Morgunblaðið - 10.11.1956, Blaðsíða 10
10
MORCVSBLAÐtÐ
* t
Laugardngur 10. nóv. 1S5€
Rúmgott geymslupláss
óskast um mánaöartíma. Má vera í kjallara eða íok-
heldu húsi. Sími 2800, utan skrifstofutíma 6078.
Afgreiðslustörf
í hljóðfæraverzlun
Ungur maður, snyrtilegur og ráðvandur, sem hefir á-
huga fyrir hljómlist, getur fengið atvinnu nú þegar við
afgreiðslustörf í einni stærstu hljóðfæraverzlun bæjar-
ins.
Nauðsynlegt er að nokkur menntun, t.d. verzlunarskóla
eða hliðstæð mermtun sé fyrir hendi. Einnig æskilegt að
um nokkra þekkingu á tónlist, og æfingu í afgreiðslu-
störfum sé að ræða.
Tilboð merkt „Hljómlist — 3276“ leggist inn á af-
greiðslu Morgunblaðsins, með upplýsingum og meðmæl-
um, ef fyrir hendi eru, fyrir 17. þ.m. (laugardag).
Amerísk nælonefnl
í barnakjóla og
popplin regnkápur
fóðraðar á kr. 495,00
Dömu- og Herrabúðin
Laugaveg 55 — Sími 81890
Úfwatpsbotð
Erum aftur búnir að fá hin vinsælu útvarpsborð með
innbvggðum plötuspilara og plötugeymslu. — Pantanir
óskast sóttar sem fyrst. —- Verð kr. 2.380,00.
Sendum gegn pésíkröfu.
RADIOSTOFA VILBERGS & ÞORSTEINS
Laugaveg 72, sími 81127
Fimmtugur i dag:
Sr. Ján ÞorvarBsson
SÍRA Jón Þorvarðsson er fædd-
ur 10. nóvember 1906. Er hann
af gamalkunnri góðklerkaætt. —
Kann varð stúdent 1927 og tók
embættispróf í guðfræði 1932. —
Síðar stundaði hann um hríð
íramhaldsnám við crlenda há-
skóla. I-Iann tók prestvígslu 23.
júní 1932, var um tíma seítur
sóknarprestur í Garðaþingum á
Akranesi, en síðan aðstoðarprest-
ur í Mýrdalsþingum og íckk veit-
ingu fyrir því embætti 15. júní
1934. Hélt hann Mýrdalsþing,
unz honum var veitt Háteigs-
prestakall 1. nóvember 1952, enda
þjónar hann því brauði síðan.
Hann var próíastur Vestur-
Skaftaíells prófastsdæmis frá 31.
júlí 1935, unz hann fluttis úr hér-
aði. Þá var hann skólastjóri hér-
aðsskóla Vestur-Skaftalellssýslu
1933—1952.
Kona síra Jóns er Laufey
Eiriksdóttir, góð kona og merk.
Eiga þau þrjú börn, tvo sonu við
liáskólanám og eina dóttur í
kennaraskóla. Er þetta íólk hið
gjörvilegasta.
Löngum er það svo um vora
landa, að sögur eru skráðar af
þeim mönnum, sem slys hendir
um dagana og voveiflegir atburð-
ir, og er þeim sumt ósjálfrátt, en
margri mætti afstýra mæðunni,
ef vit og viiji væri til. Miklu
síður eru í letur færðar írásagnir
af ævum hógværra og viturra
friðmanna, enda snýst þeim að
vonum flest til gæfu. Síra Jón
er einn þeirra prúðu og giftu-
drjúgu manna, sem ekki verður
ritað um með þeim hætti sem
greinir af ógæfusömum forn-
köppum. Hann er heldur ekki
gamall maöur, aðeins fimmtug-
ur. Engu að síður er starf hans
þegar merkilegt orðið og frá-
sagnarvert.
Síra Jón var velmenntaður
maður, er hann tók embætti. —
Öflum ber saman um, að hann
hafi reynzt nýtur skólamaður,
enda hlaut hann í því starfi
drjúga reynslu. í prestsembætti
sínu gerðist hann brátt vinsæll.
Bar allt til þess. Hann er vitur
maður og góðgjarn og leggur til
gott í hverju máli. Þá er hann
skörulegur kennimaður, radd-
maður góður og harla næmur á
tónlist, enda ræðumaður ágætur.
