Morgunblaðið - 16.11.1956, Page 10
10
MORCV N BLAÐIÐ
Föstudagur 16. nóv. 1956
FRÁ S.U.S. RITSTJÓRAR: GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON OG SVERRIR HERMANNSSON
Píslarwæfti Ungweria er
áminning til vesturlandabúa
AR MIKILLA TIÐINDA
Á ÞVÍ ÁRI, sem nú tekur senn
að líða, hafa þeir atburðir orðið,
sem lengi munu í minnum hafðir.
Þessir atburðir hófust á 20.
flokksþingi kommúnistaflokks
Ráðstjórnarríkjanna, er æðstu
menn hins alþjóðlega kommún-
isma fordæmdu sinn læriföður
og meistara, Jósef Stalin, sem
og alla stjórnarhætti hans. Hafði
þá áður um langt skeið öll hjörð
kommúnismans um heim allan
legið fyrir honum í duftinu í auð-
mjúkri lotningu. Slík ódæmi
hlutu að draga dilk ó eftir sér,
svo sem og raunin varð ó.
OFBELDI LEPPSTJÓRNAR
Sú uppreisnaralda, sem nú fer
um allt leppríkjakerfi Rússa og
náð hefur hámarki í Ungverja-
landi, er afleiðing þessara at-
burða.
Þar magnaðist hún svo, að úr-
ræðalítil leppstjórn neyddist til
að grípa til grímulausra ofbeldis-
aðgerða með fulltingi Rauða
hersins, sem hún sigaði á vopn-
litla borgarana.
Samt sem áður varð hún að
hrökklast frá og víkja fyrir ann-
arri frjálslyndari, sem vonir
stóðu til að ganga myndi að
öllum kröfum fólksins.
Þrátt fyrir margítrekuð mót-
mæli þessarar stjórnar héldu
Riissar uppi stöðugum og
linnulausum herflutningum
inn í Ungverjaland og komu
sér þannig fyrir, að Ungverjar
yrðu skjótlega sigraðir, ef I
odda skærist.
Þá var talið hæfilegt að setj-
ast að samningsborði, og hefur
nú komið í ljós, hvaða siðgæði
var lagt tii grundvallar þeim
samningum.
Rússneskt hervald hefur nú
lagt Ungverjum lífsreglur. Fang-
elsin og grafirnar hafa tekið við
þeim, sem ekki vildu þýðast þær.
Þetta framferði Rússa hefur að
vonum vakið reiði og réttláta
gremju víða um heim, enda hvai
vetna hlotið fordæmingu.
VESTURLÖND í HÆTTU
Segja má, að þessir atburðir
snerti Vesturlandabúa alveg sér-
staklega. Koma þar til einkum
tvö atriði:
Hér er ekki einungis um að
ræða baráttu fámennrar þjóðar
gegn annarri stærri og voldugri
fyrir fullum sjálfsákvörðunar-
rétti og yfirráðarétti á landi sínu,
heldur er að auki um að tefla
baráttu hvers einstaks borgara
fyrir frumstæðustu réttindum sín
um og persónufrelsi.
Hér á hlut að máli alþjóða-
hreyfing kommúnismans —
hreyfing, sem við íslendingar
höfum ærin kynni af og hefur
af alefii beitt sér fyrir, að hér
yrði komið á fót samskonar
þjóðfélagi og í leppríkjum
Rússa.
Af þessum ástæðum einkum
snerta atburðirnir í Ungverja-
landi alla íbúa vesturlanda og
þá um leið ekki sízt okkur Is-
lendinga.
KRÖFUR STÚDENTA
Þegar þær fregnir bárust út
skömmu eftir 20. október, að
ungverskir stúdentar hefðu efnt
til mótmælafunda gegn stjórn
landsins, vaknaði gömul samúð
íslendinga með þessari marg-
hrjáðu þjóð, enda er það alkunna,
að í Ungverjalandi hefur verið
eitt helzta ofbeldisvíti kommún-
ista hér í álfu.
Auk almennrar gagnrýni á
stjórn landsins báru stúdentarn-
ir fram nokkrar kröfur og voru
þessar helztar:
Að felld yrði niður rúss-
neska sem skyldunámsgrein.
Að skyldunámskeið í Marx-
ism-Leninisma yrðu lögð nið-
ur.
