rússar beðnir
þegar í stað að hætta að-
för að ungversku þjóðinni,
sem er brot á viðurkennd-
Framh. á bls. 2.
Gæzlulið
á ítaiiu
Lundúnum, 9. nóv.
FYRSTU sveitir gæzluliðs
S. Þ., sem fara eiga til Súez-
skurðar, koma til Ítalíu í nótt.
Var tilkynning um þetta gefin
út í Rómaborg. Munu sveit-
irnar safnast saman við Nea-
pel. Meðal hinna fyrstu sveita
verða Norðmenn. — Reuter.
BREYTT VIÐHORF
Tillögu Sjálfstæðismanna um
endurskoðun varnarsamningsins
fylgir svohljóðandi greinargerð:
„Flestir íslendingar munu
taka undir með Tímanum hinn
6. nóv., að „hin grimmúðlega
og svívirðilega ofbeldisárás
Rússa á Ungverja" hafi
„breytt ásýnd heimsinsí“ og
að „það sem nú hafi gerzt,
kalli á endurmat á viðliorfi
alira þjóða á alþjóðasamskipt-
um“. Ummæli þessi eru því
athyglisverðari sem blaðið
hafði lengi áður spáð batnandi
horfum í alþjóðamálum, en þó
játað hinn 2. nóv., að „það
mundi auka viðsjár“, ef Rúss-
ar gripu til þess ráðs að herða
tökin á fylgiríkjum sínum.
Ummæli Tímans hinn 6. nóv.
eru þess vegna bersýnilega
sögð að vel íhuguðu mál.
Timinn er og ekki einn með-
al málgagna ríkisstjórnarinn-
ar um þessa skoðun, því að
hinn 6. nóv. segir AlþýðuMað-
ið, að „öllum sé Ijóst, a* eug-
inn er öruggur. AHar verstu
fullyrðingarnar um ætlun og
tilgang skrímsiisins eru su»-
aðar sem staðreyndir“.
KOM MÖRGU GÓ»U
TIL LEIÐAR
Samvinna lýðræðisflokk-
anna um utanríkismál kom
mörgu góðu til leiðar, meðan
hún stóð. Sjálfstæðisflokkur-
inn metur meira að koma nú
á þjóðhollu samstarfi um þessi
mál en sakast um orðinn hlut,
og er tillaga þessi því flutt
af flokksins hálfu í því skynl
að freista þess að endurnýja
samstarfið um nauðsynlegar
varnir fslands.
Þetta er því mikilsverðara
sem einn af stuðningsflokkum
rikisstjórnarinnar hefur ðreg-
ið gagnólíkar ályktanir »f
þessum geigvænlegu atburð-
um. í yfirlýsingu sinni frá 5.
nóv. herðir Alþýðubandalagið
mjög á fyrri samþykktum, sin-
um um, að ísland skuM gert
varnarlaust, og segir, að At-
lantshafssamningurlnn sé „i
raun réttri úr gildi fallinn“.
Að óreyndu verður því ekki
trúað að nokkur lýðræðis-
sinni á íslandi vilji láta lausn
varnarmálanna vera komna
undir atkvæðum þeirra, er
slíku halda fram“.
HORFIR EKKI TIL GÓBS AÐ
ÚTILOKA STÆRSTA
ÞINGFLOKKINN
Tillögu Sjálfstæðismanna nn
kosningu nefndar til þess að
semja um endurskoðun varn-
arsamningsins fylgir svohljóð-
andi greinargerð:
„Þegar varnarsamningurinn
var gerður 1951, voru til þeirr-
ar samningsgerðar kvaddir
fulltrúar allra lýðræðisflokk-
anna, einnig Alþýðuflokksins,
sem þá var í stjórnarandstöðu.
Sá háttur, sem þá var á hafð-
Framh. á bls. 2.
Þjéðviljoneitn!
Hár kemnr „límth“ ykkor
F'R Allsherjarþingið ræddi í gær þjóðarmorð Rússa á Ung-
^ verjum, stóð fulltrúi Rússa upp og sagði:
„Það er beinlínis brot á sáttmála S.Þ., að ræða þessi
málefni Ungverjalands hér í þinginu. Það er verið
að nota Sam. þjóðirnar til að hjálpa fasistasveitum til
að koma á úreltu stjórnskipulagi í Ungverjalandi. Það
er verið að nota Sam. þjóðirnar til þess að beina hug-
um fólksins frá vopnaðri árás á Egyptaland“.
Þarna er „línan“, sem kommúnistar hafa fengið. Á þessum
grundvelli reyna nú öll kommúnistablöð heimsins að draga
athygli fólks frá Ungverjalandi og hinum hryllilegu atburð-
um sem þar eru að gerast.