Morgunblaðið - 10.11.1956, Síða 8

Morgunblaðið - 10.11.1956, Síða 8
MORCUNBLAÐ1Ð Laugardagur 10. nðv. 1956 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Ein -■ Ásmundsson. Lesbók: Án._ Ha, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriítargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. , í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Á Alþýðusumbmidið oð veru hreiðnr Moskvumonno? Þ' »AÐ HEFUR vakið mikla at- hygli, að Alþýðusamband ís- lands neitaði að verða við tilmæl- um Alþjóðasambands írjálsra verkalýðsfélaga um að beita sér fyrir 5 mínútna vinnustöðvun í samúðarskyni við ungverskan verkalýð og ungversku þjóðina í heild. Fjöldi einstakra verkalýðs- félaga og samtök atvinnurekenda urðu hins vegar við þessum til- mælum. Hér í Reykjavík mátti heita að öll vinna félli niður, kirkjuklukkum var hringt og fán ar blöktu í hálfa stöhg um alla horgina. Á sendiráði Sovétríkj- anna var fáni hins vegar dreginn hátt við hún. Var auðsætt að með því vildi hið rússneska herveldi storka yfirnæfandi meirihluta ís- lenzku þjóðarinnar, sem fyrirlít- ur og fordæmir þjóðarmorð Rússa í Ungverjalandi. Samstaða Hannibals og Rússa Rússneska sendiráðið dró fána sinn hátt við hún þegar íslenzka þjóðin lýsti samúð sinni og sorg yfir örlögum ungversku þjóðar- innar. En Rússarnir áttu banda- menn í stjórn Alþýðusambands íslands. Bráðabirgðalagaráðherr- ann, Hannibal Valdemarsson, tók sér stöðu við hlið þeirra. Hann neitaði að verða við tilmælum Alþýðusarnbands frjálsra verka- lýðsfélaga. Hvað varðaði Alþýðu samband íslands um það, þótt Rauði herinn rússneski væri að murka lífið úr þúsundum verka- manna suður í Budapest? íslenzkur almenningur dergur sínar ályktanir af slíkri fram- komu stjórnar Alþýðusambands íslands. Forseti þess hefur lagt mikla áherzlu á að sanna, að Al- þýðubandalag hans og kommún-! istá hlítti fyrst og fremst forystu róttækra og vinstrisinnaðra jafn- aðarmanna. Moskvukommúnist- arnir væru þar hins vegar valda- litlir. En við fyrsta tækifæri, sem stjórn Alþýðusambandsins fær til þess að velja á milii Moskvukommúnismans og lýð ræðislegrar jafnaðarstefnu þá velur hún hiklaust málstað Moskvumanna. Hún neitar til- mælum Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga um vinnustöðvun í einar 5 mínút- ur til mótmæla gegn svívirði- legustu hermdarverkum, sem framin hafa verið. Öllu greinilegar gat ckki forseti Alþýðusambandsins af- hjúpað skriðdýrseðli sitt og algert ósjálfstæði gagnvart Rússum. Hreiður Moskvu- dýrkenda Sú staðreynd liggur nú fyrir, að stjórn heildarsamtaka íslenzks verkalýðs er undir forystu Hanni bals Valdemarssonar orðin að hreiðri Moskvukommúnismans á íslandi. Þar er jafnvel ekki hik- að við að bera blak af svívirði- legustu blóðverkum valdhafanna í Moskvu og Rauða hersins. Þegar á þetta er litið sýnir það furðulega hræsni og yfirdreps- skap þegar Hannibal Valdemars- son ætlast til þess að nokkur einasti lýðræðissinni trúi því, að hann sé að betrumbæta hinn ís- lenzka kommúnistaflokk og ala hann upp í „lýðræðisþroska"!! Hitt er hins vegar augljóst, að þessi fyrrverandi þingmaður og leiðtogi Alþýðuflokksins er nú fangi lcommúnista, sem stýra bæði tungu hans og hendi. Þess vegna neitar hann samstöðu með Alþjóðasambandi frjálsra verka- lýosfélaga en skipar sér þess í stað við hlið samtaka hins alþjóð- lega kommúnisma. Hvað gerist á Alþýðu- sambandsþingi? Hvað gerist svo á þingi Alþýðu sambandsins, sem kemur saman á næstunni? , Ætla þeir Alþýðuflokks- menn og Framsóknarmenn, sem þangao