Morgunblaðið - 16.11.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.1956, Blaðsíða 14
MORGVSBlÁÐlÐ Fðstuctagur 16. nðv. 1956 M 120 fyrirtœki toba þótt í firmaheppni Bridgefélogsins FHtMAKEPPNI Bridgesambands íslands hólst í Skátaheimilinu sunnudaginn 11. nóv. Að þessu sinni taka 120 fyrirtæki þátt í keppninni, en eftir fyrstu um- ferð er Eggert Kristjánsson & Co. h.f. efst„ með 57 stig. Fyrir Eggert Kristjánsson &Co. h.f spilar Kristinn Bergþórsson. Út- koma annara fyrirtækja er sem hér segir: stig. G. Helgason Sc Melsted .... 56 Slippfélagið h.f.......... 55,5 Ó. V. Jóhannsson & Co. .. 55 Ópal h.f. ................ 54,5 Trygging h.f.............. 54,5 Northern Tradíng Company 54 Leðurv. Jóns Brynjólfss. .. 53 Olíuverzlun ísl. h.f..... 53 Sigfús Sighv., tryggingast. 53 Arni Jónsson timburv. .. 52 Egill Skallagrímsson, ölg. 52 Helgi Magnússon & Co. . . 52 Vélar og skip h.f........ 52 Einar B. Guðm. og Guðl. Þorláksson ....... 51,5 Fálkinn h.f., reiðhjólv.. 51,5 J. Þorláksson & Norðmann 51 Prentsm. Edda h.f.......... 51 Kiddabúð ................ 50,5 Bógaútg. Guðjóns Ó....... 50 Haraldarbúð h.f.......... 50 Natíonal Cash Reg. Company ............... 50 Afgr. smjörlíkisgerðanna .. 49 Alþýðublaðið ............ 49 Ásbjörn Ólafsson, heildv. 49 Sild og Fiskur .......... 49 Þjóðviljinn ............. 49 Áburðarverksm............. 48,5 Almennar tryggingar h.f. 48 Leiftur h.f.............. 48 Lýsi h.f................. 48 Sjóvátryggingafél. ísl. h.f. 48 Edda h.f., umb. og heildv. 47,5 Eimskipafél. Reykjavíkur 47,5 Hamar h.f................. 47,5 Helgafell, bókaútg........ 47,5 íslenzk endurtrygging .... 47,5 Kr. Þorvaldsson & Co. .. 47,5 Bernhard Petersen........ 47 Feldur h.f............... 47 Ljómi h.f................ 47 Útvegsbanki fslands h.f. .. 47 Vísir, verzlunin .......... 47 Árni Pálsson, verzlun .... 46,5 Esja h.f................... 46,5 Fiskhöllin................. 46,5 Alliance h.f............... 46 Berg, heildverzl........... 46 Lárus Arnórsson, heildv. .. 46 Ræsir h.f.................. 46 Smáiri h.f................. 46 Alm. byggingafél. h.f...... 45,5 Ásgarður h.f............... 45,5 Bókabúð Braga Brynjólfss. 45,5 ísl.- erlenda verzlunarfél. 45,5 Sindri h.f................. 45,5 Vátryggingafélagið h.f. .. 45,5 S. Stefánsson & Co......... 45,5 Kr. Kristjánsson h.f....... 45 Lárus G. Lúðvígsson, skóv. 45 Sparisj. Rvík og nágr. . . 45 Geir Stefánsson & Co., h.f. 45 Prentmyndir h.f............ 45 S. Árnason & Co............ 45 Tíminn .................... 45 Veiðmaðurinn............... 45 VerzL Björns Kristjánsson 45 Silli & Valdi ............... 45 Sjálfstæðishúsið......... 45 Árni Jónsson h.f., heildv. 44,5 Eimskipafél. íslands h.f. .. 44,5 Tjarnarbíó h.f........... 44,5 Morgunblaðið ............ 44 Agnar Ludvigsson, heildv. 43,5 Bílaiðjan ............... 43,5 Þóroddur E. Jónsson...... 43.5 Champion bifreiðakerti .. 43,5 Haraldur Árnason, heildv. 43 Landssmiðjan ............. 43 Ása — klúbburinn ........ 42,5 Harpa h.f................ 42,5 Svanur h.f................ 42,5 Akur h.f.................. 42 Fossberg, G.J............ 42 Freyja h.f............... 42 H. Benediktsson & Co. .. 