Að skylduheræfingum og
þjálíun í vopnaburði yrði
hætt.
Allar voru kvaðir þessar mjög
óvinsælar og því kröfur um af-
nám þeirra tímabærar.
Einna illræmdust munu þó hafa
verið skyldunámskeið í Marx-
isma. Er það engin furða, þeg-
ar vitað er, hversu öll frjáls
hugsun hefur verið kæfð í stirðn-
uðum kreddum þessara fræða.
Þau hafa verið barin inn í
hvern mann af starblindu of-
stæki, sem undirstaða allra vís-
inda — jó, sem vísindi vísind-
anna og hefur þetta náð meira
eða minna til allra fræðigreina.
í krafti þessara fræða hefur
lítt lærðum kommúnistaleiðtog-
um einum eðafleirum — stundum
miðstjórnum kommúnistaflokk-
anna, haldizt uppi að taka sér
vald til að skera úr um réttmæti
ýmissa atriða og kennisetninga
í óskyldustu fræðigreinum, og
hafa jafnvel látið hneppa menn í
fangelsi fyrir að hlýða ekki þess-
um flokks-úrskurðum og halda
fram andstæðum kenningum.
SIDGÆÐISHUGSJÓNIR
SVÍVIRTAR
í stuttu máli sagt hafa allar
akademiskar meginreglur verið
þverbrotnar og allar siðgæðis-
hugsjónir vísindanna verið sví-
virtar og fótum troðnar í ríkjum
kommúnismans.
Aðalatriði þessara siðgæðis-
hugsjóna er það, að megingildi
mannlegs lífs sé fólgið í við-
leitni til að leita sannleikans,
og til þess að sú viðleitni megi
bera árangur þurfi til að koma
fullt rannsóknar og fullt
kennslufrelsi. — Þetta er sá
hornsteinn allra menningar-
framfara, sem hver einasti
háskóli og hver einasta vís-
indastofnun leitast af alefli
við að hafa í heiðri, sú er vill
vera hlutverki sínu vaxin.
f slíku andrúmslofti frelsis og
fræða getur kommúnisminn ekki
þrifizt, enda er þar gert ráð fyr-
ir að öll megin sannindi séu þeg-
ar fundin. Það er því lífsnauð-
syn að slíkt frelsi sé allt upp-
rætt, þar sem hann á að hald-
ast.
Þetta var hliðin, sem einkum
sneri að þeim mönnum í Ung-
verjalandi, sem láta sig menn-
ingarmál einhverju varða. Gegn
þessu hlutu þeir að rísa, og það
þótt annað hefði eigi komið til.
En þegar hér við bættust al-
menn eymdarkjör, kúgun og
hvers konar niðurbæling var all-
ur almenningur reiðubúinn.
„EK HEFI VÁND KLÆÐI“
Hvað táknar það, þegar nær
vopnlausir menn gera uppreisn
gegn innlendri leppstjól-n, er
styðst við stórveldi, sem hefur
her í landi þeirra, gráan fyrir
járnum og albúinn til bardaga.
Eitt er víst, að slíkt gera menn
ekki út í bláinn.
Þess konar uppreisn er að-
eins gerð gegn slíkri áþján að
menn telja sig engu hafa að
tapa, allt að vinna. Hér er að
verki örsnauður almúgi, húð-
strýktur og ofbeldi beittur;
kjör slíks fólks eru eitthvað
svipuð og íslendingsins er
mælti til ofbeldismannsins:
„Ek hefi vánd klæði ok hrygg-
ir mik ekki, þó at ek siíta þeim
eigi gerr“.
Þegar við verðum vitni að slíku
ógnarfargi þjáninga og vonleysis,
sem hér lýsir sér hlýtur hugur-
inn að beinast til þeirra manna
íslenzkra, sem játað hafa vald-
streitumönnum kommúnista holl-
ustu sína, jafnan stutt allar að-
gerðir þeirra og ekki ótt aðra
ósk heitari en þá að koma fs-
lendingum undir kommúnisma
— til þeirra manna, sem sungið
hafa:
„Sovét-ísland — óskalandið —
hvenær kemur þú?“
Og þessir menn hafa það til síns
ágætis, að þeir hafa oft gefið
refjalaus svör um hag þessara
óskalanda sinna.
