Morgunblaðið - 10.11.1956, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.11.1956, Qupperneq 6
G MORCVNBLAÐIÐ Laugardogur 10. nóv. 1956 Ófriðarefnin eru alls sfaðar í heiminum BRETAR raðast 'a EGYPTA FYUSTA UPPRf ISN GEUN RussuM J ONNtlK IIPFREISNIN OEON RuSSUM uPPPf'S.NB cRígnik ./NftVER)Ay UPPPQt |)M FRAKKAR RAÐAST A t&YPTA fyrsta LEPPAlKIO ‘IM PRAST F RtGNIIR AF 0ROA V jUPPPOT OEON ITRYG&UE PRICUR I FJANDIKAPUB OEGN BAtTUM Tt'RIP AF EOfPTUM BARDAGAR ViÐ F IVAKkA | L ANDAMT r d UPPPOT MEÐ 00 MOTI KOMMUNISTUN | ARAOISkA R TANPAMÆRA&fllug OTRrro&T astai-ip oemtn* oeon BK.E1UM KORTIÐ hér að oían sýnir nokkra staði þar sem ófriður hefur brotiit út á síðustu vik- um eða þar sem uppreisnir eða skærur liafa átt sér stað á alira síðustu tímum. Enn- Sinfiómukljómsveitin i l»ióðleikhúsinu SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands hélt þriðju tónleika sína á þessum vetri í Þjóðleikhúsinu sl. mánudagskvöld. Stjórnandi var Olav Kielland, en einleikari Árni Kristjánsson píanóleikari. Á efnisskránni voru tvö verk: Sinfónía nr. 6 (Pathetique), eftir Tschaikowsky og píanókon- sertinn í a-moll eftir Grieg. Bœði þessi merkilegu verk hafa verið flutt hér fyrr af hljóm- sveitinni og Olav Kielland. En það er sízt ástæða til ao amast við, því, þó slík verk séu flutt jafnvel aftur og aítur, því segja mætti mér, að margir hlustendur hefðu gott af heyra þau sem oft- ast til þess að geta skilið þau til nokkurrar hlítar, og á þetta ekki sízt við um sinfóníu Tschai- kowskys. Siík verk á að flytja sem oftast. Þessi sinfónía er i sannieika djúpúðugt tónverk, sem krefst fullrar athygli hlust- andans. Hér hefur tónskáldið lagzt einna dýpst, og þungir straumar sterks tilfinningalífs eru hér að verki. Olav Kielland og sinfóníuhljómsveitin leystu hlutverk sín af hendi með mikilli prýði og var allur flutningur verksins stórkostlegur. Pianókonsert Grigs er merk- asta verk sinnar tegundar, sem samið hefur verið á Norðurlönd- um, og einn af vinsælustu píanó- konsertum yfirleitt. Gerir hið al- norska innilTald sitt til að hrífa menn, en einnig hinfl snjalli bún- ingur og meistaralega handbragð Griegs verkar töfrandi, og svo sannfærandi, að maður þreytist aldrei á að hlusta á þetta glæsi- lega æskuverk Griegs; en hann var aðeins 26 ára er hann lauk við verkið, sem einna mest hefur borið frægð hans sem tón- skálds út um heiminn. Það er erfitt að hugsa sér betri og sannara túlkara Griegs en Árna ICristjánsson. Leikur hans er t. d. mjög samofinn þessu verki, og í hæsta máta skáld- legur og djúpur. Vil ég sérstak- lega benda á hæga ltaflann, sem er ilmandi af fegurð. Hér var í heild um endursköpun að ræða, sem er sjaldgæf. Annars er ástæða til að minna á það enn, að flygill Þjóðleikhússins full nægir ekki þeim kröíum, sem gera verður til konsertsflygiis. Þarf hér skjótra úrbóta við. Tónleikar þessir voru sérstak- lega vel undirbúnir og í alla staði tilkomumiklir. Olav Kielland og Árni Krist- jánsson voru hylltir ákaft að lok- um af þéttskipuðum sal hrif- inna áheyrenda. —P.í. s - Bandalag kvenna iordæmir ofbeldið FUNDUR Bandalags kvenna í Reykjavik haldinn dagana 5.—6. nóv. 1956 fordæmir harðlega of- beldi Rússa við Ungverjaland og vottar hinni hugrpuðu og dug- miklu ungversku þjóð dýpslu samúð. Jafnframt harmar fundurinn, að tvær lýðræðisþjóðir, Bretar og Frakkar, skuli hafa gerzt sek- ir um ofbeldisárás á Egypta og vonast til þtss, að lýðræðisunn- andi þjóðir heims bregðist eigi þeirri skyldu sinni, að standa vörð um frelsi og sjálfsákvöi'ð- unarrétt allra þjóða. íremur eru sýiidir nokkrir staðir, þar sem áður var ófrið- ur en þar sem nú cr najög ótryggt ástand, þó friöur eigri að heita. En hér cr aðelns um staoi að ræða þar sem ófriður í einni og annarri mynd, hefur