42 Kirstján Siggeirsson h.f. .. 42 Hekla h.f., heildv....... 41,5 Pétur Snæland h.f......... 41,5 Björninn, smurbrauðss. .. 41 Crystal, sælgætisg........ 41 ísafoldarprentsmiðja h.f. .. 41 Markaðurinn, Hafnarstr. 5 41 Ámundi Sigurðss., málmst. 40,5 Festi, verzlunarfélag .... 40,5 Kristján G. Gíslason & Co. 40,5 Sveinn Egilsson h.f....... 40,5 Jól askreytirsgar fyrir verzíanir Gróðrastöðin við Miklatorg, sími 82775. 2—3 hcrbergi í miðbænum til leigu. Sérstaklega vel fallið fyrir heildverzlun, lækningastofur eða alm. skrifstofur. Bréfleg tilboð sendist afgr. blaðs- ins fyrir laugardag, merkt: Miðbær —3963. Búnaðarbanki fslands .... 40 Gotfred Berhöft & Company ............... 40 Herrabúðin .............. 40 S.Í.S.................... 40 Vísir, dagblaðið ........ 40 Álafoss ................ 39,5 Alþýðubrauðgerðin h.f. .. 39,5 Kol & Salt h.f........... 39,5 Samtr. M. botnvörpunga 39,5 S.Í.F. .................. 39,5 Elding Trading Company 39 Víkingsprent h.f........... 39 Vinnufatgerð fslands h.f. 38,5 O. Johnson & Kaaber .... 38 Leðurv. Magnús Víglundss. 38 Rúllu og hleragerðin .... 37,5 Áburðarsala ríkisins..... 37 Frón h.f., kexverksm..... 36,5 Olífélagið h.f............ 36,5 Liverpool ............... 36 Edinborg ................ 34 Miðstöðin h.f............ 30 Ragnar Þórðars. & Co. h.f. 30 Næsta umferð verður spiluð í Skátaheimilinu sunnud. 18. þ.m., en ekki þriðjudag, eins og áður hefir verið tilkynnt. Mlatreiðsia síldar- rélla og mareiðslu- kvikmyndir Á HÚSMÆÐRAFUNDI, sem haldinn verður í Tjarnarbíói á laugardag kl. 2,30, mun frú Anna- Britt Agnsáter, forstöðukona til- raunaeldhúss sænsku samvinnu- félaganna, sýna matreiðslu síld- arrétta, tala um síld og sýna auk þess mjög athyglisverðar mat- reiðslukvikmyndir. Frú Agn- sáter er hingað komin meðal annars til þess að kynna sér ís- lenzka lambakjötið, en samvinnu félögin eru að reyna að skapa markað fyrir það í Svíþjóð. Hef- ur hún notað ferðina til að halda húsmæðrafundi og sýna síldar- rétti í Reykjavik og nágrenni. Frú Agnsáter hélt fyrsta fund sinn í Sambandshúsinu á þriðju- dagskvöld og voru boðnir þang- að formenn allra kvenfélaga í Reykjavík og fleiri gestir. Vöktu síldarréttir frúarinnar mikla at- hygli, svo og ýmsar upplýsingar, sem hún gaf um síldina. Önnur kvikmyndin, sem frú Agnsáter sýnir, á alveg sérstakt erindi til íslendinga. Er hún um hraðfryst matvæli, bæði fisk, kjúklinga, grænmeti og ávexti, og er sýnd í myndinni matreiðsla fjölda rétta úr frystum matvæl- um. Myndin er í mjög fögrum litum og var tekin aðallega í til- raunaeldhúsinu í Stokkhólmi. Á fyrsta húsmæðrakvöldinu flutti Erlendur Einarsson, for- stjóri SÍS, stutta ræðu og skýrði frá því, að samvinnufélögin hefðu mikinn áhuga á að auka hús- mæðrafræðslu sína og væri heim- sókn frúarinnar liður í því starfi. Frú Agnsáter mun halda hús- mæðrakvöld í Borgarnesi, á Akranesi og ef til vill víðar, meðan hún dvelst hér á landi. Hún heldur heimleiðis í næstu viku. — ÁFENGISNEYZLAN fór ört stíg- andi í Finnlandi á s. 1. ári, sam- kvæmt upplýsingum finnsku áfengiseinkasölunnar. Aukningin nam um 13% miðað við árið 1954 að því er tekur til sterkra drykkja, hins