LOFGERÐIN í „RÉTTI“
í tímaritinu Rétti árið 1952,
birtist lofgerð mikil um stjórn-
arhætti í Ungverjalandi.
Þar er af innfjálgri trúgirni
lýst, hvílíka blessun valdataka
kommúnista hafi fært þjóðinni,
hversu lífskjör hafi batnað, fram-
leiðsla aukizt, en alls konar tölur,
töflur og prósentur eru þessu til
stuðnings.
Er þetta ekki sízt þakkað Ráð-
stjórnarríkjunum, sem eins og í
greininni segir „hafa verið hin-
um ungu alþýðulýðveldum betri
en ekki“.
getið að í skólamálum hafi heil
öld verið unnin upp á 6 árum.
Minna gat það ekki verið.
í þessum og þvílíkum skrifum
er ávallt lögð á það mikil áherzla
hversu vel sé búið að stúdentum
og öðrum menntamönnum. Þar
sé eigi hliðstæðu að finna í víðri
veröld.
Það er því vægast sagt kald-
hæðni örlaganna, að einmitt þess-
ir menn, sem njóta beztra kjara,
að sögn kommúnista sjálfra,
skipa sér í fremstu sveit til að
hrista af sér stjórnarokið.
Menn geta þá farið nærri um
það, hvernig kjör hinna muni
vera.
LTGAMÖKKVI KOMMÚNISTA
Annars er það vita tilgangslaust
að ætla sér að gera viðhlítandi
skil öllum þeim ósanninda-
mökkva, sem kommúnistar hafa
magnað yfir fólkið.
Má benda á örfá atriði til við-
bótar, sem dæmi um ósannindi,
ÞÓR Vilhjálmsson stud. juris
lætur nú af ritstjórn æsku-
lýðssíðu Sambands ungra
Sjálfstæðismanna. Svo sem
kunnugt er og vænta mátti,
hefur hann Ieyst þetta verk-
efni af liöndum með hinum
mestu ágætum, og eru Þór
hér með færðar alúðarþukkir
fyrir prýðilega unnið starf.
RÆÐU ÞÁ, er liér birtist, flutti Sigurður Líndal
stud. jur. á hinum glæsilega og fjölmenna fundi stúd-
enta og rithöfunda í Gamla Bíói sunnudaginn 4. nóv.
Óþarfi er að rökstyðja nánar, hvert erindi þessi
skelegga ræða og holla hugvekja á til íslenzks æsku-
fólks.
Þá er því lýst yfir skýrt og
skorinort, að Ungverjaland sé
raunverulega frjólst og fullyalda
ríki og búi ekki við erlenda
kúgun af neinu tagi.
Svo kemur skýring, líklega í
anda Marxistískra vísinda, á góðri
sambúð Rússa og Ungverja og
hún er þessi:
„Skýringin á því, að sam-
búð hinna voldugu Ráðstjórn-
arríkja við hina smáu ná-
granna sína i vestri er svo
vinsamleg og árekstralaus, er
einfaldlega sú, að sósíalisminn
táknar afnám þeirra frum-
skógalaga, sem ríkjandi er í
milliríkjaviðskiptum í auð-
valdsheiminum“.
Hver skýring hins „vísinda-
lega Marxisma er á þeim atburð-
um, sem nú hafa orðið, hefur
hins vegar ekki heyrst.
VITNISBURÐUR
„LANDNEMANS"
í Landnemanum, blaði ungra
kommúnista, 3. árg., er ástand-
inu í Búdapest lýst með þessum
orðum:
„Starfsgleði, þróttur og bjart
sýni þess fólks, sem nú fyrst
hefur eignazt föðurland seíur
svip sinn á borgina".
Þetta var rétt eftir valdatöku
kommúnista.
í 6. árgangi sama rits er þess
sem kommúnistar hafa boðað
eins og helgasta sannleika.
1. Að Austur-Evrópuþjóðirnar
séu frjálsar og fullvalda.
2. Að þær njóti jafnréttis við
Sovétríkin.
3. Að þar ríki fullkomið lýðræði,
já, fullkomnasta lýðræði sem
til er.
4. Að þar ríki mannréttindi,
skoðanafrelsi og réttaröryggi.
5. Að ríkin séu laus við íhlutun
Sovétríkjanna.