brotizt upp á yíirborðíð. Óírið arefnin eru samt miklu víðar þó þau hafi ekki cnnþá orðið efni til átaka. Fasstum hefði t.d. dottið' í hug að Súez-málið gæU leitt til vopnaviðskipta eins og kom á daginn en þann- ig er háttað um fleiri staði í heiminmn, þar sem ólga er undir niðri og miklir liags- munir í veði, þó enn hafi ekki leitt til átaka út af þeim. gg slsrifar úr Igyj fiA Hf daglega lífinu v Eugg- og veltumyr.d IDAG getur Velvakanai flutt lesendum sínum þær fregnir að kvikmyndin Rcck around the clock verður sýnd hér í Stjörnu- bíói á næsta ári. Eins og menn rekur minni til var hennar getið hér í dálkunum í því tilefni að eitt dagblaða bæj- arins ílutti fregnir um að kvik- ] myndin yi’ði ekki leyfð til sýn- inga hér. Mun mörgum þykja þetta góðar fregnir einkum yngri kynslóðinni, sem á sér nú fáar skemmtanir betri en dansa rugg- og yeltudansinn. Myndin hefur farið sem eldur í sinu um alla álfuna og ekki er að efa að hún verður afar vinsæl hér á landi. En við frábiðjum okkur allar óeirðir í sambandi við sýn- ingar hennar. Gallið í smáleturs • dálkuuum STUNDUM er það haft á orði að bessir smáletursdálkar dag- blaðanna séu ein allsherjar nöld- urskjóða, sem allir spýii galii sínu í hvenær sem tilefni gefst. Satt er það, að oft er hér að ýmsu fundið, bréf og ábendingar birt frá reiðum lesendum, sem þykir sinn hlutur hafa verið fyr- ir borð borinn. Því ánægjulegra er það að geta líka stundum hrósað því sem vel er gert. Mér barst nýlega bréf frá tízku verzluninni Vogue, þar sem skýrt er frá því í sambandi við skrif um langan drátt á afgreiðslu vara úr tollinum, að nýlega hafi verzl- unin fengið snið með flugvél frá Bandaríkjunum. Maður frá verzl- uninni fór til þess að fá vöru þessa tollafgreidda og tók hann alls 28 mínútur að greiða flutn- ingsgjaldið í afgreiðslu flugfé- iagsins, greiða tollinn í tollbúð- inni og ná í vöruna í vöruaf- greiðslu tollsins— þar til sniðin voru komin til sölu í Vogue. Hinir lipru tollheimtu- menn ELETTA segir verzlunin að sé * fyrirmyndarafgreiðsla og vill að getið sé um það sem vel er gert, og skal undir það tekið að hér hefir verið unnið af hinni mestu prýði í þessari ríkisstofnun og ætti svo að vera sem víðast á þeim vettvangi. Það er ekki nema sjálfsagt að geta þess sem vel er gert. Það eru verðug laun þeirra, sem dyggilega hafa unnið og hvöt öðrum að hafa það fordæmi sér til aukinna starfa. Doöranturinn þvcrhandarþykki. N þess að ég vilji á nokkurn hátt draga úr þessum um- mælum langar mig til þess að geta um atvik sem kom fyrir kunningja minn hér á dögunum, sem átti viðskipti við ríkisskrif- stofu eina í Hafnarhúsinu. Hann þurfti að fá vöru afgreidda þar, kom í skrifstofuna og beiddist af- greiðslu þegar að honura kom. Maðurinn var heldur stuttur í spuna og féklt kunningja mínum þverhandarþykkan doðrant eftir nokkurt þóf og sagði honum að ef hann vildi hljóta afgreiðslu og íá að grei'ða lögskipað gjald af vör- unni yrði hann að finna nafn sitt í bókinni.. Kunningi minn benti honum kurteislega á að það væri starf afgreiðslumannsins að gera svo en ekki þess sem afgreiðslu beiddist. Við það firrtist afgreiðslumað- urinn nokkuð og fengust ekki önn ur svör en hann skyldi koma síð- ar um daginn. Þá hafði nafnið fundizt en svo undarlega bar þá til að engin eyðublöð voru til þess að fylla út nauðsynlega skýrslu og varð að senda eftir þeim í aðra stofnun uppi í Arn- arhvoli. Þegar blöðin loks komu var búið að loka skrifstofunni og maðurinn fékk ekki vöru sina af greidda þann daginn. Slík dæmi um stirfni afgreiðslumanna ýta enn undir þá hugmynd að einhver opinber aðili ætti að gangast íyr- ir slcóla I afgreiðslumenningu og umgengisvenjumm fyrir þá sem að þeim störfum vinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.