vegar fór ölneyzla og neyzla veikari víntegunda minnkandi. En miðað við árin fyrir styrj- öldina hefur neyzlan aukizt um 50%. Ástæðna er að leita í aukinni velmegun fólksins, þannig að fólk sem áður hafði blátt áfram ekki efni á að kaupa áfengi telur sig nú vera þess umkomið. Til þess að geta keypt áfengi í Finnlandi verður viðkomandi að vera skráður viðskiptavinur einkasölunnar og greiða henni gjald. Af íbúum Finnlands sem eru 4,5 milljónir, eru núm 707 þúsund sem greiddu þetta við- skiptagjald áfengiseinkasölunni, þar af voru um 140 þús. konur. Tala fangelsana vegna drykkju- skapar jókst um 2,5% í fyrra. (Áfengisv.n. Rvíkur). Er samúð til silu MÖRGUM hnykkti við un daginn út af yfirlýsingu Halidórs Kiljans Laxness á vegum MÍR. Hvað hefur kom- ið fyrir manninn? Hann, sem svo oft hefur deilt á hræsni og yfirdrepsskap, nefnir nú „gistivináttu, fyrirgreiðslu og Fullfrúi frá Gilletfe- verksmiðjunum FYRIR nokkru kom hingað til lands í kynnisför fulltrúi hinna heimskunnu Gillette-verksmiðja í Bretlandi. Kom hann hingað til þess að kynna sér markaðinn hér fyrir Gillette vörur. Fulltrúi þessi, Mr. Ted Jones, kvaðst vera mjög ánægður með ís- landsviðskipin, sem miðað við fólksfjölda væru afarmikil og færu vaxandi. Mr. Jones ferðast mjög milli landa á vegum verksmiðjanna og kom hann hingað alla leið sunnan frá Afríku. Gilletteverksmiðjurnar í Bret- landi framleiða nú daglega 5 milljónir rakblaða, en aftur eru svo miklar verksmiðjur einnig vestur í Ameríku. Eru verksmiðj- ur nú alls í átta löndum. Fyrir nokkrum árum tóku verk smiðjurnar að framleiða hárlið- unarvökva, Toni, sem Mr. Jones sagði að náð hefði hér á landi sem og annars staðar miklum vin- sældum og öruggum markaði. viðskipti" i samhandi við at- burðina í Ungverjalandi. Hon- um getur ekki verið sjálfrátt, eða hvemig í ósköpunum er hægt að minnast á viðskipti i sambandi við réttlætistilfinn- ingu. • • • Eftir því ætti veg- farandi að láta sig engu varða þó að hann sæi þrjót berja niður saklausan mann á götu, ef hann slyppi óskaddaður sjálfur og gæti haft hagstæð „viðskipti" við þr jótinn. 9 9 9 Slíkur undirlægju- háttur er ekki samboðinn neinum íslendingi, því að þetta er hugsunarháttur þræls ins og þeirra manna, sem taka mútur fyrir samvizku sína. 9 9 9 Þá væri margfalt skárra að við glötuðum nokkr- um „viðskiptavinum“ en að við yrðum sljóir fyrir hörm- ungum og þjáningum með- bræðra vorra og systra. Hvers virði væri þá mannlífið, ef öll mannúð væri bannlýst af því að það væri ekkert upp úr henni að hafa, og eiginhags- munir látnir ráða? 9 9 9 Nei, svo aumlega ástatt má aldrei verða um ís- lendinga. Nú þegar Halldór Kiljan Laxness er meira lesinn af Rússum en nokkur annar höfundur á Norðurlöndum, þá ber honum einmitt siðferðileg skylda tii þess að mótmæla hryðjuverkum þeirra einarð- Xega og ótvírætt, í staðinn fyrir að biðja þeim griða og sátta í nafni „viðskipta, gisti- vináttu og fyrirgreiðslu“. Til þess treystum við góðu skáldi og sönnum manni. Mmms Guðión Gnðiónnsson Hinningnrofð Ég kvaddi þennan vin minn 15. maí í vor, heilbrigðan, lífsglað- an og f jörugan, en rúmum mán- uði síðar fékk ég skeyti um að hann væri