6. Að kjör þar séu betri en ann-
ars staðar í heiminuRS.
7. Að fólkið styðji ríkisstjórnir
kommúnista.
Allar fullyrðingar, sem þessar
háfa atburðir síðustu mánaða og
þó einkum síðustu daga hrakið
svo rækilega, að þar stendur ekki
steinn við steini. Er þó hér fótt
eitt talið.
Það stendur nokkurn veginn á
endum, að 20 ára afmæli Þjóð-
viljans er minnzt, með því að
ómerkja obbann af skrifum blaðs
ins frá öndverðu. Er þetta vægast
sagt óvenjuleg afmælishátíð.
Sama mun og gilda um annað
það, er kommúnistar hafa gefið
út síðasta aidarfjórðunginn.
VÍTI TIL VARNAÐAR
Atburðir þeir, sem orðið hafa
í Ungverjalandi eru enn ein á-
minningin til allra Vesturlanda-
búa um að standa vörð um frelsi
sitt og mannréttindi.
Ef slakað væri verulega á
þeirri varðstöðu, gætu atburð-
ir eins og orðið hafa í Ung-
ver jalandi undanfarin ár hæg-
lega gerzt víða um Vesturlönd
og þá einnig hér.
Atburðirnir í Ungverjalandi
sýna okkur og enn einu sinni,
að stefna vestrænna þjóða var
rétt, er þær komu á fót sam-
tökum sínum gegn ofbeldi
kommúnismans.
Á þetta er full ástæða til að
minna enn einu sinni, ekki sízt
vegna þeirrar erindrekasveitar,
sem kúgunaröfl kommúnista eiga
á íslandi.
Mitt á meðal okkar halda menn
þessir uppi iðju sinni, ekki að-
eins óáreittir heldur einnig lög-
verndaðir af því þjóðfélagi, sem
eir vilja tortíma.
Allt frelsi sitt og öll réttindi
jkaðnota menn þessir til þess að •
klekkja á þessu þjóðfélagi og
;pilla þjóðlífinu.
Síðan hamra þeir á göllum
ess sem þeir sjálfir eiga mest-
an þátt í að vekja — til að ala
á öánægju, úlfúð og illyndum.
Með lævíslegum áróðri reyna
þeir að læða því inn hjá mönn-
um, að það frelsi og þau mann-
réttindi, sem Vesturlandabúar
njóta, séu einskis virði — mesta
lagi til þess að féfletta náung-
ann og sitja yfir hlut hans.
Þannig á að slæva árveknina
og framhaldið verður auðveldara
— að smeigja fjötrunum á.
Það er kynlegt til þess að
hugsa, að þessir menn skuli
e. t. v. sumir eiga líf sitt að
þakka því þjóðskipulagi og
þeim mönnum, sem sjálfir
hafa þeir hrakyrt og liundelt.
Mér dettur ekki í hug að neita
því, að þjóðfélag okkar er um
margt gallað og þar mætti sitt
hvað betur fara, en stendur það
þó ekki í himinhrópandi mót-
sögn við það þjóðfélag, sem
kommúnistar hafa neytt upp á
menn?
Vekur það ekki viðbjóð hvers
heilbrigðs manns, þegar veizlu-
glaðir kommúnistar nýkomnir úr
fagnaði kúgaranna, syngja þeim
lof og breiða út ósannindi meðal
saklauss fólks til að geta hneppt
það í fjötra.
En bak við tjöld þessa skrípa-
leiks hefur öll alþýða stunið und-
ir okinu, flóttamennirnir streymt
þúsundum sáman, þjáðir og alls
lausir, en að lokum leggur vopn-
lítið fólkið til atlögu við kúg-
arana.
Ef þessir atburðir verða
ekki til þess að opna augu
manna fyrir eðli þessarar
háskastefnu — fyrir því, sem
raunverulega er að gerast —
þá hljóta þeir menn að hafa
upprætt með sér allan þann
neista mannúðar og samúðar
sem hver einstaklingur hlýtur
þó í yöggugjöf.
MANNGERÐ
KOMMÚNISMANS
Einn sagnfræðinga kommún-
ista segir í tímaritinu Rétti árið
1949: „Sósíalisminn hefur skap-
að nýja manngerð". Þegar haft
er í huga, að hér er kommúnismi