Það hefði mátt ætla, að síra Jón
gerðist hóglífur með aldrinum og
sæti áfram sem velmetinn
kirkjuhöfðingi á æskustöðvum
sínum fram til elli. Það var og
ekki til metorða, er hann lét af
prófastsembætti, til þess að hefja
starf sem prestur í öðru héraði.
Þessa fýsti hann þó, enda þótt
hann væri þá kominn yfir hálf-
íimmtugt og þannig bráðum aí
léttasta skeiði. En hér fieistaði
lians meira verkefni. Hér tekur
hann við fjölmennum söfnuði,
sem enga á kirkjuna, enda var
fram undan stórt starf við að
24 smálestir með 110 hestafla vél er til sölu. —
Veiðarfæri, net og lína, geta fylgt. — Upplýsingar
gefa Snorri Árnason fulltrúi, Seiiossi og Guöjón Jóns
son, Móhúsum, Stokkseyri.
Vélskófla
Vökvaknúin vélskóíla fæst leig'ð til vinnu. Skóflustærð
vélarinnar %—2/3 kúbikyard.
Uppl. í síma 3450.
Jón Hjálmarsson,
Skúlagötu 60.
Geí bætt við nokkrurn nemcndum
Æskilegur aldur 10—15 ára. — Get einnig tekið nem-
endur í
GÍTARLEIK
Er til viðtals alla virka daga frá kl. 10—12 og 14—17.
KARL JÓNATANSSON, Háteigsvogi 30 (kjallara)
Sírni: 82181.
^Lar/s
SKOIS ?
onaianssonar
koma saman hugðarefnum sókn-
arbarna cg koma í horf kristni-
haldi í kallinu og heilbrigðu
safnaðarlííi. Þetta verkefni var
við hæíi slíks manns. Mun svo
reynast, að séra Jóni farnist vel
og giftusamlega þetta starf sem
önnur, og því drýgri veroi hans
gifta sem stærri verða -starfs
efnin.
Sú er nú von vina síra Jóns, að
hann eigi enn eftir langan vinnu-
dag, enda blessist honum vel
starfið og fylgi honum auöna
jafnan. Z.
Skemmlun HR
í Hlégarði
REYKJUM, 5. nóv. — Mjólkur-
félag Reykjavíkur hélt hina ár-
legu skemmtun sína í Hlégarði
s. 1. laugardagskvöld. Var alveg
húsfyllir eins og framast var unnt
að koma í húsið, enda nær félags-
svæðið yfir alla Gullbringu- og
Kjósarsýslu og hluta af Borgar-
fjarðarsýslu.
Skemmtunin hófst með því að
formaður félagsstjórnar, Ólafur
Bjarnason, Brautarholti, setti sam
komuna með stuttri ræðu og bauð
síoan Kristni Guðmundssyni
bónda á Mosfelli að taka við
stjórn samkomunnar, sem fórst
það prýðilega úr hendi. Þá sungu
þau frú Þuríður Pálsdóttir og
Kristinn Hallsson einsöngva og
dúetta við mikil fagnaðarlæti með
i.ndirleik Weishappel. Séra Bjarni
Sigurðsson á Mosfelli nélt ræðu
um séra Jó'nann Benediktsson er
þjónaði hér í Mosíellsprestakalli
á árunum 1862—1865. Var erind-
ið ágætlega flutt og fróðlegt.
Hafði séra Bjarni grafið upp ýms-
an fróðleik um séra Jóhann, sem
annars hefði ef til vill glatazt.
Að þessu loknu hófst almenn
kaffidrykkja en síðan skemmti
Kart' Guðmundsson með gaman-
vísum. Að lokum var dansað fram
á nótt af miklu fjöri.
Oddur Jónsson framkvæmda-
stjóri Mjólkurfélagsins sá urn all-
an undirbúning og framkvæmdir
veg'na samkomu þossarar og fórst
það ágætlega. Þessar félags-
skemmtanir Mjólkurfélagsins
hafa náð feikna vinsældum enda
er framkvæmdastjórinn ötull við
að undirbúa þær með beztu fá-
anlegum skemmtikröftum og
komast jafnan íærri að en vilja.
— J.
AKRANESI, 8. nóvember. — f
morgun kl. 11—11,05 var þögn á
öllum vinnustöðvum og í skól-
um á Akranesi, til þess að votta
u’ngversku þjóðinni hluttekningu
og samúð í frelsisbai-áttu henn-
ar. Fánar drúptu í hálfa stöng í
dag, livarvetna í bænum.
llSiifaveita
Verður í Listamannaskálanum á morgun
KINIATTSPYRNtFÉLAG REYKJAVÍKUR