dáinn. Hann andaðist á spítala í Arlington, Va., U.S.A., 24. júní 1956, eftir stutta legu í lungnabólgu. Heimili hans var að 5226 South 8th Rd., þar í borg- inni, og býr ekkja hans þar enn með börnum sínum. Guðjón fæddist 31. des. 1907, að Sjólist í Vestmannaeyj. og var skírður tveim nöfnum, en gekk ætíð undir síðara nafni. Foreldr- ar hans voru Guðjón Júlíus Guð- jónsson og Guðbjörg Jónsdóttir kona hans, og bjuggu þau á fyr- nefndum bæ þar í eyjunum. Var Guðbjörg systir séra Halldórs Johnson, er um mörg ár var prest ur meðal Vestur-íslendinga og kom víða við sögu þeirra. Hann drukknaði við Vestmannaeyjar 1949, þá nýkominn heim frá Am- eríku. Móðir Guðjóns dó úr spönsku veikinni 1918, er hann var ellefu ára, og eftir lát henn- ar ólst hann upp hjá föðurmóð- ur sinni, Guðríði Guðjónsdóttur að nafni, þar í eyjunum. Ungur tók Guðjón að stunda sjó og gerði það nokkur ár fram- an af ævi; en það starf átti illa við hann sökum sjóveiki, er eigi vandist £if honum. Réð hann því af að læra einhvert handverk, og valdi rakaraiðn, og þá iðn stund- aði hann ætíð síðan; fyrst í Vest- mannaeyjum, svo um tuttugu ár í Keflavík, og þar var hann fyrst ur að setja á fót rakarastofu. Og frá 1951, að hann flutti alfarinn til Bandaríkjanna og settist að í Arlington, stundaði hann ein- göngu fag sitt til æviloka. Guðjón kvæntist árið 1933 Huldu Katrínu Petersen, ættaðri úr Keflavík, og eiga þau fjögur börn á lífi, tvo drengi og tvær stúlkur. Eldri drengurinn, Júlíus Petersen að nafni, er tuttugu og tveggja ára, og er við framhalds- nám í verkfræði í Virginia-fylki. Hann var einn vetur við ríkis- háskólann í Norður-Dakota. Hinn drengurinn heitir Gunnar og er 14 ára og er að útskrifast úr mið- skóla. Eldri dóttirin, Þórhildur, er 21 árs, gift Erlingi Ellerts frá Keflavík og eiga þau tvö korn- ung börn, pilt og stúlku; hin dótt- irin heitir Björg Hulda og er 19 ára og er við háskólanám í Arl- ington. Eru börnin öll myndarleg og vel gefin, prúð í framkomu og bera vitni um gott uppeldi. Guðjón á þrjú systkini á Is- landi, en eigi veit ég hvar á land- inu þau búa, þau heita: Óskar, Svafa og Laufey. Hann var vinmargur hvar sem hann dvaldi, heima eða hér, og lætur það að vonum, því maður- inn var lipurmenni og drengur einlægur í allri framkomu, skemmtilegur, minnugur og fróð- ur, greindur vel og skýr í tali, greiðvikinn og fljótur, listfengur í iðn sinni, enda smekkmaður að eðlisfari og aðdáandi allrar feg- urðar. Er ég var staddur í Arlington kom ég oft á heimili þeirra hjóna, Guðjóns og Huldu, og hlýrri viðtökum hjá vandalaus- um og óþekktum minnist ég eigi hafa notið á öðrum stað. Allt var svo sjálfsagt, að nálega við hvern snúning fann maður, hvað allt var velkomið. Já, þar var gott að koma. Veggina prýddu sýnir frá landinu helga í norðri, bækurn- ar, fræðirit um land og menning þjóðarinnar í máli og myndum og umræður heimaspunnar. Allt svo íslenzkt, umhyggja og hugulsemi hreinræktaðar dygðir heiman af gamla landinu; gestrisni aðlað- andi, samfara höfðinglegum veit- ingum og nærgætni. Far vel, góði vinur! Og hjart- ans þakkir fyrir allt og allt. Sveinn Oddsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.