Morgunblaðið - 16.11.1956, Qupperneq 16
í$
MOROVNBLADIÐ
Fostudagur 16. nóv. 1956
AtMl - MiT/íií'
,/|l* $AL • /41 • Ml • • M l
Fjórum sinnum í viku til == •
Bretlands
og meginlands Evrópu.
Kristjan Guömundsson - minning
Viðkomustaðir:
HAMBORG
KAUPMANNAHÖFN
GAUTABORG
OSLÓ
STAFANGXJR
BJÖRGVIN
GLASGOW
Við seljum farmiða
með öðrum flug-
félögum til flestra
fiugstöðva í heimi.
Loftleiöis landa milli!
LOFTLEIÐIR
— SlíVlí: 81440
F. 9. maí 1937. — D. 5. nóv. 1956.
HANN fæddist á ísafirði 9. maí
1937. Það var vor í lofti, landið
var að ktæðast sínum fegursta
búningi, græna skrúðanum ynd-
islega. Sólin boðaði lengri dag,
meiri yl og betra veður, lömbin
voru að fæðast, lækirnir kliðuðu,
bjarkirnar brumuðu, en blómin
biðu með óþreyju að opna krónur
sínar og taka þátt í sköpun lífs-
ins.
Móðirin brosti sigurbrosi, er
hún leit barnið sitt, grátur þess
ómaði í eyrum hennar, fegursta
hljóðið, sem móðureyrað þekk-
ir. Fjórtán sinnum hafði hún
heyrt þetta yndislega hljóð, þvi
að þetta var hennar fjórtánda og
síðasta barn.
Síðan eru liðin 19 ár. Drengur-
inn hefur lifað bernsku og æsku
skeiðið. Vorið í lífi mannsins.
Hann hafði eignazt unnustu,
unga og indæla stúlku, er hafði
alið honum son fyrir öcfáum
dögum. Lífið var fagurt, og fram
tíðin blasti við, full af fyrirheit-
um og hamingjuóskum vina og
ættingja. Ungi maðurinn stund-
aði vinnu sína af alúð og lét sig
dreyma um fallegt heimili, með
ungri konu og barni.
En svo — já, aðeins eitt kvöld,
og alJir þessir draumar geta
aldrei rætzt. í>að vita allir. Sorgin
nístir ástvinina að hjartans innstu
rótum. Unnustan, sem er að stíga
af sæng, móðirin, systurnar, bræð
urnir, vinirnir og allir góðir menn
og konur, syrgja þennan unga
mann. Við allt þetta fólk vildi
ég mega segja eins og skáldið:
„Guð huggi þá, sem hryggðin
slær, hvort sem þeir eru fjær
eða nær“.
Ég veit, að unga móðirin, Lilja
Jóhannsdóttir, ber þyngstan
harminn, en ég veit lika að enginn
skilur hana betur en Indíana,
móðir hennar, því sjálf reyndi |
hún slíkt hið sama á unga aldri,
er hún missti fyrri mann sinn og
stóð þá ein uppi með lítið barn.
Skammt hefur nú verið stórra
högga milli í fjölskyldu Daðeyj-
ar Guðmundsdóttur. Nú var það
19 ára sonur, síðastliðið ár, 4.
okt. dó Guðmundur Jónatansson
maður hennar, nokkrum mánuð-
um þar áður var það tengda-
dóttirin Hulda Sigurbaldursdótt-
ir frá ísafirði, er dó frá fimm
ungum börnum. Og fyrir þrem
árum var það Daðey litla Péturs
dóttir, dótturdóttir Daðeyjar, og
var það átakanlegt mjög.
Það er sumra mál, að mikil
lífsreynsla göfgi manninn og færi
hann nær Guði. Ég veit að Daðey
er ein af því fólki, sem göfgast
við hinar dýpstu sorgir, og trúir
því, að hún mun síðar hitta alla
ástvini sína, því langt, bak við
gröf og dauða er hið eilífa líf
allra manna. Ég er þess einnig
fullviss að börn hennar munu
styðja hana og styrkja á allan
hátt og deila hörmum sínum og
gieði með henni.
Faðir Kristjáns var Guðmund-
ur bóndi að Fossum, síðar á ísa-
firði og síðast í Reykjavík, Jóna-
tansson, bónda í Engidal í Skut-
ulsfirði, Jenssonar.
Móðir Kristjáns er sem fyrr er
sagt Daðey Guðmundsdóttir,
bónda á Fossum og Kirkjubæ í
Skutulsfirði, Árnasonar og eru
þetta ættir frá Breiðafirði og
Djúpi.
Eftir að Guðmundur, faðir
Kristjáns dó, síðastliðið ár, átti
hann heima hjá Sigurði bróður
sínum í Defensor í Reykjavík
og konu hans Guðrúnu Jörunds-
dóttur og er þetta mikill harmur
á því mannmarga heimili.
Gu'ðm. G. Guðrrr.