hafa verið kosnir að styðja Hannibal, handbendi Moskvukommúnismans, til for setatignar í sambandinu? Á Alþýöusamband íslands að verða höfuðvígi Moskvustefn- unnar á íslandi? Yfirgnæfandi meirihluti ís- lenzks verkalýðs og launþega vili ekki láta flugumenn þessara árás- arafla nota samtök sín í þágu myrkraverka þeirra. Og íslenzku verkafólki blandast ekki hugur um það, hverra erinda Hannibal Valde marsson gengur. Hann er ekk- ert annað en auvirðilegt leigu- þý hins alþjóðlega kommún- isma, nægilega grunnhygginn og fljótfær til þess að láta ginn ast af gylliboðum hans eftir að hann liafði beðið algert póli- tískt skipbrot í Iýðræðisflokki. Á þessum ólukkufugli að haldast það uppi að hafa Al- þýðusamband íslands að hreiðri fyrir blóðstefnu Moskvukommúnismans? UTAN ÚR HEIMI | ^JJid IpcuíeJni p< póinó óem ctóóiuócilmcinct d uncji/eró Lu Þ egar sænska útvarpið var að hlusta á útvarpssending- ar ungversku frelsissveitanna í síðustu viku, heyrðist allt í einu rödd, sem mælti á góðri sænsku: „Komið okkur til hjálpar!" Það var biskup lúthersku kirkjunnar í Ungverjalandi, Lajos Ordass, sem mælti þessi orð. Talaði hann á ungversku, sænsku, þýzku og ensku. ÚJ ænska ávarpið fer hér á eftir: „Leyfið mér að tala til erlendra bræðra okkar og mæla við þá á þeirra eigin tungu. f nafni Guðs sný ég mér til yltkar með örfáum orð- um, kæru trúbræður á Norð- Lajos Ordass urlöndunum, Danmörku, Finn landi, íslandi, Noregi og Sví- þjóð. Á liðnum árum höfum við í Ungverjalandi komizt í kynni við mátt fyrirbænar ykkar og þess kristilega kær- leika, sem þið hafið sýnt okk- ur í verki. Fyrir nokkrum mánuðum voru margir f ulltrú- ar Norðurlanda hér hjá okkur. Þá komumst við í kynni við viðleitni þeirra til að hjálpa Ungverjum til að koma á kirkjulegu frelsi. Nú hrópum við á ykkur, kærU trúbræður, í nafni alls föðurlandsins. s tjórn Ungverjalands hefur nú lýst yfir hlutleysi landsins. Standið við hlið okk- ar með öllum þeim mætti, sem þið eigið, svo að hlutleysi okk- ar verði viðurkennt og við finnum leiðina til frelsis. Við óskum þess, að föðurland okk- ar fái að lifa í guðsfriði og eiga friðsamleg samskipti við allar þjóðir heims. Við stönd- 1948 var hann handtekinn fyrir upplognar sakir og dæmdur í 2 ára fangelsi. Stjórnin þvingaði jafnframt lútherska kirkjuréttinn til að setja hann af. Þegar hann kom úr fangelsinu, dró hann sig í hlé og helgaði sig einkum fræði- störfum. Hann hefur öll Norð- urlandamálin á valdi sínu og hef- ur þýtt bækur af þeim öllum á ungversku. Eins og stendur er hann að vinna að ungverskri þýð- ingu á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. í september hélt mið- stjórn Alkirkjuráðsins fund í Galyatetö nálægt Búdapest og hófust þá samningar við ung- versku stjórnina um uppgjöf allra saka á hendur Ordass. Forseti um í dag gagnvart mörgum miðstjórnarinnar, dr. Franklin eríiðum vandamálum. Þjóðin Clark Fry, framkvæmdastjóri hefur misst marga at beztu Alkirkjuráðsins, Visser t’ Hooft, sonum sínum, og margar fjöl- og lútherski biskupinn í Hannov- er, Hanns Lilje, áttu marga stranga fundi við kommúnistaleið togana í Búdapest, áður en þeir féllust á að hreinsa Ordass af öllum hinum fölsku ákærum. Jafnframt samþykkti lútherska kirkjan í Ungverjalandi að setja skyldur eru nú án fyrirvinnu. Margir eru særðir, og við þörfnumst meðala. Mikið af byggingum okkar hefur verið lagt í rúst, og við höfum beðið mikið veraldlegt tjón. Við biðj um í nafni Krists: komið okk- ur til hjálpar! Með kirkjuleg- um samtökum okkar reynum við að gera allt, sem við get- um, til að hjálpa öllum bág- stöddum. Guðs blessun yfir aila!“ h Jr anmg mælti hinn merki ungverski kirkjuleiðtogi, sem fékk uppreist æru sinnar fyr ir tilstilli Alkirkjuráðsinsog Lúth erska alheimssambandsins, eftir að hann hafði setið tvö ár í fang- elsi fyrir svo kölluð brot gegn ríkinu. Ordass tók virkan þátt í baráttunni við nazista á stríðs- árunum og var gerður biskup í Búdapest árið 1945. En hann varð kommúnistum engu auðsveipari en hann hafði verið fyrirrennur- um þeirra, og stóð mjög í gegn þjóðnýtingu kirkjulegra skóla. hann aftur Búdapest. í biskupsstólinn í H vað Ordass biskup orðið hefur um eftir síðustu at- burði í Ungverjalandi, er ekki vitað með vissu, en líklegt má telja, að hin nýja leppstjórn Rússa muni ekki þola þessum skelegga baráttumanni kirkju og persónulegs frelsis að halda á loft þeim hugsjónum, sem þús- undir Ungverja hafa nú úthellt blóði sínu fyrir. Ef nokkuð má ráða af atburðum síðustu daga, hefur raust frelsisins enn einu sinni verið kæfð með hinni hug- djörfu þjóð, sem í hundrað ár hefur sungið sönginn ódauðlega um frelsið, sem aldrei verður of dýru verði keypt. Búlganin og Krúsjeff ekki boðið til Danmerkur? „Vi8 verðum að reyna eflir megni að styrkja varnir NATO" ömenning íslenzkra gistihúsa OFT ER um það talað, að gera þurfi eitthvað til að auka ferðamannastrauminn til ís- land.s. Er áhugi manna á þessu þarfa máli góðra gjalda verð- ur, og mætti eflaust gera margt fleira en gert er til að glæða áhuga erlendra ferða manna á íslandi. En áður en hafizt er handa um áróður á erlendum vettvangi, væri kannske ekki úr vegi að líta sér nær og athuga, hvort að- stæðurnar hér heima séu yfir- leitt boðlegar erlendum ferða mönnum. Þeir, sem eitthvað þekkja til íslenzkra gistihúsa, munu flestir vera á einu máli um það, að þeim sé svo mjög áfátt um rekstur allan og að- búnað, að það geti verið álita- mál, hvort íslendingum sé nokkur greiði ger með því að kalla liingað crlenda ferða menn. Mætti tína til margt, sem til bóta horfir, en hér verður að- eins vlkið að einu dæmi. f kunnasta gistihús borgarinnar koma flestir þeir ferðamenn, sem þessa dagana gista höfuð- borgina. Þar á þeim að vera, látin i té bezta þjónusta, sem íslenzkt gisthús hefur upp á að bjóða. Má og gcra ráð fyrir, að yfirleitt sé vel til gestanna gert. En einn hlut hafa erlend ir menn í gisthúsínu ekki get- að skilið. Lyfta hússins, sem er fjórar hæðir, hefur verið óvirk í hcila viku, og virðist ekkert að gert til að koma henni í lag. Hvcrt einasta gisti hús úti í heimi, sem byði gest- um sínum upp á það að arka fóígangandi upp á fjórðu hæð dag eftir dag, fengi umsvifa- laust á sig stimpil þriðja flokks gistihúsa, að ekki sé meira sagt. Það eru hlutir sem þessir, sem gera íslendingum erlendis oft erfitt fyrir um að mæla með landi sínu við er- lenda ferðamenn. Einkaskeyti til Morgbl. fró Páli Jónssyni. KAUPM.HÖFN, 5. nóv. — Danska stjórnin íkiugar nú að hætta við að bjóða Krúsjeff og Búlganin til Danmerkur á vori komanda. Þegar H. C. Hansen var í Moskvu í vor, bauð hann Rússunum til Danmerkur. Nú þykir líklegt, að boðið verði afturkallað vegna atburðanna í Ungverjalandi. Þá er einnig gcrt ráð fyrir að Danir hætti við að bjóða fulltrúum frá Æðsta ráði Sov- étríkjanna til Danmerkur. „Berlingske Aftenavis*4 skrifar í dag: Ekki kcmur tii mála að fækka í danska hern- um, cins og nú er komið mál- um. Þvert á móti verðum við að reyna eftir megni að styrkja varnir Atlantshafs- bandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.