Afríkuskreiðm
ÉG KEMST ekki hjá því að
skrifa nokkur orð um Afríku-
skreiðina til viðbótar, vegna
greinar Kristjáns Elíassonar, yf-
irmatsmanns í Mbl. 9. þ. m. Það
er venja margra sem hafa slæm-
an málstað, að snúa útúr, vera
með getsakir og nota sér prent-
villur til framdráttar, en slíkt
er yfirleitt ekki talið karlmann-
legt, og sízt þegar embættismað-
ur á í hlut, sem á að vera hlut-
laus.
T.d. í grein hans 25. okt. vitnar
hsrnn til reglugerðar 1935, en í
síðari greinni er þetta 1955. Ekki
er mér kunnugt um hvort vera
skal. Sammála er ég honum um
að forðast beri að flokka svart-
an (jarðslaga) og djúpfrosinn
fisk með AfrTku-gæðum, en ösam
mála honum í því að kasta þeim
fiski í úrkast Offal, það er hægt
að fá milliverð fyrir þennan fisk,
án þess að fella annan í verði,
hvað sem yfirmatsmaðurinn seg-
ir. Við það fá framleiðendur
meira fyrir vöru sína, ekki minna.
Yfirmatsmanninn brestur hér
kunnugleika og eru fullyrðingar
hans því ágizkun. Norðmenn hafa
annað verð á djúpfrosnum fiski,
kalla hann ekki Offal. Ekki hefi
ég séð svartan fisk frá Noregi
í Nígeríu, en því miður stund-
um frá íslandi. T.d. var mikið
af svartri jarðslaga keilu á mark-
aðinum í Lagos í september frá
fslandi. Hér hefur matinu yfir-
sézt, nema að keilan hafi verið
seld á lægra verði, en venjulegu
verði á góðri vöru.
Hvernig stendur á því
Nígeríumenn kaupa 3 pakka af
norskri skreið með fasta hnakka-
blóðinu, á meðan að þeir kaupa
aðeins 1 pakka af þeirri ísl., sem
er blóðhreinsuð? Ég skal upplýsa
þetta: Nígeríumönnum er illa við
að kaupa skreið, sem er opin í
kviðinn, vegna þess að margir
þar halda því fram að sú skreið
muni vera af sjálfdauðum fiski.
Ýmsir hafa líka aðrar ótrúlegar
ástæður fyrir því. Dæmi eru
til þess, að þeir sem keyptu
norsku skreiðina með þessu
hnakkablóði sem við deilum um,
hafi haldið því fram, að sú
norska væri áreiðanlega ekki af
sjáifdauðum fiski, því þarna væri
blóðið til sönnunar. Að sjálf-
sögðu leiðrétti ég þetta alls staðar
og margt fleira, t.d. að fiskurinn
hefði mannshöfuð etc.
Við verðum að gera okkur
fyllilega Ijóst að margt er skrít-
ið og öðru vísi í Vestur-Aíríku
en hjá okkur, og sætta okkur við
það.
Sjálfsagt væri og eðlilegast að
yfirmatsmaðurinn heimsækti
lönd þau, sem kaupa skreið frá
Islandi, og kynnti sér vel þau
mál. En mín persónulega skoð-
un er sú, eftir blaðaskrifum
hans um þessi mál, að hann sé
ekki nógu sanngjarn maður til
þess að takast slíka ferð á hend-
ur, og mynda sér rétta og hlut-
lausa skoðun.
Aðalástæðan fyrir því að sala
á ísl. skreið hefur farið vaxandi
í Nigeríu er sú að hún er oftast
seld á lægra verði en sú norska,
stundum á sama verði en sjaldan
á hærra verði.
Sjálfsagt er að vanda vöruna
og allan frágang hennar, en ekki
stofna til aukakostnaðar að á-
stæðulausu. Það eru mín orð,
ekki annað.
Reykjavík, 12. nóv. 1956
Þóroddur Jónsson.
að
Þvoið með einhverjn al
gömlu þvottaefnununi.
Já9 reyníð öll9 og níðurstaða
yðar mun verða • • -
OMO
SKUAH YDUR
mmm msmm
pwmn i
Askorun til allra kvenna í landinu. Gerið tilraunir með
hin ýmsu þvottaefni sem á markaðinum eru og takið
vel eítir árangrinum. Þvoið síðan með Omo, hinu ilm-
andi bláa þvottadufti. Og skiljið ekkert eftir, tínið til
óhreínustu fötin, sem hægt er að finna, og dembið þeim
í hina glitrandi froðu Omo-þvottaefnisins.
Þegar komið er að því að strauja þvottinn, þá gerið
samanburð, og þá munuð þér reiðubúin að fallast á, að
Omo gerir hvitara en þér hafið nokkurn tíma áður séð-
Hvort heldur sem Omo fæst víð venjuleg óhreinindi
eða bletti, þá er eitt víst, að það skilar þér hvítasta
þvotti í heimi.
X-OMO #/i-J9aM0
Reynið síðan Omo, bláa
Takið efíir
Saumastofan er flutt að Laugavegi 126.
Opnað í dag.
Saumað er, eins og áður, karlmannaföt, og frakkar,
drengja föt og dragtir.
Gjörið svo vel að lita inn.
Brynleifur .Tónsson,
klæðskeri, sími 82214.